Hamar - 25.01.1950, Blaðsíða 1

Hamar - 25.01.1950, Blaðsíða 1
HAMAM IV. ARGANGUR HAFNARFIRÐI, 25. JAN. 1950 4. TÖLUBLAÐ Hér birtast ágrip af ræðum þeirra, sem töluðu á æskulýðsfundi F. U. S. Sfefnis sunnudaginn 15. þessa mánaðar Velmegun bæjarfélagsins byggist á því, að Sjálfsfæðisflokkurinn fái meirihluta í bæjarstjórn Guðlaugur B. Þórðarson flutti ýtarlega og þróttmikla ræðu um bæjarmálin og kom víða við. I upphafi ræðu sinnar mælti hann á þessa leið: „Eftir hálfan mánuð eig- um við enn að ganga til kosninga, kosninga, sem munu skera úr um það, hvort bærinn okkar á eftir að verða blómlegur fram- fara- og athafnabær, eða hvort hann á eftir að sökkva í djúp niðurlæging- ar, skulda og óstjórnar, sem nú upp á síðkastið er æ bet- ur að koma í ljós undir stjórn Alþýðuflokksins." Þá minntist ræðumaður á hafnarmálið, hvernig ástandið væri þar og nauðsyn þess að á- fram yrði haldið framkvæmd- um, en ekki þotið til rétt fyrir kosningar og framkvæmdum síðan hætt, að þeim loknum. Síðan fór hann nokkrum orðum um þá auknu atyinnumöguleika, sem myndu skapast í bænum við bættan aðbúnað við höfn- ina. Um afstöðu Alþýðuflokksins til þessa máls sagði ræðumaður meðal annars: „Nú hlýtur mér að verða á að spyrja. Var það fyrir atbeina og óhuga Alþýðu- flokksmeirihlutans í bæjar- stjórn, að hafizt var handa um byggingu hafnarmann- virkja hér í bæ? Því svara ég fljótt og hiklaust og segi nei. Það voru fulltrúar Sjálf stæðisflokksins, sem barizt höfðu árum saman með oddi og egg fyrir því að haf- izt yrði handa um fram- kvæmd þessa, tvímælalaust mest aðkallandi nauðsynja- og framfaramóls allra Hafn firðinga." Þá minntist ræðumaður á ó- fremdarástandið í gatnagerð- inni í bænum. Taldi hann að fá- ir bæir mundu vera jafnilla á vegi staddir í þeim málum og Hafnarfjarðarbær. Fór hann nokkrum orðum um steinlagn- ingu Strandgötunnar og gat þess að ekki hefði verið sinnt tilmælum félags vörubílaeig- enda um breidd götunnar og sagði hann m. a. í því sambandi: „Þannig hugsuðu valda- mennirnir fyrir framtíðinni, er byrjað var að steypa fyrsta götuspottann. Það mátti ekki hafa hann breið- ari en gömlu götuna og svo hefur það komið í ljós síðan, að lengri mátti hann heldur ekki vera." Ræðumaður fagnaði því. að loks skyldi vera hafizt handa um lagningu vatnsveitunnar, því ástandið í þeim málum væri og hefði verið algerlega óvið- unandi, þar sem stórir hlutar í bænum væru vatnslausir mikinn hluta dagsins. Hvað hann það hina mestu nauðsyn að hraða þessari framkvæmd sem mest, en hún væri nú aðeins í byrjun. Ræðumaður fór all ýtarlega út í íþróttamálin og það ófremd arástand, sem nú væri á öllum aðbúnaði æskufólki til handa í þeim efnum. Loforð hefðu verið gefin af Alþýðuflokknum, en Guðlaugur B. Þórðarson flest hefðu þau verið svikin. Sagði ræðumaður að lokum á þessa leið: „Unga fólkið hlýtur að krefjast þess, að ó þessu verði ráðin bót og það fyrr en síðar. En það liggur í augum uppi, að undir slíkri stjórn, sem undanfarið hef- ur setið að völdum, er síður en svo nokkurs árangurs að vænta á því sviði frekar