Morgunblaðið - 09.10.2010, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 09.10.2010, Blaðsíða 42
42 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 2010 Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Sálmar á nýrri öld er yfirskrift tón- leika kammerkórsins Schola cantor- um í Hallgrímskirkju á morgun, sunnudag, klukkan 16. Stjórnandi kórsins er Hörður Áskelsson. Á tónleikunum verða fluttir og kynntir nýir sálmar eftir tónskáldið Sigurð Flosason og ljóðskáldið Að- alstein Ásberg Sigurðsson. Höfund- arnir greina á tónleikunum frá tilurð sálmanna sem Sigurður útsetti. Þeir Sigurður og Aðalsteinn Ás- berg hafa unnið talsvert saman áður en Aðalsteinn segir að þetta verk- efni hafi byrjað með litlu jólakorti. „Í síðustu ljóðabók minni, Hjarta- borg, voru ákveðin trúarstef og kveikjan var þar, því Sigurður félagi minn byrjaði að semja við ákveðin ljóð,“ segir Aðalsteinn. „Reyndar samdi hann fyrsta sálmalagið við ljóð sem ég sendi hon- um á jólakorti; það átti að vera tæki- færisljóð en varð að litlum jólasálmi. Sigurður spurði svo hvort ég væri ekki til í að vinna áfram við þetta, og ég var til. Þessir sálmar eru úr nokk- uð annarri átt en fólk er vant, yfirleit hafa einhverjir sérar samið sálma gegnum aldirnar, þetta eru leik- mannsþankar um trú. Eins og við gerum gjarnan fórum við nokkuð tvist og bast, ég samdi við stef sem hann hafði samið og hann samdi við ljóð sem ég samdi, og við ræddum líka um það hvert við vildum fara með efninu. Þannið héldum við áfram með þetta.“ Sigurður Flosason segist hafa verið í þeim stellingum að semja tón- list sem kirkjan getur notað. Eins og Aðalsteinn segir byrjaði Sigurður að vinna út frá ljóðum í Hjartaborg, „og úr því urðu hálfgerðir sálmar, sumir nokkuð skrýtnir því ljóðin eru ekki hefðbundin að öllu leyti, en upp úr því kviknaði sú hugmynd að ganga lengra og búa saman til sálma. Við gerðum tilraunir og höfð- um gaman af, þetta er nýr vett- vangur fyrir okkur báða. Til almenns safnaðarsöngs Þetta eru fjölbreytileg lög og ljóð, miskrefjandi. Við settum okkur meðal annars í þær stellingar að hugsa um hvað væri hægt að nota, jafnvel til almenns safnaðarsöngs eða fyrir almenna kóra, ekki bara af- burðakóra eins og Schola cantorum er. Við reyndum okkur þannig við að semja sálma fyrir skírn, útför, jól eða páska. Annað er síðan óræðara. Þetta eru lög í frekar klassískum sálmastíl en þó koma lög með óhefð- bundnum hljómum eða tengingum, sem vísa í þann bakgrunni sem ég hef,“ segir Sigurður. Síðar í mánuðinum kemur út hjá Skálholtsútgáfunni bókin Sálmar á nýrri öld, í ritröðinni Söngvasveig- ur. Þetta verður 16. bókin í röðinni, með útsetningum fyrir blandaða kóra. 26 sálmar eftir Sigurður og Aðalstein Ásberg verða í bókinni. Tækifærisljóðið varð að jólasálmi Sigurður Flosason Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson  Kórinn Schola cantorum flytur nýja sálma eftir Sigurð Flosason og Aðalstein Ásberg Sigurðsson Á morgun, sunnudag, lýk- ur sýningunni 9 í Gerð- arsafni, en það er samsýn- ing níu ungra listamanna. Klukkan 15 mun sýning- arstjórinn, Birta