Hamar - 06.01.1950, Blaðsíða 2

Hamar - 06.01.1950, Blaðsíða 2
2 HAMAR HAMAR ÚTGEFANDI: Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfirði RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Páll V. Daníelsson. (Símar: 9228 - 9394). AFGREIÐSLA í Sjálfstæðishúsinu, Strandgötu 29. HAMAR kemur út annan Iivern föstudag. Áskriftaverð kr. 15.00 á ári. PRENTAÐ í PRENTSMIÐJU HAFNARFJARÐAR H. F. v___________________________________________________ Aramótahugleiðing Áramótin eru alltaf mikilsverð tímamót. Um áramótin gerir ríkið, bæjar- og sveitarfélög sín reikningsskil. Gjörðar eru áætlanir um tekjur og gjöld á nýja árinu, send eru út eyðublöð undir skattaskýrslur og skattgreiðendur eru knúðir til að gjöra sín reikningsskil. Það eru líka til þeir menn, sem um áramótin gera með sjálf- um sér annarskonar reikningsskil. Þeir líta yfir farinn veg á liðna árinu og spyrja sjálfa sig, hvort þeir hafi á liðna árinu leyst starf sitt viðunandi af hendi; hvort þeir hafi breytt svo við meðbræður sína og land sitt, að sæmilegt megi teljast; íhuga í stuttu máli sagt hvort þeir hafi á liðnu ári „gengið til góðs, götuna fram eftir veg“. Þeir verða þess þá varir, að þeir hefðu getað gert betur í ýmsum efnum — og um leið minnast þeir þeirrar trúar forfeðra sinna, að nauðsynlegt var um áramótin að tendra ljós inni og kveikja bál nálægt híbýlunum til að stökkva á brott illþýðinu, sem leyndist í myrkrinu, í svartasta skammdeginu. Þeir heita því þá, að leggja sig betur fram á nýja árinu, tendra sinn kyndil, leysa sitt starf betur af hendi og leggja á þann hátt fram sem stærstan skerf í baráttunni til verndar andlegum og veraldlegum verðmætum sjálfra sín, lands síns og þjóðar. Allt of mörgum hefur virzt að sama góðærið hafi verið á síðastliðnu ári eins og undanfarin ár. Að vísu hafa þeir orðið varir við að skattar og álögur jukust, dýrtíðin fór í vöxt, en þá var allur galdurinn sá, að fá kaupið hækkað; enda hefur kaupgetan á liðnu ári sízt verið minni en áður og seðlaveltan aldrei meiri. Skemmtiferðalög utanlands hafa aldrei verið meiri og svartimarkaðurinn með útlendann gjaldeyri náð hámarki. En hvernig er svo umhorfs hjá aðalatvinnuvegi þjóðarinnar, sjáv- arútveginum, sem stendur undir öllum gjaldeyristekjum okkar og er þá um leið u-dirstaðan undir mestöllum iðnaði okkar? Hann hefur á árinu sem leið verið rek'inn með miklu tapi þrátt fyrir margvíslegar uppbætur frá því opinbera. Allir gömlu tog- arnir munu nú liggja við festar og fjölda mótorbáta hefur ekki verið unt að gera út vegna fyrirsjáanlegs tapreksturs og einkis lánstrausts þeirra sem þá eiga. Utflutningsverðmætið hef- ur því orðið mörgum tugum milljóna króna minna árið 1949 heldur en 1948. Að vísu hefur aflatregða átt þar nokkurn þátt, en fallandi utanlandsmarkaður og færri fleytur, sem hægt hefur verið að gera út, eiga sinn mikla þátt í þessu ástandi. En þrátt fyrir þessar staðreyndir færist kröfupólitíkin hjá almenningi og hjá því opinbera í aukana. Finnst þér ekki, lesandi góður, að tími sé kominn til að spyrna við fótum? Nýja árið er gengið í garð. Enginn veit hvað það ber í skauti sér, en við verðum að vona það bezta og gera okkur það ljóst, ,að það er undir sjálfum okkur komið hvort vel eða illa tekst til. Við verðum að viðurkenna, að við höfum að mörgu leyti hegðað okkur gálauslega á liðna árinu. Þingið var rofið og nýjar kosningar látnar fara fram með öllum þeim djöful- gangi, sem þeim eru samfara. Þess vegna er nú hver höndin upp á móti annari á Alþingi og