Morgunblaðið - 09.10.2010, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 09.10.2010, Blaðsíða 26
26 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 2010 Í FYRIRTÆKJAVIÐSKIPTUM H a u ku r 0 4 .1 0 Guðni Halldórsson viðskiptalögfræðingur, gudni@kontakt.is Arnór H. Arnórsson rekstrarhagfræðingur, arnor@kontakt.is Brynhildur Bergþórsdóttir rekstrarhagfræðingur, lögg. verðbr.- og fasteignasali, brynhildur@kontakt.is Gunnar Svavarsson viðskiptafræðingur, gunnar@kontakt.is Jens Ingólfsson rekstrarhagfræðingur, jens@kontakt.is Sigurður A. Þóroddsson hdl. sigurdur@kontakt.is Leit að heppilegum fyrirtækjum eða kaupendum. Verðmat fyrirtækja. Viðræðu- og samningaferli. Gerð kaupsamninga og tengdra samninga. Fjármögnun fyrirtækjaviðskipta. Við teljum að eftirfarandi fyrirtæki geti verið fáanleg: • • • • • Forgangslisti er nýjung fyrir kaupendur og fjárfesta. Skráning á www.kontakt.is SÉRFRÆÐINGAR • Skráðu þig á forgangslista og við sendum þér reglulega upplýsingar í tölvupósti um tækifæri sem við getum ekki sett í auglýsingar. Upplýsingar og skráning á www.kontakt.is. • Vel rekið þjónustu- og viðgerðafyrirtæki á sérhæfðu sviði. Ársvelta 80 mkr. Góður hagnaður. • Lítið bakarí í góðu hverfi. Ársvelta 40 mkr. • Innflutnings- og framleiðslufyrirtæki sem þjónar mest matvælaiðnaðinum. Ársvelta 60 mkr. • Heildverslun með neytendavörur (ekki matvæli). EBITDA 80 mkr. Engar skuldir. • Þjónustufyrirtæki með yfir 500 fyrirtæki og stofnanir í föstum viðskiptum. Ársvelta 150 mkr. • Rótgróið glerfyrirtæki. Ársvelta 80 mkr. • Framleiðslufyrirtæki með eigin verslanir. Með yfir 50% markaðshlutdeild og góða vaxtamöguleika. Ársvelta um 400 mkr. • Grænlenskt byggingarfélag með góða verkefnastöðu. • Þekkt heimilisvöruverslun með eigin innflutning. Ársvelta 80 mkr. • Meirihluti í stóru iðnfyrirtæki. EBITDA 75 mkr. • Rótgróin heildverslun sem selur tæknivörur og rekstrarvörur til opinberra stofnanna. EBITDA 15 mkr. • Meirihluti í rótgrónu iðnfyrirtæki. Ársvelta 90 mkr. EBITDA 10 mkr. Litlar skuldir. Í opinberri umræðu síðustu missera hefur spurningin um laga- setningu dómstóla skotið upp kollinum. Vissulega er umdeilt, hvort dómstólar setja lög og hafa vald til þess. Í 2. gr. stjórn- arskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944 segir, að Alþingi og forseti Íslands fari með löggjaf- arvaldið, forseti og önnur stjórn- völd með framkvæmdarvaldið og dómendur með dómsvaldið. Í 61. gr. segir, að dómendur skuli ein- ungis fara eftir lögunum. Stað- reynd er enn fremur, að dómendur rökstyðja niðurstöður sínar jafnan með vísan til laga og aldrei segjast þeir setja regluna sem þeir beita. Þurfum við þá frekari vitnanna við? Er ekki þar með ljóst, að dómstólar setja ekki lög? Í reynd er málið ekki svo einfalt. Meðal réttarheimspekinga hafa H.L.A. Hart og John Finnis haldið fram kenningunni um lagasetningu dóm- stóla, en Ronald Dworkin hafnað henni. Hart og Finnis sýnast hafa meira til síns máls en Dworkin. Auðvitað freista dómarar