Morgunblaðið - 06.10.2010, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 06.10.2010, Blaðsíða 21
alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (23. Davíðssálmur.) Elsku Elísabet, börn, barnabörn og aðrir afkomendur, ég votta ykkur mína dýpstu samúð, minningin um einstakan mann mun lifa og megi góður guð veita ykkur styrk í sorg- inni. Kær kveðja Anna Guðbjörg Þorsteinsdóttir. Elskulegur vinur minn, Jóhannes Arason, er látinn níræður að aldri. Þegar ég kom fyrst í þulastofu á Skúlagötu 4 snemma árs 1962 tók hann á móti mér og ég var feimin. En feimnin hvarf strax því það var út í hött að vera feimin við hann. Hann var fertugur strákur og ég tvítug, mér fannst hann sætur og sjarmer- andi. Mér hefur alltaf fundist það síðan og hann var sætur og sjarm- erandi til hinsta dags. Milli okkar var aldrei neitt kynslóðabil. Það var gott að njóta leiðsagnar hans í starfi og það var líka gott að vera heima, ein hlustenda, heyra röddina hans músíkölsku og vita að öll hans störf voru unnin af ást á Rík- isútvarpinu og tryggð til þess, af virðingu við starfið sem hann valdi sér og við hlustendur. Aldarfjórð- ungs samstarf okkar var eins og hálfgerð trúlofun, mér fannst næst- um eins og hans fólk væri fólkið mitt og mitt fólk var honum ekki óvið- komandi. Ég kjaftaði öllu í hann og hann mörgu í mig, þá bætti hann stundum við: „Ég kjafta öllu í þig þótt ég viti að þú getur ekki þagað“ og ég svaraði „Það er alveg satt“ – svona þekktumst við vel. Stundum rifumst við pínulítið og við gátum bæði grátið og hlegið sam- an. Við stríddum hvort öðru við til- kynningalesturinn og reyndum að koma hvort öðru til að hlæja, ég kitl- aði hann meðan hann las og hann kunni ótal ráð til að launa mér grikk- inn. Það var gaman hjá okkur í vinnunni og margar góðar minning- ar frá samstarfsárum okkar. Þegar hann lét af störfum héldum við sambandi hvort við annað, hringdumst á eða hittumst og hlóg- um þá alveg eins og fyrr. Jóhannes skrifaði mér stundum bréf og lét fylgja vísur sem hann hafði ort. Í einu bréfa hans segir: „Reyndar gerði ég nokkuð góða vísu ekki alls fyrir löngu. Mér leið illa – og skalf undir sænginni: Kuldahrollur í mér er enn þó sólin skíni. Aðeins gæti yljað mér ögn af brennivíni.“ Ég á í fórum mínum gamla skeifu sem fylgdi bréfinu. Jóhannes hafði fundið hana á víðavangi og sendi mér hana sem verndargrip, vissi að ég var hlutadýrkandi eins og hann sjálf- ur. Einu sinni þegar ég heimsótti þau Elísabetu sýndi hann mér nótna- handrit frá 1940 sem Jón Nordal hafði grafið upp úr pússi sínu og gef- ið honum ljósrit af, og spilaði fyrir mig Smávinir fagrir listavel á lítið stofuorgel. Ég held að okkur hafi öll- um vöknað um augu. Þeirri stund gleymi ég aldrei. Jóhannes var viðkvæmur tilfinn- ingamaður, hann unni öllu fögru og hann unni fjölskyldu sinni. Oft þegar hann talaði um Elísabetu sína, Ásu, Ara og Einar sinn vöknaði honum um augu af væntumþykju og flýtti sér þá stundum að segja: „Tölum ekki meira um það.“ Börn hans og barnabörn voru stolt hans og gleði. Engan þarf að undra að það eru Ein- ar, sonur hans, og Einar Örn Jóns- son, dóttursonur hans, sem eiga feg- urstu raddirnar sem nú heyrast í Ríkisútvarpinu. Jóhannes Arason var einn af bestu vinum mínum og leiddi mig fyrstu skrefin í starfi. Með honum er geng- inn einn af þeim sem áttu hvað rík- astan þátt í að gera Ríkisútvarpið að því sem það var. Ég votta Elísabetu og börnum þeirra samúð og kveð minn góða vin með trega. Ragnheiður Ásta Pétursdóttir. Jóhannes Arason var einn af eð- alþulum Ríkisútvarpsins. Hann var í hópi þeirra þula, og annarra starfs- manna þessarar merku stofnunar sem höfðu það helst að aðalsmerki að tala og skrifa gott, skýrt og rétt ís- lenskt mál. Hann var þátttakandi í þeim stóra hópi, sem um langt árabil mótaði og þróaði mikilvægasta hlut- verk Ríkisútvarpsins, að vera miðill menningar, fróðleiks og frétta. Öll þjóðin þekkti rödd hans. Hann var góður gestur á hverju heimili, og hann var einnig góður félagi