Morgunblaðið - 09.10.2010, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 09.10.2010, Blaðsíða 43
MENNING 43 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 2010 –– Meira fyrir lesendur Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is Morgunblaðið gefur út glæsilegt sérblað Vertu viðbúinn vetrinum föstudaginn 22. október. Er ekki alveg tilvalið að þitt fyrirtæki verði áberandi í þessu blaði sem tekur á mörgum spennandi hlutum fyrir veturinn? NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, mánudaginn 18. október. Vertu viðbúinn vetrinum sérblað MEÐAL EFNIS: Vetrarklæðnaður Góðir skór fyrir veturinn Snyrtivörur Flensuundirbúningur Ferðalög erlendis Vetrarferðir innanlands Bækur á köldum vetrardögum Námskeið og tómstundir í vetur Bíllinn tekinn í gegn Leikhús og tónleikar Mataruppskriftir Ásamt fullt af öðru spennandi efni Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Luo Ying (Huan Nubo) er bæði þekkt kínverskt ljóðskáld og millj- arðamæringur. Fyrir Íslending er það svolítið sérkennileg samsuða þar- sem á okkar landi sækir aðeins þess- háttar fólk ljóðasamkundur sem myndi aldrei setja á sig bindi nema til að hengja sig. En að sögn Nubo hefur það ekki háð honum í viðskiptaheim- inum að vera ljóðskáld, þvert á móti sé borin virðing fyrir því. Að hans sögn er skáldskapur og ljóð frekar hluti af heimi elítunnar í Kína og hann telji að það sé algengara í heim- inum almennt. Sem Íslendingur finnst manni það skemmtileg hugmynd ef samfélagið hefði gefið mönnum einsog Steini Steinari tækifæri til að sigra banka- heiminn með því að spila á spil. Ef honum hefði verið gefinn banka- stjórastóll hefði hann hugsanlega get- að ljóðað íslenska efnahagslífið. Skáld til áhrifa Á ljóðalestrinum í Norræna húsinu þarsem milljarðamæringurinn og vinir hans lesa upp eru um fimmtíu manns og enginn þeirra nýkominn úr kauphöllinni. Ljóð Huang Nubo eru öll slungin náttúrukrafti. Enda verð- ur honum tíðrætt um íslenska nátt- úru í stuttu spjalli okkar. Hann breyt- ist í netta Dorrit þegar hann lýsir fegurð íslenskrar náttúru sem „stórri fegurð“ (big beauty). Það séu ekki hin smáu blóm eða fíngerðu garðar sem heilla, heldur hin endalausa auðn og kraftur fjallanna. Hann er mikill göngugarpur og sum ljóða hans bera þess sterk merki. Hann segist hafa dreymt um að lifa af skáldskap sínum þegar hann var ungur en varð fljótt ljóst að flestra skálda beið sár fátækt. Þá ákvað hann að fara í viðskipti til að geta borgað útgáfur bóka sinna sjálf- ur. En nú þegar hann er orðinn nógu ríkur til að greiða útgáfur allra sinna bóka milljónfalt ætlar hann ekki að hætta í viðskiptum. „Nei, ég fæ líka mikla útrás fyrir sköpunargleðina í viðskiptum, maður getur haft mikil áhrif á þjóðfélagið og vonandi til góðs,“ segir hann. Efnahagur Kína fer í það minnsta stöðugt batnandi. Kannski ættum við Íslendingar að huga að því að hleypa skáldum til áhrifa í viðskiptalífinu. Kannski ekki Sigfúsi Bjartmarssyni sem vildi meira að segja bruðla með stuðla. En kannski mönnum einsog Ísak Harð- arsyni sem hvatti til þess að menn keyptu hlutabréf í eilífu lífi. Svoleiðis lúxusvara hefði örugglega selst svo vel að það hefði komið okkur í gegn- um kreppuna. Villisvínið Huan Nubo  Kínverjinn Huan Nubo hefur ljóðað sig til mikilla auðæfa  Stofnaði milljón dala sjóð til styrktar skáldum á Íslandi Villisvín Í einu ljóða sinna segir Huan Nubo svo frá í fyrstu persónu: „Það var þá sem hann breytti villisvíni í mig.