Morgunblaðið - 06.10.2010, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 06.10.2010, Blaðsíða 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 2010 Complicite’s A Disappearing Number 14. október 2010 Hamlet 9. desember FELA! 13. janúar 2011 Donmar Warehouse’s King Lear 3. febrúar 2011 Frankenstein 17. mars 2011 The Cherry Orchard 30. júní 2011 ÞAÐ BESTA Í BRESKU LEIKHÚSI Í BEINNI ÚTSENDINGU Í BÍÓ Miðasala er hafin í miðasölu sambíóanna Kringlunni, boðið er upp á númeruð sæti Afsláttarkort á allar sýningar komin í sölu Það er algjör bylting í vinnuferl- inu.“ – Ef þú berð saman leikstjóra af eldri kynslóðinni og síðan Grím og þá af yngri kynslóðinni, finnst þér efnistök vera öðruvísi? „Nei, í það minnsta ekki í þess- ari mynd. Ég held að þetta sé ekki spurning um kynslóðamun, heldur mun á milli manna. Það er mikilvægt að uppgötva sérkenni hvers leikstjóra. Hann er ekki hluti af kynslóð heldur er hann hann sjálfur.“ Krúttin komin á kreik – Þetta viðtal er eitthvað að misheppnast hjá mér, áttu við að þér finnist enginn kynslóðamunur á því sem ungu leikstjórarnir eru að gera og þeir eldri? Persónulega finnst mér vera einhver öðruvísi blær yfir myndum þeirra nýrri, hvorki betri né verri, bara aðeins öðruvísi, þú ert ekki á því? „Áttu við að þeir séu svona mik- il krútt?“ – Til dæmis? „Já, maður er kannski bara orð- inn svo vanur þessum krúttfíling í flestum listgreinum í dag. Og Grímur er það kannski líka í efn- istökum sínum. En Grímur sjálfur er nú ekki neitt megakrútt (segir hann og hlær). En já, eru þeir ekki aðeins mýkri þessir nýju leik- Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Íslenska bíómyndin Sumarlandið eftir Grím Hákonarson hefur fengið afbragðsdóma í öllum blöð- um landsins enda grínið gott og sagan snjöll. Að baki kvikmynda- vélinni var samstarf tveggja kyn- slóða, þar sem annars vegar var ungur leikstjóri með sína fyrstu bíómynd og hins vegar reyndasti kvikmyndatökumaður Íslands, Ari Kristinsson, sem hefur leikstýrt nokkrum bíómyndum en verið kvikmyndatökumaður í hátt á þriðja tug íslenskra bíómynda. – Hvernig var að vinna með Grími? „Það var mjög skemmtilegt. Grímur hefur sinn sérstaka stíl. Það er alltaf gaman að kynnast nýrri sýn. Ég hef sjálfur unnið mikið sem leikstjóri og finnst því bæði gaman og gagnlegt að vera kvikmyndatökumaður inn á milli og kynnast sýn nýs leikstjóra á söguna og lífið. Grímur vissi vel hvað hann vildi, hann var búinn að vera að vinna að þessu handriti árum saman og hafði því mjög skýra sýn á verkið í höfðinu. Það gerði þetta samstarf mjög auð- velt.“ – Nú hefur þú unnið með flest- um frægustu leikstjórum Íslands, eins og Hrafni Gunnlaugssyni og Friðriki Þór, finnst þér einhver kynslóðamunur í tökum leikstjór- ans á verkum sínum? „Ég sé ekki kynslóðamun. Allir leikstjórar hafa sinn eigin stíl. Það er miklu frekar munur á milli manna en kynslóða.“ – Finnst þér tæknin hafa breytt miklu í gerð bíómyndanna? „Já, við tökum þetta til dæmis á kameru sem kallast Red en gæðin sem koma út úr því eru sambærileg við það að við værum að taka myndina upp á 35 mm filmu. En með Red getum við strax skoðað tök- urnar og séð hvort þær hafa heppnast eða ekki. Hér áður fyrr þurftum við að bíða í mánuð þang- að til hægt var að sjá hvort takan væri í lagi. stjórar eins og Dagur Kári, Rúnar og Grímur?“ – Er mikill munur á því að vera kvikmyndatökumaður eða leik- stjóri, tekurðu annað fram yfir hitt? „Hvort tveggja er skemmtilegt. Ég myndi ekki vera að kvikmynda nema mér fyndist gaman að því. Sem kvikmyndatökumaður þarf maður fyrst að átta sig á því hvaða sýn leikstjórinn hefur á myndina, það er það sem þú þarft að ná fram. Maður þarf að átta sig á heildarútliti myndarinnar, en sérhver mynd hefur ákveðið heild- arútlit. Þannig að það sést á sér- hverjum ramma að hann er úr þessari mynd. Menn koma sér saman um þetta áður en í tökur er komið. Þegar menn hafa gert það er unnið innan þess. Þegar leik- stjórinn er með stílinn á hreinu er það gott, þá vita menn hvaða rammi passar inn í myndina og hvaða rammi passar ekki.“ Stíll Sumarlandsins – Hver er stíll Sumarlandsins í kvikmyndatökunni? „Ja, til dæmis er tekið mið af því við Sumarlandið að það sé sumarstemning í myndinni með sólina áberandi. Það var ákveðið að það yrði bjart yfir henni nema í döprustu köflunum.“ – Þegar þið hafið sammælst um stílinn er þetta þá meira svona verkamannavinna fyrir þig sem tökumann? „Upptökurnar voru vissulega meiri svona framkvæmd. En áður en að þeim kom vorum við í mán- uð þar sem við Grímur gengum um staðina og tókum ljósmyndir. Það er ekki mikill tími til að hugsa þegar þú ert kominn á tökustað og ert með 30 manns á launum í kringum þig. Undirbún- ingstíminn er gríðarlega mik- ilvægur. Að hafa haft tíma til að ræða þetta við leikstjórann áður en í tökur kom.“ – Ertu að fara að vinna með fleiri ungum leikstjórum í bíó- myndagerð á næstunni? „Nei, ég er að fara að starfa með einu gamalmenninu, honum Friðriki Þór. Við erum að fara að taka upp Tíma nornarinnar, eftir Árna Þórarinsson, núna eftir nokkrar vikur. Þetta er fjögurra þátta sería og gerist á Akureyri.“ Sól og sumar í Sumarlandinu  Reyndasti kvikmyndatökumaður Íslands tók upp fyrstu bíómynd Gríms  Bíómyndin Sumarland- ið er afrakstur samstarfs tveggja kynslóða; ungs leikstjóra og gamalreynds kvikmyndatökumanns Grín Ólafía Hrönn Jónsdóttir leikur eitt aðalhlutverkanna í þessari skemmtilegu bíómynd. Sumarlandið er fyrsta bíómynd Gríms Hákonarsonar en hann hefur unnið til margra verðlauna fyrir stuttmyndir sínar. Ari Kristinsson hefur verið einn vinsælasti kvikmynda- tökumaður landsins í 30 ár. Hann tók upp kvikmynd- ina Sumarlandið sem nú er sýnd í bíóhúsum borgarinnar. Ari segir að ýmsar breytingar hafi orðið í bransanum, til dæmis hafi tækniþróunin gert kvikmyndagerðinni auð- veldara fyrir. „En fjárhagsaðstæður ís- lenskrar kvikmyndagerðar fara versnandi. Þær eru orðnar mjög slæmar í dag,“ segir Ari. ARI KRISTINSSON KVIKMYNDATÖKUMAÐUR Reyndasti kvikmynda- tökumaður Íslands

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.