Morgunblaðið - 09.10.2010, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 09.10.2010, Blaðsíða 28
28 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 2010 Aðildin að Evrópu- sambandinu er sjálf- stæðismál fyrir Ís- lendinga, og því aðeins að hluta til ákvörðun um skyn- semi í fjármálum eða hagspeki. Hún snýst kannski meira um hvort við teljum að sjálfsmynd okkar og heiðri sem sókndjarf- rar eyþjóðar, sé borgið, við að sam- krullast þessu risastóra ríkja- sambandi, sem jaðrar við að vera sambandsríki. Til dæmis er ekki alls kostar skemmtilegt að hugsa til þess möguleika að uppgjafamenn okkar af Alþingi öðlist framhaldslíf á Evr- ópuþinginu og verði þar jafnvel ábúðarmeiri en seðlabankastjórar og ráðherrar eru nú. Íslensk stjórnmál mega ekki verða svo flókin að sífellt sé verið að standa í kosningafargani, ef við eigum að njóta okkar sem sú sam- taka litla eyþjóð sem við þó höfum verið. Og við höfum líka skyldur við for- feður okkar sem börðust fyrir sjálf- stæði okkar frá Dönum, sem gerðu það ekki bara til þess að auka hag- vöxtinn okkar um nokkra tugi pró- senta, heldur fyrst og fremst til að við gætum verið sjálfstæðir í öllu falli. Kannski getum við nú líkt okkur við bónda úti á landi, sem hefur lent í hallæri, og fær þá eftirfarandi til- boð frá fjármálaspekúlanti: Hann fái að sitja á búi sínu ef hann deili því með erlendum bónda til hálfs. Í staðinn verði hann tryggður gegn því að fara á haus- inn. En ef honum gangi vel, muni mestur hagnaðurinn fara í vasa fjármálaspekúlantsins. Sá bóndi mundi næstum örugg- lega gjalda kröftugt neiyrði við. En hægt yrði þó að kalla þá ákvörðun fremur sálfræðilegs og menning- arlegs eðlis, en byggða á eintómri hagsýni. Guðfræðingur gæti enda sagt að þegar allt komi til alls, skipti meira máli að gömul siðfræði og hugsjónir ráði ferðinni en peningar. Að hughyggja skipti oft meira máli en efnishyggja. Jesús kvað hafa sagt: Gefið Guði það sem Guðs er, en keisaranum það sem keisarans er. En ef keis- arinn er Evrópusambandið, geta Ís- lendingar ekki gefið því það sem keisarans er, án þess að vera að gefa því um leið eitthvað af því sem Guðs er; nefni- lega trúna okkar á landið og þjóðina. Raunar virðist hin fjölgyðissinnaða og náttúrudýrkandi trú ásatrúarmanna falla betur að þörfum and- stæðinga Evrópusam- bandsaðildar nú en hin miðstýrða og þýlynda kristni. Svo er spurningin um hvort við treystum einhverjum öðrum en okkur sjálfum til að gæta hagsmuna okkar. Varðandi Danina var svarið neikvætt, og það væri kannski að æra óstöðugan Íslending að ætla að einhverjir aðrir yrðu skárri. Í Sturlungu segir frá því er Sturla Sighvatsson gekk til Róms, og iðraðist þar verka sinna. En hann sneri aftur, í sturlungaöldina hér heima. Og í Njálu er Kolskeggur, bróðir Gunnars, látinn fara til Miklagarðs til að gerast væringi. En hann er þar með úr sögunni. Ef Íslendingar hefðu haft þetta á annan veg værum við ekki sú þjóð sem við erum nú. Mannfræðimenntun mín segir mér að líta til fortíðar til að spá um framtíðina. Ég spái því að við mun- um fella aðildina að Evrópusam- bandinu ef kemur til þjóð- aratkvæðagreiðslu, en að við munum kannski í kjölfarið ná stór- kostlega útvíkkuðum EES- samningi í staðinn. Enda myndi full aðild kosta okk- ur stóraukið atvinnuleysi og land- flótta meðal okkar eigin vanda- manna, og slíkt væri ekki boðlegt í svo litlu fjölskyldusamfélagi sem okkar smáa eyjarþjóðfélag jú er. ESB og sálarlífið Eftir Tryggva V. Líndal Tryggvi V. Líndal »Ég spái því að við munum fella aðild- ina að Evrópusamband- inu ef kemur til þjóð- aratkvæðagreiðslu, en að við munum kannski í kjölfarið ná stórkost- lega útvíkkuðum EES- samningi í staðinn. Höfundur er þjóðfélagsfræðingur og skáld Slembiúrtak úr fréttum undanfarna daga: „Þetta er smánarblettur á þjóðinni. Fátækt á Íslandi er þjóðarskömm.“ Málefni fatlaðra eru í algjörum ólestri. 