“ (Þýðing: Hjörleifur Sveinbjörnsson) Kristín Gunnlaugsdóttir myndlist- arkona opnar í dag, laugardag, klukkan 14 sýningu á nýj- um mynd- verkum í Stúd- íó Stafni, Ing- ólfsstræti 6. Verkin hefur Kristín öll unn- ið á þessu ári, flest með egg- temperu og blaðgulli á tré. Í verkunum kveður við nýjan tón en Kristín hef- ur einkum verið kunn sem helgi- myndamálari. Líf konunnar og frelsi „Yfirskrift sýningarinnar er „Gullin mín …“ og þar vísa ég til þess að verkin eru unnin með gam- alli helgimyndahefð, frá miðöldum, með ekta blaðgulli á tré,“ segir Kristín þegar hún er spurð út í þessi nýju verk, þar sem myndefnið er hversdagslegra eða opinskárra en í verkunum sem hún hefur lengstum verið kunn fyrir. Í fyrra kom hún mörgum á óvart með sýningu á gróft útsaumuðum veggteppum, þar sem konan og kynferðið voru í öndvegi. „Aðferðin sem ég beiti í þessum málverkum er hefð sem ég hef verið þekkt fyrir og byggist á mjög fín- legum vinnubrögðum. Nú er mynd- efnið hins vegar annað en fólk áhef- ur átt að vejnast frá mér en er beint rökrétt framhald af sýningunni sem ég var með í sal Íslenskrar grafíkur. Myndefnið er áfram líf konunnar og frelsi hennar; þörf hennar fyrir að vera hún sjálf og upplifa kraft sinn – í orðsins fyllstu merkingu. Komið inn á tabú Svo er ég með eitt stórt veggteppi þar sem ég vinn með gullþræði á grófan kartöflupoka og vísa þar líka í hefðbundið myndefni, dyggðirnar þrjár, en set ákveðna lykkju á myndmálið, svo ekki sé meira sagt. Þessar þrjár dyggðir eru glaðlyndi, útgeislun og blómgun. Sem mér finnst skemmtilegt því þetta er það sem sýningin á að fjalla um. Mig langar til að fólk hlæi að verkunum mínum. Þótt þau hreyfi við ýmsum og komi inn á tabú, þá eru það kraft- urinn og blómgunin sem eiga að sitja eftir,“ segir Kristín. efi@mbl.is Dyggðirnar glaðlyndi, útgeislun og blómgun  Kristín Gunnlaugsdóttir í Stafni Morgunblaðið/Ernir Gull og hold Verkið Einstæð móðir er á sýningu Kristínar. Kristín Gunnlaugsdóttir Hörpuleikarinn Monika Abendroth hefur gefið út sína fyrstu sólóplötu sem nefnist Óður til jarðar. Í tilefni útgáfunnar mun Monika leika ham- ingjutóna á kaffihúsinu Marengs sem staðsett er í Listasafni Íslands við Fríkirkjuveg, sunnudaginn 10.októ- ber frá klukkan 11:00 til 17:00. Geislaplatan inniheldur sérvalin lög, meðal annars frá Endurreisn- artímabilinu, írsk þjóðlög og þekkt tónverk eftir tónskáld einsog Satie og Vivaldi. „Það var eiginlega Páll Óskar Hjálmtýsson sem ýtti á það að ég gæfi út þennan disk,“ segir Monika. Hörpuleikarinn Monika er ein- staklega viðfelldin manneskja. Já- kvæð og upplífgandi. Hún notar orðið yndislegt í annarri hverri setningu og stundum nokkrum sinnum í þeirri sömu. „Já, hann Palli er yndislegur. Hann sagði við mig að ég væri alltaf að spila svo yndislega falleg lög að ég ætti að gefa þetta út. Nei, sagði ég, þetta er ekki efni á disk. Víst, sagði Palli og hafði betur á endanum,“ segir Monika og hlær. Monika er þýsk að uppruna og kom hingað sem túristi snemma á áttunda áratugnum og segist hafa fengið Ís- landsbakteríuna. Hún fékk starf hjá Sinfóníuhljómsveitinni 1976, flutti þá til landsins og hefur verið hér síðan. Hún gefur diskinn út sjálf og hyggst fylgja honum eftir alla leið. Við náum einmitt í hana þar sem hún er á stofu- gólfinu með vinkonu sinni að pakka diskinum í plast til dreifingar. „Það er svo gaman að fylgja diskinum eftir. Mér finnst yndislegt að hitta allt þetta fólk,“ segir Monika. borkur@mbl.is Ljósmynd/Oddvar Hjartarsson Tónlist Að sögn Moniku er tónlistin hennar stemningsverk sem á við í mat- arboði, í bílnum, fyrir svefninn eða þegar börnin eru svæfð. Óður Moniku til jarðarinnar  Diskur Moniku kemur út á morgun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.