Morgunblaðið - 09.10.2010, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 09.10.2010, Blaðsíða 44
44 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 2010  Hljómsveitirnar Dysmorphic, Discord, Angist og Black Earth leiða saman hesta sína í TÞM í kvöld. Allt eru þetta nýlegar sveitir sem eru að stíga sín fyrstu skref í hljómleikahaldi og greinilegt að gróskan í íslenskum þungarokks- heimi er mikil að vanda. Metall í TÞM í kvöld! Fólk  Anna Jia, sem vann Elite- fyrirsætukeppnina hér heima ný- verið, er nú stödd í Kína til að taka þátt í úrslitakeppninni sem fer fram í kvöld. Allt hefur gengið vel hjá Önnu, sem talar fimm tungumál og hefur því átt auðvelt með að eignast vini og taka þátt í öllu sem keppnin býð- ur upp á. Keppendur eru sjötíu og var Anna valin ein af fjórum sem sjónvarpsfólk á vegum Elite-höfuð- stöðvanna fylgist nú með allan dag- inn í undirbúningi keppninnar. Hægt er að fylgjast með úrslita- kvöldinu á netinu á slóðinni: www.elitemodellook2010.com/ index.html. Hún fer fram um kvöld í Sjanghai, sem er kl. 12.30-14.30 að íslenskum tíma á sunnudaginn. Anna Jia keppir í Elite-úrslitakeppn- inni í kvöld  Hljómsveitn Bróðir Svartúlfs vinnur nú að nýrri plötu ásamt Þór- arni Guðnasyni úr Agent Fresco. Sveitin er í góðum gír, lagið „Vel- komin“ er komið í útvarpsspilun og nokkrir tónleikar eru framundan. Bróðir Svartúlfs með mörg járn í eldi Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Hinn ungi Nico Muhly er rísandi stjarna í heimi nútímatónlistar. Hann hefur þó komið víðar við, m.a. unnið með Björk Guðmundsdóttur og að- stoðað við útsetningar á nýjustu plötu Jónsa í Sig- ur Rós, Go. Þá hefur hann unnið með Bonnie „Prince“ Billy, Anthony and The Johnsons og Philip Glass, svo fáeinir séu nefndir. Muhly mætti kannski kalla „hið nýja tónskáld“, þ.e. tónskáld af ungu kynslóðinni sem dansar milli tónlistarheima, popps og klassíkur m.a. Og hann er Íslandsvinur, einn tónlistarmannanna sem standa að baki tón- listarútgáfunni Bedroom Community, en hinir eru þeir Valgeir Sigurðsson, Ben Frost, Sam Amidon og Daníel Bjarnason. Bedroom Comm- unity gaf í september út plötuna I Drink The Air Before Me með dansverki Muhly, í samvinnu við hið heimskunna Decca Classics-útgáfufyrirtæki og önnur plata með verkum Muhly er væntanleg frá Decca, A Good Understanding, sem hefur að geyma safn kórverka eftir hann, tekin upp í Los Angeles. Blaðamaður ræddi stuttlega við Muhly í byrjun viku. Kór í LA vildi taka upp plötu – Segðu mér aðeins frá þessari plötu sem Decca er að gefa út með kórverkum eftir þig. „Þetta er allt tónlist sem ég samdi fyrir mörg- um árum. The Los Angeles Master Chorale, frá- bær kór í LA, vildi taka upp þessa plötu, kórinn var mjög spenntur fyrir því. Þetta er safn ólíkra kórverka, mest af þessu er kirkjutónlist og eitt langt verk sem ætlað var til flutnings á tón- leikum. Þetta er því blanda af trúarlegri tónlist og veraldlegri, í flestum verkunum er orgelleikur eða sungið án hljóðfæra,“ segir Muhly. Hin platan, sem Bedroom Community gefur út með Decca, I Drink The Air Before Me, hefur hlotið prýðilega dóma víða og segir m.a. í gagn- rýni vefjarins Boomkat að platan stefni í að verða ein sú besta í flokki klassískrar nútímatónlistar sem gefin hafi verið út á þessu ári. – Þú hefur unnið í ólíka greinum tónlistar. Er hægt að kalla þig „nýja tónskáldið“ í ljósi þess? „Já, ég hef verið í öllu, eiginlega. Ég veit það þó ekki, ég er enn frekar gamaldags, satt að segja,“ svarar Muhly. Tónlistin sem hann kunni einna best að meta sé frá 16. öld og hjartað slái enn með hinu gamla og hefðbundna. – Þú átt nám að baki í klassískum tónsmíðum, ekki satt? „Jú, ég lærði klassískar tónsmíðar. Þegar ég var strákur söng ég í drengjakór, í Providence í Boston, og endaði svo í tónlistarnámi í Julliard en ég var einnig í enskunámi í Columbia-háskóla. Ég var með fingurna í öllu en bakgrunnur minn er í sígildri tónlist, jú.