þess að finna niðurstöðu sinni samræmi við lög og rétt almennt sem og aðrar dómsúrlausnir. En það breytir því ekki, að stundum er enga rétt- arreglu að finna um sakarefnið eða réttarregla er óákveðin og óljós. Dómstólar geta ekki af þeirri ástæðu vísað málum frá sér. Í öll- um dómsmálum nema hinum allra einföldustu bætir dómarinn ein- hverju við það sem menn áður vissu um lög og rétt. Dómsathöfnin er að því marki skapandi og dóm- arinn í hlutverki löggjafa, þegar hann kveður upp dóm í máli, sem umtalsverðum vafa hefur sætt. Dómar skapa þannig rétt með aft- urvirkum hætti. Vissulega er það til marks um að réttaröryggi er í raun lítið. Dómar koma þó ekki í bakið á þeim, sem málum tapa, nema dómarnir raunverulega breyti rétti sem hefur fengið á sig ótvíræða festu. Og vissulega er það andstætt þrískiptingu ríkisvaldsins og getur ekki heldur talizt fylli- lega lýðræðislegt, að lögfræðingar sitji í dómarasæti, sem ekki hafa sótt umboð sitt til kjósenda eins og hins vegar al- þingismenn. Það yrði þó naumast til bóta, að dómarar væru kosnir í embætti sín, eins og t.d. gerist í Bandaríkjunum. Í ritinu Um lög og lögfræði (Rvík 2003/2007) eftir Sigurð Lín- dal er skotið inn kafla á bls. 294- 312, sem nefnist „VII Viðauki Heimild dómstóla til að setja rétt- arreglur“, og á bls. 294 er heim- ildaskrá, þ.e. tímaritsgreinar eftir hann sjálfan, Jón Steinar Gunn- laugsson og Davíð Oddsson. Af þeim og efni VII. kafla verður ráð- ið, að Sigurður álítur dómstóla setja lög, en Jón Steinar og Davíð hafna því. Umfjöllun Sigurðar er þó ekki svo hreinskiptin og heið- arleg sem sýnist. Sýndarmennska hans fyllir í sannleikseyðurnar. Í dómnefndaráliti, dags. 19.6. 1994 og útgefnu í nafni Háskóla Íslands, sagði Sigurður á bls. 46, að „um- mæli þess efnis að ’eðli máls’ sem réttarheimild veiti dómstólum beinlínis vald til að fara að eins og löggjafi fá alls ekki staðizt“. Nokkrum mánuðum síðar sneri hann við blaðinu, eins og ekkert hefði ískorizt, og tók opinberlega að boða kenninguna um lagasetn- ingu dómstóla af ákefð. Skrifaði hann m.a. grein í Tímarit lögfræð- inga 1995 (bls. 64-97), „Þáttur Hæstaréttar í réttarþróun á Ís- landi“, þar sem hann sagði á bls. 71-72: „Hæstiréttur verður iðulega eins og aðrir dómstólar að leysa úr ágreiningsefnum þar sem engin lög eru fyrir. Það er þá einkum gert á grundvelli réttarheimilda eins og eðlis máls og meginreglna laga. Þegar dómstólar skera þannig úr álitaefni í fyrsta sinn setja þeir reglu.“ Síðan stóð Sigurður árum saman í deilu við Jón Steinar um álitamál þetta, og í Um lög og lög- fræði gaf hann Jóni Steinari svo- hljóðandi einkunn á bls. 312: „Sá sem vefengir lagasetningarvald dómstólanna er að einhverju leyti háður alræðishyggju einveldis- og upplýsingaaldar þar sem sett lög einveldisins voru eina viðurkennda réttarheimildin.