Hamar - 20.01.1950, Blaðsíða 3

Hamar - 20.01.1950, Blaðsíða 3
HAM AR 3 Sj álfstæðisflokkurinn og bæjarmálin Framhald af 1. síðu. heimilið, ef horfið hefði verið að því ráði. STÆKKUN BARNASKÓLANS Að því máli unnu Sjálfstæðis- menn ekki síður en aðrir, enda var það aðkallandi nauðsynja- mál. Það voru að vísu skiptar skoðanir hjá mönnum, hvort ekki væri heppilegra að reisa nýjan skóla vestur í bænum, í stað þess að bæta við gamla skólann. Alitu margir þá ráðstöf un heppilegri hvað kennslu og uppeldi barnanna áhrærði, en kostnaður við slíkar framkvæmd ir hefði orðið margfalt meiri og reksturinn dýrari og því var horfði að því ráði, sem tekið var. BARNALEIKVELLIR Um fjölda ára voru Sjálfstæð- ismenn með fjárveitingu til barnaleikvalla á hverri fjárhags- áætlun, þó engar yrðu fram- kvæmdir, nema nokkrar skóflu- stungur þegar kosningar stóðu fyrir dyrum. Það vantaði þó ekki að sjálfstæðismenn brýndu þá, sem framkvæmdavaldið höfðu og víttu aðgerðarleysi þeirra. Nú hefur verið gjörður sæmilegur leikvöllur fyrir suðurbæinga, en vesturbæingar hafa fengið barna leikvöll, sem er svo úr garði gerður, að börnin, sem við hann eiga að búa, koma oft grátandi heim til sín vegna meiðsla og oft þurfa þau að leita læknis vegna þeirra. SUNDLAUGIN Það mun hafa verið Asgrímur heitinn Sigfússon, sem fyrstur vakti máls á því nauðsynjamáli. Að svo myndarlega var á stað farið, sem raun varð á, var fyrir ötula baráttu Sjálfstæðismanna undir forustu Lofts Bjarnasonar bæjarfulltrúa. Eftir að búið var að gera sundlaugina og reisa nauðsynlegar byggingar í sam- bandi við hana, sýndi það sig, að hún kom ekki að þeim not- um, sem menn höfðu gjört sér vonir um, af því hún var opin. Sjálfstæðismenn beittu sér þá fyrir því undir forustu Lofts, að byggt yrði yfir laugina og var ætlað til þess fé á fjárhagsáætl- un ár eftir ár. Framkvæmdir hafa samt engar orðið í þá átt eins og kunnugt er, en fénu eytt til alls annars. Má máske álasa nefnd þeirri, sem mál þetta heyrði undir, fyrir það að hún hafði ekki sama háttinn eins og Gunnlaugur heitinn Kristmunds son hafði, er um tillag úr bæjar- sjóði til væntanlegs bæjarbóka- safnshúss var að ræða, en hann hafði mikinn áhuga fyrir að shkt hús væri reist. Hann hóf fé það, sem áætlað var á fjárhagsáætl- uninni, út úr bæjarsjóðnum og lagði það inn í Sparisjóðinn, svo það væri handbært þegar til ætti að taka. Gunnlaugur heit- inn þekkti sína og því fór hann þannig að. A sama hátt fór um kaupin á Víðistöðunum til íþróttasvæðis, á sínum tíma. Fé var veitt til kaupanna á fjárhagsáætlun, en peningarnir voru notaðir í ann-* að og kaupin gengu til baka, vegna þess að ekki var staðið við samninga. ELLIHEIMILIÐ Hvað sem Alþýðublað Hafn- arfjarðar segir, þá er það stað- reynd, að bygging myndarlegs Elliheimilis hefur ekki síður ver ið áhugamál Sjálfstæðismanna utan og ánnan bæjarstjórnar, heldur en Alþýðuflokksmanna, en framkvæmdarvaldið hefur verið meirihlutans, eins og skilj- anlegt er. Það að byggja Elli- heimili, fæðingardeild og sótt- varnarhús undir eitt þak, var ef mig minnir rétt samkvæmt uppástungu Sjálfstæðismanna. Var það gjört til að hrinda öll- um þessum nauðsynjamálum sem fyrst í framkvæmd og sam- kvæmt þeirri skoðun, að bærinn ætti fyrir sér að stækka og með tíð og tíma færi svo, að öll byggingin yrði ekki of stór fyr- ir Elliheimilið. Yrði þá hafist handa um byggingu fæðingar- deildar og sóttvarnarhúss, hvers í sínu lagi, eftir þörfum bæjar- búa þá. Hitt er svo annað mál, að mörgum hefur fundist bygg- ingin ganga seint, en það liefur máske sínar orsakir, sem bæjar- stjórnarmeirihlutanum er kunn- ugt um. I þessu sambandi vil ég minn- ast lítillega á spítalabygginguna