Hamar - 25.01.1950, Blaðsíða 2

Hamar - 25.01.1950, Blaðsíða 2
2 HAMAR HAMAR ÚTGEFANDI: Sjálfstæðisflokkurinn i Hafnarfirði RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Páll V. Daníelsson. (Símar: 9228 - 9394). AFGREIÐSLA í Sjálfstæðishúsinu, Strandgötu 29. HAMAR kenrur út annan livern föstudag. Áskriftaverð kr. 15.00 á ári. PRENTAÐ í PRENTSMIÐJU HAFNARFJARÐAR H. F. Æskulýðsfundur „Stefnis“ Frá útvarpsumræðunum Utvarpsumræður þær, er fram fóru s. 1. mánudag, vörpuðu skýru ljósi yfir þann málefnaágreining, er mestu skiptir í þessum bæjarstjórnarkosningum. Af hálfu flokkanna töluðu þessir menn: Frá Sjálfstæðisfl.: Þorl. Jónss., Ing. Flygenring, Helgi S. Guðmundsson, Bjarni Snæbjörnsson, frá Alþfl.: Emil Jónsson, Óskar Jónsson, Stefán Gunnlaugsson, Ól. Þ. Kristjánsson, Guðm. Gissurar son og Helgi Hennesson, en frá Sósialistum: Ól. Jónsson, Kr. Andrésson, Illugi Guðmundsson og Kr. Eyfjörð. Það sem einkum einkenndi málflutning flokkanna má segja að hafi verið þetta: Rökstuddar ádeilur Sjálfstæð- ismanna á stjórn Alþfl. á málum bæjarins og þá sérlega vegna þessa: 1. Óhagsýna og óviturlega meðferð þess gífurlega fjármagns sem runnið hefir úr vösum gjaldendanna í bæjarsjóð á umliðnum veltiárum. 2. Vanrækslu þeirri er verið hefir á framkvæmd ým- issa þeirra mála er áætlað hefur verið fé til á fjár- hagsáætlun en aldrei komið til framkvæmda en fénu sem til þessara mála var ráðstafað orðið að eyðslu- fé í höndum bæjarstjórnarmeirihlutans. 3. Stjórnleysi á öllum verklegum framkvæmdum í bænum, sem gert hafa þær dýrari og þannig minni umbætur fengist fyrir fé borgaranna en ella myndi, ef viturlega væri hagað verkum og fullkomnari tæki höfð til framkvæmdanna. 4. Slóðaskap þess og áhugaleysis er jafnan hefir gætt í framkvæmd hafnargerðarinnar og þeirri ákvörðun Alþfl. að draga nú úr þessum framkvæmdum sem skipta atvinnu og afkomu borgaranna meiru en allt annað, á sama tíma sem þeir eru jafn ákveðnir í því að verja ennþá fleiri milljónum úr vösum borg- aranna til hinna óviturlegu og fálmkendu fram- kvæmda í Krýsuvík. Er óhætt að staðhæfa að þessar réttmætu ádeilur Sjálfstæðismannanna fengu meiri hljómgrunn hjá hlust- endum heldur en hinar yfirborðskenndu og stærilætis- fullu ræður verjenda Alþýðuflokksins eða innantómt skvaldur sósíalistanna. Sá háttur sem upp var tekinn við þessar viðræður flokkanna að tilhlutan Sjálfstæðismanna að útvarpað var umræðunum úr útvarpssal, svo að bæjarbúar ættu þess allir jafnan kost að hlýða á mál manna án þess að þurfa að hýrast í húsakynnum sem aðeins rúma lítinn hluta kjósenda, mun áreiðanlega mælast vel fyrir, enda full- nægir slík tilhögun bezt þeim tilgangi sem slíkum um- ræðum er ætlað. Munu umræður þessar án efa hafa opnað augu margra fyrir þeirri nauðsyn að gera sigur Sjálfstæðismanna sem algerastan, með því að tryggja Bjarna Snæbjörnssyni sæti í bæjarstjórn Hafnarfjarðar sem 5 manni Sjálfstæð- isflokksins. Verum a verði gegn kommúnistahættunni Eggert ísaksson Eggert ísaksson hóf mál sitt með því að bendí^ á það, að unga fólkið hefði fvlgt sér um Sjálfstæðisfl. í haust og átt mest an þátt í þeim sigri, sem flokkur irm náði þá, þegar frá er tal- inn frambjóðandinn sjálfur. Og nú færi unga fólkið ennþá af stað út r baráttuna og! sagði hann í því sambandi m. a. á þessa leið: „Þegar kosningar standa fyrir dyrum, er það skylda allra hugsandi manna, og ekki síður æsk- unnar að staldra við, mynda sér um það sjálf- stæða skoðun án utanað- komandi áhrifa, hvernig bænum haíi í raun og veru verið stjórnað, hvernig hald ið hefur verið á sameigin- Ræða Guðlaugs B. Þórðarsonar Kjósið B-lisfann Framhald af bls. 1. Að lokum rnælti ræðumaður á þessa leið: „Þetta getum við skapað okkur, og þetta verðum við undir öllum kringumstæðum að skapa okkur. Og við ger- um það einungis með því, að vinna með hörku og ein- beitni að sem glæstustum sigri Sjálfstæðisflokksins og i veita honum meirihlutaað-j stöðu í bæjarstjórn. Eða m. ö. o., Bjarna Snæbjörnssyni, sem er 5. maður á lista Sjálf- stæðisflokksins verðum við með sameiginlegum og sterkum átökum að tryggja kosningu. Þá fyrst, en ekki fyrr, er þeim fullkomna sigri náð, sem við öll óskum — og sá sigur getur, verður