“ – Og þú spilar á píanó? „Já, ég spila enn á píanó. Ég leik aðallega eigin tónlist, ég er dauðhræddur við að spila tónlist eft- ir aðra (hlær).“ Allir eru tónlistarmenn – Hvernig kom þetta samstarf þitt við íslenska tónlistarmenn til? „Það byrjaði þegar ég spilaði á píanó fyrir Björk. Ég kynntist öllum í gegnum hana, það eru svo fáir á Íslandi og allir eru tónlistarmenn (hlær), ef þú skilur hvað ég meina. Ég fór bara að vinna með þessu fólki, fólki sem er að vinna að tónlist á sama stað. Það er svo frábært að vinna á Íslandi, í New York fær maður þessa tilfinningu líka að allir þekki alla en þar er svo mikill hama- gangur. Á Íslandi er miklu meiri ró yfir þessu, allt miklu samanþjappaðra,“ segir Muhly. Það sé þægilegt að vinna í hinu smáa tónlistarsamfélagi Íslands og það minni hann á upphaf ferilsins, þeg- ar hann var að vinna með vinum sínum í tónlist- arbransanum í New York. Þá segir Muhly mik- ilvægt að þekkja tónlistarmenn sem geti flakkað milli tónlistartegunda, leikið jafnt klassík og popp. Menn byrji kannski morguninn á því að leika með sinfóníuhljómsveit, leiki um kvöldið með rokkhljómsveit og útsetji svo þjóðlagatónlist þegar þeir komi heim. – Þú ert orðinn býsna þekktur, ef litið er til um- fjöllunar um þig á netinu, m.a. í þekktum tónlist- arritum … „Ætli það ekki (hlær), ég veit ekki hvort viðtöl í bandarískum miðlum eru góður mælikvarði á það en innan lítils heims klassískrar tónlistar hef ég vissulega fengið vænan skammt af athygli, jafnvel of mikla.“ – Þú hefur nú líka verið í breskum miðlum, Times og BBC t.d. Maður skyldi ætla að þú værir búinn að slá í gegn, svo að segja? „Tja, það er áhugavert við klassíska tónlist hvað hún er skrítin, lítill heimur […] ef maður er undir sextugu og fær athygli verða allir sér- staklega spenntir, af því maður er ungur,“ segir Muhly og hlær, segist ekki einu sinni vera það ungur. Pottþétt næsta sumar – Ertu á leiðinni til Íslands á næstunni? „Ég átti að koma fram á Airwaves en það gekk ekki upp hjá mér. Það þótti mér afar leitt en ég kem líklega aftur í janúar, pottþétt næsta sum- ar.“ – Það má búast við frekara samstarfi þínu og Bedroom Community? „Algjörlega,“ svarar Muhly og segist vera að leggja drög að plötu með Valgeiri Sigurðssyni. Og það er nóg framundan hjá Muhly, hann er m.a. að fara að semja verk fyrir strengjakvartett í New York og fleiri verkefni bíða hans á næsta ári. „Þetta er hrúga af verkefnum,“ segir Muhly eld- hress að lokum. „Ég er enn frekar gamaldags“  Tónskáldið Nico Muhly er með fingurna í öllu; poppi, klassík, kóratónlist, dansverkum …  Decca gefur út tvær plötur í ár með verkum hans Ljósmynd/Samantha West Fjölhæfur Nico Muhly á að baki nám í tónsmíðum en er þó með fingurna í öllu, svo að segja. Muhly fæddist í Vermont í Banda- ríkjunum árið 1981 og er því aðeins 29 ára. Hann býr og starfar í Bandaríkj- unum en er á sí- felldum þönum um heiminn starfsins vegna. Þegar blaðamaður ræddi við hann í byrjun viku var hann staddur á hóteli nærri Barbican-listamiðstöðinni í London, nýkom- inn af æfingu í Barbican þar sem ball- ettverkið „I Drink the Air Before Me“ var flutt í vikunni en tónlistina við það samdi hann fyrir bandaríska danshópinn Stephen Petronio. Verkið var frumflutt í New York í fyrra en Muhly segist hafa horft á dans- flokkinn æfa, fylgst með hreyfingum dans- aranna, áður en hann hóf að semja verkið. Hann segist alltaf fylgja þeirri reglu við tón- smíðar fyrir danshópa, að stúdera hreyf- ingar dansaranna áður en lengra er haldið. Tónverkið gaf Decca út í september sl. Fylgst með dönsurum I DRINK THE AIR BEFORE ME Ljósmynd/Sarah Silver Gusugangur Dansarar í Stephen Petronium. www.nicomuhly.com

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.