Morgunblaðið - 09.10.2010, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 09.10.2010, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 2010 ✝ Þórarinn Þorberg-ur Gíslason fædd- ist á Ísafirði 9. maí 1947. Hann lést á líkn- ardeild Landspítalans í Kópavogi 3. október 2010. Foreldrar hans voru Margrét Þórarins- dóttir húsmóðir, f. 25. júlí 1926, d. 29. apríl 1988, og Gísli Elís Ein- arsson skrif- stofumaður, f. 22. júlí 1911, d. 26. september 1967. Systur Þórarins eru Jósefína Guðrún, f. 24. janúar 1940, hennar maður er Úlfar S. Ágústsson kaupmaður, f. 3. júlí 1940. Jóna Gréta Kinsley, f. 9. maí 1944, hennar maður er William C. Kinsley, fyrrverandi fasteignasali, f. 23. sept- ember 1941. Fóstursystir Þórarins 8. maí 1994, og Ethan Oskar Jeffery, f. 4. janúar 2005. Gísli Þór, f. 1. sept- ember 1978. Gísli er ókvæntur og barnlaus. Um tíma var Þórarinn í sambúð með Sigurrós Giss- urardóttur. Þórarinn fæddist og ólst upp á Ísa- firði. Hann lauk þaðan gagnfræða- prófi og stundaði nám við Tónlistar- skóla Ísafjarðar. Hann byrjaði að spila á píanó á böllum í hljómsveit Villa Valla fjórtán ára og hafði lengst af stóran hluta af framfærslu sinni af píanóleik. Á seinni árum hef- ur hann fengist nokkuð við tón- smíðar og liggja eftir hann nokkrir hljómdiskar. Hann flutti ungur suð- ur. Bjó fyrst í Sandgerði og Keflavík og stundaði þar verslunarstörf. Lengst af bjó hann þó í Reykjavík, þar sem hann starfaði í bygging- arvinnu, þar til hann varð fyrir vinnuslysi, sem takmarkaði getu hans. Minningarathöfn um Þórarin var í Neskirkju í Reykjavík 7. október 2010. Útför Þórarins verður gerð frá Ísafjarðarkirkju í dag, 9. október 2010, og hefst athöfnin kl. 14. var Þórey Sigurrós Þórarinsdóttir, f. 14. febrúar 1931, d. 12. desember 1994. Þórarinn gekk að eiga Báru Arinbjarn- ardóttur. Dóttir þeirra er Margrét Palestini, f. 23. september 1967. Þau skildu. Margrét býr í Kaliforníu ásamt dætrunum Sofiu, f. 6. október 1995, og Sa- brinu, f. 1. ágúst 1998. Seinni kona Þórarins er Magnea Ósk Ósk- arsdóttir, f. 7. maí 1949. Börn þeirra eru óskírð dóttir, f. 14. október 1972, d. 15. október 1972, Ingibjörg Sig- urrós, f. 26. nóvember 1974. Ingi- björg er búsett í Alabama. Börn hennar eru Magnea Ósk Jónsdóttir, f. 30. ágúst 1992, Jón Ingi Jónsson, f. Ég kveð þig, elsku Þói minn, með ljóði eftir ömmu, ljóði sem var þér svo kært; Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Takk fyrir allt og allt.Votta systk- inum mínum og öllum aðstandendum mína dýpstu samúð og sendi jafn- framt kærleikskveðjur. Blessuð sé minning Þórarins Þ. Gíslasonar. Heiða Þórðardóttir. Þórarinn, bróðir minn, fæddist í litlu íbúðinni okkar í Smiðjugötunni á Ísafirði, þar sem við systurnar höfð- um fæðst áður. Það var mikil gleði hjá foreldrunum yfir fæðingu einka- sonarins, litlum hnoðra með kolsvart hár og langa píanófingur. Hann var mjög blíður og þægt barn, sem pabbi söng í svefn á hverju kvöldi. Strax við þriggja ára aldur komu í ljós miklir tónlistahæfileikar. Það var keypt pí- anó á heimilið þegar hann var þriggja ára og tók það hann ekki marga daga að uppgötva hvernig spila átti gamla Nóa. Hann byrjaði ungur nám í Tón- listarskóla Ísafjarðar hjá Ragnari H. Ragnar, en fann sig aldrei í klassískri músík og hætti í skólanum. Hann byrjaði ungur að semja músík og enn er leikinn í útvarpinu Valsinn hennar Rósu, sem hann samdi til Rósu, fóst- ursystur sinnar, þegar hann var tólf ára. En um það leyti annaðist Rósa, sem jafnframt var móðursystir okkar heimilið, vegna langvarandi fjarveru móður okkar í Reykjavík vegna veik- inda. Á þessum árum var mikill vöru- skortur á Ísafirði og