Morgunblaðið - 09.10.2010, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.10.2010, Blaðsíða 6
„Komi til þess að Samfylkingin króist af í Evrópumálunum er líklegt að hún gefi þau frekar eftir gagnvart samstarfs- flokknum í núverandi ríkisstjórn en Sjálfstæðisflokknum,“ sagði Þorsteinn í erindi sínu á fundi Félags atvinnurek- enda. „Ólíklegt er að Samfylkingin myndi í því falli kjósa að standa utan stjórnar.“ Stæði ekki utan stjórnar SAMFYLKINGIN Einar Örn Gíslason einarorn@mbl.is „Ég geri mér vonir um að áður en kemur að lokaniðurstöðu í samn- ingunum geti verið komin hér ann- ars konar ríkisstjórn,“ segir Þor- steinn Pálsson, fulltrúi í samninganefnd Íslands vegna að- ildarviðræðna við Evrópusamband- ið og fyrrverandi forsætisráðherra. Í erindi sem Þorsteinn flutti á fundi Félags atvinnurekenda í vikunni sagðist hann ekki hafa trú á því að núverandi ríkisstjórn myndi leiða aðildarviðræðurnar til lykta. Hugmyndafræðileg togstreita „Ég benti á þetta strax í upphafi, þegar viðræðurnar fóru af stað, að það hlyti að verða örðugt að ljúka viðræðunum þegar stjórnarflokk- arnir toga hvor í sína áttina. Í sjálfu sér hefur ekkert breyst, þetta er sama mat af minni hálfu,“ segir Þorsteinn. Það sé til dæmis mjög bagalegt að vera með ríkisstjórn sem stefnir í gagnstæðar áttir í peningamálum. Í viðræðum af heilum hug Þorsteinn segir að við- ræðurnar séu, þrátt fyr- ir þessa stöðu, í fullum gangi og af heilum hug. Ekki reyni á stjórnina fyrr en undir lok þeirra. „Þá þarf að mínu mati ríkisstjórn sem kemur heils hugar að málinu.“ Viðræðurnar verði ekki leiddar til lykta „nema með öflugri forystu frá miðju og hægri væng stjórnmálanna“. Sjálfstæðismenn leiði átakið Spurður hvort hann sjái slíkt mynstur í flóru stjórnmálaflokk- anna, eins og þeir séu í dag, segist Þorsteinn telja að þingmönnum á þeim væng, sem styðja aðild, muni fjölga áður en yfir lýkur. Best væri jafnframt að sú þróun ætti sér stað innan flokkanna eins og þeir eru í dag. Hann segir eðlilegt að sjálf- stæðismenn leiði lokaátak aðildar- ferlisins, enda hafi flokkurinn alltaf verið „forystuafl við mótun utanrík- isstefnunnar“. Hann hafi fulla trú á núverandi forystu Sjálfstæðis- flokksins. Hefur ekki trú á stjórninni  Þorsteinn Pálsson segir þörf á „öflugri forystu af miðju og hægri væng stjórn- málanna“ til að leiða aðildarviðræður við Evrópusambandið farsællega til lykta Þorsteinn Pálsson 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 2010 Jón Gnarr borgarstjóri tók sig vel út í bleiku jakkaföt- unum sem hann klæddist í gær í tilefni af átaki gegn krabbameini í konum. Tengdamóður hans, Guðlaugu Ingibergsdóttur, Doddý, þótti hann a.m.k. flottur þeg- ar hún hitti hann fyrir utan Tjarnarbíó en verið var að opna það eftir gagngerar endurbætur. Í bleikum baráttujakkafötum Morgunblaðið/Árni Sæberg Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Hálftíma umræða verður utan dag- skrár á Alþingi á þriðjudag um deilu Íslendinga og Evrópusambandsins um makrílveiðar. Umræðan fer fram að beiðni Einars K. Guðfinnssonar, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, og til andsvara verður Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra. Einar óskaði eftir umræðunni fyr- ir nokrum dögum í ljósi erfiðrar stöðu makrílviðræðna. Hann segist telja nauðsynlegt að fá umræður um þessi mál og skilaboð þingsins þurfi að vera skýr. Á þriðjudag hefjast í London viðræður strandríkja um makrílveiðar á næsta ári. Auk Ís- lands eiga ESB, Noregur og Fær- eyjar fulltrúa á fundinum. „Við erum í fullum rétti til að stunda makríl- veiðar,“ segir Einar K. Guð- finnsson. „Við höfum hins vegar lengst af verið úti- lokuð frá samn- ingaborðinu þrátt fyrir að við séum óumdeilanlega strandríki í þessum skilningi. Með bréfinu sem þrír fulltrúar í framkvæmdastjórninni sendu í vik- unni sýnir Evrópusambandið sitt ljóta andlit. Það lýsir fádæma yfir- gangi að ríkjabandalag sem hefur fram undir þetta ekki heimilað okkur aðild að viðræðum um nýtingu á þessum stofni skuli hafa í hótunum við okkur. Ef við verðum aðilar að Evrópusambandinu hefur það öll þessi mál í hendi sér. Þá gildir ein- faldlega sameiginleg stjórnun á heildaraflamagni í makríl eins og öðrum deilistofnum Evrópusambandið á að fá þau skilaboð að við tökum svona hótanir alvarlega, en að við tökum ekki mark á þeim og við munum ekki láta berja okkur til hlýðni,“ segir Einar. Vilja ráðherra á fund Ásmundur