Morgunblaðið - 09.10.2010, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 09.10.2010, Blaðsíða 47
MENNING 47 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 2010 Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Í næstu viku, á þriðjudag og miðvikudag, munu brautryðjendur í tilraunakenndri tón- list koma fram á Faktory við Smiðjustíg 66. Mesti fengurinn er líklegast að dönsku hljómsveitinni Selvhenter sem er djass/drón hljómsveit sem hefur undanfarið vakið mikla athygli. Selvhenter skipa 5 stelpur, þær Sonja Labianca, Maria Bertel, Anja Ja- cobsen, Jaleh Negari og Maria Diekmann. Selvhenter er ein kröftugasta tónleikasveit Danmerkur um þessar mundir. Hljóðfæri sveitarinnar eru trommur, básúna, fiðla og saxófónn. Að sögn þeirra sem standa að tónleikunum er tónlistin „ leidd í gegnum gítareffekta og magnara sem mynda strúkt- úra af bakflæði og jarðskjálftabassa í kring- um tvöfaldan takt. Tónlistin einkennist af miklum þunga en um leið spunakenndri leikgleði.“ Hljómsveitin byrjaði sem tríó en árið 2008 komu tveir nýir meðlimir í hljómsveit- ina með hljóðfæri sín og tóna. „Okkur fannst vera kominn tími til að þróa þetta áfram,“ segir María Diekmann, stofnandi hljómsveitarinnar. Aðspurð segir hún að þau semji öll lögin saman og skipti verk- efnum jafnt á milli sín. Til dæmis beri hún ábyrgð á þessari Íslandsferð en önnur stúlka beri ábyrgð á næstu ferð. Þannig dreifi þau álaginu. „Við kynntumst öll sem áhugafólk um tónlist og urðum ekki vinkon- ur fyrr en við fórum að semja saman. En fólk tengist sterkum böndum við að spila saman og í dag erum við einsog fjölskylda. Til að byrja með var þetta meira til gamans en með þeim góðu dómum sem við höfum fengið er þetta farið að vaxa þannig að við erum farnar að ná til áhorfenda í öðrum löndum,“ segir María Diekmann og bætir við að hún hlakki til að spila á Íslandi. Spunakennd leikgleði á Faktory Selvhenter Stúlkurnar í hljómsveitinni notast við trommur, básúnu, fiðlu og saxófón sem grunn fyrir tónlistina sína. Þær segjast samt alveg vita hvað gítar sé.  Hljómsveitin Selvhenter verður með tónleika Rappsveitin Original Melody heldur útgáfutónleika á Domo í kvöld vegna útgáfu á plötunni Back & Forth sem er önnur plata sveitarinnar. DJ Sverrir, Mælginn og Forgotten Lores sjá um að hita upp. Aðgangseyrir er 500 krónur og platan nýja er til sölu á sérstöku kostaverði. Fyrsta plata sveitarinnar, Fan- tastic Four, kom út fyrir fjór- um árum og vakti töluverða at- hygli. Frískir Original Melody Original Melody heldur útgáfu- tónleika NÝTT Í BÍÓ SÍMI 564 0000 7 14 14 12 L 16 L L L L SÍMI 462 3500 L 16 L 16 L L BRIM kl. 5.30 THEAMERICAN kl. 8-10 EATPRAYLOVE kl.3-5.30-8 PIRANHA3D kl. 10.25 AULINNÉG3D kl.2 DESPICABLEME3D kl.3.45 SÍMI 530 1919 12 12 16 L L 7 GREENBERG kl.8-10.20 BRIM 3.30(lau)-4(sun)-6(sun)-8-10 R kl.4-6-10*(lau)-10.45*(sun) EATPRAYLOVE kl.3-6-9 SUMARLANDIÐ kl. 4-6-8*(lau) SOCIALNETWORKFORSÝNING kl.8*(sun) SOCIALNETWORKFORSÝNING kl.10.45*(lau) THEAMERICAN kl.5.40-8-10.20 THEAMERCANLÚXUS kl.1-3.20-5.40-8-10.20 BRIM kl.1-4-6-8 EATPRAYLOVE kl.3-5-8-10.45 PIRANHA3D kl.10 WALLSTREET2 kl.8- 10.45*(sun) AULINN ÉG 3D kl.1(950kr) - 3.20-5.50 AULINN ÉG 2D kl.1(700kr.)-3 KARATEKID kl.1(700kr.) .com/smarabio Gleraugu seld sér „Átökin við hafið þegar stórsjóirnir skella á bátsskelinni eru með því stórbrotnasta sem sést hefur á okkar hvíta tjaldi“ -J.V.J., DV -H.G., MBL Ben Stiller fer á kostum í kolsvartri kómedíu eftir Noa Baumbach "Einstaklega skemmtileg!" - Joe Morgenstern, The Wall Street Journal "Ég elska þessa mynd!" - A.O. Scott, At The Movies ÍSLENSKT TAL Sýnd kl. 8 STEVE CARELL Sýnd kl. 10 Sýnd kl. 1:45(650kr), 5:45, 8 og 10:20 Sýnd kl. 2(950kr) og 4 - 3D ísl. tal FRÁ LEIKSTJÓRA MEET THE PARENTS HHH S.V. - Mbl. Sýnd kl. 2(650kr) og 4 - 2D ísl. tal Sýnd kl. 4 og 6 - 3D enskt tal Sýnd kl. 5:45, 8 og 10:20 -bara lúxus Sími 553 2075 www.laugarasbio.isTilboð í bíó GILDIR Á ALLARSÝNINGAR MERKTARMEÐ RAUÐU Þú færð 5% endurgreitt í Laugarásbíó ef þú greiðir með kreditkorti tengdu Aukakrónum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.