Morgunblaðið - 06.10.2010, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 06.10.2010, Blaðsíða 18
Nú um þessar mundir eru ráðu- neytin á fullu í fjár- lagagerð fyrir árið 2011, enn eitt árið í niðurskurði í op- inberum stofnunum er framundan m.a. í framhaldsskólum. Nú hafa skólameistarar framhaldsskólanna fengið tillögur frá mennta- og menning- armálaráðuneyti (MMR) um sparnað á næsta fjárlagaári alls upp á 5% án þess að skerða þjón- ustu við nemendur og án nem- endafækkunar. Þar sem ég starfa er þessi sparnaður ígildi uppsagna 10 kennara. Til að fækka kenn- urum þarf að fækka nemendum og skerða nám. Tillögur MMR felast m.a. í því að stækka nemendahópa – flestir skólar hafa þegar gert það. Í VMA höfum við ekki lengur nógu margar stórar kennslustofur fyrir stærri nemendahópa. Það er talað um að segja upp stoðþjón- ustu s.s. bókasafni, tölvuþjónustu, skrifstofu og í húsumsjón. Faglega þætti innan skólanna telur MMR ekki skipta máli því það er lagt til að leggja niður fagstjórn ásamt frekari niðurskurði í stjórnun. Þessar tillögur MMR eru skólarnir þegar búnir að fara í gegn- um og nú segja skóla- meistarar að það sé fullreynt, lengra verði ekki komist. Forgang í framhaldsskólana eiga nemendur yngri en 18 ára og fatlaðir nemendur og eru áherslur MMR í anda þeirra laga sem gilda um framhaldsskóla. Allt gott og blessað með forganginn en hvað með þá sem sitja eftir? Eldri nemendur sem hafa af einhverjum ástæðum tekið sér frí frá námi og vilja koma aftur í nám. Sem betur fer er á hverju ári hópur fyrrver- andi nema sem leitar aftur inn í skólana, nú í haust komu í VMA 270 nemendur aftur í skólann eða úr öðrum skólum til að hefja nám að nýju. Eldri nemendur eru ekki í forgangi í innritun, það eru þeir sem helst fá höfnun í skólann. Það er sorglegt að geta ekki komið til móts við þennan hóp sem einnig hefur verið stór hluti þeirra sem eru á atvinnuleysisskrá. Á meðan ástandið í framhalds- skólunum versnar, faglegum kröf- um sópað undir teppið, fleiri nem- endur á kennara og færri stjórnendur innan skólanna – þá blómstrar „hliðarframhaldsskól- inn“ sem eru sí- og endurmennt- unarstöðvar. Ég vil taka það fram að ég er alls ekki að setja út á störf þessara stöðva og er VMA í góðu sambandi við Símey hér á Akureyri. Málið er að ég vil miklu frekar geta sinnt þessu námi inn- an framhaldsskólanna. Fjár- framlög frá ríkinu til símennt- unarmiðstöðva hafa aukist síðustu ár en jafnframt hafa þær tekið að sér fleiri nemendur. Einnig hafa bæði háskólar og símennt- unarmiðstöðvar haldið úti námi á framhaldsskólastigi í formi há- skólabrúar og háskólastoðar. Þar geta nemendur fengið námslán en það er þannig að 25 ára nemandi sem vill klára stúdentspróf í fram- haldsskóla getur ekki sótt um námslán. Hann getur hins vegar farið í iðnnám og fengið námslán þar en það er ekki endilega námið sem hann langar í. Hvort þessi þróun með símenntunarmiðstöðv- arnar er góð og gild skal ég ekki segja, til þess þarf að kafa ofan í forsendur og árangur. Framhalds- skólanám á Íslandi er að breytast, ný skólastig eru að verða til; framhaldsskóli fyrir nemendur 18 ára og yngri og fatlaða nemendur og síðan símenntunarmiðstöðvar fyrir eldri nemendur. Umræða um þess konar skólastig hefur aldrei farið fram en ég get ekki betur séð en að framhaldsskólarnir séu að stefna í þessa átt. Mér finnst það miður. Ég vil að skóli eins og VMA geti sinnt nemendum óháð aldri eða getu og að nemendur geti stundað það nám sem hugur þeirra stefnir að innan framhalds- skólans. Vegna sparnaðar hafa skólar lagt niður kvöld- og fjarnám því forgangshópurinn