Morgunblaðið - 09.10.2010, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 09.10.2010, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 2010 FRÉTTASKÝRING Kristján Jónsson kjon@mbl.is Bæði Icelandair og Iceland Express veðja á að er- lendum ferðamönnum muni fjölga enn hér á landi á næsta ári og jafnframt að Íslendingar muni ferðast meira á því ári en í ár. Fyrrnefnda félagið ætlar sér auk þess að ná til sínum auknum skerfi af alþjóðlega fluginu yfir Atlantshafið. Bæði fyr- irtækin fjölga ferðum og áfangastöðum. Alls munu aukin umsvif merkja að vel á þriðja hundr- uð störf verða sköpuð, langflest hjá Icelandair sem bætir við tveim Boeing-757 þotum. Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair, segir að eftir uppsagnir og niðurskurð 2008 hafi nú tekið við ný sókn. „Við fórum inn á Seattle sem hefur gengið afskaplega vel. Núna í ár jukum við ferðaframboðið um 13% en vöxt- urinn í farþegafjölda og tekjum er aðeins yfir því, í kringum 15-16% miðað við allt árið. Bókunarstaðan fyrir næstu mánuði er síðan mun betri en framboðsaukningin. Fyrir næsta ár er viðbótin hjá okkur 17% en við misstum mikið vegna gossins þannig að í reynd er þetta kannski ekki mikið meiri aukning en á þessu ári. En þetta er samt allt í rétta átt. Það sem er að gerast hjá okkur er að þrátt fyrir eldgosið héldum við sama framboði, þurftum ekkert að fella niður flug eða minnka áætlunina þegar allt lokaðist meira eða minna í Evrópu. Það tókst með því að fljúga inn á staði í Evrópu sem opnuðust og færa leiðakerfið til Glasgow. Gosið hafði þess vegna aldrei áhrif á bókunarflæðið frá Íslandi og yfir hafið, aðeins á bókanir hingað.“ Fleiri þakkarnótur en kvartanir í gosinu Birkir segir aðspurður að félagið hafi ekki fengið á sig neinar kærur vegna óánægðra far- þega í gosinu eins og mörg önnur félög lentu í. „Þessa daga þegar truflanir urðu vegna gosösk- unnar náðum við að tryggja áfram um 85% af framboðinu okkar, vorum eiginlega aldrei lokaðir inni. Við færðum leiðakerfið til Glasgow og feng- um mun fleiri þakkarnótur en kvartanir! Við vor- um eina flugfélagið sem færði leiðakerfið, hin biðu bara eftir því að allt opnaðist á ný.“ Hann segir forsendurnar fyrir auknum umsvifum einkum vera að mikil aukning sé í bókunum í alþjóðlegu farþegaflugi yfir Atl- antshafið á þessu ári og næsta. Þess vegna sé verið að styrkja kjarnann í leiðakerfinu með meiri tíðni. Miklu skipti að geta boð- ið upp á ferðir á hverjum degi, mark- miðið sé að ná í fleiri farþega sem ætli yfir hafið og þurfi ekki að gera annað en skipta um vél hér á landi. En einnig sé búist við 10% aukningu í ferðum útlendinga hingað til lands. Langtímaáhrifin af gosinu á ferðaþjónustuna séu góð vegna þess hvað landið hafi fengið gríðarlega mikla kynningu. Ferðir Icelandair munu yfir háannatímann verða 183 í viku sem merkir að meðaltali 26 komur og 26 brottfarir dag hvern og alls um 9000 far- þega. Óttast hann ekki flöskuhálsa í Leifsstöð með svo mikilli aukningu? „Þetta á að ganga á næsta ári en við höfum svolitlar áhyggjur af inn- viðum í Leifsstöð hvað varðar frekari vöxt,“ svar- ar