Hamar - 24.02.1950, Blaðsíða 3

Hamar - 24.02.1950, Blaðsíða 3
HAMAR 3 Hvað er að gerast? I lok síðustu styrjaldar var Alþjóðabankinn stofnaður til tryggingar efnahagslegu öryggi þátttökuþjóðanna, auka heil- brigt viðskiptalíf á milli þeirra o. s. frv. Sé nú þörf á að hafa einhvern við bankann til að at- huga það, sem snertir gengi ís- lenzku krónunnár er þá ekki miklu hyggilegra, að íslenzkir hagfræðingar hér á landi taki til úrlausnar þau viðfangsefni, sem varða verðmæti krónunnar fyrir þessa alþjóða hugulsemi í okk- ar garð? Hvernig verður svo liér innan lands ef krónan er felld? Þá verða kröfur og aftur kröfur. — Nú vill ríkisstjórnin að sjálf- sögðu styðja rétt mál og geta staðið þjóð sinni reikningsskil gjörða sinna. Hún vill bæta upp laun og eftirlaun samkv. vísi- tölu en það nær ekki fullkomn- um árangri. Hvernig ér með hin sjálfsköpuðu eftirlaun, éins og t. d. sparifjáreignir munaðárlausra barna, ekkna og eldra fólks, yf- irleitt þeirra, sem töldu það heil aga skyldú sína að spara saman fýrir komandi tíma, hvort held- úr það væri til að mæta elli, veikindum eða einhverjum öðr- um erfiðleikum. Það sem þannig er sparað saman með súrum sveita og af litlum launum ber þeim að virða, sem með völdin fara hverju sinni. Getur ríkis- stjórnin látið eitt vfir þetta fólk ganga og bætt því skaðann eða verðfall sparifjáreignar sinnar með vísitölu? Gengishringl og gengisfellir rænir og ringlar siðferðislegt gildi. Það má heyra það oft sagt og e. t. v. með réttu, að það þýði ekkert að spara, eyða fé sínu bara einhvernveginn og láta hverjum degi nægja sína þján- ingu. Við gerum alls ekki ráð fyrir því að gengislækkun yrði ;gerð til þess að gera bröskurum bæði innlendum og erlendum hægara um vik, enda væri ekki gott ef margir færu út í slíkan dauðadans. Við gengislækkun er alltaf liætt við fjárflótta frá bönkun- um, sem leitt getur til þjóð- hættulegra kaupa og sölu á ýms- um verðmætum, t. d. að þeir sem ráða yfir eða hafa ástæðu til að draga að sér ýmsar eignir t. d. báta, togara, jarðir o. fl.. Fyrst nú að jarðir eru nefndar þá er orðið meira en nóg af þeim, sem komnar eru' úr eigu bænda í hendur þeirra, sem hafa þær fyr- ir nokkurskonar leikföng lítinn tíma ársins. Jarðir þessar sem oft eru mjög góðar verður að nytja og koma þeim í hendur duglegra bænda með viðunandi skilyrðum. Aðeins mjög fá lönd komust hjá því að vera þátttakendur í síðustu styrjöld. Meðan flest rík- in liðu ósegjanlegt stórtjón græddu þau fáu, sem gátu verið utan við þennan ægilega hildar- leik, nokkurt fé. — Við hjálp hraustra sona sóttu Islendingar sjóinn og uppskáru ríkulega. Þeim varð kleift í enn stærri stíl en áður að beizla vatnsaflið, tengja saman vegi með brúm yfir erfið fljót og farartálma, byggja fjölda stórhýsa, fjölda ný skipa fullkomnustu gerðar, kaupa bifreiðar í þúsundatali, fá stórvirkar vélar til landbúnaðar og iðnaðar, eignast flugvélar o. s. frv., en umfram allt landið byggir hraust þjóð. Að þessu at- huguðu vakna þær spurningar, hvort það sé mögulegt að gengi íslenzku krónunnar þurfi að falla? Er ekki hægt að fara aðr- ar leiðir, sem gerir þann grund- völl, sem gengið byggist á ör- uggari og traustari en nú er, svo að krónan fái traust og verði „stabilli“. L í G. Átvinnumálin . Á bæjarráðsfundi 13. þ. m. var lagt fram erindi Hlífar varð- andi atvinnumál, sem sagt er frá á öðrum stað hér í blaðinu, var bæjarstjóra fahð að eiga tal við stjórn Hlífar um málið. Á bæjarráðsfundi 20. febr. s. 1. skýrði bæjarstjóri frá viðtali, sem hann átti við stjórn