Morgunblaðið - 09.10.2010, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 09.10.2010, Blaðsíða 20
Nýsköpun Eiríkur Hansson grunnskólakennari með verðlaunanemendum sínum og verkum þeirra. ÚR BÆJARLÍFINU Albert Eymundsson Hornafirði Nú þegar haustar breytist mannlífið hér í héraðinu eins og veðrið. Hornfirska skemmtifélagið er byrjað með sína árlegu tónlistaskemmtun. Að þessu sinni heiðrar það poppgoðið Rúnar Júlíusson með flutningi á tónlist hans og nefnir sýninguna „Söngur um lífið“.    Atvinnuástand er gott í sveitarfélaginu og fáir á atvinnuleysisskrá. Gott ferðasumar að baki þótt það hafi ekki slegið út metárið í fyrra.    Öræfingar tóku málin í sínar hendur og stofnuðu sitt eigið fjarskiptafélag þegar þeir sáu fram á að eiga ekki kost á sambærilegu netsambandi og flestir lands- menn. Mikil ánægja ríkir með þennan áfanga í Öræfum þrátt fyrir kostnað heimamanna en hvert heimili eða fyrirtæki lagði til um hálfa milljón í verkefnið. Í Öræf- um eru sjónvarsútsendingar nú skýrar auk þess sem fleiri útvarpsstöðvar nást. Þarna sannast að sam- takamáttur lítilla samfélaga getur lyft grettistaki.    Rannsóknarsetur Háskóla Íslands á lands- byggðinni héldu nýlega ársfund sinn hér í Nýheimum á Höfn. Í máli háskólarektors, við það tilefni, kom fram að vel hafi tekist til með háskólasetrin. Athygli vakti að háskólarektor lagði áherslu á að rannsóknarsetrin væru ekki síður mikilvæg fyrir háskólann sjálfan en samfélagið sem setrið er staðsett í. Þetta leiðir hugann að starfseminni í Nýheimum sem er miðstöð fjöl- breyttrar starfsemi þar sem unnið er að því að leysa úr læðingi sköpunarkraft hvort sem um er að ræða við nám, leik eða störf. Uppbygging Nýheima og umræða um starfsemina þar hefur haft jákvæð áhrif víða í sam- félaginu.    Góður árangur grunnskólanema frá Hornafirði í nýsköpunarkeppni grunnskólanna í ár má eflaust að einhverju leyti rekja til þess andrúmslofts sem skap- aðist með starfsemi Nýheima. Frá því að Eiríkur Hansson grunnskólakennari hóf markvissa kennslu í nýsköpun hefur Grunnskóli Hornafjarðar í tvígang ver- ið útnefndur nýsköpunarskóli ársins og nemendur skól- ans oft unnið til verðlauna á þessum vettvangi. Hug- myndir sem kvikna í þessum verkefnum barnanna eru í senn fjölbreyttar og raunsæjar. Samtakamáttur til eftirbreytni Ljósmyndari/ Maríus Sævarsson 20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 2010 Björn Blöndal og Heiða Kristín Helgadóttir. Heiða Kristín Helgadóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Besta flokksins. Mun hún jafnframt gegna stöðu framkvæmdastjóra borgarstjórnarflokks Besta flokks- ins og varaformennsku í flokknum. Heiða Kristín hefur undanfarna mánuði sinnt starfi aðstoðarmanns Jóns Gnarrs borgarstjóra en við því starfi mun taka S. Björn Blöndal, sem áður hefur gegnt stöðu fram- kvæmdastjóra Besta flokksins. Breytingar hjá Besta flokknum Íslandsmót skákfélaga fer fram í Rimaskóla nú um helgina. Um er að ræða fjölmennasta skákviðburð ársins en á mótinu tefla um 400-450 skákmenn. Þar á meðal eru sterk- ustu skákmenn landsins, sterkir stórmeistarar utan úr heimi, konur, eldri borgarar og börn niður í sex ára. Meðal félaga má nefna félagið Ósk, sem er hreinræktað kvenna- félag, og Æsi, þar sem aðeins tefla eldri borgarar, auk hreinræktaðra ofursveita og unglingasveita. Alls taka þátt um 48 sveitir og eins og síðustu ár er slegið þátttökumet. Gera má ráð fyrir því að baráttan standi helst milli Taflfélags Bolung- arvíkur og Taflfélags Vestmanna- eyja rétt eins og í fyrra. Mótið hófst í gærkvöldi með fyrstu umferð. Í dag, laugardag, eru tefldar tvær umferðir. Sú fyrri hefst kl. 11 en sú síðari kl. 17. Þá mætast Hellismenn og Bolvíkingar sem og Eyjamenn og Taflfélag Reykjavíkur. Fyrri hluta Íslands- móts skákfélaga lýkur svo á sunnu- dag með fjórðu umferð kl. 