Hamar - 10.02.1950, Blaðsíða 1

Hamar - 10.02.1950, Blaðsíða 1
HAMA IV. ÁRGANGUR HAFNARFIRÐI 10. FEBRUAR 1950 6. TOLUBLAÐ Kosningaúrslitin Þrátt íyrir tryllingslega kosningabaráttu Alþý ðuflokksins & Co. eykur Sjálfstæöisilokkurínn íylgi sitt mest hér í bæ miðað við bæjarstjórnarkosningarnar 1946 Cemenfsverksmiðjan og kosningaloforðin Úrslit bæjarstjórnarkosninganna urðu þau að Sjálfstæðisflokkurinn fékk 974 atkvæði og 3 fulltrúa, Alþýðuflokkurinn 1331 atkvæði og 5 fulltrúa og Sós- - íalistaflokkurinn 285 atkvæði og 1 fulltrúa Kosningar eru nú afstaðnar og geta menn, snúið sér að nyt- samari málum, en þó er ekki úr vegi að líta yfir kosningarlof- orðin, því þá er hægt að fylgj- ast með því, sem helzt er talið skorta og helzt er úrbóta þörf. Húsnæðismálin voru mál mál- anna í þessum kosningum og lofuðu allar flokkar miklum fram kvæmdum í þeim málum og ekki var síður talin þörf á sjúkra- húsum, elliheimilum, ráðhúsum og öðrum opinberum bygging- um, en íbúðarhúsnæði, sem mik- ill skortur er á. Eftir þessum fögru loforðum að dæma skilst manni að nú verði hafist handa, um miklar byggingarfram- kvæmdir. Hvernig er nú annars útlitið fyrir efndunum á þessum loforðum? Byggingarefni verður að mestu leyti að flytja inn svo sem cement, timbur o. s. frv., en gjaldeyrir er nú af svo skornum skammti að hann nægir ekki fyr ir brýnustu lífsnauðsynjum, svo sem matvælum og veiðarfærum. Fjárfestingarleyfi fyrir bygg- ingu á íbúðarhúsnæði hvað þá heldur á opinberum byggingum mun því verða mjög takmarkað, nema að byggingarefnið yrði framleitt hér á landi. Stöðvun á fjárfestingu til bygginga mundi hafa atvinnuleysi í för með sér og þar af leiðandi sóun á dýr- mætustu eign þjóðarinnar, starfs getu landsmanna. Cementsverksmiðjan gæti lyft undir byggingariðnaðinn og orð- ið undirstaðan að víðtækari iðn- aðarframleiðslu. Fréttir hafa borist um að Norðmaður hafi fundið upp aðferð til að vinna plastefni úr fiskúrgangi. Hollend ingar hafa fundið aðferð til að pressa hálm í plötur, sem eiga að vera jafngóðar bezta timbri og masónít var hugmyndin að búa til úr mó, hérna á árunum, þó það mál hafi sofnað útaf. Yf- irleitt hefur orðið geysileg þró- uri í iðnaði undanfarna áratugi og eru þjóðirnar ekki nærri eins háðar þeim hráefnum sem áður voru undirstaðan undir iðnaði. Svokölluð gerfiefni geta nú kom- ið í stað málma og timburs á mörgum sviðum t. d. plastefni, masónít, o. fl. og nú er byrjað á framleiðslu á steinull hér á landi. Fatnaður er nú búinn til í stórum stíl úr steinefnum t. d. nylon og svo mætti lengi telja. Þegar þetta er athugað þá virð- ist það liggja í augum uppi að ísland getur átt mikla framtíð fyrir sér sem iðnaðarland, þar sem raforka er fyrir hendi, og greiður flutningur frá íslausum höfnum og fleiri skilyrði, sem gera aðstöðu okkar til iðnaðar- framleiðslu mun betri en margra anarra iðnaðarlanda. Þegar hafist er handa um að koma upp iðnaði, sem vinna á í stórum stíl úr innlendu efni t. d. cementsvinnslu, þá er mest um vert að byrjunin verði ekki enda slepp, en mér finnst að það hljóti að verða ef cementsverk- smiðjumálið er leitt út í ógöng- ur, sem nú lítur út fyrir. Flest- um mun það ljóst, að bygging slíkrar verksmiðju á óheppileg- um stað getur orðið rothögg á iðnaðarframleiðslu hér á landi í náinni framtíð, því að lengi býr að fyrstu gerð. Cement er sú iðnaðarvara, sem þarf hvað mestrar aðgæzlu við í flutningi, og þarf því að gera mjög kostnaðarfrekar ráð- stafanir til að koma cementinu frá fyrirhuguðum framleiðslu- stað á Akranesi til aðal mark- aðsstaðar í Rvík og nágrenni. Afli Hafnar- fjarðarbáfa Hér fer á eftir skýrsla yfir lifrarafla Hafnarfjarðarbáta eins og hann var s. %_ mið- vikudag. Lifrarmagn Iítrar Ásdís ............ 2101 Björg ............ 1727 Draupnir ........ 2710 Dröfn............ 3426 Eggert Ólafsson .. 1688 Fiskaklettur ....... 1714 Guðbjörg ........ 3294 Hafbjörg ........ 3595 Hafdís.......... 198 Hafnfirðingur /... 