Morgunblaðið - 06.10.2010, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 06.10.2010, Blaðsíða 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 2010  Blásið verður til hlustunarteitis á skemmtistaðnum Austur annað kvöld kl. 21.30. Hljómsveitin Hair- doctor, skipuð Jóni Atla Helgasyni og Árna Rúnari Hlöðverssyni, mun fagna annarri plötu sinni, Wish You Were Hair, með því að leika hana fyrir gesti. Þá verður einnig hlýtt á nýjustu afurð Retro Stefson, Kim- bavwe, sem væntanleg er í versl- anir. Þá verður gefinn forsmekkur að plötu Bix, Animalog, og Sexy La- zer og DJ Margeir gefa út tvö DJ mix og getur fólk mætt með mp3 spilara og halað þeim niður frítt. Eyrnakonfekt í hlust- unarteiti á Austur Stórsöngvarinn Helgi Björnsson hefur gert nokkuð af því að rölta niður stræti minninganna að undanförnu. Þannig var plata hans frá því í fyrra, Kampavín, óður til dægurtónlist- arinnar sem þreifst áður en rokkið hóf innreið sína. Helgi heldur nú áfram á svipuðum slóðum, en söngdagskrá, helguð Hauki heitnum Morthens, hefst í kvöld í Salnum, Kópavogi. „Þetta byrjaði með því að ég söng lagið „Vinarkveðja“, sem Haukur gerði frægt, inn á síðustu Reiðmannaplötu,“ út- skýrir Helgi. „Það lag sáði þessu fræi mætti segja. Þessi lög Hauks eiga vel við mína rödd og mér finnst einstaklega gam- an að syngja þessa tegund tónlistar. Þessi gamla dæg- urtónlist býður upp á rýmra söngsvið og meiri túlkun. Pop- plögin í dag eru meira niðurnjörvuð, þar er sungið á taktinum en þarna er laglína meira fljótandi.“ Helgi segist alla tíð hafa verið hallur undir það að tónlist- armenn rifji upp sína rætur og glími við þær á einn eða ann- an hátt. Helgi rifjar upp að hann hafi legið á stofugólfinu heima hjá ömmu og hlustað linnulaust á útvarpið hennar. „Ég drakk í mig alla tónlist og þegar ég fór að skoða þessi lög Hauks fann ég fljótt að ég þekkti þetta allt meira og minna. Laglínan var þarna um leið og ég opnaði munninn. Var þarna einhvers staðar í undirmeðvitundinni.“ Lögin voru svo valin eftir tilfinningu, úr 50-60 laga grunni. „Við er- um að tala um það helsta, þó ég verði ábyggilega skammaður fyrir að sleppa ákveðnum lögum. „Borg mín borg“ verður t.d. ekki! En Bjössi, Lóa og Simbi eru þarna öll (hlær).“ Söngvari fólksins – En í hverju liggur töframáttur Hauks? „Hann var fyrir það fyrsta mjög góður söngvari. Hann nálgaðist lögin á mjög viðkvæman og einlægan hátt, söng lögin afskaplega blítt og mjúkt og af ríkri tilfinningu. Það er ein hliðin á þessu. Styrkur dægurtónlistarmanna felst annars í tímasetningum. Haukur var að toppa á uppgangstímum í þjóðfélaginu, það var bjartsýni og ákveðin vakning hjá fólki eftir seinna stríð, síldin var vaðandi um alla firði og við feng- um innspýtingu í gegnum Marshall-aðstoðina og fleira. Ís- lenska lýðveldið var hálfgerður unglingur og allir bara al- mennt séð kátir. Rödd Hauks heyrðist um allar sveitir í gegnum útvarpið þar sem hann lofsöng landbúnað og sjávar- útveg til skiptis. Þetta var söngvari fólksins.“ Fyrstu tónleikarnir verða í Salnum í kvöld og á morgun og er uppselt á þá báða. Enn eru til miðar á þriðja kvöldið, sem haldið verður 13. október næstkomandi. Helgi Björns tekst á við Hauk Morthens Rætur Helgi Björns tekst á við arfleifð Hauks Morthens.  