Hamar - 10.02.1950, Blaðsíða 2

Hamar - 10.02.1950, Blaðsíða 2
2 HAMAR ' —--------------------------------------------N HAMAR ÚTGEFANDI: Sjálfstæðisflokkurinn í Iiafnarfirði RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Páll V. Daníelsson. (Símar: 9228 - 9394). AFGREIÐSLA í Sjálfstæðishúsinu, Strandgötu 29. IIAMAR kemur út annan hvern föstudag. Áskriftaverð kr. 15.00 á ári. PRENTAÐ í PRENTSMIÐJU IIAFNARFJARÐAR H. F. V--------------------------------------------------- > Að kosningum loknum Enn hafa bæjarbúar framlengt valdaferil Alþýðuflokksins um fjögurra ára skeið og það að sjálfsögðu í trausti þess, að flokkurinn muni standa við stóru orðin um næga vinnu. Það er öllum hugsandi mönnum ljóst, að það verður eitt höfuðvið- fangsefni bæjarstjórnarinnar, að halda uppi og stuðla að auk- inni vinnu til handa bæjarbúum. Atvinnuleysi hefur verið all- verulegt að undanförnu, einkum hjá vörubílstjórum. og einnig nokkuð hjá verkamönnum. Eins og á hefur verið minnt hér í blaðinu var sá liður fjár- hagsáætlunarinnar, sem kallast verklegar framkvæmdir, þ. e. fé til vega, vatnsveitu (innanbæjar), holræsa og barnaleikvalla kominn fram úr áætlun á síðast liðnu hausti, og var það látið reka á reiðanum af bæjarstjórnarmeirihlutanum meðan hægt var. Þegar sýnt þótti, að meirihlutinn mundi ekkert ætla að gera til þess að tryggja það, að hægt væri að halda uppi vinnu síð- ustu mánuði ársins, báru Sjálfstæðismenn fram tillögu þess efnis, að fé til áframhaldandi vinnu yrði fengið að láni. Alþýðuflokk- urinn sá sér ekki annað fært en að ganga inn á tillögu Sjálf- stæðismanna, enda ekki verjandi að eyða fé svo hundruðum þúsunda króna skipti án þess að samþykki bæjarstjórnar kæmi til. Þessi liður, sem áætlaður var kr. 700 þús. mun hafa verið farinn að nálgast kr. 1300 þúsund um síðustu áramót. Nú er það framundan að semja fjárhagsáætlun bæjarins fyrir árið 1950, en sá siður er á kominn hér, að ganga ekki frá henni fyrr en komið er fram á árið, sem hún er samin fyrir. Síðasta fjárhagsáætlun var ekki samþykkt fyrr en 12. apríl 1949 og taldi þá' einn fulltrúi meirihlutans í bæjarstjórn það vera kost að ganga ekki frá henni fyrr, því þá sæist orðið betur, livern- - ig skipta þyrfti fénu til hinna einstöku framkvæmda. Reynslan varð sú, að aldrei mun einn liður fjárhagsáætlunarinnar hafa farið jafnlangt fram úr áætlun eins og liðurinn um verklegar framkvæmdir, og getið er hér að framan. Eru því hrókaræð- urnar um ágæti þess að vera síðbúinn í þessum efnum harla léttvægar fundnar, enda ííiun tilgangurinn hafa verið sá að bera í bætifláka fyrir sleifarlag Alþýðuflokksmeirihlutans á stjórn bæjarmálanna, en ekki að hugur hafi fylgt máli. Því verður ekki neitað, að kosningabaráttan stóð að veru- legu leyti um framgang hafnarinnar eða framgang Krýsuvíkur- ævintýrisins. Sjálfstæðismenn rnunu vera sjálfum sér samkvæm- ir og leggja alla sína orku í það að knýja fram áframhald á byggingu hafnarinnar. 