Guðjóns- dóttir, leiða gesti um sýn- inguna, ásamt tveimur listamannanna, þeim Berglindi Jónu Hlyns- dóttur og Loga Bjarnasyni. Aðrir sem sýna eru þau Bjarki Bragason, Etienne de France, Gunndís Ýr Finnbogadóttir, Helga Björg Gylfadóttir, Páll Haukur Björnsson, Steinunn Gunnlaugs- dóttir og Styrmir Guðmundsson. Myndlist Leiðsögn um 9 í Gerðarsafni Birta Guðjónsdóttir Fimm ungar söngkonur koma fram sem einsöngv- arar á tónleikum Lista- félags Langholtskirkju á morgun, sunnudag, klukk- an 20. Söngkonurnar eru þær Arnheiður Eiríks- dóttir, Ásdís Björg Gests- dóttir, Guðrún Matthildur Sigurbergsdóttir, Kristín Einarsdóttir Mäntylä og Kristín Sveinsdóttir. Þær eru 19 til 24 ára gamlar og hafa alist upp í kóra- starfi Langholtskirkju, sumar allt frá Krúttakór en síðar í Gradualekór Langholtskrikju. Þær eru allar í Graduale Nobili. Tónlist Einsöngvarar í Langholtskirkju Langholtskirkja Í tilefni af tíu ára ritafmæli Ármanns Reynissonar verður haldin Vinjettuhátíð í Gróttu á morgun, sunnudag, milli kl. 14 og 16. Hátíðin er haldin í samvinnu við Seltjarn- arnesbæ. Upplesarar ásamt Ármanni eru Kári Húnfjörð Einarsson, Erna Kolbeins, Árni Bein- teinn Árnason, Sólveig Páls- dóttir og Snorri Ásmundsson. Nemendur úr Tónlistarskóla Seltjarnarness leika fyrir gesti undir stjórn Gylfa Gunnarssonar skólastjóra. Í miðri dagskrá er 30 mínútna hlé, kjörið fyrir náttúruskoðun. Bókmenntir Vinjettuhátíð haldin í Gróttu Ármann Reynisson Listasafn Reykjavíkur og Skotturnar gangast um helgina og á mánudag fyrir dagskrá á Kjar- valsstöðum, í að- draganda Kvennafrídags. Í dag, laug- ardag kl. 12.30, láta trúðarnir Mr. Klumz og Plong að sér kveða. Leik- konurnar Tinna Þorvalds Önnu- dóttir og Guðbjörg Ása Jóns Huldu- dóttir eru í hlutverkum þeirra. Á morgun, sunnudag kl. 15, bregður Þóra Þórisdóttir í fyr- irlestri upp myndum af konum í myndlist, jafnt utan sem innan rammans. Á mánudag kl. 12.30 verður síðan ljóðadagskrá tileinkuð Stígamótum. Trúðar, myndlist og ljóð Dagskrá á Kjarvals- stöðum um helgina Þóra Þórisdóttir Teiknimynda- konan Þórey Mjallhvít og myndlistarkonan Guðný Rúnars- dóttir slá saman verkum sínum á sýningunni Á villiskeri, sem verður opnuð í galleríi Crymo, Laugavegi 41a, klukkan 17 í dag, laugardag. Í verkunum er leitast við að túlka hið villta eðli dýra og fjörunnar, m.a. í teikningum og skúlptúrum. Guðný vinnur með hafið og fjöruna í verkunum en verk Þóreyjar eru afurð pælinga um þjóðsagnaarfinn. Villt eðli dýr- anna í Crymo Hluti af einu verka sýningarinnar Það byrjaði þegar ég spilaði á píanó fyrir Björk. Ég kynntist öllum í gegnum hana …47 » Ljósmynd/Gísli Egill Hrafnsson Ástríður í óperu Þóra Einarsdóttir sem Gilda og Jóhann Friðgeir Valdi- marsson sem hertoginn af Mantua, í Rigoletto í Íslensku óperunni. itt. Algjör killer!