Morgunblaðið - 09.10.2010, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 09.10.2010, Blaðsíða 11
Ljósmynd/Helga Margrét Pálsdóttir Leirbað Blaðamaður kátur á kafi í hveraleir. Leirböð hafa verið stunduð á Heilsustofnun NLFÍ um árabil. ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Tryggðu þér miða í síma 551 1200 eða smelltu þér á leikhusid.is Mbl., IÞ „Þetta leikverk er svo auðskilið, svo skemmtilegt, fyndið, andríkt og einfalt, að ég óska þess heitast, að allir landsmenn megi njóta og læra af“. Pressan.is, BS Þú mátt ekki missa af þessari einstöku sýningu! Aðeins örfáar sýningar vegna fjölda áskorana! Fim 21/10 kl. 20.00 U Fös 29/10 kl. 20.00 Ö Fim 4/11 kl. 20.00 Ö Lau 13/11 kl. 20.00 Fim 18/11 kl. 20.00 Fös 26/11 kl. 20.00 Ö Fös 3/12 kl. 20.00 DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 2010 „Ég ætla að njóta þess að sofa út og hvíla mig eftir ferðalag, ég skrapp í síðbúið sumarfrí til systur minnar sem býr á Þorskhöfða (Cape Cod) og ég fór líka í stutta menningarreisu til Boston,“ segir Gunnþóra Halldórs- dóttir starfsmaður Kvikmyndasafns Íslands þegar hún var spurð að því í gær hvað hún ætlaði að gera í dag. „Síðan fer ég í sund og verð lengi, í Suðurbæjarlaug Hafnarfjarðar og fer þar í útiklefann, sem er best. Ég þarf líka að pakka upp úr töskum og skoða fíneríið sem ég kom með heim úr flakkinu. Klukkan fjögur skelli ég mér svo í Bæjarbíó hér í Hafnarfirði þar sem við ætlum að sýna gamlar eldgosa- myndir frá hinum ýmsu gosum. Þetta eru fjórar myndir og hafa sumar þeirra farið víða um heim. Tvær þeirra segja frá Heklugosinu árið 1947, aðra þeirra gerði Vigfús Sig- urgeirsson en hina gerði Ósvaldur Knudsen. Ein myndanna sýnir Surts- eyjargosið 1963, Prospect of Iceland, sem er landkynn- ingarmynd sem framleidd var fyr- ir íslenska ríkið og upplýs- ingaþjónustu NATO. Úr henni sýnum við valin brot. Tónlistin í þessari mynd er eftir Jón Nordal og heitir Sinfon- ieta, leikin af Sinfóníuhljómsveit Ís- lands. Fjórða myndin er Eldeyjan, víðfræg mynd sem Páll Steingrímsson, Ernst Kettler og Ásgeir Long gerðu um eld- gosið í Heimaey árið 1973. Þetta er áhrifarík frásögn þar sem þeir fylgd- ust með Eyjamönnum og þessi mynd hlaut gullverðlaun í Atlanta sem besta fréttamynd ársins 1974.“ Gunnþóra segist kannski kíkja út á lífið í kvöld og sjá hvort íslenskir karlmenn standist samanburðinn við þá sem búa á Þorskhöfða. Hvað ætlar þú að gera í dag? Gos Úr kvikmyndinni Eldeyjan þar sem fylgst er með gosinu í Heimaey 1973. Eldgosabíó og sundsprettur Gunnþóra Halldórsdóttir Fyrst á hverasvæðinu LEIRBÖÐ Leirböð hafa verið stunduð á Heilsustofnun NLFÍ um árabil. Eftir stofnun HNLFÍ, í júlí árið 1955, byrjuðu þau fljótlega og þá með svipuðu sniði og er í dag. Þau voru fyrst á hverasvæðinu í Hveragerði. Böðin hafa reynst gigtar- og psóríasissjúklingum vel til lengri eða skemmri tíma. Leirböð hafa einnig reynst vel við þreytu og streitu. Leirinn sem notaður er fæst úr hverum í nágrenni Heilsustofnunarinnar í Hveragerði. Í hveraleirnum er m.a. kísilsýra sem talin er góð fyrir húðina auk þess sem hitinn, 38-40 gráður, gerir stoðkerfi líkamans gott. Efnisþyngd leirsins gerir það að verkum að hit- inn er dýpri. Djúpur hitinn slakar á vöðvum og linar verki í stoðkerfi. Gestir sem eru haldnir hjarta- eða lungnasjúkdómum, hafa verið með æðahnúta eða farið í æðahnútaaðgerðir svo og þeir sem eru með nikkelofnæmi geta ekki nýtt sér leirmeðferð. Tími í leirbaði er fimm- tán mínútur og á eftir eru tuttugu mínútur í slökun. Hægt er að fara bara með hendur og/eða fætur í leirböðin. Hver Leirinn er tekinn úr hver- unum fyrir ofan Hveragerði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.