Morgunblaðið - 06.10.2010, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 06.10.2010, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 2010 Vilja samstarf við Geert Wilders  Kristilegir demókratar í Hollandi samþykkja myndun minnihlutastjórnar  Flokkur Wilders styður stjórnina gegn því að hann hafi áhrif á stefnu hennar Þingmenn Kristilegra demókrata í Hollandi sam- þykktu einróma í gær samkomulag um myndun minnihlutastjórnar með stuðningi Frelsisflokks- ins (PVV), flokks Geerts Wilders, sem er þekkt- astur fyrir andstöðu sína við íslam. Maxime Verhagen, leiðtogi Kristilegra demó- krata, sagði að allir þingmenn flokksins hefðu samþykkt stjórnarsáttmála hans og hægriflokks- ins VVD á fundi í Haag í gær. Frelsisflokkurinn fær ekki aðild að stjórninni en tryggir henni meiri- hluta í atkvæðagreiðslum á þinginu gegn því að hann hafi áhrif á stefnu hennar. Ætlar að banna búrkur Wilders hefur sagt að stjórn hægriflokkanna ætli meðal annars að banna búrkur og draga úr innflutningi fólks um helming, m.a. með strangari skilyrðum fyrir því að veita útlendingum hæli sem flóttamönnum. Frelsisflokkurinn er mjög umdeildur og Wild- ers hefur verið sóttur til saka í Hollandi fyrir hatursáróður gegn múslímum. Hann á yfir höfði sér allt að árs fangelsi og sekt fyrir að lýsa íslam sem „fasisma“ og líkja Kóraninum við „Mein Kampf“, bók Hitlers. Evrópski þjóðarflokkurinn (EPP), þingflokkur hægri- og miðjumanna á Evrópuþinginu, hefur gagnrýnt Kristilega demókrata og VVD fyrir að fallast á samstarf við Frelsisflokkinn. VVD fékk mest fylgi í þingkosningunum í Hol- landi í júní og 31 sæti af 150. Kristilegir demókrat- ar fengu 21 sæti og fylgi þeirra minnkaði um helm- ing. Flokkurinn hefur verið í nær öllum ríkisstjórnum sem myndaðar hafa verið í Hollandi frá síðari heimsstyrjöldinni. Fylgi Frelsisflokksins stórjókst í kosningunum og þingmönnum hans fjölgaði úr níu í 24. Eftir samþykkt þingflokks kristilegra demó- krata er ekkert talið því til fyrirstöðu að Beatrix drottning veiti Mark Rutte, leiðtoga VVD, form- legt umboð til að mynda ríkisstjórn. bogi@mbl.is Frelsisflokkurinn er mjög um- deildur og Geert Wilders hef- ur verið sóttur til saka í Hol- landi fyrir hatursáróður gegn múslímum. Orðrómur er á kreiki í Suður- Kóreu um að Kim Jong-Un, ríkis- arfi í Norður-Kóreu, hafi gengist undir lýtaaðgerð til að líkjast meira afa sínum, Kim Il-Sung, fyrsta forseta kommúnistaríkisins. Orðrómurinn komst á kreik eft- ir að fjölmiðlar í Norður-Kóreu birtu í fyrsta skipti mynd af arf- takanum sem er um það bil 27 ára gamall. Jong-Un þykir nauðalíkur afa sínum, með bústnar kinnar, undir- höku og niðurdregin munnvik eins og hann. Mörgum Suður-Kóreumönnum þykir þetta grunsamlegt vegna þess að Kim Jong-Un þótti ekkert líkur afa sínum á myndum sem teknar voru af honum þegar hann var yngri. Suðurkóresk dagblöð segja að hann hljóti að hafa geng- ist undir aðgerð til að líkjast afa sínum. Suður-Kóreumönnum þykir það sérstaklega grunsamlegt hversu mikið hakan hefur breyst. Hafi Jong-Un gengist undir