Hamar - 25.01.1950, Blaðsíða 3

Hamar - 25.01.1950, Blaðsíða 3
HAMAR 3 - Æskulýðsfundur II Sfefnis" Sjálfstæðismönnum er bezt freysi- andi til að fara með stjórn bæjarmálanna Jónas Bjarnason gat þess m. a. í upphafi ræðu sinnar, að nauðsynlegt væri að velja þá menn í bæjarstjórn, „sem kynnu fótum sínum forráð", en leiddu ekki yfir bæjarbúa fullkonma fjármálaóstjórn, sem nú virtist vera siglt hraðbyri að undir for- ustu Alþýðuflokksmeirihlutans hér í bæ. Taldi ræðumaður, að það kæmi unga fólkinu, sem við ætti að taka, mest við, ef illa færi á fjármálasviðinu. Fórust ræðu- manni m. a. orð á þessa leið: Mér finnst einmitt þessi mál fyrst og fremst snerta okkur unga fólkið, sem er- um að leggja út á bratta lífsins í baráttunni fyrir frjálsri tilveru okkur til handa. Þegar ungur maður legg- ur úr foreldrahúsum til þess að byrja sjálfstætt líf, ligg- ur það oftast fyrst fyrir hon- um að krækja sér í lífsföru- naut og stofna bú. Hin ungu hjú byrja svo lífsbaráttu sína með bjartsýni æskunn- ar í veganesti. Þau komast þó brátt að raun um, að því miður verður ekki lifað á ástinni einni saman, heldur verður einnig að vera til staðar eitthvað af hinum veraldlega auði, sem oftast er lítið af til.að byrja með. Nú er stritað og starfað eins og kraftarnir frekast leyfa, til þess að hægt sé að stofna viðunanlegt heimili. Til þess þarf mikið fé nú á dögum, og þrátt fyrir allt strit og erfiði fer það oftast svo, að þegar heimilið loks- ins er komið upp, þá eru bú- endurnir skuldum vafnir. Þá gat ræðumaður þess, að þrátt fyrir erfiðleikana væri bjartsýnin ríkjandi og unga fólk- ið bæri traust til samtíðarinnar um, að því mætti skilningur, uppörfun og aðhlynning í erfiðu starfi sínu. En því miður vildi oft verða misbrestur á slíku og mælti ræðumaður m. a. í því sam- bandi: Því miður bera stjórnend- ur Hafnarfjarðar ekki gæfu til að sjá eða skilja þessi sjónarmið. í stað þess að létta byrjendastarfið er því íþyngt á allan hátt með alls konar bæjargjöldum og kvöðúm, hvernig sem ástæð ur kunna að vera fyrir hendi. Með þessu háttalagi stuðla bæjaryfirvöldin að því einu, að hinn ungi ný- græðingur veiður að kal- kvisti strax í fæðingunni. Bjartsýni æskumannsins dvínar óðum og hann kemst brátt að raun um, að allt hans strit verður til lítils annars en seðja hina botn- lausu hít bæjarsjóðs og hrekkur þó varla til. Að vísu hygg ég, að hinir ungu þegnar bæjarins myndu með glöðu geði leggja á sig aukið erfiði til að afla fjár til nauðsynlegra cg sjálfsagðra framkvæmda bæjar síns, of einhver á- rangur sæist af öílu stritinu. Jónas Bjarnason, læknir Ræðumaður taldi að mjög mikill misbrestur væri á því, að hér í bæ sæist árangur af því, sem færi um hendur bæjar- stjórnarmeirihlutans. Áleit hann það illa farið með almanna- fé, hjá bæ, sem fyrst og fremst b.yggði afkomu sína á sjávarút- vegi, að leggja margar milljónir króna í búskap í Krýsuvík. Um það sagði ræðumaður m. a.: Haldið þið ekki, hér hefði betur farið og hér væri bjargvænlegra umhorfs, ef milljónum þeim, sem farn-1 ar eru í Krýsuvíkurdelluna, hefði verið varið til að hlú að sjávarútveginum með því