Morgunblaðið - 09.10.2010, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.10.2010, Blaðsíða 4
FRÉTTASKÝRING Una Sighvatsdóttir una@mbl.is Landsbyggðin logar vegna fyrirætlana um verulegan niðurskurð og hagræðingu í heilbrigðiskerfinu. Aðgerð- irnar, sem miða að því að stór hluti þjónustunnar færist til Reykjavíkur eða Akureyrar, þýða að fjöldi fólks miss- ir vinnuna og verulega dregur úr getu heilbrigðisþjón- ustunnar í mörgum landshlutum. Meðal þeirra stofnana sem þurfa að sætta sig við mikinn niðurskurð að óbreyttu eru Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi, heilsugæslustöðin og Fjórðungs- sjúkrahúsið á Ísafirði, Heilbrigðisstofnunin á Sauð- árkróki, Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja, Heilbrigð- isstofnun Suðurnesja, Heilbrigðisstofnun Þingeyinga á Húsavík og sjúkradeildir á Egilsstöðum og Seyðisfirði undir Heilbrigðisstofnun Austurlands. Frá öllum landshornum hafa heyrst hávær mótmæli vegna þessara aðgerða og óttast fólk um framtíð byggð- arinnar sé heilbrigðisþjónustan veikt með þeim hætti sem boðað hefur verið. Á fjölmennum mótmælafundi í Stakkó í Vestmannaeyjum í gær sagði Elliði G. Vign- isson bæjarstjóri að yrði niðurskurðurinn að veruleika þýddi það að heilbrigðisþjónustan í Vestmannaeyjum yrði lögð niður í þeirri mynd sem hún nú þekktist, með skertum lífsgæðum og brostnum forsendum búsetu. Svipaðar áhyggjur heyrast frá Seyðisfirði, en þar hefur samstöðuhópur boðað til mótmælafundar við sjúkrahúsið á sunnudag. „Þessi fordæmalausi nið- urskurður er aðför að bænum okkar og landsbyggðinni og ógnar tilverurétti okkar,“ segir í fundarboði hópsins. Á Sauðárkróki hefur einnig verið boðaður íbúafundur, vegna framtíðar Heilbrigðisstofnunar Norðurlands, næstkomandi mánudag. Á Ísafirði sendu læknar frá sér yfirlýsingu í gær þar sem 42,6% niðurskurður á fram- lögum til sjúkrasviðs Fjórðungssjúkrahússins var harð- lega gagnrýndur og sagður skapa mikið óöryggi í allri heilbrigðisþjónustu svæðisins. „Tillögur þessar ógna ör- yggi og velferð íbúa svæðisins,“ segir í tilkynningunni. Hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands er gert ráð fyrir 56,5% niðurskurði á sjúkrasviði. Trúnaðarmaður hjúkr- unarfræðinga segist óttast að missa fólk úr sveitarfé- laginu og margir hugsi nú til útlanda. Vara við skertum lífs- gæðum og byggðaflótta  Mótmæli heyrast frá öllum landshornum vegna niður- skurðar í heilbrigðiskerfinu  „Aðför að bænum okkar“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Mótmælt Fatlaðir afhentu í gær forseta Alþingis mótmæli sín vegna fyrirhugaðs niðurskurðar í velferðarkerfinu. FRÉTTASKÝRING Jónas Margeir Ingólfsson jonasmargeir@mbl.is Þar sem saksóknari var ekki kosinn á sama þingi og ákvörðun var tekin um málshöfðun gegn Geir H. Haarde hefur ákvörðun þingsins fallið niður. Þetta er skoðun Andra Árnasonar, verjanda Geirs H. Haarde, sem fram kom í bréfi sem hann sendi Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttir, forseta Alþingis. Í bréfi sínu bendir Andri á að samkvæmt ákvæðum laga um landsdóm beri Alþingi jafn- framt að kjósa saksóknara þegar ákvörðun er tek- in um málshöfðun. Þá bendir Andri á lög um þing- sköp Alþingis en þar segir að þingmál, sem ekki hafa hlotið lokaafgreiðslu við þinglok, falli niður. Þingi var slitið að loknum atkvæðagreiðslum um málshöfðun gegn Geir H. Haarde en kosning saksóknara fer fram á nýju þingi. Þannig beinir Andri því til forseta Alþingis að kannað verði hvort líta beri svo á að það þingmál sem varðar málshöfð- un gegn Geir H. Haarde hafi fallið niður fyrst Alþingi kaus ekki saksóknara á sama þingi og málshöfðun var samþykkt. Bíður eftir svari Ásta Ragnheiður Jóhannes- dóttir, forseti Alþingis, segir í samtali við Morgunblaðið að hún hafi falið yfirlögfræðingi Alþingis að fara yfir málið. „Ég er að láta skoða þetta. Þetta er erindi sem barst á borðið hjá mér í gær. Yfirlögfræðingur Al- þingis er að skoða málið fyrir mig,“ segir Ásta Ragnheiður sem segir að erindið sé enn í vinnslu hjá yfirlögfræðingi Alþingis. „Ég mun auðvitað svara bréfinu, það er næsta skref. Ég verð samt að bíða eftir því sem yfirlög- fræðingur segir. Ég hef ekki fengið neitt frá hon- um um hvernig þetta fer. Ég hef bara falið honum að skoða þetta, sem mér ber að gera.