“ Hann hlær. Rigoletto er ein af vinsælustu óp- erum Verdis enda tónlistin falleg og söguþráðurinn skemmtilegur, segir Jóhann Friðgeir. „Þetta er sýning sem fólk getur virkilega haft gaman af. Óperan er um mikinn kvennabósa sem ber varla virðingu fyrir nokkrum hlut og gerir það sem honum sýnist. Svo er hann með þetta hirðfífl með sér, Rigoletto. Stefán býr til svakalega fígúru úr mér, sem er mjög gaman,“ segir hann. Diddú syngur á aukasýningu Í öðrum helstu hlutverkum eru þau Jóhann Smári Sævarsson sem Sparifucile, Sesselja Kristjánsdóttir sem Maddelena og Bergþór Pálsson sem Monterone. Bylgja Dís Gunn- arsdóttir, Ágúst Ólafsson, Hlöðver Sigurðsson og Bragi Jónsson syngja minni hlutverk. Auk Stefáns leikstjóra eru listræn- ir aðstandendur sýningarinnar þau Þórunn Sigríður Þorgrímsdóttir sem hannar leikmynd, Filippía Elísdóttir sem hannar búninga og Páll Ragn- arsson sem hannar lýsingu. Daníel Bjarnason er hljómsveitarstjóri. Þess má geta að á seinni aukasýn- ingunni, 14. nóvember, bregður Sig- rún Hjálmtýsdóttir, Diddú, sér í hlut- verk Gildu í stað Þóru, en hún söng hlutverkið við gríðarlegar vinsældir í Íslensku óperunni þegar Rigoletto var færð upp árið 1990. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Ein kunnasta ópera Giuseppes Verd- is, Rigoletto, verður frumsýnd í Ís- lensku óperunni í kvöld. Íslenskir óp- eruunnendur hafa beðið spenntir eftir sýningunni, eins og sjá má á því að strax seldist upp á þær sex sýn- ingar sem fyrirhugaðar voru. Nú hef- ur verið bætt við tveimur aukasýn- ingum, 13. og 14. nóvember. Aðalsöngvararnir eru söngunn- endum að góðu kunnir. Ólafur Kjart- an Sigurðarson er Rigoletto, Þóra Einarsdóttir er Gilda og Jóhann Friðgeir Valdimarsson syngur hlut- verk Hertogans af Mantúa. Stefán Baldursson leikstýrir sýningunni. „Algjör killer“ Jóhann Friðgeir segir að uppsetn- ingin á Rigoletto leggist mjög vel í sig. „Þetta er skemmtileg uppsetning hjá Stefáni, hann kemur virkilega á óvart sem óperuleikstjóri,“ segir hann. „Þetta er lifandi sýning, mikið fyrir augað. Tónlistin er líka frábær.“ Jóhann Friðgeir segir tenórhlut- verkið, rullu hertogans, mjög spenn- andi en hann syngi þrjár mjög flottar aríur. Þetta sé hlutverk sem leyfi ten- órum virkilega að njóta sín. „En það eru líka margir tenórar hræddir við þetta hlutverk,“ bætir hann stríðnislega við. „Það er svo erf- Óperan Rigoletto eftir Giuseppe Verdi frumsýnd í Íslensku óperunni í kvöld „Lifandi sýning, mikið fyrir augað“ Ítalska tónskáldið Giuseppe Verdi (1813-1901) er eitt vinsælasta óperutónskáld sögunnar. Hann samdi nær 30 óperur og eru margar þeirra með vinsælustu óp- erum tónlistarsögunnar. Árið 1850 var Verdi falið að semja nýja óperu fyrir La Fenice-óperuhúsið í Feneyjum og ári síðar var Rigo- letto frumsýnd, 11. mars 1851. Þetta er ópera í þremur þáttum, byggð á sögunni Le roi s’amuse eftir Victor Hugo. Í óperunni eru aríur sem lifa sjálfstæðu lífi, þar á meðal tenórabrjóturinn „La donna è mobile“. Ein vinsælasta óperan ÓPERAN RIGOLETTO VAR FRUMFLUTT Í FENEYJUM ÁRIÐ 1851 Giuseppe Verdi Remix móment opnar Í blaðinu í gær var gefinn upp rang- ur opnunartími á sýningu Ernu G.S., Remix móment. Hún verður opnuð í dag, laugardag, klukkan 16 í sal Ís- lenska grafíkfélagsins, Tryggvagötu 17, hafnarmegin. Erna sýnir málverk, ljósmyndir og innsetningu. LEIÐRÉTTING

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.