Morgunblaðið - 09.10.2010, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.10.2010, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 2010 VIÐTAL Egill Ólafsson egol@mbl.is Þ að þarf að leggja grunn að nýrri þjóðfélagssátt. Vandinn við það er hve ólíkar leiðir flokkarnir á þingi vilja fara en mér finnst vel koma til greina að hér verði mynduð ný ríkisstjórn, verkefnisstjórn um skýrt afmörkuð verkefni sem starfi í tiltek- inn tíma meðan við erum að greiða úr mesta vandanum. Við vinnum best að þjóðarhag með slíku verklagi við þessar aðstæður,“ seg- ir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæð- isflokksins. Flokkurinn ætlar á næstu dögum að endurnýja tillögur sínar í efnahagsmálum sem snúa að því að efla atvinnulífið, bæta stöðu heimilanna, lækka skatta og skapa at- vinnulífinu traustari grundvöll. Hann segir að atvinnusköpun sé stærsta velferðarmálið núna. „Sú reiði sem birtist mér í mótmælunum á Austurvelli segir mér að fólk sér engan ár- angur. Fólk er byrjað að tapa von og trú á framtíðina. Það er eitt meginhlutverk stjórn- valda hverju sinni að skapa slíka von við erf- iðar aðstæður, draga upp mynd af framtíð- inni sem fólk trúir á og síðast en ekki síst að skila einhverjum árangri í sínum verkum. Það hefur mistekist að mínu viti og fyrir því eru margar ástæður. Sannarlega var verkefnið erfitt viðfangs. Það lá alveg fyrir. En okkur miðar allt of hægt fram veginn. Það er augljóst að það hefur ríkt mikið sundurlyndi innan rík- isstjórnarinnar. Ögmundur Jónasson gekk út úr henni á síðasta ári og forsætisráðherrann hefur talað um að hún hafi þurft að standa í kattasmölun til að koma málum áfram. Þetta sundurlyndi á stjórnarheimilinu hefur tafið mál og það er eins og lægsti samnefnari í öll- um málum verði alltaf niðurstaðan. Þetta hefur leitt til þess að þau tækifæri sem eru sannarlega til staðar hafa ekki verið nýtt. Það er frumskylda ríkisstjórnarinnar að grípa þau tækifæri sem eru til staðar á sviði atvinnuuppbyggingar. Við höfum ekki síst horft til Suðurnesja þar sem ástandið í at- vinnumálum er verst. En vandinn er ekki einangraður við það svæði, og það hafa fjöl- margar hugmyndir verið á borðinu, en lítið sem ekkert hefur gerst. Skaðann af því höf- um við nefnt aðgerðaleysiskostnað, og hann heldur áfram að hlaða á sig.“ Til í samráð um árangur Bjarni sagði að við hefðum ekki einu sinni verið að vinna litla sigra sem væru mikilvægir til að hefja viðreisnina og við- halda trú fólks á framtíðina. Rangar áherslur og svikin loforð hefðu orðið til þess að stöð- ugleikasáttmálanum var sagt upp. „Ríkisstjórnin fékk í vöggugjöf mikinn skilning á því að verkefnið væri erfitt. Aðilar vinnumarkaðarins lögðu áherslu á að skapa vinnufrið að gefnum ákveðnum forsendum, en ríkisstjórnin braut öll skilyrði samstarfs- ins.“ Það eru margir sem kalla eftir að stjórnmálamenn taki höndum saman. Bjarni var spurður hvort hann væri tilbúinn til þess. „Að sjálfsögðu. Það hefur aldrei staðið á okkur í Sjálfstæðisflokknum að efna til sam- ráðs um mikilvæg mál. Það hefur hins vegar staðið á ríkisstjórninni. Ég get tekið sem dæmi algjört samráðsleysi um ríkisfjármál og fjárlagagerð. Í Icesave-málinu var ekki efnt til samráðs fyrr en málið var komið í fullkomið öngstræti. Fram til þess tíma var krafan um samráð í raun og veru ekki krafa um neitt