Morgunblaðið - 06.10.2010, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.10.2010, Blaðsíða 10
Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Íslendingar eru svo opnir fyr-ir því að prófa eitthvað nýtt ogþeir hafa tekið staðnum okkarmjög vel. Þeir kunna vel að meta brasilíska matinn og sumir segja að það sé draumi líkast að borða matinn sem ég elda,“ segir Sil- bene Dias og skellihlær, en hún er eigandi og aðalkokkur á brasilíska veitingastaðnum Brasilia við Skóla- vörðustíg. Hún stendur ekki ein í brúnni því Marcia, systir hennar, er einnig í fullu starfi á veitingastaðn- um. „Við unnum báðar á öðrum veit- ingastöðum, bæði á Kaffi Oliver og Kaffi Sólon, en svo fórum við að velta fyrir okkur hvort við ættum ekki að opna okkar eigin stað með alvöru brasilískum mat. Við slógum til og opnuðum rétt fyrir jólin í fyrra. Við erum nefnilega sterkar konur, rétt eins og hún móðir okkar,“ segja þær og hlæja sínum bjarta hlátri, en hlát- ur er þeim greinilega í blóð borinn, þær eru alltaf brosandi og ein- staklega hláturmildar. Eldamennskan er ástríða Brasilísku systurnar eru báðar fjarska góðir kokkar og hafa eldað frá því þær voru stelpur. Og auðvitað var það sterka mamman þeirra sem kenndi þeim að elda. „Í svona stórum systkinahópi er óhjákvæmilegt að læra snemma að elda. Við erum líka aldar upp við hefð þar sem matur skiptir miklu máli. Heima í Brasilíu er alltaf verið að elda og allir borða saman,“ segir Silbene og bætir við að fyrir henni sé eldamennska ástríða. „Ég elska að elda og maturinn hér á veitingastaðnum okkar er því ekki bara matur, heldur búa í honum allar þær tilfinningar sem ég set í elda- mennskuna. Ég hef alla tíð haft brenn- andi áhuga á matargerð, ég var ekki nema átta ára þegar ég eldaði mín fyrstu grjón og ég man hvað ég var hamingjusöm þegar allir í fjölskyld- unni smökkuðu og hrósuðu mér. Það var mjög tillitssamt af þeim, því þegar ég smakkaði sjálf komst ég að því að grjónin voru brimsölt og þá skildi ég hvers vegna allir drukku svona mikið vatn með þeim,“ segir Silbene og hlær innilega að minningunni. „En mér fór hratt fram og á ung- lingsaldri var ég farin að elda mjög góðan mat fyrir yngri systkini mín. Seinna lærði ég svo matargerð hjá færum kokkum í Brasilíu.“ Þær Silbene og Marcia segja brasilíska matargerð og matarhefð mjög ólíka því sem er á Vestur- löndum. „Heima í Brasilíu borðum við ekki hamborgara í öll mál. En við borðum aftur á móti mikið af grjón- um og baunum, reyndar á hverjum degi, en líka mikið af kartöflum, kjúk- lingi og eggjum. Við blöndum líka öllu saman, viljum hafa þetta litríkt og margslungið á einum og sama disk- inum, rétt eins og karnival. Mörgum finnst til dæmis skrýtið að við borð- um bæði kartöflur og grjón með kjöti.“ Eru vanar að vera umvafðar fólkinu sínu Silbene kom fyrst til Íslands fyr- ir fimm árum en Marcia fluttist hing- að fyrir þremur árum. Þær systur eru aldar upp í stórum systkinahópi, systurnar eru sjö og bræðurnir tveir, þær eru því vanar að hafa mikið af sínu fólki í kringum sig. Silbene seg- ist hafa verið mjög einmana hér á Ís- landi til að byrja með. „Ég sá að tvennt var í stöðunni, að flytja aftur til Brasilíu eða reyna að fá eitthvað af mínu fólki til að flytja hingað til mín. Sterkar konur, rétt eins og mamman Þær eru brosmildar brasilísku systurnar sem eiga og reka saman veitingastaðinn Brasilia við Skólavörðustíg. Þær ólust upp í stórum systkinahópi og lærðu því snemma að elda. Í þeirra heimalandi skiptir matur miklu máli og hann er eld- aður af ástríðu. Morgunblaðið/Árni Sæberg Nóg að gera Silbene matreiðir hinn gómsæta fiskrétt Muqueca Bahiana. 