Hamar - 13.01.1950, Blaðsíða 1

Hamar - 13.01.1950, Blaðsíða 1
MAR IV. ARGANGUR HAFNARFIRÐI, 13. JAN. 1950 2. TOLUBLAÐ Hinir „fjórir sfóru f¥ Hvers á aumingja Guðmundur crð gjalda? í síðasta Alþýðublaði Hafnaríjarðar er birt í ramma gleísa úr grein úr „Landvörn" eítir „gamla manninn" Jónas írá Hriflu, þar sem hann ber mikið lof ó vinnu- brögð hinna „fjögurra stóru „þ. e. Ásgeirs, Björns, Emils og Kjartans," hér í bænum. Er ekki gott að glöggva sig á, hvort „gamla manninum" er alvara með þessari lofgjörð sinni eða þá að hann er að gera góðlátlegt „grín" að hinum „fjórum stóru". Að minnsta kosti er ekki nákvæmninni fyrir að fara hjá Jónasi frekar en fyrri daginn. T. d. segir hann að hinir „fjóru stóru" hafi byggt „myndarlegt gamalmennahæli" (það er nú raunar ekki nema hálfbyggt), komið upp „ógætri vatnsleiðslu" (það verk er rétt í byrjun), byggt „volduga hafnargarða" bet- ur að satt væri) og „undirbúið ræktun og iðjuskilyrði á jarðhitasvæði í Krísuvík," og svo framvegis. ¦— Nú — og helst má skilja það af orðum „gamla mannsins" að til- urð Hellisgerðis sé einnig þessum „fjóru stóru" að þakka! Hann hefði alveg eins getað þakkað þeim byggingu hús- mæðraskólans! Þegar athuguð er „nákvæmnin" í þessu skrifi „gamla mannsins," — sem Alþbl. Hafnarfjarðar þykir auðvitað fara ákaflega vel í maga, — þá rifjast upp gömul saga, sem eitt sinn gekk manna á milli, af viðureign „gamla mannsins við einn „brotfeldugan" bróður á Framsóknar- fundi í Reykjavík. Var „gamli maðurinn" að halda á- vítunarræðu yfir „bróðurnum", er þó fyrir skömmu hafði verið á „lúxusflakki" erlendis og komst þannig að orði m. a. að maðurinn hefði unnið sér það til ómælis á um- ræddri „reisu" að lóta ótíndan hótelþjón snúa sig niður ó nefinu. Á þá einhver viðstaddur að hafa gripið fram í: „Þetta er ekki rétt ,það var maðurinn, sem snéri hótel- þjóninn niður á nefinu". — „Ég vissi þetta", ó „gamli mað- urinn" þá að hafa sagt. „Ég bara hirti ekki um að hafa þetta svo nákvæmt!" Það virðist ósköp svipað með „nákvæmnina" hjó „gamla manninum" þegar hann er að lofa verk hinna „fjögurra stóru" hér í Hafnarfirði. — En— meðal annarra orða. Hvers skyldi aumingja Guðm. Gissursson eiga að gjalda, að fá ekki að prýða hóp „stórmennanna", sem gert hafa öll þessi býsn fyrir Hafnarfjörð? Sannast það á Guðmundi, eins og svo oft vill verða, að laun heimsins eru vanþakklæti, því að hætt er við að vafist hefði fyrir þeim „fjóru stóru" að koma öllu þessu í verk, ef Guðmundur hefði ekki lagt sitt litla lóð á metaskálarnar. — Og víst má Guðmundi vera það nokkur huggun harmi gegn að fá að sjá um pólitíska útför hinna „fjögurra stóru" við í hönd farandi bæjarstjórnarkosningar —. FramkvæitidiE* í bænum Á umliðnum veltiárum hafa miklír fjármunir hlotnast bæjar- félaginu. En hvernig hefur þess- um fjármunum verið varið? Þau mál sem mest hafa verið aðkallandi á síðasta áratug eru hafnargerðin og vatnsveitan. Þessi mál eru að vísu hivor- tveggja á veg kominn, en þó ekki vonum fyrr. Vatnsveiturör- in frá Lækjarbotnum niður að Lækjargötu eru orðin svo fúin að furðanlegt má telja hvað þau lafa saman. Hafnargerðin er alltof stutt á veg komin jafn mikið óg Hafnar- fjörður á undir því komið að skip hafi hér athafnamöguleika, því vissulega hefur hann staðið og fallið með útvegnum nú hina síðarí áratugi. Um fé til þeirra framkvæmda er mér ekki kunn- ugt, en ég tel sjálfsagt, og um það munu allir sjálfstæðismenn vera mér sammála, að neyta verði til þess allra bragða, að koma áfram