að fullgera hina langþráðu höfn, sem við alltof lengi er- um búin að bíða eftir. Það er svo sem ekki aldeilis nóg, að búið sé að eyða milljón- um króna af fé ykkar í Krýsuvíkina, heldur stendur til að stofna til stórfelldra lántaka hringavitleysunni þar til framdráttar. Ræðumaður. taldi, að Krýsu- víkurframkv. mundu verða þungur baggi fyrir útsvarsgreið- endur þessa bæjar að standa undir, og þeir væru ekki sam- þykkir því, að fé þeirra væri eytt eða yrði eytt þannig fyi'irhyggju laust. Betra hefði verið, að bæj- Við þurfum að búa betur að yngstu borgurunum Frú Hulda Sigurjónsdóttir flutti greinargóða ræðu um þau mál, sem fyrst og fremst kæmu húsmóðurinni við í daglegum störfum hennar. í upphafi ræðu sinnar komst frúin m. a. svo að orði. Við, sem fyrst höfum litið ljós dagsins og alist upp hér aryfirvöldin hefðu litið sér nær og notað meira fé, ,,til að bæta svolítið úr hin- um mjög svo alvarlega vatnsskorti bæjarbúa, eða hressa örlítið uppá forar- vilpurnar, sem eiga að nefnast götur hér í bæ, að ekki sé minst á það regin- hneyksli, að á miðri 20 öld- inni skuli vera til götur í slíkum fyrirmyndarbæ, sem Hafnarfjörður á að vera, að ekki sé til í þeim kloak- leiðsla." Því næst gat ræðumaður þess, að Hafnarfjarðarbær hefði ver- ið einn af ríkustu bæjum lands- ins, en svo væri komið, að bær- inn væri orðinn stórskuldugur og erfitt væri að fá lán til nauð- synlegustu framkvæmda. Hér verður að spyrna við fótum og það fast og ræki- lega. Að vísu er það allt annað en glæsilegt að taka við eftir slíka óstjórn, sem hér hefur ráðið ríkjum, en það verður að gerast, til að hægt sé að bjarga því, sem bjargað verður. Eg bið ykkur kjósendur góðir að íhuga vel þessi mál fram að kosningum, leita upplýsinga um þau og fræðast um sannleikann þótt ógeðslegur sé. Það verður að takast vegna al- menningsheilla, að opna augu bæjarbúa fyrir stað- reyndunum. i Að lokum mælti ræðumaður: Sjálfstæðismenn hafa sýnt það og sannað, að þeir kunna að fara með mál þessi svo að vel fari. Þess vegna, góðir fundarmenn, verum einhuga um að gera allt sem í okkar valdi stend- ur til þess að tryggja 5. manni á lista Sjálfstæðis- flokksins sæti í bæjarstjórn næsta kjörtímabil. Með því vinnum við sjálfum okkur og bænum okkar mikið gagn. Stormum öll tíelfd til þeirr- ar kosningarbaráttu, sem nú er að hefjast með baráttu- þrek æskumannsins að vopni, þá skal 5. maður Sjálfstæðisflokksins í bæjar- stjórn. í hýra vinarlega bænum okkar Hafnarfirði, höfum tekið ástfóstri við litla fjörð- inn, og þá gefur að skilja, að við viljum heill hans í hvívetna og hljótum að vilja, að honum sé vel og viturlega stjórnað. Ræddi hún síðan um að margt hefði betur mátt fara í stjórn bæjarmálanna og lagði áherzlu á að hagsýni og samvizkusemi væri nauðsynleg í framkvæmd- um bæjarmálefna. Síðan kom frúin að þeim skilyrðum, sem yngstu borgur- unum væru búin og sagði: I mörgum löndum er fyrst og fremst hugsað um yngstu borgarana. En hér í okkar bæjarfélagi virðast þeir vera aukaatriði. Marg oft hefir verið lofað að byggja leikvelli, að vísu er vísir af einum suður í bæ og fyrst í sumar var settur