innan stofnunar sem utan. Um Jóhannes á ég aðeins góðar minningar og kveð hann með virktum. Árni Gunnarsson. Það er skammt stórra högga á milli í flokki þeirra manna sem voru helstu samstarfsmenn mínir á fyrstu árunum við Ríkisútvarpið. Í fyrri hluta september lést Baldur Pálma- son og nú er Jóhannes Arason fallinn í valinn. Þegar ég hóf kornungur störf sem þulur vorið 1968 voru þrír fyrir í þeirri starfsstétt sem leiðbeindu mér fyrstu sporin. Það voru Jón Múli, Jó- hannes Arason og Ragnheiður Ásta. Þetta var ólíkt fólk en öll vel fær í starfi sínu og af öllum mátti sitthvað læra. Þeir Jón Múli og Jóhannes voru næstum jafngamlir og höfðu starfað lengi, Ragnheiður yngri og átti skemmri feril að baki en var tengd Ríkisútvarpinu frá bernsku, dóttir hins annálaða þular Péturs Péturssonar. Það var eins og að stíga inn í virðulega reglu þar sem ákveðnir siðir giltu að setjast fyrir framan hljóðnemann. Og menn hafi í huga að þetta var eina útvarpsstöð þjóðarinnar; þulirnir sem létu þar til sín heyra urðu eins og heimilisvinir um land allt. Jóhannes Arason tók starf sitt al- varlega, það mátti segja að hann væri vakinn og sofinn í því, slík var árveknin. Það kom tæpast fyrir að hann væri forfallaður frá því að mæta á sína vakt. Hann sagði mér að einn af fyrirrennurum mínum, sem starfaði við hlið hans og vildi gjarnan fá aukavaktir til að drýgja tekjurnar, hefði eitt sinn haft á orði: „Það er ekki hægt að vinna með honum Jó- hannesi, hann er aldrei veikur.“ – En með þessu móti var Jóhannes kjöl- festan í þulahópnum. Jóhannes hafði skýra og áheyri- lega rödd og lagði sig fram um að koma texta sínum glöggt til skila. Mjög var hann auðhrærður af efni því sem hann las og mátti glöggt heyra geðbrigði í röddinni ef svo bar við. Mér var hann jafnan velviljaður. Honum sárnaði að ég skyldi ekki geta starfs hans í bók um sögu Rík- isútvarpsins til 1960 sem út kom 1997. Að vísu voru margir aðrir góðir starfsmenn á þeim tíma ónefndir í bók sem þessari, en ég hefði vissu- lega mátt láta nokkur orð um Jó- hannes standa þar. Úr því verður ekki bætt, en við leiðarlok er mér ljúft að minnast hans og góðra stunda sem við áttum sem sam- starfsmenn á sjöttu hæðinni á Skúlagötu 4 forðum. Jóhannes Arason var hollur stofn- un sinni og hafði hana í hávegum. Hann var viðkvæmur og opinskár, skóf ekki utan af skoðunum sínum á mönnum og málefnum, á hvorn veg- inn sem var. Það mátti alltaf treysta heilindum hans og hreinskilni. Slíkir menn eru verðmætir hverri stofnun. Það var þjóðarfjölmiðli eins og Rík- isútvarpinu dýrmætt að eiga hann á þularvaktinni öll þessi ár. Ég kveð góðan starfsfélaga og drengskapar- mann með þökk og virðingu. Hann hvíli í friði. Gunnar Stefánsson. Nú þegar haustlægðir ganga yfir hefði Jóhannes klætt sig upp og drif- ið sig út. Reyndar hefði hann orðið að bíða vetrarveðra til að glíman við náttúruöflin hefði veitt honum verð- uga stælingu. Hann saknaði á vissan hátt stórviðranna á Langanesi og fannst alla tíð skjólið af Esjunni vera fullmikið. Jóhannes varð lærimeistari minn í þularstörfum þegar ég kom úr næstu sveit í Norður-Þingeyjar- sýslu, nokkrum áratugum síðar. Þul- arstofan á Skúlagötu, þar sem manni var uppálagt að segja „Út- varp Reykjavík“ með ýmsum blæ- brigðum, var mjög mikið „fyrir sunnan“. Það segir sína sögu um eðli og hlutverk ríkisútvarpsins að sveitamenn á ýmsum aldri skyldu telja það sinn vettvang og því eðli- legt að leita þar eftir vinnu. Jóhann- es kenndi mér að halda fast í ýmis þjóðleg gildi í vaxandi borgarmenn- ingu, jafnt í talsmáta sem mat og drykk. Hann kunni ákaflega vel að meta hnossgæti íslenskrar matar- menningar og skiptumst við stund- um á sýnishornum við vaktaskipti. Man ég t.d. eftir því þegar Jóhannes færði mér rjúkandi selkjöt sem hann sagði mér að rífa í mig með guðs- göfflunum. Það var gott að fylgjast með veðrabrigðum og hringrás nátt- úrunnar úr gluggum þularstofu á 6. hæð hússins á Skúlagötu 4. Oft var þar gestkvæmt því margir vissu af rótsterku kaffi