Hamar - 06.01.1950, Blaðsíða 3

Hamar - 06.01.1950, Blaðsíða 3
HAMAR 3 Um atvinnumál Framhald af 1. síðu. eina tryggingin fyrir nægri at- vinnu og góðri afkomu lands- manna. Lausn þessa vanda hvílir fyrst og fremst á Alþingi, sem naum- ast getur skotið sér lengur und- an þeirri skyldu sinni gagnvart þjóðinni, að leggja á ráðin í þessu efni. Er þess nú vænst fremur en áður, að tillögur komi fram um varanlega lausn á þessum málum. Er þess að i vænta að gagnkvæmt traust og samhugur megi verða á milli þings og þjóðar og á milli ein- staklinga og stétta um sameigin- legt átak í þessu efni, sem varð ar framtíðarafkomu landsmanna meira en flest annað. Sé litið á aðstöðu Hafnfirð- inga í þessu efni, þá er óhætt að fullyrða að fáir landsmenn eiga meira undir farsælli skip- an þessara mála, heldur en þeir. Varla getur það bæjarfélag, sem á afkomu sína nánara tengda sjávarútveginum heldur en Hafn arfjörður. Þessi atvinnuvegur hefur verið, er og verður um ófyrirsjáanlega framtíð súi líf- taug, sem nærfellt öll afkoma einstaklinga og bæjarfélags hyggist á. Frá sjávarútveginum og þeirri annarri starfsemi, sem tengd er honum, svo sem ýmiss hagnýting sjávarafurða og verk- un, er fyrst og fremst að vænta aflsins til þeirra hluta, sem gera skal á hverjum tíma til hvers- konar framfara í þessu bæjar- félagi. Reksturshæfur grundvöll ur útgerðarinnar er þannig jafn- framt frumskilyrði fyrir afkomu íbúa þessa bæjar. Hafnarfjörð- ur hefur öll skilyrði til þess að vera fyrsta flokks útgerðarbær, bæði að því er snertir útgerð togara, sem smærri skipa. Til þess að svo geti orðið, verður að koma samstillt átak bæjarfélags, útgerðarfyrirtækja og einstaklinga, til þess að búa svo að útgerðarstarfsemi í þess- um bæ, að hann geti boðið upp á hin fyllstu skilyrði til slíkrar starfrækslu, sem völ er á. Allar leiðir er stefna að því að auka skipastól bæjarins, bæta af- greiðsluskilyrði hans, stuðla að fjölþættri hagnýtingu fiskiaf- urða og verkun þeirra, eiga á sér fullan rétt. Engin þröngsýn flokkssjónarmið, þótt menn greini eðlilega stundum á um hagkvæmustu leiðirnar, mega verða í vegi fyrir því að þessum undirstöðuatriðum fyrir velfarn aði og afkomu bæjarbúa, séu gerð þau skil, sem samstillt átak bæjar og einstaklinga megnar á hverjum tíma. Þegar litið er til þess, sem gert hefur verið í þessum bæ í þessu efni, má segja að í ýmsu hafi verið vel og myndarlega að þessum málum staðið, en að ýmsu leyti hafi þessum málum ekki verið sinnt svo sem skyldi, svo viðurhlutamikil sem þau eru. Á það einkum við um það hversu mjög á skortir um það, að búa útgerðarstarfsemi bæjar- manna góð starfsskilyrði. Skipa- stóll bæjarmanna er all myndar- legur, bæði að því er snertir botnvörpunga og smærri fiski- skip. Áframhald og eðlileg þró- un verður að vera hér á og skip um verður að fjölga að tilstuðl- an einstaklinga og bæjarfélags, eða með sameiginlegu átaki beggja aðila, á svipaðan hátt og hafður var á um byggingu vélbátanna og byggingu síldar- og fiskimjölsverksmiðjunnar h. f. Lýsi og Mjöl. Hraða verður svo sem frekast er unt byggingu hafnarinnar, svo að hún komi að tilætluðum notum og veiti skipastól bæjarmanna nauðsyn- legt skjól og öryggi. Er saga hafnargerðar í Hafn- arfirði orðin löng og að ýmsu leyti raunaleg. Hafa sjálfstæð- ismenn jafnan lagt ríka áherzlu á nauðsyn öruggra og góðra hafnarskilyrða, fyrir bæ sem Hafnarfjörð og munu halda þeirri baráttu áfram og leiða það mál til lykta, eftir því sem þeir fá aðstöðu til. Sérstakt at- hafnasvæði fyrir vélbáta verður að koma sem fyrst, innan hafn- arinnar. Afgreiðsla hinna smærri báta við bryggjur bæjarins hef- ur oft verið miklum erfiðleik- um bundin, og bátar oft orðið að bíða nokkuð eftir því að geta losnað við afla sinn. Þetta hefur þó bjargast vonum fram- ar, á meðan togararnir hafa svo til eingöngu stundað ísfiskveið- ar. Fari hins vegar svo, sem fullt útlit er fyrir, að