en öðrum er að velmegun og þörfum æskunnar lýtur hér í þessum bæ." Þá minntist ræðumaður á að- búnað bæjarins að yngstu borg- urunum. Loforð um barnaleik- vellivhefðu verið svikin og þær tvær leikvallamyndir, sem gerð- ar hefðu verið væru mjög ófull- komnar. Þá ræddi Guðlaugur um nauð syn þess að hraða sem mest byggingu elliheimilisins svo og nauðsyn þess að hjálpa hús- næðislausu fólki og því, sem byggi í heilsuspillandi íbúðum til að eignast þak yfir höfuðið. í því sambandi gat hann þess að athugandi væri, hvort ekki væri rétt að fara út á svipaða braut og Reykjavík með að að- stoða þá, sem vildu vinna sem mest að byggingunni sjálfir. Þá Hinir vantrúuðu Það má segja, að það hlaupi á snærið fyrir ungum Sjálfstæðismönnum, þegar vitfákar ungkratanna hætta sér óstuddir fram á ritvöllinn. Einn slíkur, víxlgengur þó, kom fram í málgagni flokksins 21. jan. undir nafn- inu „K" (gæti verið kjáni), og þá sjálfsagt til þess að hressa svolítið upp á hina ömurlegu „málefnabarctttu" blaðsins. í byrjun greinarinnar birtir blessaður anginn tölur um fundarsókn hjá Stefni, sunnudaginn 15. þ. m., en lætur þess þó getið, að inn hafi slæðst „5—10 VAN- TRÚAÐIR JAFNAÐARMENN". Nöfn þeirra „vantrúuðu" birtir blaðið ekki, en „Hamar" vill þó ekki láta hjá líða að kynna bæjarbúum þessa pörupilta. M. a. voru þeir: Árni Friðfinnsson (meðlimur fjölskyldunnar), Óskar Halldórsson, Magnús Gíslason og Kristján Hannesson, allt ræðumenn á fundi ungkratanna, Jón Magnússon, kaupmaður og að sjólfsögðu greinarhöfundur, ef hann er ekki einn af þeim fyrrnefndu. Það væri sannarlega ánægjulegt, ef bæjarstjórinn blessaður, hefði slík áhrif ó fleiri af hinum formyrkvuðu sálum úr talkór sínum og flokki. ræddi hann um byggingu félaga heimilisins, sem gæti orðið til þess að skapa æskunni góðan og heilbrigðan samastað hvað snert ir félagslíf og skemmtanir. Þá minntist ræðumaður á það áhugaleysi, sem ríkt hefði hjá bæjarstjórnarmeirihlutanum um byggingu húsmæðraskólans og væri það ekki vammlaust. „Hvað viðkemur", sagði ræðumaður, „þessum lélegu framkvæmdum í bænum á hinum ýmsu og margþættu nauðsynjamálum, sem ég hef lítillega drepið á, þótt margt sé ótalið, er að athug- uðu máli ekki furða, þar sem valdamenn Alþýðu- flokksins virðast vera þess fullvissir, að miklu af fjár- magni bæjarins hljóti að verða bezt borgið í mýrar- flákunum í Krýsuvík. Þang- að virðast þeir einblína aug unum, þar virðast þeirra að- alstarfssvið vera. Það blandast engum hug- ur um það, að hyggilegra hefði verið að veita ein- hverju af þeim stóru fjár- fúlgum, sem komnar eru í Krýsuvíkina til hinna ýmsu nauðsynlegu framkvæmda hér í bænum, öllum almenn- ingi og bæjarfélaginu í heild, til ómetanlegs gagns." Fór ræðumaður síðan nokkr- um orðum um nauðsyn þess, að Sjálfstæðisflokkurinn fengi meiri hlutaaðstöðu til þess að hér mættu skapast betri lífsskilyrði á sem flestum sviðum. Framhald á bls. 2

x

Hamar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hamar
https://timarit.is/publication/800

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.