oft langar bið- raðir ef fréttist af nýjum vörum í einhverri búðinni. Sem smástelpa var ég send fyrir jól í eina slíka biðröð til að reyna að ná í jólaskó handa litla bróður mínum. Ég minnist þess alltaf hve stolt ég var þegar ég birtist heima með fallegt par af skóm. Árið 1952 fluttum við í Aðalstræti 32 ásamt Siggu, systur mömmu, og Óskari, bróður þeirra, og fjölskyld- um þeirra. Þá var jafnframt í húsinu Guðbjarni Þorvaldsson með fjöl- skyldu sína. Þarna var mikil sam- kennd meðal fjölskyldunnar, sem aldrei hefur rofnað. Þórarinn giftist ungur Báru Arin- bjarnardóttur og saman eignuðust þau dótturina Margréti. Litla fjöl- skyldan flutti suður, en þá var Bakk- us búinn að læsa klónum í hann og hneppa hann í ævilangan þrældóm alkóhólismans sem leiddi til skilnaðar innan fárra ára. Seinni kona hans var Magnea Ósk Óskarsdóttur. Þau eignuðust þrjú börn saman en tvö þeirra komust til fullorðinsára, Ingibjörg Sigurrós sem býr í Bandaríkjunum og Gísli Þór búsettur í Keflavík, sem af mikl- um dugnaði fylgir nú föður sínum síð- ustu skrefin. Þórarinn var vel gefinn og fróður um flesta hluti. Á seinni árum hefur hann sífellt meira sótt í andleg mál- efni og trúarvissa hans hefur styrkst með hverju árinu. Þórarinn kom oft í heimsókn til okkar til að eiga með okkur gleði- stundir á afmælum, fermingum og brúðkaupum drengjanna okkar, þar sem tónlistarflutningur hans hefur alltaf gefið samkomunni margfalt gildi. Fyrir nokkrum árum tóku sig upp gömul bakmeiðsli, svo hann varð óvinnufær. Síðan hefur hann unnið mikið að tónlist. Hann samdi m.a. lag við sálm tengdamóður sinnar, Ingi- bjargar Sigurðardóttur skáldkonu, sem flutt var í messu um páska í Bú- staðakirkju fyrir nokkrum árum. Elsku bróðir. Nú er komið að leið- arlokum og tónar hörpu þinnar þagn- aðir. Þótt stundum hafi verið erfitt að vita af þér eða að reyna að hjálpa þér er minningin um hæfileikaríkan og góðan bróður, sem mér þótti alltaf vænt um, það sem eftir stendur. Þín systir, Jósefína (Ína). Sunnudaginn 3. október bárust mér þau tíðindi að frændi minn Þór- arinn Gíslason væri látinn. Upp í hugann koma margar minningar, þegar ég var lítill vissi ég af Þóa en kynntist honum ekki vel fyrir en á fullorðinsárum. Þann tíma sem hann hjálpaði mér gerði hann það af ein- lægi og miklum dugnaði. Þói var mik- ill hugsjónamaður, hafði sterkar skoðanir og vissi mikið um ættfræði, svo verð ég að nefna hversu frábær tónlistarmaður hann var, það var sama hvaða lag var nefnt, Þói gat undantekningarlaust spilað það af fingrum fram. Ég þakka frænda mínum alla hjálpsemina á liðnum árum, ég verð honum ævinlega þakklátur og kveð hann með söknuði. Votta ég öllum aðstandendum samúð mína. Kveðja, Þórarinn Guðmundsson. Í dag kveðjum við Þórarin Gísla- son eða Þóa frænda eins og ég kallaði hann. Hann tók alltaf á móti mér svo hlýlega með orðunum: Sæll frændi. Það eru misjafnar tilfinningar sem bærast í manni við andlát fólks sem ekki er orðið gamalt. Það er ekki bara sorg sem fylgir andláti heldur finnur maður stundum líka fyrir sorg yfir þeim örlögum sem sumir þurfa að takast á við. Þói frændi átti ekki alltaf auðvelt líf og sérstaklega ekki undir það síðasta í erfiðum veikind- um. Lífshlaup hans var litríkt og spannaði allan tónstigann, en hann var einstakt ljúfmenni. Þói frændi kom oft vestur þegar ég var að alast upp á Ísafirði og bjó þá oftast hjá Ínu systur sinni, á heimili sem ég var heimagangur á vegna Úlfs frænda míns. Það var alltaf gaman þegar Þói frændi kom vestur og var einstaklega kært á milli hans og pabba míns, þeir ólust upp í sama húsi í Aðalstrætinu á Ísafirði og voru eins og bræður og ótrúlega