Hamar - 24.03.1950, Blaðsíða 2

Hamar - 24.03.1950, Blaðsíða 2
2 H A M A R HAMAR ÚTGEFANDI: Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfirði RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Páll V. Daníelsson. (Símar: 9228 - 9394). AFGREIÐSLA í Sjálfstæðishúsinu, Strandgötu 29. HAMAR kemur út annan hvern föstudag. Áskriftaverð kr. 15.00 á ári. PRENTAÐ í PRENTSMIÐJU HAFNARFJARÐAR II. F. V__________________________________________1______________y f Ut úr ópnpnum Alhnikið hefur, að undanförnu, verið rætt um stjórnarmynd- un Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins svo og þær ráð- stafanir, sem gerðar hafa verið til að leysa efnahagsmál þjóð- arinnar- Því verður ekki neitað, að ekki leit út fyrir það um tíma að takast mundi að mynda stjórn, sem styddist við meirihluta á Alþingi- Alþýðuflokkurinn var ekki viðmælandi um stjórnar- myndun og við kommúnista er ekki talandi, þegar um er að ræða áhyrgðarstörf í þjóðfélaginu. Það hafa því margir fagnað því að samstarf náðist á inilli Sjálfstæðisflokksins og Framsókn- arflokksins um stjórnarmyndun- Mun Sjálfstæðisflokkurinn eiga aðalþáttinn í því, að slíkt samstarf tókst, enda var það boðið fram af honum strax, þegar tillögurnar um lausn efnahagsmál- anna lágu fyrir. Um það hefur ekki verið deilt, að nauðsynlegt hafi verið að ráða bót á því öngþveiti, sem efnahagsmál þjóðarinnar voru komin í, en um leiðirnar að því marki eru að sjálfsögðu misjafn- ar skoðanir- Sjálfstæðisflokkurinn lagði fram frumvarp til laga um gengisskráningu, launabreytingar, stóreignaskatt, fram- leiðslugjöld o- fl. eftir nána athugun á því ástandi, sem efna- hagsmálin voru í svo og hvaða leiðir væri hægt að fara, sem mestan árangur bæru til viðreisnar útflutningsframleiðslunni, en yrðu um leið léttbærastar fyrir allan almenning í landinu. Á undanförnum árum hefur þjóðarskútan borizt nær og nær þeim hættum, sem mestum áföllum geta valdið, en það er at- vinnuleysi og fjárhagslegt hrun atvinnuveganna. Nú var svo komið, að hún var á hraðri leið með að stranda á þeim skerjum og þurfti því skjótar og öruggar ráðstafanir til hjargar. Það verður því ekki annað sagt en aumleg hafi verið og sé afstaða þeirra af áhöfninni, sem ekkert vildi gera eins og konnnúnist- arnir. Þeir hafa sennilega gert ráð fyrir því að línan frá Moskva, sem þeir halda dauðahaldi í, mundi verða nógu sterk til að draga þá sjálfa að landi, þótt allt færi í kaf. Svipuð hefur af- staða Alþýðuflokksins verið. Hann hefur ekki gefið kommúnist- um eftir í hjásetunni og aðgerðarleysinu, hvort honum hefirr verið réttur spotti af línu kommúnista í þessum málum og hann tréyst á hann, eða það sem er öllu líklegra, að foringjar flokksins hugsi fyrst og fremst um sinn eigin hag og bendir það til þess, að þeir hafa flestir eða allir náð í beztu björgunar- beltin og spennt þau á sjálfa sig. Þykjast þeir því nokkurn veg- inn öruggir um að fljóta ofan á, hvernig sem allt veltur. Þegar gera þarf stór átök, eins og nú, til að bjarga atvinnu- lífi þjóðarinnar verður sá ekki ámælisverður, sem eitthvað raun- hæft vill gera, heldur er sökin þeirra, sem standa í vegi fyrir