1 hana eru komnar 5—6 milljónir króna og það fé liggur vaxtalaust þar til höfnin veitir fullkomið skjól og sæmilega athafnamöguleika fyrir þann skipastól, sem hér er nú, svo og að hún geti tekið við fleiri skipum og hér geti risið upp fyrirtæki, sem fyrst og fremst byggjast á góðri og öruggri höfn, eins og t. d. olíustöð, en hér er búið að biðja um lóðir fyrir slíkt fyrirtæki. Fleira gæti risið hér upp, sem yrði til að auka skipakomur hingað og flutninga til og frá bænum á sjó. En allar slíkar vonir byggjast á því, að hér komi góð og örugg höfn hið allra fyrsta. Onnur hhð á þessu máli er sú, að áframhaldandi bygging hafnarinnar mundi halda uppi miklu meiri vinnu fyrir verka- menn, miðað við það fé, sem til hennar færi, heldur en sumar aðrar framkvæmdir, eins og t. d. Krýsuvíkurframkvæmdirnar. Það er því ekki áhorfsmál frá þeirri hlið, að leggja sem mest kapp á hafnarbygginguna. Við það getur aukizt vinna í bænum, sem um leið verður til að auka stórlega afkomuöryggi bæjarins og bæjarbúa í framtíðinni. Hvað viðkemur Krýsuvíkurævintýrinu þá hefur það verið látið undir höfuð leggjast að gera kostnaðar- og rekstursáætlanir, sem byggjandi er á. Þar er einn maður látinn hafa veg og vanda af og á hann treyst, sem óskeikull væri. Verður ekki annað sagt Eitt og annað — — „BETRA SEINT EN ALDREI" Sú nýlunda skeði daginn fyrir kosningarnar, að stór veghefill var fenginn til að hefla göturnar og fylgdi bæj- arhefillinn honum svona upp á punt. Var það sagt, að sum- ar þær götur, sem um var farið hafi verið heflaðar í fysta skipti á kjörtímabilinu eða jafnvel að lengra hafi ver ið umliðið. HVER ER ÁSTÆÐAN Hvað hefur valdið þessari framtakssemi valdhafanna er ekki gott að segja. Varla hef- ur það verið umhyggja fyrir fólkinu, því ólíklegt er, að hún hefði þurft 4 ár til að brjótast út hjá öðrum eins alþýðuvinum!! og ráða Al- þýðuflokknum hér í bæ. Hitt væri miklu líklegra að smalar Alþýðufl. hafi ekki haft þrek eða áræði til að hossast í bíl- unum á kosningadaginn og e. t. v. ekki treyst sér til að segja fólki, að öllu væri bezt stjórnað hér í bæ og m. a. væru göturnar í ágætu lagi, á meðan það hefði orðið að hafa allan hugann við, að tolla í bílsætunum á leiðinni á kjörstað. Nei, þó að langt væri gengið í ósannindum í kosningaáróðri kratanna þá bíta slík vopn ekki, þar sem þekkingin á hinu sanna og rétta er fyrir hendi. VATNSSKORTURINN Miklar kvartanir hafa verið yfir vatnsleysi nú síðustu daga. Eru sumir bæjarhlutar svo illa settir að þangað kem- ur ekki vatn allan daginn. Mun þetta stafa af því að að- aldælan er biluð, en eins og kunnugt er hefur orðið að auka vatnsþrýstinginn með dælu til að gera bæjarhverf- um, sem hærra ber á mögu- legt að fá vatn svona ein- hvern tíma dagsins. BÆJARBÚAR BÍÐA EFTIR NÝJU VATNSVEITUNNI Það er ekki að undra þótt bæjarbúar séu orðnir lang- eygðir eftir fullkominni vatns veitu. Það er því nauðsynlegt að hraða sem mest byggingu nvju vatnsveitunnar. Sjálf- stæðisflokkurinn hefur barizt fyrir framgangi þess máls en ekki viljað staldra við eftir eitthvert bráðabirgðahálfkák eins og Alþýðuflokkurinn. Enda hefur áhugi hans ekki verið meiri en það á málinu, að því fé, sem var áætlað til þess fyrir 1949 hefur verið eytt í annað. en það sé óverjandi ábyrgðarleysi, að rjúka út í slíkar milljóna- framkvæmdir, án þess að kalla nema einn mann til að gizka á kostnaðinn við þær, því