Hamar - 28.01.1950, Blaðsíða 2

Hamar - 28.01.1950, Blaðsíða 2
2 HAMAR (-------------------------------------:------------------------------------> H A M A R ÚTGEFANDI: Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfirði RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Páll V. Daníelsson. (Síniar: 9228 - 9394). AFGREIÐSLA í Sjálfstæðishúsinu, Strandgötu 29. HAMAR keniur út annan hvern föstudag. Áskriftaverð kr. 15.00 á ári. PRENTAÐ í PRENTSMIÐJU IIAFNARFJARÐAR II. F. Forustumenn krafanna velfa sinni eigin sök yfir á fólkið Þegar bent er á sleifarlag það sem ríkir í meðferð bæjar- málanna á ýmsum sviðum, sleifarlag, sem forráðamennirnir einir bera alla sök á, velta þessir heiðursmenn jafnan öll- um slíkum aðfinnslum af sér og yfir á hið starfandi fólk. Enginn blettur eða hrukka skal falla á þá sjálfa, það skiftir þá öllu. Hitt skiptir þá engu, þótt skömmin lendi ómaklega á hinu starfandi fólki. Þannig er það þegar Sjálfstæðismenn benda réttilega á sleifarlag, óverkhyggni og úrelt vinnubrögð á verklegum framkvæmdum sem gera verkin dýrari en þörf krefur og hindrar þær framfarir, sem annars gætu orðið fyrir sama fé, ef rétt væri að störfunum staðið, þá segja forystumenn og stjórnendur þessara framkvæmda að verið sé að svívirða verkamennina. Þegar deilt er á slóðaskap og seinagang í byggingu Elliheimilisins, heitir það á máli þessara sömu manna að ráðist sé á þá byggingameistara, sem verkið vinna. Þegar deilt er á svikin í hafnarframkvæmdunum, sem valda því að skip slitna úr legu og reka í land og brotna, eða þá þegar bátar brjóta sig við bryggjur, allt vegna ónógs öryggis í höfninni, sökum skorts á fullnægjandi sjóvarnar- görðum, þá er þetta ekki þeirra sök, sem hafnarframkvæmd- irnar hafa drepið í dróma áhuga- og ábyrgðarleysis fyrir þessu mesta hagsmunamáli bæjarins. Nei aldeilis ekki. Þeir eru alveg saklausir af þessu öllu saman, segja frambjóð- endur Alþýðuflokksins. Þetta er sök sjómanna, segja þessir heiðursmenn, þeir svíkjast um að gæta báta sinna. Er þessi tilraun þessara forystumanna Alþýðuflokksins, til þess að frýja sig allri ábyrgð og ámæli af þessum málum og velta því yfir á þá, sem engu ráða um framkvæmdirnar, með öllu ósæmandi og svívirðileg móðgun í garð verka- manna og sjómanna. Það er ekki sök verkamanna þótt verkstjórn bæjarins sé ósamhæfð og óverkhyggin, eða þá þótt verkamönnum séu fengin í hendur úrelt verkfæri. Verkamenn kysu að þetta væri á annan veg og gleddust yfir auknum afköstum af minna striti. Það er heldur ekki sök hinna ágætu byggingarmeistara og iðnaðarmanna, sem störfin vinna við Elliheimilið, þótt þeirri byggingu miði sorglega lítið áfram. Það er ekki sök sjómannanna þótt skaðar verði á skipum þeirra í höfninni, svo ófullkominni sem hún er. Hitt mun sanni nær, að árverkni þeirra sé það að þakka að ekki hafi orðið fleiri slys og stærri og fleiri skipsskaðar hér í höfn- inni en raun er á. Nei, og aftur nei. Sökin er öll hjá forráðamönnunum. Þeir bera ábyrgð á öllu sleifarlaginu og óstjórn þessara mála. Sjómenn, iðnaðarmenn og verkamenn. Svarið þessum ódrengilegu tilraunum krataforingjanna til þess að koma sök- inni af eigin afglöpum yfir á ykkar herðar. Losið þessa menn við ábyrgðina á þessum verkum, úr því þeir eru ekki menn til þess að bera hana sjálfir. Felið forystuna nýjum mönnum. Kjósið B-listann. Kjósið B-lisfann Urslitastundin Nú gefst þér kjósandi góður; Hvorugur hinna flokkanna tækifæri til þess með atkvæði náði sinni fyrri atkvæðatölu, þínu, að kveða á um það,1 þrátt fyrir fólksfjölgunina. Þessi hversu sameiginlegum málefn-1 þróun heldur áfram. Þessi þróun mun nú við þessar bæjarstjórn- arkosningar afmá afskipti komm únista í bæjarmálunum, en svifta i Alþýðuflokkinn þeirri meiri- hann með sem um borgaranna skuli ráðið til lykta á næsta kjörtímabili. Á atkvæði þínu getur það oltið, hvort Alþýðuflokknum einum, eða með aðstoð kommúnista, j hk;4aðstöðu tekst að halda meirihlutavaldi , , , i margvislegum lítt __________ smu her í bæ, eða þa hitt, að * , r. , , , , , ,, 1 , andi aðlerðum, hehr haft her i torysta bæiarmalanna verði fal- , , , • o-'ir ^ n 11 i-.