þeir snúi sér á ný að saltfiskveiðum, má ætla að þröngt verði um alla afgreiðslu smærri skipa, við bryggjurnar. Bygging bátabryggja eða sér- stakur afgreiðslustaður innan hafnarinnar, er heldur ekkert nýtt mál. Hefur verið rætt um nauðsyn þess oft og mörgum sinnum, kosningaloforð verið gefin, en þar látið síðan staðar numið. Þannig má þetta ekki ganga lengur. Hinn aukni vél- bátafloti og þeir menn, sem á honum stunda vinnu sína, hljóta að krefjast aðgerða í þessu efni sem allra fyrst. Við afgreiðslu- svæði fyrir vélbátana verður að byggja verbúðir. Bæði fyrir skipshafnir á hafnfirzkum bát- um, sem margar hverjar hafa mjög ófullkomin viðlegupláss og sömuleiðis fyrir skipshafnir að- komubáta, sem eigendur óska gjarnan að gera út frá Hafnar- firði á vetrarvertíð. Hafa færri j getað gert báta sína út héðan, j en óskað hafa, einmitt vegna skorts á viðleguplássi. Er að þessu hið mesta tjón, því enda þótt skipshafnir slíkra aðkomu- báta séu máske að mestu leyti utanbæjarmenn, veitir þó útgerð slíkra báta mjög mikla atvinnu og viðskipti í bænum. Með byggingu hinnar nýju verksmiðju H. f. Lýsi og Mjöl, var með sameiginlegu átaki bæjar og einstaklinga stigið myndarlegt spor til betri hag- nýtingar ýmisskonar fiskiúr- gangs, en áður var, auk þess, sem verksmiðja þessi skapar hafnfirzkum skipum aðstöðu til þess að hagnýta sér síldveiði hér sunnanlands, ef kostur yrði slíkrar veiði framvegis. Á sama hátt þarf a8 koma upp fjöl- þættari hagnýtingu þess afla, sem á land berst. ÖIl þau verk- efni, sem hér hefur lauslega ver- ið bent á *og önn)ur þau, er stuðla að því að skapa Hafnar- firði sem ákjósanlegasta aðstöðu til útgerðar og annars þess, er verða mætti til þess að gera þann afla sem á land berst hverju sinni, að sem verðmæt- astri vöru til útflutnings, eru þau verkefnin, sem brýnast kalla að. Það fé sem varið er til slíkra framkvæmda, ávaxtast margfaldlega nútíð og framtíð til hagsbóta. Að þessum málum verða Hafnfirðingar að vinna sem einn maður. Ef sá mikli á- hugi, sem núverandi meirihluti bæjarstjórnar hefur haft á fram- kvæmdunum í Krýsuvík, og það fé sem þegar hefur verið varið til þeirra framkvæmda, hefði í þess stað snúist að nauðsynleg- um umbótum í sambandi við höfnina og aðbúnað útgerðar- innar, þá myndi málum bæjar- ins betur komið en raun er á. Hvað sem segja má um blóma og tómatarækt og búskap í Krýsuvík, en út í það skal ekki farið nánar hér, því máli hafa verið gerð nokkur skil í blaðinu nýlega, þá hygg ég að flestum bæjarbúum fari sem mér, að telja það fásinnu, að ekki sé meira sagt, að þetta bæjarfélag, sem sannarlega hefur ekki úr of miklu fé að spila til ýmiskonar aðkallandi þarfa sinna, skuli vera að verja milljónum á mill- jón ofan af fé bæjarbúa og bæj- arútgerðar, svo og lánstrausti sínu, til þessara framkvæmda í Krýsuvík, á meðan jafnmörg að- kallandi verkefni bíða óleyst í sambandi við okkar aðal atvinnu grein, sjávarútveginn, auk margs annars sem að kallar í þessum bæ. Slík ráðsmennska ráðamanna bæjarins á vissulega eftir að hefna sín grimmilega. Þeir menn sem þannig fara með fé borgar- anna, baka sér þunga ábyrgð. Atvinna við lífrænan atvinnu- rekstur, handa öllum þeim, sem geta unnið, er sú frumkrafa sem stefna verður að að unt sé að fullnægja sem bezt. Þetta verður bezt tryggt með því að bæjarbúar sameinist í því að skapa hafnfirzkri úgterðarstarf- semi sem hagfeldust skilyrði. Að því ber að stefna fyrst og fremst. Auglýsiö Hamri Happadrættir Framhald af bls. 1 yrði! En — það þarf ekki að gera því skóna, að aumingja mennirnir nái þessari aðstöðu, það koma bæjarbúar — hús- bændurnir í veg fyrir með at- kvæði sínu á kjördegi. Að öðrum og þriðja mannin- um af „hinum 10 fyrstu“ skal Ktið vikið. Óskar Jónsson er mætur maður og lítið gefinn fyr- ir þjark og þras, og er talið að hann hafi fremur gert það af flokkslegri þægð að vera á list- anum, heldur en af hrifni og