Hamar - 20.01.1950, Blaðsíða 2

Hamar - 20.01.1950, Blaðsíða 2
2 HAMAR — HAMAR i ÚTGEFANDI: Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfirði RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐÁRMAÐUR: Páll V. Daníelsson. (Símar: 9228 - 9394). AFGREIÐSLA í Sjúlfstæðishúsinu, Strandgötu 29. HAMAR kemur út annan hvern fðstudag. Áskriftaverð kr. 15.00 á ári. PRENTAÐ í PRENTSMIÐJU HAFNARFJARÐAR II. F. Utlagar Sú var tíðin á fyrstu öldum íslandsbyggðar, að menn voru dæmdir til útlegðar, það er að hverfa af landi burt um vissan tíma eða árabil. Þótti þungur dómur að verða fyrir slíku, enda létu sumir fremur lífið en að yfirgefa ætt- jörð sína. í síðasta blaði Alþýðubl. Hfj. er hlakkað yfir því, að andstæðingar krataklíkunnar séu búnir að vera í útlegð í 24 ár. Því verður ekki neitað, að sjaldan hafi kratarnir sýnt betur sitt rétta eðli og innræti en með þessum umræddu orðum og má taka þau í fullri alvöru þar sem þau virðast vera fædd og uppalin við brjóst þeirra, sem að minnsta kosti eru háðir fjölskylduáhrifunum í Alþýðuflokknum. Það sýnir fátt betur en áðurnefnd orð, hve virðing krat- anna er lítil fyrir því, sem kalla má frelsi og persónuleika. Þeir líta svo á að Alþýðuflokkurinn hafi EKKI orðið til fyrir fólkið, heldur fólkið fyrir Alþýðuflokkinn. Má því gera ráð fyrir að „familíublaðið" taki undir með Þorbergi Þórðarsyni og telji það nauðsynlegt að losa einstaklinginn við persónu- leika sinn, svo að hann verði svo aumur, að hann láti at- kvæði sitt fyrir ávaxtadós, brennivínsflösku, bíltúr eða ann- an þægilegan bita. Svo takmarkalaus er lítilsvirðing krat- anna á einstaklingum, rétti hans og frelsi, að það eigi að gera hann útlægan, hafi hann aðra skoðun en krataklíkan í þessum bæ. Hér á ekki að líðast gagnrýni á meirihlutan- um, hér á að bugta sig og beygja fyrir ráðamönnum krat- anna, hér á að þakka fyrir að fá að vera í bænum, þakka fyrir að geta fengið að vinna fyrir konu og börnum, hér á að ríkja ótti og óttinn og öryggisleysið á að verða það, sem lamar niður frelsi, sjálfstæði og persónuleika mannsins, svo að hann verði auðsveipur og ráðþægur við herramenn- ina. Væri úr vegi að líta á það hverjir eru útlagar í sínu eigin bæjarfélagi. Samkv. Alþýðubl. Hfj. eiga það að vera andstæðingar Alþfl. og þá fyrst og fremst Sjálfstæðismenn. Þeir eiga að sitja við hinn óæðri hluta borðsins, en mega alls ekki komast upp að hinu tertum skreytta háborði, þar vilja krataforingjarnir sitja einir. En eru þá ekki fleiri, sem fá ekki að komast að há- borðinu fleiri útlacjar en pólitískir andstæðingar Alþýðu- flokksklíkunnar? Jú, vissulega. Hefur þú óbreytti Alþýðu- flokksmaður ekki verið útlagi frá hinum miklu gæðum, sem fallið hafa foringjunum í skaut? Og hefur meira segja ekki Bæjarútgerðin verið í útlegð hjá krataforingjunum, meðan þeir voru að raka saman fé fyrir sjálfa sig? Hafa ekki vel- flestir bæjarbúar verið í útlegð á meðan Ásgeir, Emil & Co. rökuðu saman fé í eigin vasa? Þú verkamaður, sem hefur lítið af að lifa og verður að spara hvern eyri til að geta látið endana ná saman þér og þínum til lífsframfæris, hefur þú ekki verið í útlegð? Hefur ekki hagur þinn verið látinn víkja fyrir hag krataforsprakkanna? Getur þú fengið þér aukalega bein og bitlinga til að borga útsvarið með eftir því sem