Morgunblaðið - 06.10.2010, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 06.10.2010, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 2010 ✝ Jóhannes Ara-son fæddist á Ytra-Lóni á Langanesi 15. mars 1920. Hann andaðist á hjúkr- unarheimilinu Mörk sunnudaginn 26. september sl. Foreldrar hans voru Ari Helgi Jó- hannesson, bóndi, kennari og söng- stjóri á Ytra-Lóni og síðar á Þórs- höfn, f. 5. des. 1888, d. 20. júlí 1938, og k.h. Ása Margrét Aðalmundardóttir húsfreyja, f. 5. sept. 1890, d. 9. nóv. 1983. Systkini Jóhannesar eru: 1) Guðrún, f. 29. júní 1917, d. 24. nóv. 2005. 2) Þóra Sig- kels, f. 17. ágúst 1918. 3) Jón, f. 31. jan. 1922, d. 25. febr. 1925. 4) Þorsteinn, f. 7. febr. 1923, d. 12. maí 2009. 5) Jón, f. 15. apríl 1928, d. 28. sept. 1985. Hinn 29. des. 1945 kvæntist Jóhannes eftirlifandi eiginkonu sinni, Elísabetu Einarsdóttur frá Kárastöðum í Þingvalla- sveit, f. 8. júní 1922. Foreldrar hennar voru Einar Halldórsson bóndi og hreppstjóri, f. 18. nóv. 1883, d. 19. des. 1947, og k.h. Guðrún Sigurðardóttir hús- freyja, f. 7. júlí 1892, d. 25. febr. mars 1962. Fyrrverandi eig- inkona Einars er Helga Egilson teiknari, f. 3. des. 1950. Sonur þeirra er Ólafur Daði, f. 14. júní 1972, kvæntur Ingibjörgu Agnesi Jónsdóttur, f. 8. okt. 1971. Börn þeirra eru Nína Ísa- fold, Fríða Lovísa og Viggó Jón. Jóhannes ólst upp á Ytra- Lóni til tíu ára aldurs þegar fjölskyldan fluttist til Þórs- hafnar. Árið 1935 tók Ása móð- ir hans sig upp með börnin og flutti til Reykjavíkur. Ari Helgi hafði skyldum að gegna fyrir norðan fyrsta árið en kom þá einnig suður en átti þá aðeins tvö ár ólifuð. Frá árinu 1942 hefur Jóhannes átt heima á Þórsgötu 25, fyrst með móður sinni og systkinum og síðan með eiginkonu og börnum. Jó- hannes lauk prófi frá Sam- vinnuskólanum 1937. Hann stundaði verslunar- og skrif- stofustörf til 1961. Árið 1956 gerðist hann þulur hjá Rík- isútvarpinu og gegndi því starfi til 1987. Frá 1970 stundaði hann prófgæslustörf við Há- skóla Íslands um árabil. Jó- hannes starfaði að félagsmálum berklasjúklinga. Hann var mik- ill útivistar- og veiðimaður. Hann unni tónlist mjög og söng í kórum, m.a. Útvarpskórnum og Söngsveitinni Fílharmóníu. Útför Jóhannesar verður gerð frá Hallgrímskirkju í dag, 6. október 2010, og hefst at- höfnin kl. 15. 1955. Börn Jó- hannesar og El- ísabetar eru þrjú: 1) Ása leikskóla- kennari, f. 18. júní 1946. Barnsfaðir hennar er Jón Snorri Þorleifsson smiður, f. 3. júní 1929. Sonur þeirra er Einar Örn, f. 28. des. 1976, kvæntur Birnu Ósk Hansdóttur, f. 6. ágúst 1976. Börn þeirra eru Agnar Daði og Elísabet Ása. 2) Ari Jón læknir, f. 26. júlí 1947. Eiginkona hans er Jóhanna Fjóla Jóhannesdóttir hjúkr- unarfræðingur, f. 8. okt. 1960. Synir þeirra eru Egill, f. 17. júní 1989, og Teitur, f. 23. júní 1993. Fyrri eiginkona Ara er Vilborg Sigríður Árnadóttir, f. 7. jan. 1946. Synir þeirra eru: a) Jóhannes, f. 12. sept. 1970, sam- býliskona Bjarney Bjarnadóttir, f. 3. nóv. 1975. Börn þeirra eru Telma og Ari. b) Árni Gautur, f. 7. maí 1975, sambýliskona Sól- veig Þórarinsdóttir, f. 28. nóv. 1980. Dóttir þeirra er Vilborg Elísabet. 3) Einar klarínettu- leikari, f. 16. ágúst 1950. Sam- býlismaður hans er Ívar Ólafs- son bókasafnsfræðingur, f. 4. Það voru mér mikil forréttindi að fá að alast upp með afa. Að hafa ömmu og afa tveimur hæðum fyrir ofan mig gaf mér líklega miklu meiri tækifæri til að umgangast afa en krakkar hafa almennt í uppvextin- um. Enda eru flestar mínar æsku- minningar tengdar afa. Hvort sem það var að fá að fara með honum í vinnuna frá þriggja ára aldri, að setja niður og taka upp kartöflur á Vífilsstöðum, flokka frímerkin hans, prófarkalesa ættfræðibækur eða fá lánaðan bílinn sem unglingur, þá var afi alltaf stór þáttur í daglegu lífi mínu fyrstu 20 árin. Afi var af þeirri kynslóð sem aldrei féll verk úr hendi. Hann varð alltaf að hafa eitthvert verkefni til að leysa. Hann var jafn- vel grunaður um að brjóta grindverk eða annað slíkt til þess