áhuga fyrir stefnubeitingu krata broddanna í yfirstjórn og með- ferð bæjarmálanna. Sama má og segja um Ólaf Þ. Kristjánsson sem mann. Hann er vel gefinn og ágætlega sögufróður. Hann hefur áður verið í bæjarstjórn eitt kjörtímabil og þótti þá hvorki af samflokksmönnum né öðrum gera þar neina „fígúru“. Hans var víða getið hér í bæn- um á tímabili hinna góðfrægu „Gulu seðla“ í sambandi við út- gáfu ávísunar einnar eigi all- stórrar — hinnar svonefndu „Ysuávísunar“ — sem enn mun vera við líði á góðum stað hér í bænum „innan glass og ramma‘1 Ólafur er talinn vera allmjög „til vinstri“ og hafði ver ið ærið fúll við Emil í síðustu alþingiskosningum, gerði ekki svo mikið sem klappa fyrir hon- um á framboðsfundinum. — Geta menn sér þess til, að Ólaf- ur sé á listann settur til þess, ef svo kynni að bera undir að semja þyrfti við kommúnista, að bera rauða fánann fyrir þeim Guðmundi Gissurarsyni og Ósk- ari Jónssyni. Sá fjórði af „hinum 10 fyrstu“ er ungur maður, Stefán Gunn- laugsson skrifstofumaður, alveg reynslulaus á sviði opinberra mála og óþekktur að öðru en því, að hafa skrifað nokkrar langlokugreinar í Alþýðublað Reykjavíkur um ágæti þjóðnýt- ingarbrölts kratanna í Stóra- Bretlandi. — Þennan reynslu- lausa ungling setja kratarnir í baráttusæti listans og bendir það til þess, að þeir geri sér sjálf- ir ekki miklar vonir um að það vinnist. Það er fyrst þegar komið er að hinum algerlega vonlausu sætum á listanum, fimmta og sjötta sætinu, er þeir skipa Emil og bæjarstjórinn, að „x A“ fer að tala um happadrjúg störf, Fallegir standrammar með kúptu gleri. Verzlunin Málmur Sími 9230. sem þessir tveir menn hafi innt af höndum fyrir Hafnarfjörð. — Má helzt skilja það af orðum greinarhöfundar, að þeir Emil og Helgi séu svo sem aðal happa drættirnir í hópi „hinna 10 fyrstu“. Ójá, það er nú það, en ekki munu nú allir bæjarbúar koma auga á þau stóru „höpp“, sem bænum eiga að hafa fallið í skaut fyrir atbeina þessara tveggja heiðursmanna. Hins er allur þorri Hafnfirðinga aftur á móti vel minnugur, að það er engum einum manni á þessu landi eins mikið að kenna, að hér í Hafnarfirði skuli ekki vera komin örugg og fullkomin höfn fyrir löngu, eins og Emil Jóns- syni. Er þetta áreiðanlega hið stærsta óhapp, sem Hafnarfjörð hefur hent og verður ekki með tölum talið það tjón, sem bær- inn hefur beðið og á eftir að bíða vegna þessa „óhapps“ Em- ils Jónssonar. Ekki verður heldur með góðu móti komið auga á „höppin“, sem Hafnarfirði hafa hlotnazt af bæjarstjóranum, nema þá ef vera skyldi það, að undir lians fram- kvæmdastjórn hefur það „heppn ast“ að láta útgjaldalið bæjarins til svonefndra verklegra fram- kvæmda, fara hálfa milljón kr. fram úr áætlun á síðasta ári! Þessum óhöppum munu bæj- arbúar ekki gleyma við næstu kosningar. x B. Eitt og annað — Framh. af bls. 2 vakin var athygli bæjarbúa á bókinni, enda er það senni- legt, að liún hefði með öllu gleymzt í dálkum Alþbl. Hfj., svo og sá tílgangur, sem er með útgáfunni, ef ekki hefði verið rumskað við því í Hamri. Vísa sú, eftir Örn Arnarson sem birt er í Alþbl. Hfj. á ekki frekar við einn stjórn- málaflokk eða annan, heldur er hún kveðin gegn hvers- konar kyrrstöðu, hvar sem hún kemur fram. Þetta virð- ist xA ekki skilja og ætti hann því að lesa betur. Eða held- ur xA að skáldið hefði lof- sungið nú afstöðu þeirra manna, sem ýttu formanni Sjómannafélags Reykjavíkur út af Alþingi? Veit xA ekki heldur hver það var, sem var „sauðþrá íhaldsókind“ og spyrndi fastast „öllum klauf- um við“, þegar togarasjó- menn fóru fram á bætt kjör s. 1. vetur? Það hefur líklega ekki verið framkvæmdastjóri Bæjarútgerðarinnar? Já, xA. Það er gaman að reiða hátt til höggs, en það er betra að gæta þess að berja ekki sína menn.

x

Hamar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hamar
https://timarit.is/publication/800

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.