þula og tæknimanna og þar voru hræringar þjóðlífsins ræddar. Jóhannes Arason var glað- beittur í tali og tók karlmannlega á hverju máli. Hitt vissu þeir sem með honum störfuðu að undir yfirbragði þingeysks brattleika var ákaflega viðkvæmur maður sem tók það nærri sér þegar tal barst að ein- hverju því sem þrengdi að mönnum eða málleysingjum. Jóhannes átti auðvelt með að setja sig inn í hátíð- leika stórra stunda og það svo að stundum mátti greina klökkva í röddinni. Hann herti sig þá gjarnan upp og tautaði „þar fékk ég helv … stafinn“. Hann stóð vaktina í þjóð- arútvarpinu af trúmennsku, jafnt í gráma hversdagsins sem ljóma há- tíðanna. Þýð, eilítið syngjandi rödd- in var mörgum Íslendingum kjöl- festa í tilverunni. Jóhannes Arason var ákaflega góður samstarfsmaður og minningin um hann er mér kær. Ég sendi Elísabetu og börnum þeirra hluttekningarkveðjur. Ævar Kjartansson. HINSTA KVEÐJA Elsku besti langafi minn er dáinn. Það var alltaf gaman að koma á Þórsgötuna til þín og ömmu eftir skóla þegar ég var í Austurbæjarskóla og fá heitt kakó hjá ömmu og að lesa fyrir þig. Þú hjálpaðir mér við lest- urinn, leiðréttir skriftina og kenndir mér vísur. Ég á eftir að sakna þín mjög mikið, elsku afi, þú varst alltaf fyndinn og skemmtilegur. Mér líður alltaf vel á Þórsgötu 25. Ég elska þig, afi. Telma Jóhannsdóttir. MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 2010 ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUNNVÖR BJÖRNSDÓTTIR, Dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, lést á Sjúkrahúsi Akraness laugardaginn 2. október. Útförin fer fram frá Akraneskirkju föstudaginn 8. október kl. 14.00. Björn Sigurðsson, Susanna Modin, Guðmundur Sigurðsson, Jónína Björg Magnúsdóttir, Kristinn Hallur Sveinsson, Margrét Rós Jósefsdóttir, Rósa Guðrún Sveinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, bróðir og afi, GÍSLI THEODÓR ÆGISSON, Sólhlíð 8, Vestmannaeyjum, lést á heimili sínu sunnudaginn 3. október. Jarðarförin auglýst síðar. Guðbjörg Guðmundsdóttir, Gunnar Már Kristjánsson, Unndís Ósk Gunnarsdóttir, Ástþór Ægir Gíslason, Guðmundur Gísli Gíslason, Regina Ovesen, Garðar Smári Gíslason, Jóhann Helgi Gíslason, Þuríður Gísladóttir, systkini og barnabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, MAGNEA RÓSBJÖRG PÉTURSDÓTTIR, Álfhólsvegi 85, Kópavogi, lést þriðjudaginn 21. september á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Innilegar þakkir til þeirra sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför hennar. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi. Ástbjartur Sæmundsson, Pétur Ástbjartsson, Hrafnhildur Hjartardóttir, Ástríður Sæunn Ástbjartsdóttir, Jón Þór Hallsson, Bjarni Valur Ástbjartsson, Nongnart Lue-U-Kosakul, Gylfi Ástbjartsson, Hafdís Helga Ólafsdóttir, Hjalti Ástbjartsson, Bryndís Emilsdóttir, barnabörn og langömmubörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓHANNA PÉTURSDÓTTIR frá Hjalteyri, lést á Landspítalanum miðvikudaginn 29. september. Jarðarförin verður frá Dómkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 12. október kl. 13.00. Pétur J. Eiríksson, Erla Sveinsdóttir, Sigrún Ástríður Eiríksdóttir, Þórólfur Eiríksson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður, afa og langafa, JÓHANNS ÁGÚSTSSONAR, Kópavogstúni 8, Kópavogi. Svala Magnúsdóttir, Magnús V. Jóhannsson, Bjarnveig Ingvarsdóttir, Guðmundur Örn Jóhannsson, Íris Gunnarsdóttir, Sólveig Fríða Jóhannsdóttir, Ingimar Bjarnason, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samhug vegna andláts og útfarar elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, INGIBJARGAR LÁRUSDÓTTUR frá Skagaströnd, til heimilis að, Nestúni 2, Hvammstanga. Sérstakar þakkir til íbúa í Nestúni og starfsmanna í dagvistun og heimaþjónustu fyrir ljúfa aðstoð og þjónustu. Guðmundur Haukur Sigurðsson, Ögn Magna Magnúsdóttir, Sigurður Sigurðsson, Seeka Butprom, Svanfríður Sigurðardóttir, Þórdís Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.