situr fyrir. Nemendur fá færri valeiningar en áður og afburðanemendur fá ekki þjónustu við hæfi. Gangi þessar sparnaðartillögur eftir sé ég fyrir mér hrun í faglegu starfi skól- anna, álag á kennara og stjórn- endur, óánægja nemenda og kenn- ara verður óhjákvæmileg og framhaldsskólinn missir marks sem stofnun þar sem nemendur eru undirbúnir til frekara náms og starfa í lýðræðisþjóðfélagi. Með því að draga úr starfsemi fram- haldsskólanna eru líkur til þess að fleiri verði án menntunar, fleiri at- vinnulausir og fleiri sigli inn í fá- tæktargildruna sem þegar er orð- in allt of stór. Ég ákalla ráðherra mennta-, fé- lags- og mannréttindamála, fjár- laganefnd Alþingis, mennta- málanefnd Alþingis og þingmenn með þessum skrifum. Skoðið skýrslur OECD um tengsl fátækt- ar og menntunar(leysis) og lesið um þá reynslu sem Finnar hafa af því að efla menntun. Það allra versta sem gæti gerst er að ráðu- neytið eða skólarnir taki þá ákvörðun að fækka nemendum til að „spara“ því það er auðvelda leiðin; færri nemendur = færri kennarar = minni fjárframlög inn í framhaldsskólakerfið. Þá má líka segja færri nemendur = aukið at- vinnuleysi = aukin fjárframlög til atvinnuleysisbóta. Þá er hvorki slakt menntunarstig þjóðarinnar né afleiðingar atvinnuleysis á heilsufar borgaranna reiknað með. Framtíðarsýnina vantar, hugsunin nær ekki lengra en að fjár- lagagerð ársins, við skerum niður en skítt með faglegan undirbúning nemenda og fátæktargildruna svo framarlega sem niðurskurði er haldið til streitu. Er þetta fram- haldsskóli framtíðarinnar? Á siglingu í fátæktargildru með skert framlög til framhaldsskóla Eftir Sigríði Huld Jónsdóttur Sigríður Huld Jónsdóttir » Vegna sparnaðar er framhaldsskólinn er að missa marks sem stofnun þar sem nem- endur eru undirbúnir til frekara náms og starfa í lýðræðisþjóðfélagi. Höfundur er aðstoðarskólameistari í VMA og móðir framhaldsskólanema. 18 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 2010 Svæðanudd er æva- gamalt meðferðarform, sem á m.a. rætur að rekja til aðferða lækna í Egyptalandi hinu forna og er ein elsta heildræna meðhöndl- unin á Vesturlöndum. Svæðanudd er ekki baknudd. Margir vita ekki hvað svæða- meðferð er. Í dag er unnið með svæðameðferð á heild- rænan hátt og litið á líkamann sem eina heild. Hugmyndin á bak við svæðanudd er að allir líkamshlutar eigi sér samsvörun á fótum og hönd- um. Að til séu svæði eða viðbragðs- punktar sem svara til hvers líffæris, innkirtils og allrar starfsemi lík- amans í heild og að líkamlegt ástand endurspeglist í fótunum. Með því að nudda eða þrýsta á þessi svæði koma fram jákvæð áhrif á líffærakerfi og finnur fólk slökun og vellíðan eftir slíka meðferð sem kemur smám saman á alhliða jafnvægi í lík- amanum. Einnig er unnið er með orkurásir líkamans sem eru tólf og punkta á þeim, þetta hefur m.a. reynst vel fyr- ir fólk með vefjagigt, vöðvaverki, svefnleysi, mígreni, ms-sjúklinga og þá sem kljást við kvíða og depurð. Svæðameðferð eykur blóð- og orku- flæði líkamans og hentar fólki á öll- um aldri og er mjög góð fyrir börn sem eru óróleg eða eiga við svefn- örðugleika að stríða. Svæðameðferð er flókin og sér- stæð vísindagrein og hafa verið gerð- ar margar rannsóknir á virkni henn- ar hjá rannsóknarsetrum víða um heim. Meðal annars á Norðurlönd- unum og í öðrum Evrópulöndum. Á Íslandi hafa verið gerðar nokkr- ar rannsóknir um áhrif svæða- meðferðar og er hér vísað í tvær af þeim og eina sem er í vinnslu: Hólmfríður Margrét Bjarnadóttir hjúkrunarfræðingur M.Sc., svæða- og viðbragðsfræðingur. Rannsókn á þunglyndi og kvíða: niðurstöður gefa vísbendingar um að svæðameðferð dragi úr þunglyndi og ástandskvíða og að skoða megi svæðameðferð sem sjálfstæða- og/eða viðbótarmeðferð við þunglyndi og kvíða. Niðurstöður gefa jafnframt tilefni til frekari rann- sókna um hvernig með- ferðin þjóni best skjól- stæðingum innan sem utan heilbrigðiskerf- isins. www.skemman.is Þóra Jenný Gunn- arsdóttir hjúkr- unarfræðingur M.Sc., svæða- og viðbragðs- fræðingur hefur einnig staðið fyrir rannsókn sem fór fram á árunum 2005-2007 á svæð- anuddi og vefjagigt. Það kom í ljós að já- kvæðar breytingar urðu hjá þátttak- endum verkjalega séð ásamt því að draga t.d úr mígreni. Vitnað er í nið- urstöður í þessum 2 greinum: Gunn- arsdottir, TJ. Peden-McAlpine, C. Effects of reflexology on fibro- myalgia symptoms: A multiple case study, Complementary Therapies in Clinical Practice,16(3),167-172. Og: Gunnarsdottir, TJ. Jonsdottir H. Healing crisis in reflexology: Be- coming worse before becoming bet- ter, Complementary Therapies in Clinical Practice. Doi:10.1016/ jctcp.2010.01.006. Áhugaverðar greinar eftir þessar konur eru í 10 ára afmælisriti Bandalags íslenskra græðara sem kom út nú í byrjun september. Það rit er hægt að nálgast hjá BÍG. www.big.is Einnig er í gangi viðamikil fjöl- þjóða rannsókn á blóðlækningadeild Landspítala háskólasjúkrahúss um áhrif svæðameðferðar á krabba- meinssjúklinga. J. Eygló Benedikts- dóttir, sjúkraliði, svæða- og við- bragðsfræðingur, hefur stýrt þessari rannsókn og verður spennandi að fylgjast með þegar niðurstöður hennar verða birtar. Ég hvet fólk til að prufa þessa góðu meðferð sér til heilsubótar og betri líðanar. Hvað er? Eftir Sonju Arnarsdóttur »Hugmyndin á bak við svæðanudd er að allir líkamshlutar eigi sér samsvörun á fótum og höndum. Sonja Arnarsdóttir Höfundur er svæða- og viðbragðs- fræðingur, skráður græðari og jafn- framt formaður Svæðameðferð- arfélags Íslands. www.smfi.is … komið úr heil- brigðisráðuneyti. Mönnum er í fersku minni órói innan Heilsugæslu höf- uðborgarsvæðisins, þegar það barst út í liðnum ágústmánuði að leggja ætti niður heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu til að stofna aðrar stærri og færri. Rökin fyrir þeim tillögum voru að veita mætti meiri og betri þjónustu fyrir minni pening á stórum heilsugæslustöðvum auk þess sem þær yrði auðveldara að manna við skort á heimilislæknum. Yfirstjórn heilsugæslunnar sagði þessar til- lögur komnar úr ráðuneytinu og byggjast á sparnaðarkröfunni, heil- brigðisráðuneytið sagði tillögurnar komnar frá fagfólki, sem vísaði í er- lendar heimildir, en fagfólkið sagðist engan þátt hafa tekið í faglegum um- ræðum um þessar tillögur; þær væru óræddar. Einn viðmælandi og ráð- gjafi ráðuneytisins orðaði þetta svo: „Þetta bull með sameiningu heilsu- gæslustöðva.“ Hvað varðar tilvísanir í erlendar heimildir, þá hefur með hjálp Læknafélags Íslands verið leit- að ítarlega hjá stéttarfélögum lækna á öllum Norðurlöndunum eftir stuðn- ingi við þessa fullyrðingu ráðuneyt- isins og ekki annað út úr því komið en tillögur um þveröfuga stefnu. Því kemur það á óvart við lestur frumvarps til fjárlaga fyrir komandi ár, að þinginu er ekki boðið upp á annað af ráðuneytisins hálfu en sömu vitleysuna. Í athugasemdum með frumvarpinu segir um Heilsugæslu höf- uðborgarsvæðisins: „Sýnt hefur verið fram á að stærri heilsu- gæslustöðvar eru hag- kvæmari einingar í rekstri auk þess sem auðveldara er að manna slíkar einingar og halda uppi öflugri þjónustu og heilsuvernd.