Hlífar út af erindi félagsins og taldi bæjarráð ekki ástæðu til að gera sérstaka ályktun í málinu fyrr en séð yrði, hvernig atvinnuþróun yrði á vertíðinni, í sambandi við saltfiskveiðar togaranna o. fl. | Á bæjarstjórnarfundinum urðu nokkrar umræður um þessi mál,' sem lyktaði þannig, að bæjar- ráð ætlaði að taka málið til nýrrar meðferðar með tilliti til þess að athuga möguleika á því að koma þeim verkamönnum í vinnu nú þegar, sem hefðu fyrir fjölskyldu að sjá. Lúðrasveit Hafnarfjarðar Margþætt störf barnaverndarnefndar Barnaverndarnefnd hefur nú samið hina árlegu skýrslu um störf sín og ber hún það með sér að miklu og margþættu starfi hefur verið afkastað. Blaðið átti viðræður við frá- farandi formann nefndarinnar, Jóhann Þorsteinss. og fékk hjá honum ýmsar upplýsingar varð- andi starfsemina. Barnaverndarnefnd starfar samkvæmt lögum frá 9. apríl 1947 og er verksvið hennar að hafa almennt eftirlit með börn- um og unglingum á heimilum og utan þeirra og heyrir þar und ir eftirlit með skemmtanalífi og kvikmyndasýningum, uppeldis- stofnunum eins og dagheimilum: leikskólum og sumardvalar- heimilum. í nefndina er kosið eftir bæjarstjórnarkosningar hverju sinni og er kjörtímabil hennar 4 ár. Menn eru ekki skyldir til að taka sæti í nefnd- inni, nema 1 kjörtímabil í einu og báðust þeir Jóhann Þorsteins- son og Jóhann Petersen undan endurkcsningu. Með lögunum er nefndinni gefið allmikið vald, en skyldurnar eru líka miklar. Málin, sem barnaverndar- nefnd fær til meðferðar berast aðallega til hennar á þrennan hátt: 1. Fólk kemur sjálft til nefnd- arinnar og tjáir henni van- ræði sín og biður um að- stoð. Er slíkt alloft. 2. Nefndinni berast kærur frá hinum og þessum. 3. Mál, sem koma fyrir lög- regluna viðvíkjandi börnum og unglingum. Nefndin hefur að jafnaði hald- ið fundi mánaðarlega. En mörg mál eru þó afgreidd á ■ milli funda. Nefndin hefur látið útbúa nafnskírteini fyrir börn á aldr- inum 10—16 ára til að auðvelda eftirlitið með þeim, einkum vegna bíóferða og skemmtana- lífs. Lögreglan telur að þessi nafnskýrteini hafi orðið til mik- illa bóta og hvetur til áfram- halds á slíku fyrirkomulagi. Á síðasta ári hefur nefndin tekið til meðferðar um 30 mál, og helztu orsakir til afskipta nefndarinnar af einstökum heim ilum og börnum eru, innbrot og þjófnaðir, óleyfilegt flakk og prang, ósamkomulag og óregla, umráðaréttur yfir börnum, van- hirða, vanræksla við nám, laus- læti, erfiðar heimilisaðstæður, ættleiðing o. fl. Tvö barnaheimili eru á starfs- svæði nefndarinnar, en það eru Kaldársel og voru þar um 20 drengir í sumar á vegum K.F.- U.M., og dagheimili og leikskóli Verkakvennafél. Framtíðin, en þar hafa verið samtals 128 börn s. I. ár. Barnaverndarnefnd hefur átt viðræður við bæjarstjóra um ýms vandamál, þar á meðal leik- vallamál í bænum, og eftir til- lögum hennar hefur verið kom- ið upp leiktækjum til bráða- birgða á tveim stöðum, öðrum við barnaskólann og hinum í Vesturbænum á bak við Vestur- götu 6. Oll afskipti, sem nefndin hef- ur haft af börnum og öðru fólki hefur verið í góðri vinsemd, enda eins og áður er sagt komu margir ótilkvaddir til nefndar- innar. En þrátt fyrir það er starf Hinn 31. jan. s. 1. var stofnuð lúðrasveit hér í bæ, sem kallar sig Lúðrasveit Hafnarfjarðar. Stofnendurnir eru 16 áhugasam- ir Hafnfirðingar. Kennari lúðra- sveitarinnar er Albert Klahn. í stjórn voru kosnir: Friðþjófur Sigurðsson, form., Guðvarður Jónsson gjaldkeri og Stefán Þor- leifsson ritari. Ætlun lúðrasveitarinnar er, að geta leikið opinberlega