* * bæ um langan tima. Er Alþvðu m Sjaltstæðisflokknum. Eða með , , ) ■ •••* * , . , *r * flokksforustan her í bæ, sa við oorum orðum hvort í meðferð úrslit síðustu kosninga hver ör- mannsæm- bæjarmálanna skuli enn ríkja ó- stjórn, óhagsýni, fjársóun, yfir-! drottnun klíkuskapar og sér- hagsmunir fárra valdaspekulanta1 Alþýðuflokksins, eða hitt, að hér \ verði með forsjálni og ábyrgðar- tilfinningu um meðferð þess fjár er borgararnir leggja til opin- berra þarfa, þannig haldið á málum að tryggðar séu framfar- ir, umbætur og velgengni bæjar- félagsins og allra borgaranna undir forustu Sjálfstæðisflokks- ins, á grundvelli jafnréttis allra bæjarmanna, hverrar stéttar sem er og án tillits til stjórnmálaaf- stöðu einstaklinganna. Það er á þínu valdi, kjósandi góður, hvort áfram ráða hér fjölskyldu- sjónarmið og sérdrægni fárra manna, sem tekist hefur að gera Alþýðuflokkinn að einkafyrir- tæki sínu, og áfram ríki atvinnu- kúgun og óffelsi þeirra er minna mega sín, eða þá hitt að allra réttur sé hinn sami og málum bæjarins sé stjórnað af framsýni með sameiginlegan hag borgar- anna allra fyrir augum. Við síðustu Alþingiskosning- ar kom það berlega i ljós, sem þegar var vitað fyrir fram, að Alþýðuflokkurinn á síminnkandi fylgi að fagna á meðal þjóðar- innar. Fullvíst er einnig, að við þessar kosningar muni fylgi þessa flokks — Alþýðuflokksins — rýrna stórkostlega, hvarvetna um landið. Þeim fjölgar með degi hverjum, sem gert hafa sér fulla grein fyrir því, að Alþýðu- flokkurinn er ekki lengur í þjón- ustu fólksins í landinu. Hans hlutverk er nú orðið það eitt að þjóna hagsmunum foringjanna á kostnað fólksins. Þetta sýndu síðustu kosningar áþreifanlega. Hvarvetna er forustu Alþýðu- flokksins hafnað og það alveg jafnt, þótt í blekkingarskyni sé teflt fram nýjum mönnum, þeg- ar sýnt þykir að ekki sé sigur- stranglegt að sýna hin réttu andlit, sem eftir sem áður ráða þó stefnu og starfi flokksins. Þróunin hér í bæ í afstöðu fólks- ins til flokkanna er augljós. Sjálf stæðisflokkurinn var sá eini, af þeim flokkum, sem nú leita at- kvæða bæjarmanna, sem jók at- kvæðatölu sína stórkostlega, eða sem svaraði allri þeirri kjós- endafjölgun, sem hér í bæ hafði orðið frá síðustu kosningum á undan. lög kjósendur þessa bæjar höfðu þannig búið valdaaðstöðu þeirra urðu þeir ókvæða við. Aðeins einn þeirra manna er skipaði síðast meirihluta þeirra Alþýðu- flokksmanna í bæjarstjórn, þótti nú tiltækilegt að setja í öruggt sæti á lista Alþýðuflokksins. Valdist til þess einmitt sá mað- urinn, sem fæstir myndu telja að nokkru hafi ráðið í meðferð bæjarmála að undanförnu, en sem þekktastur er fyrir það að vera þægt verkfæri í hendi sér- hagsmunasjónarmiðanna í Al- þýðuflokknum. Skipar þessi mað ur efsta sætið. Hinir frambjóð- Framhald á bls. 5. Svikin í íþróttamálunum Mesta áhugamál íþróttaæskunnar í bænum eru bygging íþróttahúss og bygging fullkomins íþróttasvæðis fyrir frjáls- íþróttir. Byggingu íþróttahúss hafa Alþýðuflokksmennirnir svikið. Þá loksins er bæjarstjórn hafði einróma samþykkt kaup Víðistaða fyrir framtíðaríþróttasvæði og samningar höfðu verið gerðir um þau, svikust Alþýðuflokksmennirnir um að inna af höndum greiðslur, samkvæmt samningi þessum, enda þótt nægilegt fé væri fyrir hendi til þessara greiðslna, og gengu kaupin til baka vegna þessara samningsrofa af hálfu bæjarins. Sýnir þetta gleggst hug bæjarstjórnarmeirihlutans til íþróttamálanna. íþróttafólk mun gjalda þeim þakkir sínar með því að mæta á kjörstað og kjósa B-listann. Alþýðuflokksíramkvæmdir Mynd þessi sýnir eina af síðustu framkvæmdum Alþýðuflokks- ins í gatnagerð. — Er ekki komið nóg af slíku hálfkáki?

x

Hamar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hamar
https://timarit.is/publication/800

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.