“ Hvaðan koma þessar upplýs- ingar? Þeirra hefur ver- ið leitað án árangurs. Það á sem sagt að halda á loft „bulli“ handa þingmönnum að styðja sig við, þegar að afgreiðslu fjárlaga kemur. Það er svo sem eftir öðrum kræs- ingum sem þeim er boðið upp á af hálfu framkvæmdavaldsins nú til dags. Það er ljóst að hugmyndafræðin að baki þessari stefnu er pólitísk og hef- ur orðið til hjá skriffinnum í bakher- bergjum ráðuneytisins eða jafnvel fyrir vitrun fyrrum heilbrigð- isráðherra í þágu niðurskurðar. Hvernig væri að nefna hlutina sínum réttu nöfnum? Hvar er Nýja Ísland? Annað þessu skylt sýnir hvernig mulningsvél embættismannakerf- isins vinnur verk sitt hægt og bítandi og alveg ósnortin af viðhorfum þing- manna og umbjóðenda þeirra. Gert er ráð fyrir gríðarlegum niðurskurði heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni og snýst sá niðurskurður nánast allur gegn sjúkrahúsum landsbyggð- arinnar. Fyrir ókunnuga kunna þess- ar tillögur að líta út fyrir að end- urspegla snöfurmannleg og frumleg viðbrögð heilbrigðisráðuneytisins við aðsteðjandi vanda í ríkisfjármálum. Það er öðru nær. Þessar tillögur bera allar með sér svip skýrslu nefndar Guðjóns heitins Magnússonar, fyrr- um aðstoðarlandlæknis og rektors Heilsuverndarháskólans í Gauta- borg, sem út kom fyrir rúmum ára- tug og mætti gríðarlegri andstöðu flestra sem hún varðaði. Þar var ein- mitt farið inn á þá braut, sem heil- brigðisráðuneytið ætlar nú Alþingi að feta. Var nokkur harmur kveðinn að ráðuneytinu, þegar það þraut örendi með umræddar tillögur. Nú hefur s.s. rykið verið dustað af lang- tímastefnu ráðuneytisins í þessum efnum og ringulreið kreppunnar not- uð til að hrinda henni í framkvæmd. Hinar faglegu forsendur verða trauðla fundnar. Það liggur í augum uppi að skerðing á rekstri sjúkra- stofnana bitnar ekki aðeins á fjölda rúma heldur verða stoðdeildir, lækn- ingarannsóknir og myndgreining t.a.m., vart svipur hjá sjón. Mun það eitt hafa ómæld og jafnvel ófyr- irsjáanleg áhrif á rekstur heilsugæsl- unnar, vinnuumhverfi heilsugæslu- lækna og mönnun stöðvanna. Sú fyrirætlan ráðuneytisins að koma hjúkrunarfræðingi í embætti landlæknis er kapítuli að sínu leyti og annar handleggur, sem krefts bók- arskrifa en ekki greinar. Eftir Sigurbjörn Sveinsson »Hugmyndafræðin aðbaki þessari stefnu er pólitísk og hefur orð- ið til jafnvel fyrir vitrun fyrrum heilbrigð- isráðherra í þágu nið- urskurðar. Sigurbjörn Sveinsson Höfundur er læknir. Bull í fjárlagafrumvarpi Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið birtir alla útgáfu- daga aðsendar umræðugreinar frá lesendum. Blaðið áskilur sér rétt til að hafna greinum, stytta texta í samráði við höfunda og ákveða hvort grein birtist í umræðunni, í bréfum til blaðsins eða á vefnum mbl.is. Blaðið birtir ekki greinar, sem eru skrifaðar fyrst og fremst til að kynna starfsemi einstakra stofn- ana, fyrirtækja eða samtaka eða til að kynna viðburði, svo sem fundi og ráðstefnur. Þeir sem þurfa að senda Morgunblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Formið er undir liðnum „Senda inn efni“ ofarlega á forsíðu mbl.is. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Ekki er lengur tekið við greinum sem sendar eru í tölvupósti. Í fyrsta skipti sem formið er notað þarf not- andinn að nýskrá sig inn í kerfið en næst þegar kerfið er notað er nóg að slá inn netfang og lykilorð og er þá notandasvæðið virkt. Ekki er hægt að senda inn lengri grein en sem nemur þeirri hámarkslengd sem gefin er upp fyrir hvern efn- isþátt en boðið er upp á birtingu lengri greina á vefnum. Nánari upplýsingar gefur starfs- fólk greinadeildar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.