“ Aldrei hefur Sig- urður látið þess getið að hann var sjálfur illa haldinn af „alræð- ishyggju“ þessari. Að svo vöxnu máli er naumast unnt að líta á Sig- urð sem annað en fræðilegan ving- ul sem ekki er mark á takandi. Um þetta ráðslag sitt og aðra ósam- kvæmni, þar sem hann hefur orðið tvísaga í fræðunum, þegir hann jafnan þunnu hljóði. Sannir vís- indamenn gera ávallt rækilega grein fyrir því, ef þeir skipta um skoðun á viðfangsefni sínu. Heim- ildaskráin á bls. 294 í Um lög og lögfræði (2003/2007) er sögufölsun, þar eð dómnefndarálitsins (1994) er ekki getið né heldur rits míns, Gluggað í dómnefndarálit (1995), þar sem bent er á grófar skyssur Sigurðar, þ.á m. það sem hann seg- ir um lagasetningu dómstóla. Þau gögn, sem Sigurðar hefur stungið undir stól, þegar hann skrifaði Um lög og lögfræði, afhjúpa óráð- vendni hans, ósannindi, viðsnúning og tvöfeldni. Siðferðilega er athæfi hans óverjandi. Nú síðast hefur hann í Icesave-málinu staðhæft, að niðurstaða alþjóðlegs dómstóls hljóti að verða okkur í vil, af því að ábyrgð Íslendinga verði „að styðj- ast við skýr fyrirmæli í lögum, fjöl- þjóðlegum samningum eða löglega bindandi yfirlýsingar forystumanna þjóðanna“. Sú fullyrðing er ósam- rýmanleg kenningunni um laga- setningarvald dómstóla og enn eitt dæmi þess að hann er óskýr í hugsun og sjálfum sér ósam- kvæmur. Lagasetningarvald dómstóla Eftir Sigurð Gizurarson » Í öllum dómsmálum nema hinum allra einföldustu bætir dóm- arinn einhverju við það sem menn áður vissu um lög og rétt. Sigurður Gizurarson Höfundur er hæstaréttarlögmaður. ÁSKRIFTASÍMI 569 1100 Eftir að hafa lofað Alþjóðagjaldeyr- issjóðnum að ekki verði lengra gengið í aðgerðum til hjálpar skuldsettum heimilum og tilkynnt það síðan þjóðinni, telur for- sætisráðherra sér sæmandi að stíga fram og segja að nú sé tími samráðs loks- ins runnin upp. Eftir að hafa ítrekað hafnað tilboðum stjórn- arandstöðunnar um samráð um þau mál sem brenna á þjóðinni á nú að gera minnihlutann á Alþingi samábyrgan vegna uppgjafar rík- isstjórnarinnar. Svona ganga mál einfaldlega ekki fyrir sig. Sjálf- stæðismenn hafa lagt til að allt aðrar leiðir væru farnar í grund- vallarmálum; í skattlagningu, í uppbyggingu atvinnulífs, nauðsyn- legum aðgerðum fyrir venjuleg heimili, lausn IceSave og svo má lengi telja. Engum vafa er undir- orpið að ef einhverjar þessara leiða hefðu verið farnar væri stað- an í íslensku sam- félagi allt önnur og betri en hún er í dag. Stefna ríkisstjórn- arinnar er gjaldþrota og þolinmæði almenn- ings á þrotum. Rík- isstjórnin hlýtur ein að axla ábyrgð á því að ástandið hefur snarversnað frá því hún tók til við. Nú verður að breyta um stefnu og til þess þarf að koma til nýtt meirihlutasamstarf á Alþingi. Það er á ábyrgð alþingismanna að koma á starfhæfri ríkisstjórn. Sú ábyrgð liggur fyrst og fremst hjá þingmönnum stjórnarflokkanna. Þeir ráða því hvort haldið verði áfram vonlausri afturhalds- og landeyðingarstefnu með tilheyr- andi óeiningu þessara stjórn- arflokka, eða hvort blásið verði til sóknar í íslensku samfélagi. Ný ríkisstjórn á að hafa tak- markaðan starfstíma og einbeita sér að fáum grundvallarmálum. Þau