eins að geta gert við það. Alltént er þrautseigasta myndin sem ég hef af honum í koll- inum klædd smíðajakkanum æva- forna, með sixpensara og misgötótta vinnuvettlinga. Afi hafði alltaf mikinn áhuga á því sem við frændurnir höfðum fyrir stafni. Hann mætti á handboltaleiki hjá mér árum saman. Þegar sjónin fór að bila naut hann dyggrar að- stoðar annarra áhorfenda til að fá að vita hvað hefði nú gerst á vellinum. Hann mætti samt áfram. Hann mældi hæð okkar strákanna reglu- lega og þegar við einn af öðrum urð- um hærri en hann er ég ekki frá því að ég hafi séð tári bregða fyrir á hvarmi þrátt fyrir stoltið yfir því hvað við værum nú orðnir stórir. Afi gat verið harður í horn að taka en hann var líka næmur og góður þegar lítill afastrákur þurfti á að halda. Aldrei var langt í húmorinn og hann gat skemmt fólki stundum saman með sögum af hinum ýmsu furðufuglum sem hann hafði kynnst. Þá var nöldrið hans víðfrægt. Það er sagt að maður mótist af þeim sem ala mann upp og það ætla ég rétt að vona. Það er mér allavega fátt meira hrós en að vera líkt við afa. Ég myndi engum öðrum manni vilja líkjast meira en honum. Það var heiður að alast upp í návist afa og ég er ákaflega glaður að börnin mín fengu líka að kynnast honum. Afi er farinn á vit feðra sinna en minningin lifir áfram í hjörtum þeirra sem eftir eru. Mínar minningar af honum eru óteljandi, hver annarri dýrmætari og þær munu lifa áfram um aldur og ævi. Vertu sæll, afi, og hvíl í friði. Einar Örn. Ég vil minnast Jóhannesar Ara- sonar, móðurbróður míns, með örfá- um orðum sem koma í hugann með- an haustlaufin falla fyrir utan gluggann. Jóhannes fluttist ungur til Reykjavíkur en hafði ávallt sterk tengsl við heimahagana, var sannur Þingeyingur. Heimili hans og konu hans Elísabetar Einarsdóttur var á Þórsgötu 25 þar sem móðuramma mín bjó einnig. Ég og bræður mínir vorum nánast heimagangar hjá Ásu ömmu en Jóhannes og Elísabet tóku okkur líka opnum örmum enda þekkt að höfðingsskap og frænd- rækni. Jóhannes starfaði sem þulur hjá ríkisútvarpinu um árabil. Alltaf var gott að heyra rödd hans í útvarpinu. Í þularstarfinu gætti hann þess vandlega að halda sinni persónu til hlés. Sem frábær upplesari sá hann til þess að fréttir og tilkynningar kæmust til skila skýrt og skilmerki- lega. Man ég hve okkur krökkunum þótti spennandi að færa Jóhannesi mat niður í útvarp því að við fengum stöku sinnum að sitja inni í þular- stofu meðan fréttir voru lesnar og mátti ekki heyrast eitt tíst á meðan. Jóhannesi var annt um málvöndun í útvarpinu og þar var hann á heima- velli því að hann var vel að sér um þjóðlegan fróðleik og bókmenntir og unni góðu kjarnyrtu máli. Gaman var að heyra frásagnir hans af mönn- um og málefnum á Langanesi frá æskudögum hans, fylgdu þá gjarnan með tækifærisvísur sem tilheyrðu mannlífi þess tíma. Jóhannes var mikill verkmaður. Ef hann var ekki að dytta að eigin ranni í hjáverkum þá var hann gjarn- an að aðstoða aðra við verk úti eða inni. Hann var ávallt hjálparhella og stundum bjargvættur, líkt og þegar hann í jólaboði fyrir löngu brá skjótt við og slökkti með berum höndum eld í servíettu sem hékk um háls lítils frænda. Þegar hann vann við próf- yfirsetu í Háskólanum kom það oftar en ekki fyrir að nemendum féllust hendur. Þá gat smáspjall við Jó- hannes frammi á gangi róað svo mik- ið að hægt var að setjast við próf- borðið og klára sín verk. Jóhannesi þótti óþarft að nota stimpilklukku þegar fyrirbærið kom í útvarpshúsið. Er ég spurði hverju þetta sætti sagði hann að alþjóð myndi vita ef hann kæmi of seint í vinnuna. Enginn hætta var á slíku, Jóhannes rækti sín störf af sam- viskusemi og var heilsteyptur í því sem hann tók sér fyrir hendur. Líkt og móðir mín hlaut Jóhannes í vöggugjöf mikla og fagra söngrödd og var tónviss. Á æskuheimili hans var mikið sungið og spilað, ekki síst ef gesti bar að garði. Ég er þess full- viss að Jóhannes hefði getað náð langt á sviði sönglistarinnar sem bassi eða baritón. En lífsbaráttan var hörð á