líkir í út- liti. Þeir hafa örugglega þurft á stuðningi hvor annars að halda í bar- áttunni við allar systurnar og frænk- urnar í Aðalstrætinu, enda hafa þær talað um það sjálfar að þær hafi verið ansi ákveðnar og þeir sjaldan komist að. Mín besta minning um Þóa frænda er þegar að hann var vænt- anlegur vestur, við Úlfur frændi bið- um spenntir eftir að hann kæmi. Hann kunni nefnilega að spila lagið úr Prúðuleikurunum á píanóið. Þegar hann byrjaði sátum við frændurnir dolfallnir og hlustuðum og báðum hann að spila það aftur og aftur og vá hvað hann var klár að spila á píanó. Stundum velti maður því fyrir sér hvort það væri hann sem væri í raun að spila lagið í sjónvarpinu. Hann spilaði þetta lag eins oft og við báðum hann um. Tónlistin var hans líf og yndi. Eftir því sem ég varð eldri naut ég þess meira að hlusta á hann spila og alltaf sagði hann: frændi hvað á ég að spila fyrir þig. Það voru forréttindi að fá slíkan tónlistarsnilling til að spila allt sem maður vildi heyra. Þói spilaði mikið eftir eyranu eins og pabbi gerði og hafa þeir líklega fengið sömu gjöfina í því en Þói lét þó meira að sér kveða. Kæri Þói, systur mína dreymdi draum tveim sólarhringum fyrir and- lát þitt þar sem pabbi var að taka til hvíta skyrtu og kjólföt og stilla þeim upp, það var enginn í þeim, þau biðu og hann var að setja saman rauðu harmonikkuna sína sem hann setti við hliðina á jakkafötunum. Ráðning þessa draums var einföld, pabbi var að undirbúa komu þína, hann er bú- inn að taka til fötin og er tilbúinn með nikkuna til að taka nú loksins lagið með þér, hann með nikkuna og þú á píanóið, það verður vel tekið á móti þér, kæri frændi, það er ég viss um. Ég kveð þig nú og fyrir hönd fjöl- skyldu minnar þakka þér fyrir sam- fylgdina í gegnum lífið, sérstaklega gömlu góðu dagana á Ísafirði og tón- listina sem þú nærðir líf okkar með. Þinn frændi, Sigþór Sigurðsson (Sissó frændi). Þórarinn Þorbergur Gíslason MOSAIK Hamarshöfða 4 - 110 Reykjavík sími 587 1960 - www.mosaik.is Legsteinar og fylgihlutir Vönduð vinna og frágangur Yfir 40 ára reynsla Sendum myndalista ✝ Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HARALDUR ÞORSTEINSSON, lést á hjúkrunardeild Hrafnistu í Hafnarfirði þriðju- daginn 5. október. Útför hans fer fram frá Neskirkju þriðjudaginn 19. október kl. 13.00. Sigurður Haraldsson, Jóna Guðjónsdóttir, Þorsteinn Haraldsson, Lára V. Júlíusdóttir, Ingibjörg Haraldsdóttir, Sturla Þorsteinsson, Ástráður Haraldsson, Eyrún Finnbogadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, INGIBJÖRG FINNSDÓTTIR, Valsmýri 5, Neskaupstað, lést á hjúkrunarheimilinu í Neskaupstað þriðju- daginn 5. október. Útförin fer fram frá Norðfjarðarkirkju miðvikudaginn 13. október kl. 14:00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Hollvina- samtök Fjórðungssjúkrahússins í Neskaupstað. Þórður M. Þórðarson, Þórður Þórðarson, Anna Margrét Björnsdóttir, Finnur Þórðarson, Socorro Perez Þórðarson, Sturla Þórðarson, Rakel Halldórsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamamma og amma, MARGÉT SIGRÍÐUR EINARSDÓTTIR, Fannborg 7, Kópavogi, andaðist á Líknardeild Landspítalans sunnudaginn 3. október. Útförin fer fram frá Fossvogskapellu miðvikudaginn 13. október kl. 13.00. Haukur Ármannsson, Þórey Aðalsteinsdóttir, Valgarð Ármannsson, Guðbjörn Ármannsson, Stefanía Ástvaldsdóttir og barnabörn ✝ Móðir okkar, tengdamóðir og amma, RAGNHILDUR BRAGADÓTTIR, Neshaga 17, Reykjavík, lést á Landspítalnum í Fossvogi að morgni fimmtudagsins 7. október. Helga Ingvarsdóttir, Baldur Ingvarsson, Sigríður Hrund Pétursdóttir og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.