mál snúa að velferð heimila, eflingu atvinnulífs, aukinni fjár- festingu í íslensku atvinnulífi, er- lendri sem innlendri og fráhvarfi frá skattpíningarstefnu núverandi ríkisstjórnar. Allt annað á að leggja til hliðar í störfum Alþingis við núverandi aðstæður. Alþingi á að breyta vinnubrögðum sínum og skipuleggja nefndarstarf sitt eftir þessum verkefnum og starfa þann- ig með ríkisstjórn að því að koma á nauðsynlegum breytingum. Þjóðin sendir okkur neyðarkall enn og aftur. Ef alþingismönnum er í raun annt um eigin virðingu og virðingu þjóðarinnar og tiltrú á Alþingi þá verða þeir að svara þessu kalli. Hvernig er hægt að réttlæta milljarðakostnað við verkefni á borð við stjórnlagaþing, aðild- arviðræður við Evrópusambandið og fleiri slík mál, þegar ekki er hægt að brauðfæða þjóðina, sjá henni fyrir nauðsynlegri heilbrigð- isþjónustu og traustu mennta- kerfi? Hvernig er hægt að rétt- læta þann kostnað og á sama tíma skera niður barnabætur til þeirra þjóðfélagshópa sem verst standa, skera niður framlög til eldri borg- ara, öryrkja og loka heilbrigð- isstofnunum um allt land. Þetta sýnir e.t.v. fullkomna veru- leikafirringu þeirra sem nú for- gangsraða með þessum hætti. Hér verður að snúa við blaði og for- gangsraða í þágu þjóðarinnar. Stórkostlegt atvinnuleysi er okkar mesta böl á þessum erfiðu tímum og nú boðar ríkisstjórnin aukið atvinnuleysi meðal fjöl- mennra stétta opinberra starfs- manna á sama tíma og fyrir liggur að engar væntingar eru um að hinn almenni markaður muni bæta við starfsfólki á komandi mán- uðum. Undirritaður var í Taiwan fyrir stuttu. Það var mjög áhuga- vert að heyra hvernig brugðist var við miklu áfalli útflutningsgreina og stórkostlegri aukningu atvinnu- leysis á þeim bæ. Það var gert með því að fara þær leiðir sem við sjálfstæðismenn höfum lagt til að farnar verði hérlendis. Skatt- stofnar voru efldir með því að lækka skatta á fyrirtæki, gefa sér- stakan skattaafslátt vegna nýfjár- festinga í atvinnulífi, greiða fyrir erlendri fjárfestingu og bjóða upp á neysluhvetjandi leiðir fyrir al- menning. Árangurinn hefur ekki látið á sér standa. Hagvaxtaraukn- ing á þessu ári er 10% og atvinnu- leysi sem fór úr innan við 2% í 7 % er komið í 5,4 %. Forsætisráð- herra Taiwan lofaði þjóð sinni að hverfa frá störfum tækist ekki að- koma atvinnuleysinu niður fyrir 5 % fyrir árslok. Það er kominn tími til að Alþingi sýni nú loks ábyrgð í störfum sínum og að þingmenn forgangsraði upp á nýtt. Það ger- um við með því að mynda nýja ríkisstjórn sem hefur takmarkaða verkefnaskrá og takmarkaðan tíma til að vinna úr þeim málum. Leggjum síðan verk okkar í dóm þjóðarinnar næsta vor. Eftir Jón Gunnarsson »Er hægt að réttlæta milljarðakostnað við verkefni á borð við stjórnlagaþing og við- ræður við Evrópusam- bandið, þegar ekki er hægt að brauðfæða þjóðina Jón Gunnarsson Höfundur er þingmaður Sjálfstæð- isflokksins í Suðvesturkjördæmi. Forgangsröðun í þágu þjóðar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.