Hamar - 25.01.1950, Blaðsíða 5

Hamar - 25.01.1950, Blaðsíða 5
HAMAR 5 - Æskuivðsfundur „Slefnis Fjármálaóstjórn Alþýðnflokksins f upphafi máls síns lýsti Jó- hann Petersen hinum hyggna al- þýðumanni, er samstillir svo útgjöld sín og inntektir sem hann má, þannig að ekki hallist á í búskapnum. Ræðumaður hélt síðan áfram á þessa leið: „Ég hef nú lýst hér hyggnum og aðgætnum manni, er telur sér og sínum bezt borgið með því að virða tvö aðalsmerki heil- brigðs fjármálalífs — sparsemi og skilvísi — samfara hyggind- um, er síðar myndu í hag koma. Slíka borgara hefur okkar kæra byggðarlag — Hafnarfjörður — átt á öllum tímum — menn er hafa viljað vita fótum sínum forráð. Slíkir menn eru gjarna mis- skildir af ráðleysingjum og flysj- ungum og þeim þá oft valin heitin nirflar — afturhaldsmenn og íhald — hinu gamla útþvælda slagorði meðalmennskunnar, eyðsluseminnar og manndóms- leysisins. Þannig fór hér í þessum bæ. Þeir menn er andvígir voru hagsýni alvörumannsins, náðu tökum á málefnum bæjarfélags- ins. Tími alvöruþungans, hygg- indanna og hagsýninnar var lið inn, gagnvart málefnum bæjar- félagsins og bæjarsjóðsins. Mjög snemma á valdaferli bolsivíkk- anna er komnir voru til valda, tók ungur maður við forystu um stjórn bæjarfélagsins. Þessi ungi maður var alinn upp á heimili, þar sem hófsemd og hagsýni voru í hávegum höfð. Hefði því mátt ætla, að maðurinn hefði tekið hinar góðu dyggðir með, út í lífið og starfið er nú beið hans. Oðru var þó nær. í stað ráðdeildar og víðsýnis kom ráð- leysi og þröng sjónarmið, gagn- vart þörfum fólksins. Með komu Emils Jónsson- ar í bæjarstjóraembættið í Hafnarfirði, hélt lánleysi eyðsluseminnar og virðing- arleysisins fyrir fjármunum fólksins innreið sína í stjórn og meðferð peninga þeirra er bæjaryfirvöldin sóttu í vasa gjaldenda bæjarins. Frá ári til árs minnkuðu af- komumöguleikar fólksins. At- vinnutækin, svo sem útgerð Helyersbræðra, voru flæmd úr bæjarfélaginu. Löngun manna og möguleikar til sköpunar verð mæta minnkaði. Atvinnuleysið — erkifjandi einstakhngshyggjunnar, en tæki þeirra manna, er afkomu sína byggja á fylgi fólks er þarf að Jóhann Petersen leita til vinnumiðlunar bæjarins — atvinnuleysið, sem Alþýðu- flokkurinn byggði afkomu sína á, í mörg ár í þessum bæ — slíkt vald þróaðist nú vel við hjarta skriffinna bæjarins. Tímabil Em ils Jónssonar — tímabil hinna gulu seðla stóð nú yfir. TÍMABIL HINNA GULU SEÐLA í raun og sannleika er hér komið að einu veigamesta atrið- inu í stjórn Alþýðuflokksins á bæjarmálum Hafnarfjarðar um 24 ára skeið. Því að segja má, að veikleiki, svo ekki sé sterk- ara að orði komist — stjórnenda bæjarins — hafi einmitt legið í því og sé nú sá — hve virðingar- leysi fyrir fjármunum heildar- innar er ALGJÖRT. Utgáfa ávísunar án innstæðu — gulu ávísanirnar, er hin stóra opinberun í fjármálaspillingu Alþýðuflokksins í stjórn meiri- hluta bæjarstjórnar á hinni sam- eiginlegu fjárhirzlu bæjarbúa. Avísanafargani sínu hélt Guðmundur Emil Jónsson á- fram, þar til að sukk og svínarí var orðið svo mikið, vegna þess- ara ávísana hans, að hann sá sitt óvænna og flúði frá öllu saman í feita stöðu í Reykjavík. Hefði Jiað eftir atvikum verið mikið happ fyrir Hafnfirðinga, en gleði borgaranna var skamm- vinn, því að bitlingar og bein voru enn til í Hafnarfirði og í það hélt hann, sem nú var orð- inn vitamálastjóri á íslandi. Þar með var óhamingja bæjar félagsins innsigluð með afskipt- um Emils Jónssonar af málefn- um bæjarins allt til þessa.“ Er hér var komið lýsti ræðu- maður hvernig að fjárhagur bæjarins og bæjarfyrirtækjanna hefði verið kominn í kaldakol, svo að ekkert hefði blasað við annað en gjaklþrot, er Hitler hefði hleypt hinni blóðugu styrj öld af stað. Afleiðing styrjaldargróðans hefði hins vegar orðið sá, að krötunum hefði verið bjargað frá gjaldþroti. Síðan hélt ræðumaður áfram: „Bæjarsjóði græddist nú tals- vert fé. Hefst þá sá tími í stjórn bæjarmálanna, er tillögur minni hlutans í bæjarstjórn — Sjálfstæð ismannanna — fá nokkurn hljóm grunn hjá valdamönnunum. Þær tillögur voru samkvæmt grundvallarskoðun hins liyggna manns og þar með Sjálfstæðis- flokksins. Sjálfstæðismenn fengu því á- orkað að sameina bæjarbúa alla í því átaki, að greiða skuldir