Birkir Hólm Guðnason. „Alls staðar jákvæðni“ Iceland Express er einnig í sóknarhug. „Við munum fara fjórum sinnum í viku til Boston, ætl- um að fljúga til Chicago og opnum nýja áfanga- staði, Stokkhólm og Glasgow,“ segir Matthías Imsland, forstjóri Iceland Express. „Við erum líka að auka tíðnina í ferðum á hefðbundna staði eins og Kaupmannahöfn og London. Og síðan eigum við að skýra frá nýjum áfangastað á næstu vikum þannig að í heildina er- um við að tala um kringum 20% aukningu á um- svifum á næsta ári og við bætum við einni vél. Við gerum ráð fyrir að þetta merki einhverja tugi nýrra starfa og förum fljótlega að auglýsa.“ Félagið gerir ráð fyrir að íslenski markaður- inn stækki 2011 eins og hann hafi gert á þessu ári, miðað við 2009. „Svo verðum við varir við mikinn áhuga á flugi til Íslands, erlendir samstarfsaðilar okkar spá allir aukningu, það er alls staðar já- kvæðni. En auk þess gerum við ráð fyrir aukningu í umferðinni yfir Atlantshafið.“ Reikna með blússandi aukningu í farþegaflugi  Flugfélögin bjartsýn á næsta ár og fjölga bæði ferðum og starfsmönnum Morgunblaðið/ÞÖK Andlit út á við Leifsstöð var reist á níunda áratugnum og var síðar stækkuð. En verði mikil aukning á umsvifum íslenskra flugfélaga næstu árin gæti flugstöðin aftur reynst of lítil. Egill Ólafsson egol@mbl.is Um 940 manns hafa staðfest að þeir ætli að mæta á þjóðfund sem haldinn verður 6. nóvember. Þor- steinn Sigurðsson, framkvæmda- stjóri þjóðfundarins, segir að und- irbúningur fundarins gangi vel. Hann á von á að í næstu viku verði búið að fylla öll sætin en gert er ráð fyrir að 1.000 manns sitji þjóð- fundinn. Þjóðfundinum er ætlað að ræða um stjórnarskrána og grundvöll hennar. Niðurstöður þjóðfundarins fara síðan til stjórnlagaþings sem ætlað er að gera tillögur um breyt- ingar á stjórnarskránni. Fulltrúar á stjórnlagaþing eru valdir með slembiúrtaki úr þjóð- skrá. Tekin eru fimm slík úrtök, samtals 5.000 manns, og er fyrsta úrtakið skilgreint sem aðalmenn. Hver aðalmaður er síðan með fjóra varamenn, en það tryggir að vara- maðurinn er af sama kyni og að- almaðurinn og sama aldri og býr á svipuðu svæði. Markmiðið er að þjóðfundurinn sé eins konar speg- ilmynd af þjóðinni. Hlutfall kynja er algerlega jafnt og fólk alls stað- ar að af landinu kemur til fund- arins. Þorsteinn sagði að um 600 að- almenn hefðu þegið boð um að mæta á þjóðfund. Hinir 400 af- þökkuðu boð eða ekki hefði náðst í þá. Því væri haft samband við vara- menn og sú vinna væri að klárast. Þorsteinn sagði að fulltrúar á þjóðfundi fengju ábendingar um hvernig þeir gætu undirbúið sig fyrir fundinn, en fólk mætti líka einfaldlega mæta með þá lífs- reynslu og lífssýn sem það hefði og taka þátt í umræðum. Þjóðfundurinn er skipulagður með sama hætti og þjóðfundurinn sem haldinn var í fyrra, en að hon- um stóð Mauraþúfan. Fólk ræðir saman á 120 níu manna borðum. Lögð er áhersla á að þjálfa hóp- stjóra og er sú vinna hafin. 940 manns staðfest komu á þjóðfund Morgunblaðið/Árni Sæberg Þjóðfundur Fundurinn byggir á erlendri fyrirmynd og á vinnu Mauraþúf- unnar en hún hélt þjóðfund á síðasta ári sem þótti takast vel.  