Hamar - 10.03.1950, Qupperneq 1

Hamar - 10.03.1950, Qupperneq 1
IV. ÁRGANGUR HAFNARFIRÐI 10. MARZ 1950 8. TÖLUBLAÐ H. b. Jón Magnússon ferst með allri áhöfn M. b. Jón Magnússon fór liéð- an í róður föstudagskvöldið 3. þ. m. eins og aðrir bátar gerðu vfirleitt, bæði héðan og ur öðr- um verstöðvum við Faxaflóa. Kl. 2 á laugardag, en þá var komið suðvestan ofviðri, bárust þær fregnir frá Halldóri Magn- ússyni skipstjóra á bátnum, að þeir væru búnir að draga 17 bjóð af 34, sem þeir voru með. Eftir það heyrðist ekki meira frá bátnum. Hér hefur sem oft fyrr Ægir heimtað eina sína stóru fórn. Sex dugandi og vaskir sjómenn eru þjóðinni horfnir og sár harmur kveðinn að heimilum þeirra, ættingjum, og vinum. SIGURÐUR GUÐJÓNSSON, stýrimaður, Hellisgötu 7, Hafn- arfirði. Hann var 37 ára að aldri, fæddur 20. nóv. 1912. Sigurður var nýfluttur í bæinn vestan frá ísafirði. Hann lætur eftir sig konu og 9 ára barn. GUÐLAUGUR H. MAGN- ÚSSON, vélstjóri, Vesturbraut 13, Hafnarfirði. Hann var 19 ára, fæddur 4. apríl 1930. HAFLIÐI SIGURBJÖRNS- SON, matsveinn frá Bolunga- vík. Hann var tæplega 51 árs, fæddur 2. apríl 1899. Hann læt- ur eftir sig aldraða móður og tvö uppkomin börn. JÓNAS ÁGÚST TÓMASSON Halldór Magmisson, skipstjóri Sigurður Guðjónsson, stýrimaðúr Guðlaugur H. Magnússon, vélstjóri. Skipverjar á m. b. Jóni Magnús- i syni voru: HALLDÓR MAGNÚSSON, skipstjóri, Norðurbraut 11, Hafn arfirði. Hann var fæddur 19. aþr. | 1898 og því tæpra 52 ára. Hann . lætur eftir sig tvö uppkomin börn. háseti, Skúlaskeiði 20, Hafnar- firði. Hann var 22 ára, fæddur 21. ágúst 1927, lætur eftir sig foreldra. SIGURÐUR PÁLL JÓNSSON háseti, Hnífsdalsvegi 6 á ísafirði Hann var aðeins 16 ára gamall, fæddur 1. ágúst 1933. Sjómanna þeirra, sem fórust með m.b. Jóni Magnússyni minnst í bæjarstjórn. Áður en gengið var til dagskrár á síðasta bæjarstjórnar- fundi minntist forseti bæjarstjórnar J)eirra manna, sem fórust með m.b. Jóni Magnússyni, en bæjarfulltrúar heiðruðu minningu hinna látnu sjómanna og vottuðu aðstandendum samúð sína með því að rísa úr sætum. Hafliði Sigurbjörnsson matsveinn Jónas Ágúst Tómasson, háseti. Sigurður Páll Jónsson, háseti. Bygging hafnarinnar Eins og frá er sagt á öðruml stað hér í blaðinu hefur verið horfið að því ráði að bjóða út skuldabréfalán til þess að geta haldið áfram hafnarbyggingunni en reynslan nú í vetur hefur sannað ennþá betur en oft áður nauðsyn þess að hraða sem mest byggingu hafnarinnar og bæta aðbúnaðinn við hana. Þorleifur Jónsson mun hafa átt uppástung una að því að þessi leið til fjár- öflunar yrði reynd og beindi hann þeirri áskorun til bæjar- I fulltrúanna að leggjast á eitt með að vinna að því, að sem mestur árangur næðist i sölu bréfanna. Hafnarnefnd mun hafa í huga að fá dýpkunarskip- ið Gretti nú á næstunni og til þess að greiða leígu af skipinu þarf að fá inn fé sem fyrst. Eins og sagt var frá í síðasta blaði hafði verkstjórinn við hafnargerðina, Jóhannes Teits- son, gefið skýrslu um fram- kvæmdir á árinu 1949, og skal lauslega drepið á helztu atriðin. Garðurinn lengdist um 150 metra á árinu og hefur platan verið steypt og flái á úthlið jafn- óðum til þess að hafa sem minnst af garðinum óvarið fyrir sjógangi. Eftir að garðurinn var kominn nokkuð fram úr stórstraums- fjöruborði var gerður 3—4 m. breiður grjótbekkur meðfram út- hlið hans, til varnar því að græfi undan honum og hefur verið steypt 1,5 m breið plata til hlífðar ofan á bekkinn rétt ofan við stórstraumsfjöruborð. Garð- urinn er nú kominn það fram að dýpi við endann er rösklega 5 m. miðað við stærstu fjörur og er komið út á gljúpan botn og af þeim sökum hefur orðið vart við nokkurt sig á garðendanum, sem fer vaxandi eftir því sem framar dregur. Til jafnaðar hafa unnið dag- lega að verkinu 22 menn auk verkstjóra og bílstjóra og 3 bilar hafa annazt allan grjótflutning- inn. Um framlengingu garðsins seg ir verkstjórinn m. a. að honurn virðist vera mikil vandkvæði á því að halda, nokkuð að mun, lengra áfram á sama hátt og verið hefur. Miðað við botnflöt þarf nú um 170 rúmmetra af grjóti í hvern lengdarmetra og sé gert ráð fyrir, að grjótið sökkvi um 2 m. niður í botn- leðjuna, má bæta við um 50 rúmmetrum, svo að alls fari nú um 230 rúmmetrar í hvern lengd armetra og fer það ört vaxandi, ef haldið er mun lengra áfram. Auk þess þyrfti aðrar tilfæringar en nú eru til að koma grjótinu svo út sem J>yrfti. Mun vera hugmynd verkstjór- ans að bezt sé að koma fyrir sérstaklega byggðum steinker- um nú, þegar fram á dýpið er komið, en ekki er vitað á þessu stigi málsins, hvort að því verð- ur horfið eða byggingu garðsins haldið áfram á annan hátt. Hér að framan hefur lauslega verið minnst á skýrlsu verkstj. Framhald á bls. 2

x

Hamar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hamar
https://timarit.is/publication/800

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.