11. Kepppni Íslandsmót skákfélaga fer fram um helgina í Rimaskóla í Reykjavík. Meira en 400 skákmenn keppa á Íslandsmóti skákfélaga um helgina Sveitastjórn Hrunamannahrepps hefur kynnt umhverfisráðuneytinu áform um fyrirhugaða byggingu heilsuþorps á Flúðum. Gert er ráð fyrir að þorpið verði byggt á sjö hektara svæði í sveitarfélaginu og er stefnt að því að byggðin verði skipulögð með það fyrir augum að þetta nýja samfélag verði sem mest sjálfbært og hljóti alþjóðlega vott- un í því sambandi. Hafa ráðgjafar verkefnisins í skipulagsmálum lagt til að nýtt vottunarkerfi, „Sustai- nable sites“, sem tekur til alhliða umhverfisvottunar í landnotkun verði notað sem grundvöllur vott- unar. Umhverfisráðuneytið hefur ákveðið að styrkja verkefnið með fjárstuðningi að upphæð 650 þús- und krónum, auk þess að styðja verkefnið á annan hátt eftir því sem tök eru á. Þá hafa sérfræðingar Skipulagsstofnunar heitið því að aðstoða Hrunamannahrepp og ráð- gjafa við umsókn í norræna sjóði um frekari fjárstyrk til skipulags- hluta verkefnisins. Morgunblaðið/Árni Sæberg Gróðurhús Nóg er af hollu grænmeti í gróðurhúsunum á Flúðum. Nýtt heilsuþorp í Hrunamannahreppi Í dag, laugardag, stendur sveitarfélagið Ár- borg fyrir opnum íbúafundi um málefni Heil- brigðisstofnunar Suðurlands vegna tillagna í fjárlagafrumvarpi um mikinn niðurskurð í rekstrarframlögum til stofnunarinnar. Fund- urinn verður haldinn kl. 14 í Fjallasal í Sunnu- lækjarskóla. Íbúar eru hvattir til að mæta. Bæjarstjórn Árborgar hefur samþykkt ályktun þar sem niðurskurðinum er harðlega mótmælt. Verði fjárlagafrumvarpið sam- þykkt mun nauðsynleg grunnþjónusta við íbúa á Suðurlandi verða skert verulega, en niðurskurðurinn jafngildi kostnaði við rekstur sjúkrasviðs stofnuninnar og mun því m.a. fæðing- arþjónusta og skurðþjónusta leggjast af. Sýnt hafi verið fram á það að unnt sé að reka þessa starfsemi með hagkvæmari hætti á Heilbrigðisstofnun Suðurlands en á Landspítalanum. Íbúafundur á Selfossi um niðurskurð Heilsa Niðurskurði er mótmælt. Í dag, laugardag kl. 15-16, mun landsliðskokkurinn Hrefna Rósa Sætran, yfirkokkur og eigandi Fiskimarkaðarins, bjóða gestum Bókabúðar Máls og menningar upp á sushi og kenna þeim sushigerð. Allir eru velkomnir. Að átinu loknu mun Saga Garð- arsdóttir, uppistandari og leikkona, stýra leiknum sívinsæla Hver er maðurinn?, en nýlega kom út sam- nefnd bók eftir Meðal-Jón. Í bókinni er að finna fjöldan allan af áhuga- verðum karakterum ásamt teikn- ingum af mörgum þeirra. Bókin er hluti af rassvasabókaseríu Ókei- bóka, en bækur hennar hafa setið á vinsældalistum bókabúða und- anfarin misseri. Sushi-kennsla STUTT Tenerife Verð frá kr. 179.900 - Iberostar Bouganville **** með hálfu fæði Netverð á mann m.v. 2 fullorðna í hebergi í 16. nætur. Innifalið er flug, gisting og skattar. Sértilboð 28. október. Aukagjald fyrir einbýli kr. 48.580 Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Verð frá kr. 139.540 - Dream Villa Tagoro*** með allt innifalið Netverð á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára í íbúð m/1 svefnherbergi. Innifalið er flug, gisting, skattar og "allt innifalið" þjónusta". Verð kr. 187.980 á mann m.v. tvo í íbúð m/1 svefnherbergi. Sértilboð í 16 nætur þann 28. október. 28. október í 16 nætur Ekki missa af síðustu sætunum í sólina nú í haust bókaðu strax! Heimsferðir bjóða nú síðustu sætin til Tenerife þann 28. október á ótrúlegu sértilboði. Á haustin skartar þessi yndislega eyja sínu fegursta. Veðurfarið er einstaklega milt og notalegt sem og allt umhverfi, hvort sem dvalið er við amerísku ströndina, á Costa Adeje eða í Los Cristianos. Nú fer hver að verða síðastur að panta sér ferð í október til Tenerife, því það eru einungis örfá sæti laus. - Ekki missa af þessari ferð!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.