hér, af því nokkuð kapp hefur verið milli Alþýðublaðsins og Morgunblaðsins út af sjúkrahúss málum beggja nágranna bæj- anna. Þegar ég á sínum tíma vann að því að St. Jóseps systur reistu hér spítala, þá var að því komið, að málið strandaði vegna þess að systurnar vantaði nægi- legt fé og þær gátu ekki fengið það hjá lánsstofnunum. Beitti ég mér þá fyrir því í bæjarstjórn, að Hafnarsjóður, sem átti þá mikið handbært fé og ekki var gert ráð fyrir að hann þyrfti að nota það á næstu árum, lánaði systr- unum til spítalabyggingarinnar nokkuð af þessu fé sínu. Þeir sem greiddu atkvæði á móti þess ari lánveitingu, eða sátu hjá, voru fulltrúar Alþýðuflokksins í bæjarstjórn, svo það er ekki þeim að þakka að Hafnarfjarð- arbær býr við betri sjúkrahúss- kost en Reykjavík. VATNSVEITAN Fullkomin vatnsveita úr upp- sprettu Kaldár til bæjarins hef- ur verið baráttumál Sjálfstæðis- manna um fjölda ára. Það er líka vafalaust, að ekki væri byrj- að á því verki enn, ef sú barátta hefði ekki verið fyrir hendi. Al- þýðuflokksmennirnir streyttust þar á móti í lengstu lög. Þeir vildu steypa upp vatnsgeymir á Hamrinum, (sem hefði orðið dá- lagleg bæjarprýði) og síðar setja upp dælustöð, sem átti að vera allra meina bót. Bæjarbúar sáu það sjálfir, að slík lækning var skottulækning ein og því „hengslaðist“ meirihhítinn loks- ins til að hef jast handa um lagn- ingu nýrrar vatnsveitu. En það mun sýna sig þegar því verki er lokið, að það verður ekki lítil upphæð, sem sparast hefði ef fyrr hefði verið farið eftir þess- ari kröfu Sjálfstæðismanna um nýja vatnsveitu, að ég ekki tali um þægindin, sem af því hefði hlotist fyrir alla bæjarbúa. HAFNARGERÐIN Forsaga þess máls, allt frá því að Finnbogi Rútur Þorvaldsson, núverandi prófessor, hélt hér, að tilstuðlan Sjálfstæðismanna, opinberan fyrirlestur um hafn- argerðir ineð sérstöku tilliti til Hafnarfjarðar; áralöng hlífðar- laus barátta þeirra fyrir því, að hafist væri handa um hafnar- gerð hér og einstrengingsleg andúð meirihlutans undir for- ustu Emils Jónssonar, gegn þessu mikla nauðsynjamáli, sem má teljast aðallífæð fyrir vexti bæjarins og atvinnumöguleik- um bæjarbúa er flestöllum Hafn firðingum svo kunnug, að ég sleppi henni hér, en fullyrða má að ef Sjálfstæðismenn hefðu haft framkvæmdarvaldið, þá væru nú báðir garðarnir fullgerðir fyrir sama fé og nú er komið í þá. Er Jiað líka margra álit, að framkvæmd verksins eins og hún hefur verið, hafi mótast af þessari andúð meirihlutans og víst er um það, að með öllum þeim fyrirhyggjulitlu fram- kvæmdum, sem meirihlutinn hefur á prjónunum í Krýsuvík, er hann að gera sitt til að tefja fyrir þessu mesta nauðsynjamáli bæjarins, en vonandi tekst ekki svo ógiftusamlega til að þeim verði kápan úr því klæðinu. KRÝSUVÍKURFRAM- KVÆMDIRNAR Um þær get ég verið stutt- orður. Sjálfstæðismenn hafa verið á móti því að bærinn reisti þar kúabú. Á fundi bæjarráðs, er slík tillaga var samþykkt, lét ég bóka mín mótmæli ásamt greinargerð þar að lútandi. Við síðustu fjárhagsáætlun, báru Blekkingar bæjarsfjórans Nokkur brögð munu hafa verið að því að bæjarstjóri hafi látið dreifa út á meðal ýmisra starfsmannahópa í bænum, blaðsnepli með áprentuðu línuriti. Mun línuriti þessu ætlað -að telja mönnum trú um það að hlutur sá er bærinn krefst af launum manna hér, þ. e. útsvar þeirra sé lægra hér heldur en í Rvík. Er þetta einhver sú ósvífnasta tilraun til þess að blekkja fólk sem hugs- ast getur. Það er alkunna að hvergi í kaupstöðum lands- ins eru útsvör eins lág og í Rvík, ef miðað er við sömu tekjur og aðrar fjölskylduástæður. Liggja til þess marg- víslegar ástæður. Að ætla sér að telja almenningi hér í bæ trú um