Hamar - 20.01.1950, Blaðsíða 1

Hamar - 20.01.1950, Blaðsíða 1
HAMAM IV. ARGANGUR HAFNARFIRÐI, 20. JAN. 1950 3. TÖLUBLAÐ Bjarni Snæbjörnsson, læknir: Sjálfstæðisflokkurinn og bæjarmálin í síðustu blöðum Alþýðublaðs Hafnarfjarðar hefur hver grein- in rekið aðra, þar sem greint er frá hinum miklu framkvæmd um bæjarstjórnar Hafnarfjarðar síðustu árin, eftir að stríðsgróð- ans fór að gæta hjá bæjarsjóðn um eins og annarsstaðar. Verður ekki annað séð eftir lestur greina þessara, en að Alþýðu- flokkurinn hafi verið þar einn um allt starfið, en Sjálfstæðis- f lokksf ulltrúarnir verið sem Þrándur í Götu um allar þessar framkvæmdir. Ein er samt sú framkvæmdin, sem sjálfstæðis- menn hafa „hengslast til að vera með" og er það stofnun kúabús- reksturs í Krýsuvík. Greinarhöf- undur álítur, að það geri ekki svo mikið til þótt sjálfstæðis- menn séu þar við riðnir, því það er sú framkvæmdin, sem að áliti flestra flokksbræðra hans orkar mjög tvímælis um, hvort rétt hefði verið að ráðast í og áreið- anlega er óvinsæl af miklum meirihluta bæjarbúa. Það er því tilvalið, að læða því inn hjá al- menningi, að Sjálfstæðismenn hafi verið þar með að verld, ef hægt væri með því að klína skömminni af þessum fram- kvæmdum yfir á þá. Það er vitað mál, að fjárhag- ur bæjarins hefur mikið batnað frá því fyrir stríð. Reikningar bæjarins sýndu þá, að hann átti aðeins nokkrar þúsundir fram yfir skuldir, en Bæjarútgerðin var í fleiri hundruð þúsund kr. skuld. Það er heldur engin furða þótt fjárhagurinn hafi batnað og sitthvað nýtilegt hafi verið gjört fyrir alla þá tugi milljóna króna, sem bærinn hefur haft í tekjur síðan 1940. Vil ég nú í sem styztu máli, skýra frá viðhorfi sjálfstæðis- manna í bæjarstjórn til þeirra framkvæmda, sem gjörðar hafa verið á síðustu árum og munu kjósendur því komast að raun um, að málflutningur Alþýðu- blaðs Hafnarfjarðar er í meira lagi einhliða, svo ekki sé dýpra tekið í árinni. Það helzta sem gjört hefur verið, er að bærinn hefur greitt að mestu upp gömlu skuldirnar, steypt töluverðan hluta Strand- götunnar og lagt nokkrar nýjar götur, reist ráðhús og bíó, stækk að barnaskólann, komið upp tveimur barnaleikvöllum, búið til sundlaug, byrjað á Elliheimili m. fl., byrjað á vatnsveitulagn- ingu frá uppsprettu Kaldár til bæjarins, unnið að hafnargerð og unnið að framkvæmdum í Krýsuvík. Mun ég nú geta um, hvað'sjálfstæðismenn hafa lagt til þessara mála. GÖMLU SKULDIRNAR Sjálfstæðismenn þreyttust aldrei á því, að sýna fram á það í blaði sínu og í bæjarstjórn, hvílíkt vandræðaástand og álits hnekkir bærinn bakaði sér með skuldasöfnuninni og „gulu seðl- unum" svo kölluðu. Meirihlut- inn vildi ekki fallast á þessa skoðun þeirra og þáverandi bæj- arstjóri virtist hreykinn af því, að hafa fundið upp þessa ein- stöku leið „til að spara bænum vexti", eins og hann orðaði það. Þeim lá það í léttu rúmi, þótt bærinn þeirra yrði frægur af þeim endemum, sem af „gulu seðlunum" leiddi. Jafnskjótt og gjaldþol borgaranna fór að batna þegar á fyrstu stríðsárun- um. þá beittu Sjálfstæðismenn í bæjarstjórn sér fyrir því, að losa bæinn sem fyrst úr ófremdará- standinu. Það er því þeim að þakka að svo vel sóttist sá róð- STEYPULAGNING STRANDGÖTUNNAR Þeir, sem áttu hér heima fyr- ir stríð, muna ásigkomulag Strandgötunnar þá. Gatan var oft og tíðum ófær eða illfær öll- um umferðartækjum. Sjálfstæð- ismenn þreyttust aldrei á að lýsa þessu vandræðaástandi hennar, þessari „emil"eringu Strandgöt- unnar. Þessari skeleggu baráttu þeirra var það að þakka, að haf- ist var handa um lagningu göt- unnar. Þó ýmislegt megi að henni finna, m. a. hversu stutt- ur og mjór þessi kafli er, þá eru þar stórfelldar umbætur frá því sem áður var. Um aðrar vega- bætur í bænum get ég verið fáorður. Það má segja um þær, að skipulagsleysi og lítilfjörleg verkstjórn, hafi gert þær marg- falt dýrari og óhagkvæmari, en þurft hefði að vera. Hefur líka margur götuspottinn orðið nær eins dýr hver fermeter eins og annarsstaðar er fermeterinn í malbikuðum götum. Flestar þeirra eru hálfkarraðar og ill- færar eins og t. d. Álfaskeiðið, en sú gata ásamt