slíka aðgerð er talið að markmiðið hafi verið að styrkja stöðu hans sem ríkisarfa. Afi hans hefur verið dýrkaður sem guð í Norður-Kóreu og var ávallt nefndur „okkar mikli leiðtogi“. Því var haldið fram að Kim Il-Sung væri „merkasti mað- ur mannkynssögunnar“ og per- sónudýrkunin hefur verið stór- furðuleg. Til að mynda er sagt að eftirlætisblóm „leiðtogans mikla“ magnolían, blómgist enn þegar nafn hans er nefnt og yfirskilvit- legur og óhagganlegur regnbogi er sagður liggja yfir fæðingarstað hans. Sonur Kims Il-Sungs og faðir ríkisarfans, Kim Jong-Il, hefur verið nefndur „okkar ástkæri leið- togi“, en hann hefur einnig verið lofsunginn sem „hershöfðinginn himinborni“, „mesti rithöfundur allra tíma“, „leiðarstjarna 21. ald- arinnar“ og „gæslumaður jarðar- innar“. bogi@mbl.is Sagður hafa farið í aðgerð til að líkjast afa sínum Þykir grunsamlega líkur „merkasta manni mannkynsins“ Reuters Arfi Kim Jong-Un Reuters Leiðtogarnir Kim Il-Sung (t.v.) og Kim Jong-Il. Vel hefur gengið að bora göng að 33 námumönnum sem urðu inn- lyksa í námu- göngum í Chile fyrir tveimur mánuðum. Verk- fræðingar sem taka þátt í björgunar- aðgerðunum vona nú að hægt verði að bjarga mönnunum mun fyrr en talið hef- ur verið. Björgunargöngin eru nú þegar um 464 metra löng og aðeins eru um 160 metrar eftir. Búist er við að borinn verði komin að námu- mönnunum um helgina, en ekki er ljóst hvort hægt verður að bjarga þeim strax þar sem ekki er enn vitað hvort nauðsynlegt er að klæða göngin að innan áður en mennirnir verða hífðir upp. Sebastian Pinera, forseti Chile, kveðst vona að hægt verði að bjarga mönnunum áður en hann fer til Evrópu á föstudaginn í næstu viku. Vona að hægt verði að bjarga námu- mönnum um helgina Hjálp Björgunar- göng boruð. CHILE Neðri deild þingsins á Filippseyjum hefur samþykkt lagafrumvarp um hert viðurlög við því að syngja þjóðsöng landsins falskt eða að bregða út af upprunalegum takti hans. Þeir sem vanvirða þjóðsöng- inn með þessum hætti eiga yfir höfði sér allt að tveggja ára fang- elsi og sekt að andvirði 260.000 króna, ef öldungadeildin staðfestir lagafrumvarpið. Samkvæmt fánalögum, sem sett voru árið 1998, varðar það allt að árs fangelsi og lágri sekt að syngja þjóðsönginn falskt eða með óviðeig- andi hætti. Þingmennirnir sögðu nauðsynlegt að herða viðurlögin vegna þess að algengt væri að þjóð- söngurinn væri færður í óvirðu- legan búning, t.a.m. fyrir einvígi filippseyska hnefaleikakappans Manny Pacquiao. Hert viðurlög við því að syngja þjóð- sönginn ranglega FILIPPSEYJAR Bókamessan í Frankfurt var sett í gær og starfsmaður þýskrar bókaútgáfu raðar hér síðustu bókunum í stóra sýningarhillu. Argentínumenn eru heiðursgestir bókamessunnar í ár og Cristina Kirchner, forseti Argentínu, setti hana ásamt utanríkisráðherra Þýskalands. Bókamessan er stærsta bókasýning heimsins. Framkvæmdastjóri hennar segir að 7.533 sýnendur frá 111 löndum taki þátt í henni í ár, um 3% fleiri en í fyrra. Bókamessan í Frankfurt sett Reuters

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.