næsta sumar. Hafnfil-zk lúðrasveit hefur ekki verið starfandi hér í bæ undanfarna áratugi, en á árun- urn 1923—1928 var liér lúðra- sveit, en vegna ýmissa örðug- leika gat hún ekki haldið starf- semi sinni áfram og lagðist Jrví niður. Það er alltaf ánægjulegt, þeg- ar áhugasamt fólk tekur hönd- um saman um að hrinda góðu máli í framkvæmd; Slíkt mál er stofnun Lúðrasveitar Hafnar- fjarðar og verður henni von- andi fagnað og lagt lið af bæj- arbúum, enda hefur einn góður borgari gefið hénni kr. 500.00. Til að efla Lúðrasveitina fjár- hagslega er hugmyndin að afla styrktarfélaga. Verður slíkri málaleitan vónandi vel tekið af bæjarbúum og lúðrasveitinni sýndur áhugi og skilningur svo að hún megi taka sem örustum frámförum og verða bæjarbúum til sem mestrar ánægju og sæmdar. Hlíf segir upp samningum Sunnud. 12. febr. s. 1. liélt V.m.f. Hlíf fund og voru launa- mál félagsins tekin til umræðu. Lögðu stjórn og trúnaðarráð til, að Joeim kaupsamningum, sem nú giltu yrði sagt upp frá 15. marz n. k. Fundurinn samþykkti einróma uppsögn samninganna. Þá samþykkti fundurinn eftir- farandi áskórún til bæjarstjórn- ar Hafnarfjarðar: „Fundurinn skorar ó bæj- arstjórn Hafnarfjarðar að bæta nú þegar úr atvinnu- leysi verkamanna og vörú- bílstjóra. Telur fundurinn heppilegt, að bæjarstjórn skipi nefnd í mál þetta og hafi nefndin nána samvinnú við Verkamannafél Hlíf." í» Erindi vörubílstjóra Erindi vörubílstjóra, sem sagt er frá á öðrum stað hér í blaðinu var tekið til meðferðar á fundi bæjarráðs 20. þ. m. Er þar m. a. óskað eftir að tekin verði upp skipting á vörubílavinnu þeirri, sem bærinn hefur með höndum. Bæjarstjóra var falið að afla ým- issa upplýsinga varðandi málið áður en J>að hlýtur afgreiðslu. Á s. 1. sumri mun vörubílstjór- um hafa verið lofað Jjví að taka upp skiptingu á vinnu þess- ari, ef ekki rættist út atvinnu- leysi vörubílstjóra á annan hátt. Það varð þó ekki af því að skipt- ing vinnunnar væri tekin upp þá og er nú málið komið á gang aftur, hvern endi, sem það fær. Þann 14. jan. s. 1. sendi Vmf. Hlíf áskorun til miðstjórnar Alþú sambands Islands um að boða til ráðstefiiuj sem öllum félög- um innaii A. S. í. yrði boðið að senda fulltrúa á, um dýrtíðar- og launamál. Fundurinn samjú, að ítreka Jiessa óskorun félagsins til A. S. í. Mánud. 13. J). m. mun bæjar- ráð hafa tekið áskorun Hlífar til meðferðar og var bæjarstjóra falið að eiga viðræður við stjórn Hlífar, sem fóru fram næsta miðvikudag. Áheit og gjafir til Fríkirkjunnar í Hafnarfirði 1949. nefndarinnar mjög erfitt, þar1 sem það er unnið við mjög slæm! skilyrði. Barnaverndarnefndin hér í bæ hefur haft samband við skrif stofu barnav.nefndar Reykjavík- ur og haft mikið gott af því. Samvinna og samstarf nefnd- armanna hefur verið mjög gott. Guðj. jónss. Austurg. 17 kr. 1.000,00 sami — 105,00 Bjarni Þórðarson og frú Jófrstv. 8 .... — 25,00 Þórarinn Egiisson og frú lleykjavíkurv. 1 — 70,00 J- v - 10,00 Þorbjörn Klemensson og frú Lækjarg. 10 . . — 100,00 Ó. B - 10,00 Matth. Sigurðard. frú . . — 10,00 Gísli Sigurgeirss. Strg. 19 — 40,00 S - 20,00 Þorbjörg Guðm.d. Ellih. — 50,00 Loftur Bjamason — 20,00 Símon Kristjánsson og frú Bmnnst — 50,00 Ónefnd kona — 70,00 M. Ó - 25,00 Jóna Kristj.d. frú Sunnuv. — 100,00 Jólagj. frá Miðfj.-Skeggja — 100,Q0 Þorl. Jónss. Vesturg. 32 — 70,00 Samt. kr. 1.875,00 Kærar Jiakkir. Gjaldkerinn.

x

Hamar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hamar
https://timarit.is/publication/800

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.