þeim bygging- um, sem við hana standa, gæti verið bæjarprýði. RÁÐHÚS OG BÍÓ Skrifstofur bæjarins voru áð- ur í slæmum og óhentugum húsa kynnum og bæjarstjórnin var á hrakhólum með fundi sína. Það var því ,einlægur vilji Sjálfstæð- ismanna, að úr þessu yrði bætt. Þessvegna voru þeir því fylgj- andi að byggt væri ráðhús, sem væri haft það stórt, að allar skrifstofur bæjarins gætu átt þar inni. Þótt ekki yrði svo í fram- kvæmdinni, þá ej það ekki þeirra sök, enda hafa þeir oft og einatt sýnt fram á það með ó- yggjandi rökum, að bærinn gæti sparað sér stórfé í daglegum rekstri, með samfærslu alka skrifstofa bæjarins og bæjarfyr- irtækja. Um bíóbygginguna voru sjálfstæðismenn hinsvegar ekki á sama máli og hinir. Þeir litu svo á, að þar sem fyrir væri myndarlegt bíó, þá væri það ein- ungis stundarfyrirbæri, að tvö bíó gætu borið sig í ekki stærri bæ en Hafnarfjörður er og virð- ist það nú vera að koma á dag- inn, að þeir hafa þar haft rétt fyrir sér. Þeir álitu því, að ef einhverja byggingu ætti að reisa til þess að verða tekjulind fyrir bæinn, þá væri það réttara að hafa það samkomuhús, máske í sambandi við hótelrekstur, sem þegar er sýnt og á eftir að sýna sig betur í farmtíðinni, að er mikið nauðsynjamál og hefði orðið drýgri tekjulind fyrir Elli- Höfnin eða Krýsuvík Alþýðuflokkurimi mun hiklaust halda áfram því verki sem nú er: komið svo vel á veg og ekki hætta/ fyrx,¦: etí yfir lýkur. Hér er á ferð- 'inni brautryðjendastarf, sem flokfe urinn gerur verið stoltur af, hyað sem nölclrarar Hamars segja. Jryí a$ gera má; .ráð fyrir því, er aftur þrengir að,: j !að bærinn getí ekki í framtíðnmi: |tekið á sig mikið þyngri byrgðar, háfnarmnar yegna, en ¦hann hefir :þegargértsrbili;'~ ; ¦ Það má segja að kosninga- baráttan snúist að verulegu leyti um það, hvort halda skuli áfram byggingu hafnarinnar eða Krýsuvíkur-ævintýrinu. Fjctrhagur bæjarins er þegar orðinn svo bágborinn að báð- um framkvæmdunum er ekki hægt að halda ófram með öðru sem gera þarf í bænum. Eins og þær myndir sýna, sem hér eru birtar úr Alþýðubl. Hafnar- fjarðar þá hefur Alþýðuflokk- urinn valið Krýsuvíkina hún er hans stolt. Allri orku á að beita því máli til framgangs. En bæj- arbúar eru þegar búnir að leggja svo mikið á sig vegna hamargerðarinnar að þar þurfi að stöðva „í bili"!!! Það er fullt útlit fyrir að hafnarframkvæmd irnar verði látnar bíða svo lengi, að Olíufélagið fái ekki nauðsynleg' afgreiðsluskilyrði til að geta komið starfsemi hér fyrir, svo að það hrökklist annað. Sama yrði upp á ten- ingnum hvað snertir annan at- vinnurekstur, sem hér vildi fá bólfestu. Slík óhöpp mega ekki Stefna Alþýðuflokksins um framkvæmdir í Krýsuvíh Þar á að halda áfram af fullum krafti og seilast dýpra og dýpra í vasa borgaranna eftir því fé, sem til framkv. þarf. Stefna Alþýðuflokksins í hafnarmálinu. Þar á að stöðva framkvæmdir að kosningunum loknum. henda bæjarfélagið, það er bú- ið að bíða nóg tjón fyrir það sleifarlag, sem á hafnarfram- kvæmdunum hefur verið. SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN HEFUR BARIZT FYRIR BYGG- INGU HAFNARINNAR OG HANN HELDUR ÁFRAM AÐ BERJAST FYRIR HENNI. Al- þýðuflokkurinn hefur ávallt „hengslast" í mctlinu, enda ótt- ast hann, að það verði til þess að hér rísi upp ýms atvinnu- fyrirtæki, sem hann getur ekki ráðið yfir og það muni skapa fleiri mönnum frelsi til að hugsa og greiða atkvæði en heppilegt er fyrir annan eins klíkuflokk og Alþýðuflokkur- inn er. Það er athugandi f yrir verka- menn, að hafnarframkvæmd- irnar veita þeim miklu meiri crt- vinnu en framkvæmdirnar í Krýsuvík. FÓLK VERÐUR ÞVÍ ANNAÐ- HVORT AÐ KJÓSA KRÝSU- VÍK OG ALÞÝÐUFLOKKINN EÐA HÖFNINA OG SJÁLF- STÆÐISFLOKKINN. Kjósendur athugið, að vald Alþýðuflokksforingjanna nær ekki inn í kjörklefann. Þar eruð þið frjálsir. Og þegar þið eruð í kjör- klefanum, skjálfa kratabroddarnir af ót-tcc við ykkur. Minnist þess i kjörklefanum. Hrindið af ykkur okinu. X B-listi

x

Hamar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hamar
https://timarit.is/publication/800

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.