það að þeir sleppi léttara hér heldur en sambærilegir aðilar í Rvík., til þess er fólki of auðvelt að ganga úr skugga um hið sanna í þessu máli sem er það að hér verða menn að greiða mun hærri útsvör heldur en gerist í Rvík. Hafa verið notaðar sömu álagn- ingarreglur hér og þar. Hinsvegar hefir hér verið bætt ofan á útsvör manna sem ekki hefir þurft að gera í Rvík. Hér hefir einnig orðið að seilast með útsvarsálagn- ingu á lægri tekjur heldur en gert hefir verið í Rvík. Með línuriti þessu mun einnig gerð tilraun til þess að lýsa hversu útsvör séu há á ísafirði, en á það er nú lögð höfuðáherzla af Alþýðuflokksmönnum að rægja þann kaupstað, síðan borgararnir þar sviftu bæjarstjór- ann og aðra Alþfl.menn þar valdaaðstöðu. Varðandi útsvör á ísafirði skal þetta tekið fram; Utsvarsstigi sá sem notaður hefir verið á ísafirði und- anfarin ár er sá hinn sami sem gilti þá er kratarnir létu af völdum. Sú eina breyting hefir verið gerð þar í þessu efni að tekist hefir að lækka útsvarsbyrgðar þeirra fjölskyldufeðra sem hafa á framfæri sínu 4 börn eða fleiri. Þannig stangast þessi blekkingartilraun bæj- arstjórans á reynslu borgaranna í þessu efni og mun hafa þau einu áhrif að opna augu þeirra fyrir hinum tumlausa áróðri kratanna, sem þeir beita í þessum kosningum. Slík línurit og blekkingar létta í engu byrðar borg- aranna enda mun sá ekki vera tilgangurinn. Það eru aðrir hagsmunir, sem er verið að vinna fyrir. fulltrúar Sjálfstæðismanna í bæj- arstjórn fram tillögu þess efnis, að spyrna skyldi við fótum, áður en hafist væri handa um meiri byggingarframkvæmdir Jiar og meiri fyrirhyggja væri höfð í Krýsuvíkurframkvæmd- unum, en gætt hefði þangað til. Birtu þeir ítarlega greinargerð með þessum tillögum sínum, en allt kom fyrir ekki. Meirihlut- inn skellti við skollaeyrunum og er það ekki vandséð hve alvar- legar afleiðingar þessi ákvörðun þeirra mun hafa á fjárhag bæj- arins og bæjarbúa í framtíðinni ef áfram verður haldið með sama fyrirhyggjuleysinu. Bráðnauð- synleg og aðkallandi viðfangs- efni eins og t. d. vatnsveitan, elliheimilið og hafnargerðin verða þá að standa óleyst vegna fjárskorts og skuldasöfnun bæj- arsjóðs er þegar hafin. Mikill meirihluti bæjarbúa er líka and- vígur þessum kúabúsfram- kvæmdum og mun sýna bæjar- stjórnarmeirihlutanum að svo sé þ. 29. þ. m. Þetta vita Alþýðu- flokksforkólfarnir líka, þess- vegna flýja sumir þeirra hið sökkvandi skip, neita að vera í framboði og þessvegna er því lætt inn hjá kjósendum, að með framkvæmdunum í Krýsuvík hafi Sjálfstæðismenn í bæjar- stjórn „hengslast til að vera með . Góðir kjósendur! Þessi grein mín á að sýna ykkur fram á, að það á engan stað í veruleikan- um þegar því er hvíslað að ykk- ur, að Sjálfstæðismenn séu á móti verklegum framkvæmdum og vilji algjöra kyrrstöðu í þeim efnum, komist þeir í meirihluta. Hitt er svo annað mál að þeir eru óánægðir með hvernig við- fangsefnin eru framkvæmd, vegna þess m. a. að of margir vilja þar ráða og hver potar sér. Því sem bæjarstjórinn neitar t. d., það leyfir skrifstofustjórinn o. s. frv. og hefur slíkt ætíð leið- indi og óþarfa fjáraustur í för með sér. Síðast en ekki sízt álitu þeir það óverjandi fyrir fátækt bæjarfélagsins að ráðast í einu í 3 fjárfrekar framkvæmdir og vilja því fresta frekari fram- kvæmdum í Krýsuvík meðan verið er að vinna að vatnsveitu- lögninni og hafnargerðinni, sem hver maður skilur að eru ólíkt nauðsynlegri fyrirtæki fyrir bæj arbúa, atvinnu þeirra og afkomu heldur en kúabúsrekstur í Krýsu vík.

x

Hamar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hamar
https://timarit.is/publication/800

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.