ekkert viðlit hefur verið að mynda þingræðisstjórn. Sjálfstæðisflokkurinn hefur myndað minnihlutastjórn og heitið því að leggja fram tillögur til úr- bóta dýrtíðinni og þá um leið reisa við sjávarútveginn svo hann geti staðið undir sér sjálfur ef honum er sæmilega stjórnað og aflabrögð í meðallagi. Spáir þetta góðu, því hingað til hafa stjórnmálaflokkarnir hummað fram af sér að bera fram ákveðn- ar tillögur í dýrtíðarmálunum. Að vísu eru til menn í hinum stjórnmálaflokkunum sem kunnugir eru útvegsmálunum og vita hvar skórinn kreppir, en þeir eru þá um of háðir ýmsum öðr- um sjónarmiðum sinna flokksmanna svo ekki verður neitt úr neinu hjá þeim. Það dylst samt engum, að eins og allt er í pott- inn búið á Alþingi, þá verða þessar tillögur sem lagðar verða i---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------- Eitt og annað — — JÓLIN Jólahátíðinni er nú lokið og hefur hún vonandi orðið fólki til aukinnar ánægju. Það er svo margt, sem þarf að gera fyrir jólin, að það virðist vera nauðsynlegt, að hver einstaklingur gæti verið tvöfaldur eða margfaldur í starfi sínu til þess að koma öllu, sem nauðsynlega þarf að gera í framkvæmd. Fólk langar til að hafa dagamun, setja hátíðasvip á heimili sitt og umhverfi, senda fjarlæg- um vinum og ættingjum jóla- kveðjur. MINNST LÁTINNA VINA En það er fleiri en þeir, sem lifa og hrærast á meðal okkar, sem munað er eftir. Fólk leggur leið sína í kirkju- garðinn, að legstað látins ást- vinar til að leggja grein eða tré á leiðið og þeir, sem tök hafa á koma fyrir jólatré með logandi Ijósum til þess að hrekja myrkur hinnar löngu og dimmu skammdegisnætur frá hvílubeði hins látna ást- vinar. LEIÐINLEG YFIRSJÓN Hér í bæ hefur því miður láðst að greiða götu þess fólks, sem lagði leið sína í kirkjugarðinn eins og skyldi. Margir hafa kvartað undan því, að ekki hafi verið hægt að komast á bifreið, nema upp að garðinum, vegna snjó skafls á veginum, og svo hafi þeir orðið að ganga og bera byrðar sínar það sem eftir var leiðarinnar. Jafnvel hafði ekki verið mokað svo frá hlið inu að sæmilegt væri að- göngu. Virðist þó að það hefði ekki getað valdið mikl- um kostnaði að hreinsa svo til að leiðin yrði sæmilega greiðfær. Er vonandi að yf- irsjón slík sem hér um ræðir komi ekki fyrir í framtíðinni. NÝTT ÁR Nú er árið 1950 gengið í garð og með því koma nýjar vonir, nýjar áætlanir og ný takmörk. Hvað nýja árið fær- ir okkur í skaut til gagns og blessunar og hvaða erfiðleika og sorgir það leggur okkur á herðar er að sjálfsögðu ekk- ert hægt að segja um. En það eru nýjársóskir Hamars til allra, sem lesa þessi orð, að þeim veitist styrkur til að vinna að takmörkum sínum og ná sem flestum og bezt- um áföngum á þeirri leið, að hógværð og lítillæti megi fylgja velgengninni, þol og þrautseigja erfiðleikunum, þá mun vel farnast. „LÚALEG BLAÐAMENNSKA" Grein með þessari fyrir- sögn birtist í 7. tölubl. Al- þýðublaðs Hafnarfjarðar og er eftir S. G. Það virðist, eftir greininni að dæma, að hann sé nokkuð taugaóstyrkur eins og fleiri, sem rita í Alþbl. Hafnarfjarðar, því Hamar má hvorki orðið minnast á bæj- armál né prenta upp úr AI- þýðublaði Hafnarfjarðar til þess að hann sé ekki sakaður um „rætnar aðdróttanir“ í garð meirihlutans eða ein- stakra mannkinda innan Al- þýðuflokksins. S. G., sá, sem ritaði grein- ina „Athafnafrelsi íhaldsins" virðist hafa hrokkið í kút við að sjá birtan í Hamri kafla úr grein sinni, enda skal hon- um ekki láð það, þótt hann óskaði þess, að greinarkornið týndist í