Í tilefni af fæðingardegi listakonunnar Ástríðar Tómasdóttur, sem lést af slys- förum sl. sumar, munu vinir hennar og vandamenn halda menningarveislu á Venue í kvöld. Húsið verður opnað kl. 21 og hljómsveitin Svarti dauði spilar kl. 21.20. Þá munu Sólveig Pálsdóttir, Ásta Fanney Sigurðardóttir og Kristín Svava Tómasdóttir lesa ljóð og hljómsveitin Witches leika tón- list kl. 22, Caterpillarmen koma fram kl. 22.40 og hljómsveitin Manslaughter kl. 23.20. Mammút lýkur kvöldinu með tónleikum sem hefjast á miðnætti. Fæðingardags Ástríðar Tómasdóttur minnst  Breska heimildarmyndin The Future of Hope, sem fjallar um framtíðarmöguleika Íslendinga í skugga kreppunnar, hlýtur já- kvæða gagnrýni í dagblaðinu The Irish Times. Segir þar m.a. að Ís- lendingarnir sem teknir eru í tali í myndinni gætu virst fullbjartsýnir en þeir séu þó ástríðufullir og það sé skárra en að vera aðgerðalaus, lamaður af ótta. Framtíð vonar hampað í The Irish Times Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Næsta laugardag, 9. október, verða liðin 70 ár frá því að John Lennon, einn frægasti – og má ég segja – einn mikilvægasti dæg- urtónlistarmaður allra tíma, fædd- ist. Af því tilefni mun ekkja tónlist- armannsins, japanski listamaðurinn og friðarsinninn Yoko Ono, koma fram á tónleikum í Háskólabíói ásamt hljómsveit sinni Plastic Ono Band. Fyrr um daginn mun Ono svo afhenda LennonOno-friðarverðlaunin í Höfða og stuttu áður en kvöld- stundin í Háskólabíói hefst verður ljósið tendrað á friðarsúlunni í Við- ey, listaverki eftir Ono sem var vígt í eyjunni fyrir þremur árum. Jaðarinn á nótunum Í fyrra endurvöktu Ono og sonur hennar, Sean Ono Lennon, Plastic Ono Band og gáfu út plötuna Between My Head and the Sky sem hefur hlotið mikið lof gagn- rýnenda. Ömurleg viðhorf rasss- íðra Bítlaaðdáenda í garð Ono eru líklega með því mest þreytandi í öllum umræðum um dægurtónlist, og ágætt að hnykkja á því að Ono var ábyrg fyrir einkar flottri og framsækinni tónlist á áttunda ára- tugnum, tónlist sem hún gaf út í eigin nafni (tékkið t.d. á Fly frá ’71). Nýja útgáfan af Plastic Ono Band inniheldur m.a. Cornelius og Yuka Honda úr Cibo Matto og hélt um daginn tvenna tónleika í Los Angeles þar sem margar stórstjörnur komu einnig fram (sjá fylgju). Blaðamaður átti lauflétt spjall við listakonuna, sem deilir með honum afmælisdegi. Ég skal segja ykkur það … „Halló Arnar …“ – Hæ hæ. „Hvernig hefur þú það?“ – Ég er bara mjög fínn. Degi er byrjað að halla hérna megin heimsins og svona. „Ó, hann er rétt að byrja hérna.“ – Segðu mér nú aðeins frá þess- um bráðkomandi tónleikum … „Já, ég hlakka mjög mikið til að takast á við þetta. Við (Plastic Ono Band) erum þegar búin að halda nokkra tónleika, í Brooklyn og svo vorum við að spila í Los Angeles fyrir stuttu. Og fengum rosa góða gagnrýni fyrir þá tónleika. Trúir þú því? Ég fékk góða gagnrýni fyr- ir eitthvað sem ég hef gert (hlær). En þetta gekk afskaplega vel. Er það ekki stórkostlegt?! (eða „amaz- ing“, orð sem hún endurtekur með reglulegu millibili út viðtalið).