Morgunblaðið - 06.10.2010, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 06.10.2010, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 2010 Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 • www.hjahrafnhildi.is Stór peysusending stærðir 36-52 White Caviar Illuminating Systeme lightening • lifting • luxury Vertu velkomin að kynnast því allra nýjasta frá la prairie í Hygeu Smáralind í dag miðvikudaginn 6. okt. kl. 13–17 Bjóðum 10% kynningarafslátt og kaupauka Kringlan, sími 533 4533 Smáralind, sími 554 3960 RF-27 150x60x60cm 173+541ltr. Hvítur 104.900 Stál 129.900 RF-36 195x60x60cm 233+881ltr. Hvítur 119.900 Stál 149.900 C-290 145x60x60cm 275ltr. kælir eingöngu Hvítur 69.900 F-245 145x60x60cm 205ltr. frystir eingöngu Hvítur 79.900 Komdu og skoðaðu raftækjaúrvalið hjá okkur. Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500 Gerð RF-32 ( sjá mynd ) er skápur sem margir hafa beðið eftir, stór 233 ltr. kælir að ofan og 2ja skúffu 54 ltr. frystir að neðan. HxBxD = 176 x 60 x 60. Nýja línan frá EKKI SPILLIR VERÐIÐ Hvítur 114.900 Stál 144.900 Rýmum fyrir nýjum vörum 20% afsláttur 6.–8. október Meyjarnar Austurveri, Háaleitisbraut 68,sími 553 3305. Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is „Þetta eru virkilega erfiðir og sárir tímar,“ segir Halldóra J. Þorvarð- ardóttir, prófastur í Landsveit, um stöðuna í íslensku samfélagi um þess- ar mundir. Hún segist skilja reiði og áhyggjur fólksins og mótmæli séu birtingarform ríkjandi ástands. Þau eigi sinn skilning en ofbeldi eigi aldrei rétt á sér. Halldóra predikaði í Dómkirkj- unni fyrir þingsetningu sl. föstudag og á leiðinni inn í Alþingishúsið fékk hún egg í höfuðið og blæddi örlítið úr hægra eyra hennar. Hún segist hafa verið viðbúin öllu og kveinki sér ekki undan högginu. Eftir standi sú reynsla að hafa tekið þátt í þessum atburði og verið í hringiðunni. Stundum er sagt að góðærið hafi farið framhjá landsbyggðinni að mörgu leyti og því hafi kreppan ekki haft eins alvarlegar afleiðingar. Hall- dóra segir þetta megi heimfæra upp á sína sveit. Bændur hafi hvorki notið góðæris né þurft að taka dýpstu lægðir kreppunnar. Það hafi hins vegar alltaf verið ákveðinn barningur að lifa af landinu og kúabændur, sem hafi verið bjartsýnir og tekið lán til þess að tæknivæða fjós sín, séu ekki í góðum málum. Í heild sinni megi segja að Suðurland sé láglaunasvæði og fólk með erfið lán á bakinu standi illa. „Það er kvíðið og óöruggt eins og alls staðar,“ segir hún. Halldóra seg- ist ekki geta annað en ráðlagt fólki æðruleysi og að missa ekki vonina. Miklu máli skipti að fólk leiti eftir samstarfi við bankastofnanir og láti hlutina ekki drabbast. Fyrir öllu sé að halda jafnaðargeðinu. Íslenska þjóðin hafi áður gengið í gegnum kreppu og öll él birti upp um síðir. „Við verðum að trúa því og treysta að það gerist aftur á nýjan leik,“ segir hún og áréttar mikilvægi þess að fólk sýni æðruleysi og styrk en grípi ekki til of- beldis. „Það verðfellir allt,“ segir hún. Fólk sýni æðruleysi og missi ekki vonina Morgunblaðið/Júlíus Þingsetning Sr. Halldóra heldur um eyrað eftir að hafa fengið eggið í sig. Sr. Halldóra segir ofbeldi aldr- ei eiga rétt á sér Skjólstæðingum Fjölskylduhjálpar Íslands býðst endurgjaldslaust að- stoð heilsuráðgjafa alla miðviku- daga frá kl. 14-16. Ylfa Carlsson heilsuráðgjafi sér um starfsemina og segir hana hugsaða til aðstoðar fólks sem á í erfiðleikum. „Þarna kemur einnig fólk illa farið vegna slæmrar heilsu. Þá er meiningin að bjóða því aðstoð og kenna að hugsa betur um heils- una.“ Spurð út í hvers konar kvillar það séu sem helst hrjáir fólkið segir Ylfa þá fjölbreytta. „En afskaplega vanalegur kvilli hjá öllum Íslend- ingum er sveppasýking. Það er kannski það sem er algengast hjá okkur fyrir utan kvef.“ Ylfa segir að þrjár stoðir renna undir góða heilsu; næring, hreyfing og hamingja. Séu þær fyrir hendi sé heilsan það einnig. Spurð hvort hún telji skjólstæðinga fjölskylduhjálp- ar hamingjusama segist hún ekki telja það. „En það er hægt að gera eitthvað við því. Taka skömmustu- tilfinninguna burtu. Það er eitt af því sem við myndum byrja á.“ Panta verður tíma þriðjudaga og miðvikudaga frá kl. 9 til 12 í síma 551-3360. „Fólk illa farið vegna slæmrar heilsu“ Fimm tilboð af sex, sem bárust í raf- og vélbúnað Búðarhálsvirkj- unar, voru undir kostnaðaráætlun Landsvirkjunar en tilboðin voru opnuð í gær. Lægsta tilboðið var frá þýska fyr- irtækinu Voith Hydro, 6,27 millj- arðar króna en kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 7,37 milljarða. Um er að ræða lokað útboð sem var auglýst á Evrópska efnahags- svæðinu. Alls bárust tilboð frá þrem- ur öðrum fyrirtækjum, Impsa frá Argentínu, Koncar-Litostroj Power frá Króatíu og Andritz Hydro GmbH frá Þýskalandi. Króatíska fyrirtækið átti næst lægsta tilboðið, 89,8% af kostnaðaráætlun. Í verkinu felst hönnun, framleiðsla og uppsetning á öllum vél- og raf- búnaði virkjunarinnar. Um er að ræða tvær vélasamstæður, samtals 85MW, ásamt stoðkerfum og stjórn- búnaði. Áætlað er að verkið verði unnið á árunum 2011 til 2013 og að aflvélar virkjunarinnar verði komnar í fullan rekstur fyrir árslok 2013, að því er fram kemur í tilkynningu frá Lands- virkjun. Þýskt fyrirtæki bauð lægst í Búðarhálsvirkjun Í sumarlok Frá opnun tilboða í byggingarvinnu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.