Alþýðuflokksmeirihlutans. Mun J>að og nú vera skoðun hins al- menna gjaldanda í Jvessum bæ, að spor J^að hafi verið hið eina rétta, enda mun grunur margra sá, að ef þeir kratarnir hefðu fengið einir að ráða, væri bæj- arfélagið enn ekki laust við skuldasúpuna. Heldur hefði á- fram verið böðlast eins og naut í flagi. Ég hef J>á rakið hér, að vísu í mjög stórum dráttum, hvernig að virðingarleysi og fullkomin fyrirlitning fyrir fjármunum al- mennings, samfara hinu ótrúleg- asta blygðunarleysi, hefur fylgt meirihluta bæjarstjómar á valda ferli hans. Má af þessu sjá, hve hættu- legt það er að fela slíkum ó- happamönnum og ráðleysingj- um forsjá hinnar opinberu fjár- hirzlu. Ef litið er á málefni bæjarfé- lagsins í dag, verður fljótt fyrir augum manna sú staðreynd, að menn þeir, sem enn fara með völdin, virðast öllu hafa gleymt og ekkert lært af sínum mörgu og miklu víxlsporum. Fjársóun og virðingarleysi fyrir gerðum áætlunum virðist takmarkalaus. Sem dæmi má nefna það, að aðeins á einum lið fjárhagsáætl- unarinnar mun hafa verið eytt á síðasta ári nálægt kr. 600.000,00 fram yfir áætlun. Krýsuvíkurfarganið er þó há- punktur fjárglæfranna. Ég eyði ekki frekar orðum að Jdví hræði- lega fjársóunarfyrirtæki. Það verk, sem óg önnur, munu dæmd af kjósendum sunnudag- inn 29. þ. m. Að svo mæltu vildi ég aðeins mega láta í Ijós J>á skoðun, að furðulegt megi heita, að menn eins og forkólfar bolsivíkkanna er stjórnað hafa bænum, sem vel flestir virðast kunna lagið á Jdví að hafa ofan af fyrir sjálfum sér, skuli ekki vera meiri hagsýnis- menn, en raun ber vitni, er bæj- arfélagið er annarsvegar". X Blisti Flúið í skjói Jonasar írá Hriflu Ölafur Pálsson að gera gys að hálfkákinu hér í bæ. Það sést best á skrifum Alþýðublaðs Hafn- arfjarðar 7. jan. síðastliðinn. Þar birta þeir grein, sem Jónas Jónsson hefir skrifað í Landvörn, og get ég ekki annað séð ,en að hann sé beinlínis að skopast að hálf- kákinu hér í bæ. Síðan tók ræðumaður fyrir' hverja fullyrðingu Jónasar um, að þetta eða hitt væri komið í framkvæmd og sýndi fram á, ! hve mjög væri skoplegt að taka alvarlega orð „gamla manns- ins“, og sagði ræðumaður m. a. Ólafur Pálsson talaði um á- standið í bæjarmálunum í létt- um tón/dró ungkratana sundur og saman í háði og gerði óspart grín að kosningabaráttu Aljyýðu flokksins yfirleitt. Síðan komst hann að orði á þessa leið: Við erum hér saman kom- in í dag til þess að ræða og kynna okkur stjórn þessa bæjar á liðnum árum. Við þurfum ekki lengi að rekja slóð Alþýðuflokksins hér í bæ, til þess að komast að raun um það, hve illa mál- um hefir verið stjórnað, og hefir óstjórnin farið ört vax- andi með hverju ári, og hver veit hvar það endar, ef ekki nú þegar er tekið í taum- apa, því að ekki er nokkur von um, að þeir sjái sig um hönd. Þeir eru fullkomlega ánægðir með gjörðir sínar, og það mun aldrei hafa hvarflað að þeim, að betur mætti fara. Þeir skilja ekki einu sinni, þegar verið er Að bærinn hafi komið upp ágætri vatnsleiðslu, er mesta fjarstæða, því að þyrstur yrði sá maður, sem þyrfti að sækja sér vatns- sopa í leiðsluendann, þar sem hann nú er. Að lokum minnist Jónas Jónsson svo á Krýsuvík, og er það sennilega með ráð- um gert, svo að hægt sé að bæta öllum þeim fram- kvæmdum við, sem í vænd- um eru, því að engar áþreif- anlegar framkvæmdir sér greinarhöfundur þar enn, aðeins undirbúning. Góðir félagar, er ekki nokkuð langt gengið í blindninni, að trúa því, að öll þessi verk séu svo vel úr garði gerð, að vart muni finnast annað eins. Að lokum benti ræðumaður á, áð skammt væri á milli Al- J>ýðuflokksins og kommúnista, og það væri ekki nema tíma- spursmál, hvenær þeir rynnu saman í eina heild. Barnaleikvöllunnn í vesturbænum Sunnudaginn 21. ágúst 1949 birtir Alþýðublaðið (Reykjavík) fréttir af framkvæmdum á vegum Hafnarfjarðarbæjar. Þar segir m. a.: ,,LokiS er við að qera tvo leikvelli íyrir börn og koma tækjum tyrir á þeim"X Lbr. Hamars). Hér birtist mynd af öðrum leikvellinum. Þegar myndin var tekin sagði barn, sem viðstatt var: „Eruð þið að taka mynd af rólunum, það er ekkert snæri í þeim."

x

Hamar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hamar
https://timarit.is/publication/800

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.