upp völlur í vesturbænum. Svo heldur hefir verið sleyfarlag á því máli. Hafnfirskar mæður hafa haft miklar áhyggjur útaf börnum sínum, sem hafa þurft að vera að leikjum sínum á götunum, allir vita hversu stórhættulegt það er. Þegar verið var að útbúa leikvöllinn í vesturbænum fylgdust börnin vel með verkinu, og oft löbbuðu þau þangað til að vita hvort ról- urnar væru ekki komnar upp. Eftirvænting þeirra var mikil. Mæðurnar voru líka eftirvæntingarfullar eftir að fá loks einhvern stað sem væri öruggur fyrir börnin, til að vera að hollum úti- leikjum. En hvernig var nú umhorfs þarna, þegar loks átti að fara að taka völlinn til notkunar. Vægast sagt datt mér í hug, að þeir, sem áttu þarna hlut að máli, hafi ekki haft inngrip í verkið, eða aðeins verið að hrófla vellinum upp því kosningar stóðu fyrir dyrum að hausti og þetta væri nógu gott í * bili. Að vísu var komið þarna fyrir rólum, sand- kassa og söltum. En ofaní- burðurinn hvernig var hann, jú það var STÓRGRÝTIS- MÖL! Ræddi frúin síðan um nauð- syn þess að ganga þannig frá barnaleikvöllunum, að ekki skapaðist þar hætta fyrir börnin, en þau hafi oft komið heim I hrufluð og blóðug af vellinum í vesturbænum. Einnig taldi hún nauðsynlegt, að eftirlit væri haft með völlunum, svo að börnin Frú Hulda Sigurjónsdóttir gætu verið þar örugg. í því sam- bandi mælti frúin á þessa leið: Mér er vel kunnugt um að börn allt að 6—7 ára gömul hafi ætlað á völlinn, en komu heim vonbráðar ó- ánægð og sögðu: „Við þor- um ekki að vera niðurfrá, stóru krakkarnir hrinda okk- ur og það er svo sárt að detta í mölina og vont að komast að tækjunum." Slík ummæli eiga börnin ekki að þurfa að hafa um þá staði, sem þeim eru ætlaðir. Síðan ræddi frúin um barna- leikvelli í Reykjavík og stjórn þeirra og gat þess, að þar væri ástandið miklu betra en hér í bæ, enda hefðu Sjálfstæðismenn farið með völdin þar. Aftur á móti væri jafnvel hættulegt að senda börn á leikvöllinn í vestur bænum „Þannig er búið um ör- yggi yngstu borgara bæjar- ins", sagði frúin. „Er þá að furða þótt ekki sé burðugra yfir að líta um önnur mál í bænum". Þá ræddi frúin um dagheimila þörfina í bænum, þar sem hús- mæður fengju svo litla hjálp til heimilisþarfa sem raun ber vitni. Gat hún þess, að hér í bæ væri eitt dagheimili, en það gæti ekki tekið nema lítinn barnahóp, því húsakynni væru þröng og starfs- skilyrði erfið, það væri því nauð synlegt að koma upp fleiri dag- heimilum. Þá ræddi frúin um vatnsskort- inn í bænum á þeim stöðum, sem hærra bæri á og sagði m. a. „Vatnsveitan var lögð, þegar bærinn var miklu minni, en nú hefir hann vax- ið mjög ört eins og kunnugt er, og þar af leiðandi aukist vatnsnotkunin. Húsmæðrun- um er bezt kunnugt hversu nauðsynlegt nægilegt vatn er. En frá sjónarmiði bæjar- stjórnarmeirihlutans virðast húsmæðurnar líka aukaat- riði. Ætli hefði ekki betur varið fé til að fullkomna vatnsveituna en leggja svo mikla áherzlu á Krýsuvík- ina. Framhald á 4. síðu.

x

Hamar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hamar
https://timarit.is/publication/800

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.