hafnargerðinni. Nú kann það svo að vera að núver- andi bæjarstjórnarmeirihluti hafi nóg handbært fé til óhindraðra framkvæmda í þessu máli. En sé hinsvegar ekki svo, og þannig mun það vera, samanber lántök- ur bæjarins á síðastliðnu hausti, má telja það furðanlega ráðstöf- un að henda fé og lánstrausti bæjarins í miljónatali í draum- órabúið í Krýsuvík. Um gatnagerð í bænum mætti ýmislegt segja. í Alþýðublaðinu (Reykjavíkur) þann 4. þ. m. er innrömmuð grein þar sem gef- inn er upp holuf jöldi í malargöt- um Reykjavíkur og er hann þar talinn um 2 % miljón að tölu. Ég vil nú ráðleggja höfundi þessar- ar greinar að bregða sér hingað, til Hafnarfjarðar og gera tilraun til að telja, eða giska á holu- fjöldann í malargötunum okkar, til dæmis í Strandgötinni sunn- an steypta hlutans eða við Vest- urgötu vestan við steypuna. Ekki er mér grunlaust um að í þessari höf uðborg Alþýðuf lokks- ins, sem þó senn verður fyrrver- andi höfuðborg, muni hann síst finna tiltölulega færri holur en í Reykjavík, hversu margar milj- ónir holur, sem útkoman kann að sýna. Þá efast ég um að steypti hluti Strandgötunnar nemi um 10 % af gatnakerfi Framh. ábls. 4 Þar sem fórnarlundin ræður „Þegar nýsköpunartogararnir voru fengnir hingað til lands.eignaðist Bæjarútgerðin einn þeirra, Júlí, hið ágæt- asta skip. Þótti þó ekki rétt þá að óska eftir nema einu skipi til viðbótar vegna þess, að engin reynsla var af þeím fengin og því nokkuð í óvissu um gæði þeirra." Þessi orð eru tekin upp úr Alþýðublaði Hafnarfjarðar í grein um Bæjarútgerðina. Væri ekki úr vegi fyrir les- endur þeirra að taka eftirfarandi til athugunar til að skilja betur fórnarlund bæjarútgerðarpostulanna og hug þeirra til Bæjarútgerðar. Bæjarútgerðin var stofnuð á þeim tíma, sem erfiðlega gekk með þann útveg og börðust Alþýðuflokksforsprakk- arnir hatramlega fyrir kaupum tveggja togara, og neit- uðu alger • ;ga að leggja fram fé sjálfir ó móti Sjálfstæðis- mönnum til kaupa togaranna en vildu heldur lctta bæinn bera alla ábyrgð á rekstrinum. Samvinnufélag um 'togaraútgerð var komið á fót á erf- iðu ctrunum fyrir stríð og var það komið í fjárþrot, þegar betur fór að ganga vegna styrjaldarhættunnar. Þegar vænlega fór að ganga, miskunnuðu Bæjarút- gerðarpostularnir sig yfir samvinnuútgerðina og yfirtóku rekstur Haukanessins. Ennfremur keyptu þeir annan togarara, Óla Garða, í stríðsbyrjun, en Bæjarútgerðin var ekki látin kaupa togara þá. Þegar um það var að ræða að fó nýsköpunartogarana var Bæjarútgerðin látin kaupa einn togara „vegna þess að engin reynsla var af þeim fengin" en sjálfir lögðu for- ystumenn Bæjarútgerðarinnar í þá áhættu að kaupa einn togara. „Nú, eftir að þessi reynsla er fyrir hendi hefur Bæjar- útgerðin sótt um 3 NÝJA TOGARA TIL VIÐBÓTAR." Hvaða reynsla er fyrir hendi? Sú, að togararnir eru í hærra verði nú en nokkru sinni ctður, taprekstur er að verða á togaraútgerð og lónakjör eru miklu erfiðari og dýrari nú en áður. , ' Nú er Bæjarútgerðin látin panta þrjá togara' en ráða- menn hennar panta engan. Með öðrum orðum, þegar byrlega blæs fyrir útvegn- um og hagkvæm kaup eru á togurum, kaupa Alþýðu- flokksforkólfarnir togara sjálfir, þegar ver órar og tog- ararnir eru dýrari, er Bæjarútgerðin látin kaupa. Fyrir hvoru bera þeir meiri umhyggju, 'Bæjarútgerð- inni eða sjálfum sér? Kjósið B-lislann

x

Hamar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hamar
https://timarit.is/publication/800

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.