það hefur hækkað? Hefur ekki foringjaklíka kratanna skriðið upp eftir bökum fátækrar alþýðu til að maka sinn eigin krók og skilja alþýðuna svo eftir hjálparlausa, að öðru en því að rétta henni aumustu molana af borði sínu til þess að hún verði viðráðanlegri. Þó að „listamenn" æði um bæ- inn, snuðri í kringum hús, setjist upp hjá fólki og semsagt beiti allri þeirri frekju, sem hægt er að koma fyrir í einum og sama skrokk, til að reyna að afla sér atkvæða. Eitt og annað — — V____________________________^ SÁ, SEM GLEYMDIST Það hlýtur að vera gaman að vera mikill maður, þótt ekki náist að vera einn af hinum „fjóru stóru“, sem Jónas Jónsson talar um í háð- grein sinni í Landvörn. Guð- mundur Gissurarson, efsti maður á lista Alþýðuflokksins hér í bæ, er að vísu ekki hár í loftinu en aftur á móti all- þéttur á velli, þótt bakið sé nokkuð farið að bogna og ekki er gott að segja um, hvort það þolir að taka á sig allar þær syndir, sem Alþýðu- floksklíkan hér í bæ hefur drýgt undanfarin 24 ár. Er í sjálfu sér leitt til þess að vita, að til skuli vera svo ráðþæg sál, að hún skuli láta etja sér á slíkt forað, eins og Guðm. Gissurarson virðist gera, en þegar betur er að gáð er það e. t. v. ekki óeðlilegt. „KERLING VILL HAFA NOKK- UÐ FYRIR SNÚÐ SINN" Störfin virðast hafa hlað- izt á Jrennan efsta mann á lista Alþýðuflokksins og er hann til að byrja með skrif- stofustjóri hjá bæjarsjóði og hefur fyrir Jrað allt að 35 J)ús. kr. laun á ári, enda ætti það starf að vera allmikið. Þó hef- ur honum tekizt að missa tíma í að vera í húsnæðis- nefnd og fær hann laun fyrir það. Starfsmaður húsaleigu- nefndar mun hann vera og hljóta Jróknun fyrir. Enn hef- ur þótt fært að setja Jrennan mikla mann í stjórn vinnu- miðlunarskrifstofunnar og mun Jrað vera eitthvað laun- að. Mun Jæssi starfsmaður hafa milli 40 og 50 þús. kr. laun á ári og virðist J>að vera allríflegt, Jiar sem nefndar- störfin eru unnin í starfstíma bæjarins, þótt tekin séu fyrir þau aukalaun úr bæjarsjóði. Er þó sleppt öllu ])ví, sem sagt er, að þessi maður vinni fyrir Alþýðuflokkiun, enda ekki heyrzt, að hann taki laun þar. FÆR EKKI AÐ VERA BÆJARSTJÓRI Eins og öllum er kunnugt hefur stundum gengið illa að að fá nokkurn mann til þess að taka að sér bæjarstjóra- starfið hér í bæ. Mun þó vera til maður, sem gjarnan hafi viljað taka það að sér en ekki fengið. Hefur slíkt ekki verið opinbert, heldur farið fram á bak við tjöldin hjá helzt'u for- ingjum Alþýðuflokksins að því er sagt er. Enda er það ekki óeðlilegt af manni, sem er Aljrýðuflokksmaður, að honum J>yki leitt að geta ekki komizt úr varabæjarstóra- starfinu og í bæjarstórastarf- ið, nema rétt í viðlögum, þó hinsvegar að sagt sé, að hann noti hvert tækifæri til að rita nafn sitt á reikninga o. fl., enda Jrótt bæjarstjórinn liafi ekki brugðið sér frá nema um stundarsakir. TVEIR BARNAKENNARAR Þeir, sem mest eiga að hafa haft á móti því að vara- bæjarstjóri yrði að aðalbæjar- stjóra eru Asgeir Stefánsson og Emil Jónsson, en aftur hafi aðrir fallizt á það eftir atvikum. Þegar svo barna- kennari var umsækjandi um embættið fannst varabæjar- stjóranum að hann hefði ekki meira en hann sjálfur til brunns að bera og bæri sér því starfið og mun Kjartan Ólafsson o. fl. hafa fundizt að sá barnakennarinn, sem kunnugri væri