fyrsta áætlunin, sem gerð var af bú- stjóranum, segir hann, að sé frekar sem umræðugrundvöllur en áætlun. Samt var bæjarstjórnarmeirihlutinn ólmur í ævintýrið, enda var hann ekki að fórna eigin fé heldur bæjarbúa. Vatnsveitan verður að halda áfram, því það er ekki vansa- laust að láta bæjarbúa vera lengi al- og hálfvatnslausa ennþá. Eins og bæjarbúum er kunnugt hefur Sjálfstæðisflokkurinn bar- izt harðri baráttu fyrir þessu máli og mun hann ekki hætta fyrr en yfir líkur og málið hefur náð fram að ganga að fullu og bæj- arbúar fengið nóg og gott vatn. Fjórða stórmálið, sem þarf að leysa hið bráðasta er bygg- ing elliheimilisins. Það er vítavert, hve sú bygging hefur gengið seint og er því líkast, sem hún sé notuð sem ígripavinna, þegar annað er ekki til að gera. Þannig var unnið miklu minna að byggingunni í sumar en skyldi, en sá árstími er beztur til húsa- bygginga, hvort sem er unnið utan húss eða innan. Það þarf varla að efa það, að iðnaðarmenn mundu taka höndum saman til að koma byggingunni sem bezt áfram, en sannleikurinn mun vera sá, að samningurinn við verktakana mun vera þannig, að vafasamt er, hvort það er hægt að bjóða út einstök verk í hús- inu, án þess að þeirra samþykki komi til. Eftirlitsmaður með verkinu hvað vera ófaglærður maður, formaður byggingarnefnd- arinnar Guðmundur Gissurarson. Mun það vera mjög fátítt að ófaglærður maður hafi eftirlit með smíði annars eins stórhýsis og hér um ræðir. Næstu vikur og mánuðir munu leiða í ljós hvaða stefnu Alþýðuflokkurinn tekur í þessum málum og hvernig hann leysir þau. Þar hefur hann valdið og mun hann ekki fara mikið eftir tillögum Sjálfstæðismanna, ef að venju lætur, fyrr en á líður 'kjörtímabilið, en þá er óttinn við kjósendur farinn að grípa svo um sig innan klíku þeirrar, sem Alþýðuflokknum ræður, að hægt er að fá hann til að leggja mestu nytjamálunum lið, sam- anber hafnarbygginguna, sem venjulega liggur niðri fyrri hluta kjörtímabilsins. Við sjáum hvað setur og vonum hið bezta. SENDIÐ HAMRI BRÉF Hamar vill beina því til bæjarbúa, að þeir sendi blað- inu línu um áhugamál sín og allt það, sem geti orðið bæj- arfélaginu til gagns. Það er margt’, sem aflaga fer, því verður ekki neitað, og getur oft verið nauðsynlegt að ræða um slíkt á opinberum vett- vangi, svo og að gera tillögur til að bæta um, ef kostur er. Allt það, sem má verða til góðs í þessum efnum er Hamri kærkomið. Leggjumst öll á eitt með að vinna bæn- um okkar gagn í einu og öllu. H A M A R fæst í lausasölu á eftirtöldum stöðum: Verzl. Jóns Mathiesen. Stebbabúð Reykjavíkurvegi. Stebbabúð Strandgötu. Verzlun Einars Þorgilssonar. Verzlun Þórðar Þórðarsonar. Verzl. Elísabetar Böðvarsdóttur. Veitingastofunni Verðandi. Hótel Hafnarfirði. Verzl. Þorvaldar Bjarnasonar. Bókaverzlun Böðvars Sigurðss. Valdimar Long. Kjötbúð Vesturbæjar. Vörubílastöðinni. Trébalar tyrir þvott til sölu Sími 9329 Lyklakippa hefur tapazt. Finnandi er vinsamlega beSinn að skila henni til BJARNA SNÆBJÖRNSSONAR Auglýsið / í Hamri

x

Hamar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hamar
https://timarit.is/publication/800

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.