Einar Daðason, þing- maður VG, hefur óskað eftir því að sjávarútvegsráðherra verði boðaður á fund í sjávarútvegs- og landbún- aðarnefnd. Þá hefur Sigurður Ingi Jóhannsson Framsóknarflokki óskað eftir því að utanríkisráðherra verði jafnframt boðaður fyrir nefndina. Evrópusambandið sýnir „sitt ljóta andlit“ í deilunni  Umræður utan dagskrár á Alþingi á þriðjudag um makríl Einar K. Guðfinnsson Nemendur á lokaári í Mennta- skólanum við Sund fá ekki þýskukennslu hluta af vetri og þurfa að stunda sjálfsnám. Ekki verður þó slegið af námskröfum. Ástæðan er fjár- skortur, en ekki er svigrúm til að greiða forfalla- kennslu. Hjördís Þorgeirsdóttir, konrektor MS, staðfesti þetta í samtali við Morgunblaðið. „Áður bætti mennta- málaráðuneytið skólum það upp, ef greiða þurfti fyrir forföll kennara. En það er liðin tíð, nú fellur kostn- aðurinn alfarið á okkur. Við náum varla endum saman á þessu ári og svo eigum við að spara enn meira á því næsta. Við höfum aldrei þurft að gera þetta áður.“ Hjördís segir að þó nokkrir nemendur hafi borið sig illa vegna þessa. Hún segir að það sé lán í óláni að um sé að ræða lengra komna nemendur, en ekki nem- endur á fyrsta ári. „Það er sárt að þurfa að leggja þetta á krakkana. Við höfum ekkert val,“ segir Hjördís. „Það er verið að setja meiri ábyrgð yfir á þau en til stóð.“ En má búast við þessu í fram- tíðinni? „Við megum alveg eins bú- ast við að þetta endurtaki sig, þar sem okkur er gert að skera niður.“ annalilja@mbl.is Engir pen- ingar fyrir kennslu Hjórdís Þorgeirsdóttir  Engin forfallakennsla í MS vegna fjárskorts Lögreglustjórinn á Akureyri hefur ákveðið hraðatakmarkanir á götum í Grímsey, þær fyrstu sem settar eru í eyjunni. Framvegis verða allar götur í Grímsey, frá gatnamótum Flugvall- arvegar og Vallargötu að norðan að gatnamótum Vallargötu og Hafn- argötu að sunnan, með 30 km há- markshraða á klukkustund. Lögreglustjórinn setur þessar reglur að tillögu bæjarstjórnar Ak- ureyrar, en sem kunnugt er tilheyrir Grímsey nú Akureyri. Jafnframt eru numin úr gildi eldri ákvæði um umferð í Grímsey. sisi@mbl.is Minni hraði í Grímsey Magnús Kjartan Geirsson, rafiðn- aðarmaður, lést í gær, 79 ára að aldri. For- eldrar hans voru Geir Magnússon, sjómaður og verkamaður í Reykjavík, og Re- bekka Konstantína Þorsteinsdóttir. Magnús var fæddur í Reykjavík 18. sept- ember 1931. Hann lærði rafvirkjun hjá Segli og var í stjórn félags rafvirkjanema 1949-1952. Í stjórn Iðnnemasambands Íslands 1950–1952 og rafvirki hjá Lands- miðjunni 1955 til 1958. Magnús var í stjórn Félags íslenskra rafvirkja (FÍR) árin 1955–1986 og formaður 1969–1986. Hann fékk gullmerki FÍR 1987 og var gerður heið- ursfélagi 1995. Hann byrjaði að starfa hjá FÍR í hlutastarfi á meðan hann var hjá Landsmiðjunni og svo í fullu starfi hjá FÍR og síðar Rafiðnaðarsam- bandinu 1959–1994. Magnús var í stjórn lífeyrissjóðs rafiðn- aðarmanna frá stofnun 1969 og var í stjórnum sjóðsins til 1994. Magn- ús var ásamt Óskari Hallgrímssyni potturinn og pannan í undirbún- ingi að stofnun Rafiðn- aðarsambands Íslands 1970. Hann var í stjórn Rafiðnaðarsambandsins frá stofnun til 1993 og formaður þess 1971–1993. Í miðstjórn ASÍ frá 1972 og lengi virkur og áberandi í starfi íslensku verkalýðshreyfingarinnar. Magnús lét sig menntun rafiðn- aðarmanna mikið varða og var ein helsta driffjöður stofnunar eft- irmenntunar rafiðna. Eiginkona Magnúsar heitir Bryn- dís Magnúsdóttir og eignuðust þau þrjú börn. Andlát Magnús Geirsson Átta vikna við- burðadagskrá sem kallast „Imagine Reykjavik“ hefst í dag, á fæðing- ardegi Johns Lennons, en hann hefði orðið sjö- tugur væri hann á lífi. Líkt og und- anfarin ár verður kveikt á Friðarsúlunni í Viðey, lista- verki Yoko Ono, ekkju Lennons. Súlan „lýsir upp himininn á tákn- rænan hátt fyrir friði“ að því er segir í tilkynningu. Ljósið verður tendrað klukkan 20. Friðarsúlan mun lýsa til 8. desem- ber, sem er dánardagur Lennons. Í kvöld fer fram hátíðardagskráin „Óður til friðar“ til minningar um Lennon í Viðeyjarstofu. Yoko Ono og Reykjavíkurborg munu í samein- ingu bjóða ókeypis ferðir til Viðeyjar í tilefni af tendrun Friðarsúlunnar. Siglt verður á 15 til 30 mínútna fresti frá 18:30 til 19 í kvöld, frá Skarfa- bakka, og til baka á milli kl. 20:30 og 21. Friðarsúl- an tendruð í kvöld  Ókeypis bátsferðir til og frá Viðey Friðarsúla Yoko Ono í Viðey

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.