Vel gengur að undirbúa þjóðfund um stjórnarská sem fer fram 6. nóvember  Reiknað er með að þúsund manns sitji fundinn en valið er úrtak úr þjóðskrá Samkvæmt nýj- ustu nið- urstöðum rann- sóknar á örverufræðileg- um gæðum íss úr vél í Reykjavík, sem Matvælaeft- irlit Reykjavíkur framkvæmir ár- lega, stóðust 72% fyrirtækja prófið í fyrstu umferð. Sýni voru tekin hjá 42 íssölufyr- irtækjum til að kanna gerlamagn í ís úr vélum. Þrjátíu þeirra stóðust prófið í fyrstu umferð, átján af þeim voru með fullnægjandi nið- urstöður og tólf fengu eina at- hugasemd. Önnur tólf fyrirtæki stóðust ekki kröfur í fyrstu umferð. Þrjátíu ísfyrirtæki fullnægðu kröfum um gerlamagn Ís Ákveðnar reglur gilda um hreinlæti. Framundan eru þingkosningar í Bandaríkjunum og verða þær efni erindis sem Michael T. Corgan, pró- fessor í stjórnmálafræði við Boston- háskóla, heldur nk. mánudag, 11. október. Fyrirlesturinn fer fram í stofu 102, Háskólatorgi frá kl. 12 til 13. Kosningarnar í Bandaríkjunum í nóvember verða að öllum líkindum mjög spennandi. Demókratar eiga í vök að verjast á mörgum sviðum og spurningin er hvort öfl eins og the Tea Party með Söruh Palin í far- arbroddi séu að styrkjast í vinsæld- um og jafnvel áhrifum. Í fyrirlestri Corgans mun hann skanna hið póli- tíska svið kosningana og kynna fyr- ir okkur helstu leikendur, segir í fréttatilkynningu. Nýir leikendur á sviðinu Að uppræta einelti er yfirskrift fundar Náum áttum, samstarfshóps um fræðslu- og forvarnamál, sem fram fer miðvikudaginn 13. októ- ber kl. 08.15 - 10.00 á Grand hóteli. Framsöguerindi eru frá Ungmenn- aráði SAFT, þar sem leikhópurinn ELÍTAN sýnir leikverk um rafrænt einelti. Berglind Rós Magnúsdóttir, ráðgjafi menntamálaráðherra fjallar um „faglega umhyggju og velferð í skólasamfélaginu“. Liðs- menn JERICO fjalla um „einelti út frá geranda og þolanda“. Skráning fer fram á vef Lýð- heilsustöðvar. Að uppræta einelti Samstöðuhópur á Seyðisfirði hefur boðað til fundar við sjúkrahúsið á Seyðisfirði á morgun, sunnudag, kl. 13 þar sem mótmæla á boðuðum niðurskurði fjárveitinga til heil- brigðismála á Austurlandi. „Þessi fordæmalausi nið- urskurður er aðför að bænum okk- ar og landsbyggðinni og ógnar til- verurétti okkar,“ segir í fundarboði hópsins. Samstöðufundur á Seyðisfirði Ljóst er að skellurinn sem ferðaþjónustan varð fyrir í vor vegna gossins verður ekki viðvarandi. Síðastliðinn september heimsóttu 29.170 manns landið að sögn Upplýsingamiðstöðvar Ferðamála og hafa þeir aldrei verið fleiri í sept- ember frá upphafi mælinga. Fjöldi gesta hefur verið mældur síðan 2002 en þá komu 7.465 ferðamenn í miðstöðina. Meðalfækkun fyrstu átta mánuði ársins var 8,6% en nú stefnir heildarfjöldi heimsókna í yfir 300.000 gesti sem verður annað besta ár hjá miðstöð- inni. „Hópar sem áttu bókað í vor og urðu að afbóka vegna flugsamgangna eru að skila sér í tölu- verðum mæli nú í september og október,“ segir í tilkynningu mið- stöðvarinnar. Aukinn áhugi er- lendra ferðamanna FERÐAÞJÓNUSTAN STUTT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.