2768 Heimir .......... 310 Ultigi ............ 4706 ísleifur .......... 3325 Jón Magnússon .... 3164 Morgunstjarnan . . 2426 Stefnir .......... 592 Sævar............ 1949 Von ............ 4183 Vörður .......... 3744 Séu bornar saman bæjar- stjórnarkosningarnar 1946 og nú kemur í ljós, að Sjálfstæðisflokk- urinn hefur einn aukið fylgi sitt meir en sem aukningu gildra at- kvæða nemur. Hann hefur bætt við sig 201 atkv., Alþýðufl. og Framsóknarfl. til samans 144 atkv. og Kommúnistar 7 atkv. Hér fara á eftir gild atkvæði flokkanna við síðustu kosningar og til samanburðar atkvæðatöl- urnar frá kosningunum 1946 svo og aukning á atkvæðatölum flokkanna bæði beint og í prós- entvís: 1946 1950 Aukn. Aukn. í % Sjálfstæðisflokkur ............ 773 974 201 26! Alþýðuflokkur og Framsóknarfl. 1187 1331 144 12.1: Sósíalistaflokkur ............ 278 285 7 2.5! Gild atkvæði voru............ 2238 2590 352 15.7! Þessar tölur tala sínu máli um það, að Sjálfstæðisflokkurinn er eini flokkurinn, sem er í hröð- um vexti, hinir flokkarnir eru að missa tiltrú fólksins, og er það ekki óeðlilegt því stefna þeirra allra er sú að færa meiri fjötra á athafnir og hugsanir ein staklingsins en Sj'álfstæðisflokk- urinn telur æskilegt. Það, að Al- þýðuflokkttrinn og Framsóknar- flokkurinn héldu meiri hluta hér í bænum, er af mörgum talið, að sé ekki málefnasigur, ef sigur skyldi kalla, heldur komi þar annað til. Það er vitað, að smal- ar Alþýðufl. gengu hús úr húsi til að afla sér kjörfylgis því það mun hafa verið af þeim sjálfum Þessi stofnkostnaður var í áætl- un gerður það ótrúlega lítill að staðsetning cementsverksmiðj'- unnar á Akranesi var afsakaður með því. Nú hefur formaður cements- verksmiðjunefndar Jón Vestdal birt endurskoðun á stofnkostn- aði cementsverksmiðjunnar og hefur við þá endurskoðun komið í ljós að stofnkostaður allur hef- ur hækkað gífurlega í áætlun- inni (framkvæmdin mun að sjálf sögðu fara langt fram úr áætlun ef reynsla undinfarinna stór- framkv. er ath.) í þessari endur- skoðuðu áætlun er sérstaklega athyglisvert að hækkunin er einkum á þeim lið sem tilheyrir flutningi á framleiðslunní frá Akranesi til Reykjavíkur og þar ofan á bætist gengislækkun sterl ingspundsins og ísl. krónunnar gagnvart dollar hækkar þann lið enn um )L t. d. cementsflutn- ingaskipið o. fl. Með þessum upplýsingum er botninn dottinn úr ímynduðum yfirburðum Akraness til cem- entsframleiðslu. Akranessbúar eru áreiðanlega dugandi og framsæknir, og vill engirin þeim það illt, að gefa þeim að sök að hafa viljandi staðið í vegi fyrir iðnaðarþróun hér á landi, en Framhald á bls. 3 talinn dauðadómur yfir valda- ferli þeirra hér í bæ, að treysta á málefnin sér til framdráttar. Sannar fátt betur en sú æðis- gengna kosningabarátta, sem Al- þýðuflokkurínn háði, hve mjög hann óttast sín eigin verk. Eins og bæjarbúum er kunn- ugt hikuðtt smalar Alþýðufl. ekki við að beita vopni lyginnar sér til framdráttar, gekk það jafnvel svo svo langt, að Óskar Jónsson, sem af flestum er tal- inn dagfarsprúður maður stað- hæfði það í útvarpsumræðum um bæjarmál, að kæmist Sjálf- stæðisflokkurinn til valda myndi bæjarvínna verða stöðvuð, fyrir- tæki bæjarins seld o. s. frv. M. ö o. allt átti að leggja í rúst, ef Sjálfstæðisflokkurinn kæmist að völdum. Sumir sögðu jafnvel að hætt yrði að greiða ellílífeyri, kaupfélagið myndi verða að hætta störfum, þrátt fyrir gróðan 1948!!!, o. fl. o. fl. Hver trúi sem vill. Það skyldi þó ekki vera, að Alþýðufl.forkólf- arnir hafi séð sína eigin spegil- mynd og verið að lýsa henni, þegar þeir voru að bera mesta óhróðurinn út um Sjálfstæðisfl. Þessar kosningar leiddu betur í ljós, en oft áður hinn mikla skyldleika vinstri flokkanna, enda eru þeir ávallt reiðubúnir til að skríða saman í eina heild, þegar henta þykir og tækifæri gefst.

x

Hamar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hamar
https://timarit.is/publication/800

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.