í bænum ætti að fá starfann en það gat nú samt ekki orðið. Er talið, að yngri manni hér í bæ muni vera ætlað starfið, ef svo til- tekst, að Alþýðuflokkurinn haldi meirihluta. Þá niuni „fjölskyldukongurinn" í Al- jTvðuflokknum skipa mann í J>að sæti eins og hann gerði á lista flokksins. „EKKI ER EIN BÁRAN STÖK" Erfitt eiga Jieir, sem skrifa í AlJjýðublað Hafnarfjarðar og ber 1. tölblað Jressa árs þess ljósast vitni. Þar varð skriffinnunum J>að á að ó- virða forseta íslands með því að vitna í nýjársræðu hans til stuðnings búskaparfram- kvæmdunum í Krýsuvík, en þær ganga með slíkum end- emum, að öllum, sem til þekkja hrýs hugur við og geta ekki hugsað sér að nefna þær í sambandi við heiðarlegan landbúnað. Hitt er það, að tekinn er upp kafli úr grein eftir Jónas Jónsson, sem leið- togum Alþýðuflokksins hér í bæ hefur fundizt vera lof um þá sjálfa og þótt gott að smjatta á, en gamli maðurinn var bara óvart að gera grín að J>eim. F AMILÍ UBL AÐIÐ Ritstjóri Alþýðublaðs Hafn arfjarðar er talinn Óskar Jóns son, en almenningi til fróð- leiks má geta þess, að J>að munu vera þeir Gunnlaugur Stefánsson og synir hans, sem mest snúast í kringum blaðið og mestan áhuga hafa fyrir útkomu þess. Er J>ví líkast, af áhuga þeirra að um „familíublað" sé að ræða, J>ótt farsælla J>yki að fá lánað nafn óviðkomandi manns til að breiða yfir hið rétta nafn og númer. ÍSAFJÖRÐUR Það virðist vera svo að AI- Jiýðuflokkurinn vilji losna við að berjast um bæjarmál Hafn arfjarðar, en kunni betur við að ræða um bæjarmál ísa- fjarðar. Skreppa þeir ennþá vestur á ísafjörð í 1. tölublaði Alþýðublaðs Hafnarfjarðar þ. á. og tala um ófremdarástand og óreiðuskuldir. Virðist vera svo að þeir treysti sér betur til að tala digurbarkalega um þau mál, sem bæjarbúar hafa ekki fyrir augunum í Jreirri von að blaðinu verði trúað, og einnig að gera tilraun til að leiða athyglina frá Jiví ó- fremdarástandi, sem ríkir í bæjarmálunum hér. AÐFERÐ AÐ AUSTAN Þessi aðferð virðist vera lík því sem gerist fyrir aust- an járntjaldið, J>að er að telja fólki trú um, að ]>að hafi engir eins gott og Jreir, sem þar búa. A sama hátt eru Al- Jyýðíiflokk.sforsprakkarnir að reyna að telja fólki trú um að hvergi sé eins gott að vera og í Hafnarfirði vegna þess að þar hafi öllu verið bezt stjórnað fyrir Jiá, sem bæinn byggja- ALÞÝÐUFLOKKURINN VERÐUR DÆMDUR Utkoman verður þó sú, J>eg ar fólk athugar gang málanna í góðu tómi, að hér er á marg an hátt stórum verr að fólki búið en t. d. í Reykjavík. Enda er það svo að mörg þau skilyrði, sem nauðsynleg eru til að lifa menningarlífi í þessum bæ skortir að veru- legu leyti. Fólk mun því ekki láta blékkjast af skrifum Al- þýðublaðs Hafnarfjarðar um ísafjörð, heldur halda sig að bæjarmálum Hafnarfjarðar og dæma Alþýðuflokkinn af verkunum og mun sá dómur verða allþungur fyrir hann. Burt með slíka loddara. Endurheimtum bæinn, bæinn okkar úr útlegðinni, endurheimtum frelsið og öryggið, en það er einungis hægt með því að kjósa B-listann lista Sjálfstæðis- flokksins. Sendum óttann, öryggisleysið og hina takmarka- lausu valdafíkn Ásgeirs, Emils & Co, í útlegð þ. 29. þ. m. X B-Iisti

x

Hamar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hamar
https://timarit.is/publication/800

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.