“ „Bara starfsmaður þings- ins“ Þórhallur Vilhjálmsson, yf- irlögfræðingur Alþingis, segist ekki hafa neitt ákvörðunarvald í málinu. „Þingið er sjálft ákvörðunaraðili í svona mál- um. Ég er bara starfsmaður þingsins og mér eru falin svona verkefni. Meira get ég ekki sagt um það. Það er skrifstofustjóri þingsins sem stýrir ákveðinni vinnu starfsmanna og hann tekur ákvörðun á endanum um hvernig mál verða lögð upp fyrir forseta þingsins. Þetta er því ekki í mínum höndum nema eins og hvers ann- ars starfsmanns í opinberri þjónustu. Ég kem ekki að því að taka ákvörðun í málinu,“ segir Þór- hallur. Alþingi metur eigin formgalla  Forseti Alþingis bíður eftir áliti yfirlögfræðings Alþingis á bréfi frá verjanda Geirs H. Haarde  Yfirlögfræðingur Alþingis segist ekki hafa ákvörðunarvald í málinu  Málið í höndum þingsins Bréf Andra Árnasonar » Andri Árnason, lögmaður Geirs H. Haarde, beindi því til forseta Alþingis að samkvæmt lögum hefði kosning saksókn- ara átt að fara fram samhliða atkvæðagreiðslu um máls- höfðun gegn Geir. » Þannig telur hann málið ekki hafa hlotið lokaafgreiðslu en þingi var slitið eftir að máls- höfðun var ákveðin. » Lög um þingsköp kveða á um að þingmál sem ekki hafa hlotið lokaafgreiðslu við þinglok falli niður. Geir H. Haarde Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir 4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 2010 AÐVENTA 3 Aðventustemning, jólaglögg og hunangskökuilmur. Jólamarkaðir Þýskalands eru víðfrægir, jólastemning er í borg og bæ. Ferðin hefst á flugi til Frankfurt en síðan verður ekið til Niflungaborgarinnar Worms þar sem við gistum í eina nótt. Eftir skoðunarferð um vinalegu borgina Worms er haldið til næstelstu borgar Þýskalands, Kempten, en þess má geta að borgin er jafnframt heimaborg fararstjórans Ingu og þekkir hún því þar hvern krók og kima. Förum í skoðunarferð um borgina og á jólamarkaðinn, en auk þess í dagsferð til borgarinnar Augsburg sem er einn áfangastaða Rómantísku leiðarinnar. Fjallabærinn Oberstdorf verður sóttur heim, en þar væri upplagt að taka kláf upp á Nebelhorn og njóta stórkostlegs útsýnis yfir Alpana. Eftir ánægjulega daga í Kempten höldum við til Nürnberg þar sem elsti jólamarkaður Þýskalands er. Gistum þar í 2 nætur og njótum dagsins í gömlu ríkisborginni áður en flogið er heim á leið. Fararstjóri: Inga Ragnarsdóttir Verð: 162.400 kr. á mann í tvíbýli. Mikið innifalið! Innifalið: Flug, skattar, hótelgisting, allar skoðunarferðir með rútu, hálft fæði og íslensk fararstjórn. Spör eh f. s: 570 2790www.baendaferdir.is A L L I R G E T A B Ó K A Ð S I G Í B Æ N D A F E R Ð I R Hálftfæðiogallarskoðunarferðirinnifaldar 29. nóvember - 6. desember Aðventuferð „Nú árið 2010 stöndum við Eyja- menn frammi fyrir ógn,“ sagði El- liði G. Vignisson, bæjarstjóri Vest- mannaeyja, á mótmælafundi í gær. „Þetta er ekki hættan á afla- bresti. Þetta er ekki hættan á því að válynd veður grandi fiskibát- um okkar. Þetta er ekki hættan á því að eldgos eyði hér byggð. Nei! Þetta er hættan á því að rík- isvaldið leggi hér niður þá heil- brigðisþjónustu sem við þurfum.“ Áhyggjur í Eyjum SEGIR ÓGN STEÐJA AÐ BYGGÐINNI Elliði G. Vignisson Guðbjartur Hannesson heilbrigðis- ráðherra útilokar ekki að breytingar verði gerðar á tillögum til nið- urskurðar í heilbrigðiskerfinu. Hann segist sjálfur hafa áskilið sér rétt til þess strax þegar hann tók við emb- ætti ráðherra fyrir um mánuði að koma með tillögur að breytingum milli fyrstu og annarrar umræðu. „Ég kallaði alla forstöðumenn og framkvæmdastjóra [heilbrigðis- stofnana] til mín og gerði þeim grein fyrir því að ég þyrfti að ná að skoða þetta betur. Ég óskaði eftir því að þeir myndu skoða útfærslur á sparn- aði og leggja fyrir mig 2-3 vikum frá því að fjárlög kæmu fram.“ Áður en Guðbjartur varð ráðherra var hann formaður fjárlaganefndar og var því ekki alls ókunnur fyrir- ætlununum. „Ég ætla ekki að firra mig ábyrgð á því að sem formaður gerði ég mér alveg grein fyrir því hvert viðfangs- efnið var og þekkti töluna um niðurskurð. Það var búið að ákveða að það yrði 5% niður- skurður í heildina á sviði heilbrigð- ismála en ég þekkti ekki hverja tölu.“ Guð- bjartur segir að staðið hafi til í mörg ár að gera breytingar á heilbrigðis- kerfinu en þær þurfi að skoða vel á hverjum stað, einnig út frá atvinnu- og byggðamálum. „Það er það sem ég hef beðið um að sé gert. Þetta er fínn línudans og líka mikið spursmál hversu langan tíma á að taka í slíkar breytingar. En ég ætla að gefa mér tíma og auðvitað er það þingið sem hefur síðasta orðið.“ una@mbl.is Áskilur sér rétt til að endurskoða tillögur  „Er fínn línudans“ segir ráðherra Guðbjartur Hannesson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.