annað en að við féllumst á að rík- isstjórnin hefði gert eins vel og hægt hefði verið að gera. Ég tel að með því standa á því sem við töldum vera rétt en ekki láta undan kröfunni um samráð um vonda niðurstöðu höfum við verið að vinna gríðarlega mikið gagn. Ég er tilbúinn til samráðs um árangur. Ég er hins vegar ekki tilbúinn til að taka þátt í einhverju sýndarsamráði um tækni- legar útfærslur á skuldavanda heimilanna á sama tíma og ríkisstjórnin er á kolrangri braut í öllum öðrum málum. Ég kalla það ekki samráð þegar ríkisstjórnin ákveður hvað skuli rætt og hvenær. Með því er ein- ungis verið að reyna að draga athyglina frá vandræðum stjórnarinnar enda er það skyndilega orðið aðalatriði málsins hvort við mætum á fund upp í Stjórnarráð. Samráðið sem þarf að eiga sér stað þarf að vera um lausnir á brýnustu verkefnum okkar í dag. Það þarf að vera til staðar skuldbinding um árangur og það þarf að tímasetja hvenær menn ætla að skila þeim árangri í hús.“ Bjarni var spurður hvað væri mikilvæg- ast að gera í efnahagsmálum við þessar að- stæður. „Það sem er mikilvægast er að byrja at- vinnusköpun og fá hagvöxt, við verðum að vaxa inn í framtíðina. Á næstu árum þurfum við síðan að endurheimta þau rúmlega 22 þúsund störf sem töpuðust í hruninu. Það verður auðvitað ekki gert í einu vetfangi heldur þarf að vinna marga smáa sigra á þeirri leið. Við stjórnmálamenn munum ekki skapa þau störf heldur er það okkar að mynda umhverfi sem hvetur til fjárfestinga og skilyrði fyrir einkageirann til að veita fleira fólki vinnu. Lausnirnar verða aldrei til á kontórum stjórnarráðsins heldur sigrumst við á vandanum með því að virkja allt þjóð- félagið til þátttöku. Atvinnusköpun er því stærsta velferðarmálið núna. Aukin atvinna gerir fólki kleift að standa í skilum og sjá um sig og sína. Það sem fólk kallar á í dag er að fá tækifæri til að bjarga sér, en því finnst stjórnvöld standa í veginum. Síðast var umhverfisráðherra að áfrýja niðurstöðu héraðsdóms vegna aðalskipulags Flóahrepps. Þetta er pólitík sem byggist á því að þvælast fyrir. Ég geri mér fulla grein fyrir því að hag- vöxtur mælir ekki margt af því sem skiptir okkur mestu í lífinu, eins og hamingju barna okkar, heilsu og vináttu, en hagvöxtur er merki um uppgang og ný störf. Ég vil taka fram að það er líka mik- ilvægt að leysa með markvissum hætti skuldavanda heimilanna. Það verður engin sátt í samfélaginu fyrr en friður kemst á við heimilin. Okkar sjónarmið hefur verið að rík- isstjórnin hafi verið með of þunglamalegar lausnir sem byggjast m.a. á því að koma á fót nýjum ríkisstofnunum. Það var augljóst allan tímann að kerfið myndi ekki ráða við það álag sem fylgdi svo miklum for- sendubresti sem hefur orðið hérna. Það hef- ur líka sýnt sig. Ef við skoðum tölur yfir þá sem hafa nýtt sér sértæka skuldaaðlögun og greiðsluaðlögun þá er það bara brot af þeim sem voru að mótmæla hér úti á Austurvelli.