fyrri helmingi síðustu ald- ar og hann lét nægja að láta rödd sína hljóma hér heima í kórum og við önnur tækifæri. Hann og Elísabet sóttu alla tíð tónleika, ekki síst í tengslum við glæstan listferil sonar þeirra, Einars klarinettuleikara. Oft þurfti Jóhannes að sinna skyldustörfum um hátíðar í útvarp- inu og gat ekki verið með fjölskyld- unni sem skyldi. En þegar söngfólk- ið okkar safnaðist saman við orgelið á jólum og Jóhannes söng með, þá virtist sem hver krókur og kimi fyllt- ist af þeim hreina tóni sem svo marg- ir leita – en fáir finna. Björn Gunnar Ólafsson. Kæri föðurbróðir, mig langar með örfáum orðum að þakka þér fyrir samfylgdina gegnum árin og fyrir þær stundir sem ég er búin að eiga með þér síðustu mánuði. Ég á eftir að sakna þín og að geta ekki hitt þig og spjallað um gamla daga og hlust- að á sögur af Langanesinu, þú varst hafsjór af fróðleik um menn og mál- efni þaðan. Ég á margar góðar minningar af Þórsgötunni og um þig og þær ætla ég að geyma í hjarta mínu. Það var alltaf gott að líta inn til ykkar Betu þó svo að þeim heimsóknum hafi far- ið fækkandi síðustu ár eins og geng- ur. Þú áttir einstaka konu hana Betu, trausta og góða, og ekki eru börn og barnabörn síðri og ég veit að Beta á eftir að sakna þín sárt. Ég veit að þú ert núna kominn á góðan stað og er viss um að pabbi hefur eflaust tekið vel á móti þér og þið getið haldið áfram að spjalla um menn og málefni eins og þið gerðuð svo oft yfir kaffi- bolla á Þórsgötunni. Nú ertu laus við allar þjáningar því ég veit að síðustu ár voru þér afar erfið og þú hefur ef- laust verið hvíldinni feginn. Megir þú hvíla í friði og minningin um þig mun lifa. Þú varst sterkur persónu- leiki. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér Jóhannes Arason ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, bróðir, afi og langafi, ÓLI GEIR ÞORGEIRSSON, Siglufirði, síðast til heimilis að, Boðaþingi 5-7, lést fimmtudaginn 23. september. Jarðarförin fór fram í kyrrþey að ósk hins látna. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Hrafnistu, Boðaþingi 5-7, 2. hæð, deild 5. Vinátta ykkar og kærleikur var honum og okkur mikils virði. Theodóra Óladóttir, Höskuldur Pétur Jónsson, Sigfríður Ingibjörg Óladóttir, Sverrir Björnsson, Birgir Ólason, Hulda Þorgeirsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GEIR AUSTMANN BJÖRNSSON rafvirkjameistari og kaupmaður, fæddur á Strjúgstöðum, Húnavatnssýslu, 20. febrúar 1920, lést í Reykjavík föstudaginn 1. október. Útförin fer fram frá Grensáskirkju föstudaginn 15. október kl. 15.00. Arnheiður Lilja Guðmundsdóttir, Guðrún Erla, Steinunn Jóna, Geir Arnar og Sigurjón Guðbjörn Geirsbörn, tengdabörn, afabörn og langafabarn. ✝ Ástkær maður minn, faðir okkar, afi og bróðir, HAUKUR KRISTJÁNSSON tæknifræðingur, Aragötu 12, 101 Reykjavík, varð bráðkvaddur föstudaginn 1. október. Útförin fer fram frá Neskirkju föstudaginn 15. október kl. 13.00. Fyrir hönd aðstandenda, Hildur Hafstað, Sigríður Helga Hauksdóttir, Hafrún Hauksdóttir, Áslaug Kristjánsdóttir, Petra Kristjánsdóttir, Erlingur Kristjánsson, Vilhjálmur Kristjánsson og barnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, FRÍÐA FREYMÓÐSDÓTTIR, Andrésbrunni 17, Reykjavík, lést á Landspítalanum í Fossvogi föstudaginn 1. október. Útför fer fram frá Bústaðakirkju mánudaginn 11. október kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknarstofnanir. Ásdís K. Molvik, Erla Helgadóttir, Tómas Guðmarsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÁRNI ÞORVALDUR JÓNSSON, Fjarðarstræti 2, Ísafirði, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði sunnudaginn 3. október. Útförin fer fram frá Ísafjarðarkirkju laugardaginn 9. október kl. 11.00. Gunnhildur Sigurðardóttir, Sigríður Árnadóttir, Guðlaugur Árnason, Areerat Khongprakhon, Steinunn R. Árnadóttir, Róbert Guðfinnsson, Ása Árnadóttir, Ólafur Helgi Marteinsson, Jón Guðmundur Árnason, Sigurður Sverrir Árnason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.