10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 2010 Bára Hlín er ung íslensk kona sem hefur haldið úti bloggsíðunni: bar- ahlin.blogspot.com, frá því í janúar á þessu ári. Yfirskriftin hennar er: Það er mikil synd að drepa fagra hugsun. Bára Hlín er dugleg við að birta myndir af fallegri innanhússhönnun sem vissulega gleður augun. Einnig birtir hún stemningsmyndir, til dæm- is haustmyndir bæði úr náttúrunni, inni á heimilum sem og fatnaði, skóm eða fylgihlutum. Hún setur líka inn linka á önnur blogg eða síður sem henni finnst áhugaverðar og birtir myndir af þeim, gott dæmi þar um er vefsíðan www.bkids.typepad.com, en þar má meðal annars fá frábærar hugmyndir að barnaherbergjum. Vefsíðan www.barahlin.blogspot.com, Haust Ein af fallegu haustmyndunum á blogginu hennar Báru Hlínar. Synd að drepa fagra hugsun Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is „Vetrarstarfið byrjaði eiginlega á laugardaginn var, með gömlu- dansaballi. Böllin verða sjö í vetur, það næsta í nóvember og svo aftur í janúar,“ segir Friðjón Hallgrímsson, formaður skemmtinefndar Félags harmonikuunnenda í Reykjavík (FHUR). Vetrarstarf FHUR sam- anstendur af hljómsveitaræfingum, dansleikjum og skemmtifundum. Félagið heldur dansleiki í Breið- firðingabúð. Þar er ávallt mikið fjör og vel mætt til dans- og vinafunda. Félagsmenn hafa aðallega leikið fyrir dansi. Friðjón segir félagið yfirleitt halda mörg böll yfir vetrartímann og þau takist alltaf mjög vel, séu afar vel sótt. „Við verðum líka með þrjá skemmtifundi í vetur í Iðnó kl. 15 á sunnudögum, það eru tónleikar og svo dans á eftir. Við vorum líka með þetta þar í fyrra og það var mjög skemmtilegt, enda draumur að vera í Iðnó,“ segir Friðjón. Á skemmtifund- unum koma fram spilarar á öllum aldri og í vetur verður lögð áhersla á ungu harmonikuleikarana. Næsti skemmtifundur verður haldinn 24. október og eru allir velkomnir á með- an húsrúm leyfir. Spurður út í vinsældir harm- ónikunar segir Friðjón að það séu mjög margir að læra á harmóniku og það sé meira notað af henni í hljóm- sveitum nú en bara fyrir tuttugu ár- um. „Það er miklu meira um hana en var en hún er ekki mikið notuð sem aðalhljóðfæri eins og um 1960, nema á gömludansaböllunum, þá leikur hún aðalhlutverkið,“ segir Friðjón. Hann segir þrjú hundruð til þrjú hundruð og fimmtíu félagsmenn vera í FHUR. „Það fjölgar minna en við vonumst eftir en við reynum að halda fjöldanum í horfinu. Félagsmennirnir hafa elst svolítið.“ Hljómsveit er starfrækt innan félagsins og eru alltaf æfingar á mið- vikudagskvöldum í sal Þjóðdans- afélagsins í Mjódd frá kl. 19 til 20.30. Stjórnandi hljómsveitarinnar er Reynir Sigurðsson. „Hljómsveitin hefur verið starf- rækt í félaginu nánast frá upphafi þess, síðan 1977. Það voru tólf manns í hljómsveitinni í fyrra og verða fjór- tán til sextán í vetur. Við erum að æfa fyrir ellefta landsmót íslenskra harm- onikuunnenda sem verður haldið á Hellu næsta sumar,“ segir Friðjón. Fyrir þá sem hafa áhuga á að ganga í FHUR er símanúmer félags- ins að finna í símaskránni. Tónlist og dans Öflugt vetrar- starf hjá FHUR Spilað Frá hátíðinni Nú er lag sem Félag harmonikuunnenda í Reykjavík hélt í Árnesi um verslunarmannahelgina og hóf þar með 33. starfsár sitt. Í kvöld klukkan átta sýnir Konfúsíus- arstofnunin Norðurljós kínversku gullaldarmyndina Gyðjuna (Shennü) frá árinu 1934. Sýningin verður í Nor- ræna húsinu en leikstjóri hennar er Wu Yonggang. Í fréttatilkynningu segir að myndin sé um afdrif nafnlausrar konu í Sjanghæ sem neyðist til að sjá sér og ungum syni sínum farborða með ástundun vændis. Í titli myndarinnar, Gyðjan, er falin tvíræð tilvísun. Í Shanghai var „gyðja“ (shennü) slanguryrði yfir vændiskonur en jafn- framt vísar titillinn til hins guðlega flekkleysis sem einkennir persónu móðurinnar. Í myndinni er varpað ljósi á þær andstæður og þá mis- skiptingu sem einkenndu Sjanghæ fjórða áratugarins en borgin var þá fimmta stærsta borg heims, þekkt fyrir stórbrotið menningar- og skemmtanalíf og hún ýmist nefnd „París Asíu“ eða „hóruhús Asíu“. … sjáið kínversku gyðjuna Móðurást Gyðjan ásamt syni sínum. Endilega …

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.