“ Niðurfærsla skulda er neyðarúrræði Bjarni sagðist ekki hafa talað fyrir því sem fyrsta kosti, að farið væri út í almenna skuldalækkun heldur að lausnirnar yrðu skjótvirkar og einfaldar. Hann sagðist hins vegar telja að skoða yrði þennan kost betur. „Niðurfærsla skulda er neyðarúrræði þegar sértækar aðgerðir, sem stjórnvöld hafa grip- ið til og bankarnir bjóða upp á, duga ekki til. Þegar lánasöfnin voru færð yfir í nýja bankakerfið voru lánasöfnin verðmetin og einn þátturinn í því verðmati var væntanlega greiðslugeta og greiðsluvilji heimilanna í landinu. Sé ekki nægilegt svigrúm til að færa niður skuldirnar þá hlýtur sú spurning að vakna hvort menn hafi ekki einfaldlega of- metið greiðslugetuna og einnig hitt, sem skiptir ekki síður máli, greiðsluviljann. Það verður að vera tilgangur í því að standa í skilum. Mér sýnist mega lesa það út úr mót- mælunum og fjölda nauðungarsölubeiðnanna sem eru að hrúgast inn. Ég skynja að hér er eins og hafi verið vitlaust gefið.“ Bjarni sagði óhjákvæmilegt að skera niður útgjöld ríkisins. Annað væri óábyrgt. Það væri hins vegar átakanlegt að fylgjast með hvernig ríkisstjórnin stæði að því máli. Ekkert samráð hefði verið haft um þessi mál sem birtist m.a. í þeim borgarafundum sem haldnir hefðu verið á Húsavík, Ísafirði og Suðurnesjum. „Og talandi um samráð. Hvar hefur samráðið verið við viðkomandi stofn- anir og þau sveitarfélög sem þetta snertir? Mér sýnist, miðað við þær yfirlýsingar sem féllu á þessum fundum, að ekki sé meirihluti í þinginu fyrir því að fara þessa leið. Ekki er það góð byrjun.“ Bjarni er mjög gagnrýninn á skatta- stefnu ríkisstjórnarinnar og bendir á að á sama tíma og hún sé að fást við skuldavanda heimilanna sé hún að afnema verðtryggingu persónuafsláttar og hækka skattana. Skatta- stefnan gagnvart atvinnulífinu hafi verið skaðleg og beinlínis hrakið fjárfesta frá land- inu. Það ætti að nota skattkerfið til að hvetja til fjárfestinga. Allt of lítið hafi verið gert í þá veru. Það sé til tjóns að kerfið hafi verið flækt og ósanngjarnar nýjungar innleiddar. „Við verðum að hafa í huga að lykillinn að framtíðinni er að fólk vinni saman, skil- greini brýnustu verkefni, setji sér tíma- ramma og gangi í að leysa verkefnin. Það er það sem almenningur kallar eftir,“ segir Bjarni. „Til að komast út úr kreppunni verð- um við að vinna saman að settum mark- miðum og setja til hliðar bæði ágreining og gæluverkefni.“ Kemur til greina að mynda nýja stjórn um afmörkuð verkefni  Bjarni Benediktsson segir að atvinnusköpun sé núna stærsta velferðarmálið Morgunblaðið/RAX Tafir „Sannarlega var verkefnið erfitt viðfangs. Það lá alveg fyrir. En okkur miðar allt of hægt fram veginn,“ segir Bjarni Benediktsson. Eftir hrunið haustið 2008 lét þingflokkur Sjálfstæðisflokksins vinna samantekt um hvað mætti læra af reynslu nágranna okkar á Norðurlöndum sem hafa gengið í gegnum bankakreppu. „Það sem stendur upp úr eru atriði eins og að tryggja gott samstarf við aðila vinnu- markaðarins. Því hefur ríkisstjórnin klúðrað. Lögð er áhersla á þverpólitískt samstarf. Hvar hefur það birst á starfstíma þessarar ríkisstjórnar? Þegar bankakrísur gengu yfir á Norðurlöndum var lögð höfuðáhersla á að berjast gegn atvinnuleysinu. Þar hafa íslensk stjórnvöld haldið illa á málum. Lærdómur þessara þjóða er að það þarf að ganga strax í verkin, en ekki ýta þeim á undan sér. Íslenska ríkisstjórnin er sek um að hafa ýtt vandanum á undan sér. Það er einnig talað um mikil- vægi þess að koma með skýra framtíðarsýn. Þetta eru atriði sem við þurfum að hrinda í framkvæmd en ríkisstjórninni hefur mistek- ist,“ sagði Bjarni. Nýta sér ekki lærdóm nágranna okkar HIN NORRÆNU RÍKIN HAFA LÍKA GENGIÐ Í GEGNUM KREPPU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.