djúpi gleymskunnar, en að stökkva eins upp á nef sér og hann gerir í 7. tölubl. Alþbl. Hfj. er ekki sæmandi manni, sem vill telja sig hafa heilbrigða dómgreind. STEFNAN MÁ KOMA Hvað því við kemur, að Gunnlaugsbúð stefni ritstjóra Hamars, þá eru það eindreg- in tilmæli frá ritstjóranum til S. G., að hann geri annað tveggja að hvetja eiganda viðkomandi verzlunar, til að láta stefnuna koma og fylgi þannig eftir orðum sínum „at vinnurógur af versta tagi“, eða skríða í híði sitt og sleikja sín sálar sár, því ekki mun af veita, ef dæma má af grein hans í 7. tbl. Alþbl. Hfj. eigi þau einhverntíma að gróa. En Hamar mun halda áfram að deila á þá, sem bera á- byrgð á hinni takmarkalausu óstjórn á bæjarmálunum og þar fær hvorki ein né nein fjölskylda sérréttindi. „ORÐ OG INNRÆTI" Þessi yfirskrift er á grein- arkorni í 7. tölubl. Alþbl. Hfj. og er þar verið að lepja upp fyrri ósannindi blaðsins um það, að Hamar hafi borið það á verkmenn í bæjarvinn- unni, að þeir vinni illa. Þessu til staðfestingar tekur Alþbl. Ilfj. nokkrar setningar upp úr grein, sem birtist í 6. tölu- blaði Hamars og heitir „Þung ir skattar". Alþbl. Hfj. forð- aðist að nefna það, hvar í Hamri væri hægt að finna þessi ummæli, enda ekki fundist það heppilegt, að fólk gæti fyrirhafnarlítið leitað greinina uppi og lesið hana alla, því þá kemur allt annað í ljós en blaðið telur hag- kvæmt fyrir sig. Því ummælin eru slitin úr samhengi, bætt inn þankastrikum, leturbreyt- ingar gerðar og orð felld nið- ur, sem e. t. v. er fyrir tauga- óstyrk greinarhöf. en ekki að það sé viljandi gert. Er yfir- leitt þannig með þessi um- mæli farið, að það bendir til þess, að greinarhöf. standi á því stigi, að ekki sé hægt að gera til hans kröfur um al- menna kurteisi, en sé það hægt, þá er hér með skorað á hann að birta í Alþbl. Hfj. allan þann hluta greinarinn- ar sem áður nefnd ummæli eru tekin úr. BARÐI SÍNA MENN LÍKA Greinarhöfundur, sem kall ar sig xA þykist vera á báð- um buxunum í 8 tbl. Alþbl. Hfj. Hann tekur til athugun- ar nokkur orð, sem birtust í Hamri um Ijóðabók Arnar Arnarsonar „Illgresi". E. t. v. hefur gætt nokkurrar öfund- ar hjá greinarhöf. yfir því, að Framh. á bls. 3 fram, ekki samþykktar nema með miklum breytingum, hversu viturlegar og sanngjarnar sem þær verða. En það verðum við að vona, að lýðræðisflokkarnir þar sjái, að þeir hafa hegðað sér gálauslega á undanförnum árum og komi sér þess vegna nú saman um sem heppilegasta lausn dýrtíðarmálanna. Við verð- um líka að vona, að allur almenningur geri sitt ýtrasta til að styrkja þá í þessari viðleitni þeirra og taka án möglunar á móti væntanlegri löggiöf til úrbóta á því hættulega vandræðaástandi, sem nú er, þótt þeir séu máske ekki fyllilega ánægðir með hana, og gera sitt til, að sem mestur árangur megi verða af henni á þessu nýbyrjaða ári. Það er enginn vandi að búa vel í góðu árferði og hefja miklar framkvæmdir með fullar hendur fjár, það getur hver skussi. En þegar erfiðleikarnir steðja að, þá krefst búskapurinn vits og fyrirhyggju, afneytunar margskonar þæginda og munaðar, sem okkur í svipinn finnst við ekki geta verið án og síðast en ekki sízt aukin vinnuafköst. Sé þessi hugsunarháttur almennur, þá þurfum við ekki að kvíða á þessu nýbyrjaða ári þó óneitanlega sé dökkt framundan. Guð hjálpar þeim, sem hjálpar sér sjálfur. Gleðilegt nýtt ár.

x

Hamar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hamar
https://timarit.is/publication/800

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.