og skal vinnast." legum sjóði bæjarbúa, og hvernig framkvæmdir þær, sem gerðar hafa verið, hafi verið framkvæmdar, að ég ekki tali nú um öll loforðin, sem gefin hafa verið fyrir hverjar kosningar, af þeim sem völdin hafa haft." Fór hann síðan nokkrum orð- um um aðdraganda að stofnun Bæjarútgerðarinnar, og þá hefði einkaframtakið verið nýtt niður fyrir allar hellur. En þegar styrj- öldin skall á og fjármagnið streymdi inn í landið, þá þurfti | ekki að fráfælast einkaframtak- ið, heldur fóru bæjarútgerðar- postularnir að gera út sjálfir, en Bæjarútgerðin var ekki elfd. Þá benti ræðumaður á, að illa hefði verið farið með stríðs- gróðá Bæjarútgerðarinnar að eyða stórum hluta af honum í Krýsuvík í stað þess að búa bet- ur að sjávarútveginum með því að bæta höfnina. Minntist hann á í þessu sambandi á þá stað- reynd, að kúabú, þótt stórbú væru, sem rekin væru af hálfu hins opinbera, væru rekin með nu meira eða minna tapi, þó að þau nytu forystu hinna hæfustu og bezt menntuðu sérfræðinga á þessu sviði, og þessi bú þyrftu ekki að greiða niður stórlán né vexti af þeim og væru rekin með þeim fullkomnustu tækjmn, sem völ er á. Hinsvegar yrði stofnkostnað- ur kúabúsins i Krýsuvík margar millj. kr. Síðan fórust ræðu- manni orð á þessa leið: Allt það sukk og ráðleysi, sem einkennt hefur allar framkvæmdir þarna suður- frá, verður að stoppa. Það verður að gera glögga og nákvæma rannsókn af hæf- ustu mönnum, sem myndu þá um leið gera áætlun um, hvernig þessu yrði bezt kom ið á heilbrigðan grundvöll og bjarga því sem bjargað verður. Eg trúi því ekki fyrr en ég tek á, að íbúar bæjar- ins leyfi að safnað verði stórri skuldabyrði í þeirra nafni, fyrir utan allt það fé, sem tekið er af bæjarbúum og fleygt í þessa hít. Er ekki nær að leggja áherzlu á þær framkvæmdir, sem miða til atvinnuaukningar bæjarbú- um til handa, svo sem hafn- arinnar og mannvirki í sam- bandi við hana. Það er vitað mál, að þegar höfnin er orð- in öruggari en hún er nú, og búið er að laga betur til fyrir mótorbátana, mun stórauk- ast hér útgerð á vetrarver- tíð og skapa hér geisilega atvinnuaukningu. En því miður hefur meirihlutinn aldrei skilið þetta, eða viljað skilja, og sú þrjóska er bú- in að kosta bæinn tugmillj- ónir króna. Síðan fór ræðumaður nokki-- um orðum um koinmúnista og mælti m. a. á þessa leið: „Um hinn andstöðuflokk Sjálfstæðismanna, kommún istana, get ég verið fáorður. Frægðarsól þeírra hér á landi mun vera að hníga. Fólk er farið að sjá í gegn- um blekkingarvef þeírra. Það er farið að finna, að það á ekki samleið með þeim mönnum, sem eru dyggir þjónar einræðis og kúgun- arstefnu, og vilja hafa það stórveldi að leiðarljósi, sem hefur síðan stríðinu lauk, verið verkadrúgt að hella eitri í þann friðarkaleik, sem hið hrjáða mannfólk þráði og þráir enn. En hver skilur? Islenzka þjóðin hefur fram á þennan dag, góðu heilli, reynt að skilja samhengi sögunnar. Hinn austræni frelsisboð- skapur er fjarrænn raun- sæju og vitrænu viðhorfi þúsund ára þjóðmenningar íslendinga. Norræn menn- ing er vaxin upp af sterkum stofni mannvits og frjáls- hyggju. Frá þeim uppsprettu lindum er tunga okkar og bókmenntaauður runninn. Með hópsefjun er hægt að blekkja fáfróðan líðinn en ekki sjálfmenntaða sögu- þjóð." Lagði ræðumaður síðan á- herzlu á, að nauðsynlegt væri að vera vel á verði gegn kommún- itsalrættunni og þeim ógnum, sem hún leiddi yfir þjóðirnar. Ræðumaður lauk síðan ræðu sinni með þessum orðum: Sunnudaginn 29. janúar næstk. gera Hafnfirskir kjós endur út um það, hvort þeir vilja heldur, koma bænum aftur í sama gjaldþrotið og öngþveitið, sem var hér fyr- ir stríðið, láta enn stoppa vinnuna við hafnargarðinn, halda áfram að kasta pen- ingum hugsunarlaust svo milljónum skiptir í Krýsu- víkurævintýrið, eða fela stjórnina í hendur þeim mönnum, sem fyllilega gera sér ljóst, hver hin raunveru- lega lyftistöng atvinnulífs bæjarbúa er, og koma verk- legum framkv. bæjarins í það ástand, sem allir geta við unað. Ég efast ekki um, áheyrendur góðir að þið tryggið sigur B-listans.

x

Hamar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hamar
https://timarit.is/publication/800

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.