“ – Það er merkilegt að þó að þér hafi verið úthúðað af Bítlaaðdáend- um í gegnum tíðina hefur þú alltaf verið í miklum metum hjá þeim sem fylgjast með jaðartónlist og þú þykir meira að segja brautryðj- andi á því sviðinu … „Já, ég veit að jaðarlistamenn í Japan voru nú alltaf með á nót- unum en rokkararnir hafa verið hægari í gang (brosir í gegnum símann). Það er bara nýverið sem þeir hafa verið að samþykkja mig. Er það ekki stórkostlegt?!“ Mjög náin – Það voru engar smáræðis ka- nónur með þér þarna í Los Angel- es. Iggy Pop og Lady Gaga! „Já, ég er rokkari!“ – Þetta hefur verið allsvaðalegt? „Já, ég átti ekki von á neinu og vissi eiginlega ekkert hvernig myndi spinnast úr þessu. En allt fór þetta vel og gekk upp.“ – En hví að endurvekja Plastic Ono Band? „Nú, elskulegan son minn lang- aði endilega til þess. Þannig að ég, mamman, sagði svona: „Jæja, allt í lagi þá …“. Hann spurði mig reyndar mjög kurteislega. Ég skildi ekki alveg þennan áhuga hans á þessu en þá áttaði ég mig á því að þetta hafði auðvitað mikla merkingu fyrir hann; pabbi hans og mamma höfðu verið hluti af þessu.“ – Fjórir aðilar fá nú frið- arverðlaunin ykkar. Einhver ástæða fyrir því? „Bara, þetta er 70 ára afmæli, svolítill áfangi og því langaði mig til að gera þetta dálítið veglega.“ – Það er mikið talað um þau áhrif sem þú hafðir á Lennon sem listamann. En hvað um áhrif hans á þína list? „Hmmm … það er eiginlega ekki hægt að tala um það á þann hátt. Við vorum mjög náin eins og þú veist ábyggilega, vorum saman all- an sólarhringinn og áherslur og hugmyndir voru allar í einum potti. Það var aldrei mikið rætt um hlut- ina þannig, þetta bara gerðist í nokkurs konar samvinnu.“ Friðarsúlan – Og svo verður kveikt á frið- arsúlunni … mér finnst hún svo flott, er ekki hægt að hafa kveikt á henni allt árið? „Ha ha … nei, ég skil þig. Nei, verðum við ekki að halda einhverju táknrænu inni í þessu? En ég er ánægð með hana og hlakka til Reykjavíkurfarar. Hver veit, kannski tek ég með mér einhverja mjög sérstaka gesti,“ segir Ono að lokum, leyndardómsfull. „Ég er rokkari!“  Yoko Ono heldur tónleika í Háskólabíói á laugardaginn Tilefnið er 70 ára afmæli Johns Lennons  Kveikt verður á friðarsúlunni í Viðey sama dag Rokkari Ono segir þau Lennon hafa verið saman allan sólarhringinn og að áherslur og hugmyndir tengdar listsköpun þeirra hafi verið í einum potti. Henni Yoko Ono, sem er komin á áttræðisaldur, er ekki fisjað saman. Svo virðist sem endurkoma hennar og Sean, sem Plastic Ono Band, hafi fallið furðu vel í kramið hjá rokkelítunni vestra. Stjörnur stóðu nánast í biðröð eftir því að kom- ast upp á svið á tvennum tónleikum sem fóru fram í Los Angeles fyrir stuttu. Perry Farrell, kenndur við Jane’s Addiction og sjálfur pönkafinn, Iggy Pop, fóru þar fremstir í flokki. Ekki má heldur gleyma poppdrottningunni Lady Gaga en einnig mátti þar sjá leiðtoga The Wu-Tang Clan, RZA, og Kim Gordon, bassaleikara jaðarrokkaranna knáu í Sonic Youth. Það verður því spennandi að sjá hvaða seiður verður magnaður upp hér í Reykja- víkinni og ekki síst hvort að einhver óvæntur gestur verður á sviðinu. Munum við rekast á sjálfan Iggy Pop, sprangandi upp og niður Lauga- veginn, næsta laugardag? Atorka á áttræðisaldri ENDURKOMA PLASTIC ONO BAND Þaulreynd Ono með hálfstrípuðum Iggy Pop.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.