10% barna búa við fátækt. Yfir 700 manns þiggja matargjafir og það um mánaðamót. Nýbyggð hjúkrunarrými ekki nýtt vegna fjárskorts. „Við segjum nei við því að fólk svelti,“ segir María Jónsdóttir í að- gerðahópnum BÓT. Núverandi ríkisstjórn hefur staðið fyrir aðför að þeim sem verst standa í samfélaginu, segir Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ. Napurleg bið eftir nauðsynjavörum. Sá veruleiki fátæktarinnar sem birt- ist í þessari mynd er óþolandi. Erfiður vetur framundan hjá mörg- um. Vituð ér enn eða hvat? Bregðum okkur nú í opinbera heimsókn til Arnarfjarðar. Stöldrum aðeins við á fæðingarstað Jóns Sig- urðssonar. Þar er rekið safn tvo og hálfan til þrjá mánuði á ári, en aðra mánuði ársins er enginn maður á staðnum. Eyðibýli í sinu og nið- urníðslu. Til að sjá um að þetta gangi nú vel fyrir sig er starfsmaður í fullu starfi allan ársins hring. Samkvæmt reikningum Hrafnseyrarnefndar 2007, 2008 og 2009 var kostnaður við laun, síma, dagpeninga og bifreiða- styrki sem hér segir: Sjá töflu Þetta eru í einu orði sagt óskiljan- legar og beinlínis skelfi- legar tölur fyrir þá sem til þekkja og óhjákvæmi- legt að vekja athygli á þeim. En gleymum ekki að það eru breyttir tímar! Maður fyllist dep- urð yfir þessu bruðli, miðað við ástandið hjá mörgum hér á landi sem ekki eiga fyrir brýnustu nauðsynjum og ljóslega kemur fram í upphafi þessa harmagráts. Svo virðist sem stjórnsýslan hafi hér al- gjörlega brugðist rétt eina ferðina og ætti að skammast sín. Einkum þeir embættismenn þjóðarinnar sem leyfa sér að ráðstafa skattpeningum al- mennings á þennan hátt og það í nafni Jóns Sigurðssonar þegar hluti þjóðar- innar á ekki fyrir mat. Undirritaður hafði með rekstur Safns Jóns Sigurðs- sonar að gera eftir að það var sett á stofn 1980 og til 2005. Allan þann tíma var safnið sjálfbært sem kallað er, tekjur og gjöld stóðust nokkurn veginn á. Sum árin meira að segja hagnaður. Ótrúlegt, en samt satt. En nú leyfa menn sér að eyða tæpri milljón í síma- kostnað á þremur árum vegna nokk- urra daga starfsemi á ári. Eins og að drekka vatn. Um hvað skyldu menn- irnir alltaf vera að tala? En það er satt, það eru breyttir tímar, en fyrr má nú aldeilis fyrr vera! Og sjö hundruð þús- und á ári í bílastyrk og dagpeninga, gerið svo vel. Og starfsmaður á fullum launum árið um kring. Allt í nafni þjóð- ardýrlingsins. Er nema von að mönn- um blöskri. Undirritaður er bálreiður líkt og Málfríður forðum. Hvað skyldi vera að þjóð Jóns Sigurðssonar? Opið bréf að vestan Eftir Hallgrímur Sveinsson » Þetta eru beinlínis óskiljanlegar og skelfilegar tölur fyrir þá sem til þekkja og óhjákvæmi- legt að vekja athygli á þeim.Hallgrímur Sveinsson Höfundur er bókaútgefandi og bjó í 40 ár á Hrafnseyri. Staðarhaldari: 2007 2008 2009 Samtals Vinnulaun og launat. gjöld 3,417,127 4,522,296 4,485,039 12,424,462 Laun vegna safnvörslu 214,832 268,876 0 483,708 Sími 187,134 488,290 232,610 908,034 Dagpeningar 90,600 202,006 221,320 513,926 Bifreiðastyrkir 329,077 640,451 587,006 1,556, 534 4,233,770 5,697,055 5,525,975 15,886,664 ALLAR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á WWW.HUSAVIK.NET OG Í SÍMA 510-3800 Reynir Björnsson, lögg. fasteignasali Elías Haraldsson, lögg. fasteignasali  Afhending strax.  Allar íbúðir með sólskála.  Íbúðir með hjónasvítu.  Stærðir frá 97-162 m2.  Rúmgóð bílageymsla. S K IS S A Boðaþing er reitur sem Húsvirki hf. og Hrafnista DAS fengu úthlutað til skipu- lagningar fyrir almennar íbúðir, þjónustu- íbúðir, hjúkrunarheimili og þjónustu- miðstöð aldraðra. Þetta er skemmtilega skipulagt svæði sem myndar kjarna almennra íbúða í kringum hjúkrunar- íbúðir og þjónustumiðstöð á vegum Kópavogsbæjar og Hrafnistu DAS. 55+Glæsilegar íbúðirtil leigu eða söluBoðaþing 6-8 Glæsilegar íbúðir til leigu eða sölu Fyrir fólk á besta aldri Sýning Boðaþing 6-8 Leigðu þína Leigðu af okkur með forkaupsrétt Leiga gengur upp í kaupverð Sunnudaginn 10. október kl. 13-17 verða sölumenn okkar á staðnum að kynna glæsilegar íbúðir. Þjónustumiðstöð Kópavogs Nánari uppl. á skrifstofu FM sími 550 3000. Helgafell - Svalbarðsstrandarhreppur Er með til sölu íbúðarhúsið Helgafell ásamt 3,3 ha eignarlandi. Frábær staðsetning og sutt í skíðaparadís Akureyrar u.þ.b. 14 km, auk annar úti- vistarsvæða í nánasta nágrenni. Staðsetning rétt við fjöruborð Eyjafjarðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.