öllum aðgerðum. Það er að vísu augljóst mál, að ólíkt er létt- ara að standa utan við og gera ekki annað en að leita uppi gallana hjá þeim, sem fást við viðfangsefnin, en njóta samt ávaxtanna, ef vel tekst. Verður ekki sagt að mikill manndómur sé í slíku framferði. í síðasta Alþýðublaði Hafnarfjarðar ritar Emil Jónsson grein, sem nefnist „Gengislækkun og stjórnarkreppa." í þeirri grein lýsir hann því yfir, að Alþýðuflokkurinn sé andvígur því að leysa efnahagsmál þjóðarinnar með gengislækkun- En hvernig á þá að leysa þau? Hvers vegna leggur Alþýðuflokkurinn ekki fram sínar tillögur? Þetta á ekki að gera, ekki þetta, ekki þetta o- s- frv. er það eina, sem hann segir- Það vantar ekki gagn- rýnina, en hvorki Alþýðuflokkurinn né Kommúnistar hafa lagt fram rökstuddar heildartillögur málunum til lausnar. Það er vitað, að tugum milljónum króna hefði orðið að bæta á lands- menn í nýjum sköttum, ef áfram hefði verið haldið á styrkja- brautinni, en slíkum smámunum er venjulega sleppt af and- stæðingum ríkisstjórnarinnar, þegar málin eru rædd- Eitt og annað — — NÝJARÐÝTA Alþýðublað Hafnarfjarðar birti rétt fyrir síðustu bæjar- stjórnarkosningar mynd af jarðýtu mikilli, sem jafnframt var ámokstursvél, og Hafnar- fjarðarbær hafði fest kaup á. Blaðið gat þess að ýtan hefði kostað um 140 þús. kr. og ætti m. a. að notast við lagn- ingu vatnsveitunnar. Var því að sjálfsögðu fagnað af al- menningi, að bæjarstjórnar- meirihlutinn skyldi þó geta í einstöku tilfellum rifið sig það upp úr fornaldar hugs- unarhætti og vinnuhrögðum, að sjá það, að hagkvæmt gæti verið að vinna að ýms- um framkvæmdum, sem bær- inn hefur á hendi með stór- virkum vélum. ÝTAN ÓNOTHÆF En því miður tókst þessi tilraun ekki sem skykli. Að vísu munu Ijósmyndarar hafa farið af stað til að mynda jarðýtuna á ný, hvort sem Al- þýðublað Hafnarfjarðar birt- ir þær myndir eða ekki en tilefni myndatökunnar mun vera það, að ýtan reyndist mjög ótraust og er nú talin með öllu ónothæf til þeirra starfa, sem henni voru ætluð- Ýtubúnaðurinn virðist vera með öllu ónýtur og mun vera hugmyndin að kvarta til verk smiðjunnar út af því, hvort sem bærinn fær nokkra leið- réttingu mála sinna eða ekki. Hver sem endalokin verða má ganga út frá því sem gefnu að bærinn verði fyrir miklu fjárhagslegu tjóni, bæði beinu vegna viðgerðar á ýt- unni og óbeinu vegna þess að hana vantar nauðsvnlega til að vinna með henni að lagningu vatnsveituunar- 3ÚSTJÓRINN LÆTUR SIG Nú mun vera ætlunin að fá ýtu þá, sem bærinn á í Krýsuvík, og sagt var að bú- stjórinn hefði neitað að lána á s- 1- ári, til að nota við vatns- veituna. Hún er að vísu af- kastalítil miðað við það, sem sú nýja átti að geta gert, en þó er talið að notast megi við hana, enda áreiðanlega ekki nauðsynlegra að hún verði annarsstaðar að verki en við vatnsveituna, sem er ein af þeim mést aðkallandi framkvæmdum, sem bærinn hefur á hendi og það verður ekki fyrr en að byggingu hennar verður lokið, sem-úr N'erður bætt margra ára vatns skorti ýmissa bæjarhverfa- --• - BÆJARSTJÓRNARFUNDI FRESTAÐ Reglulegiu- bæjarstjórnar- fundur átti að vera s. 1- þriðju dag, en bæjarstjórnarmeiri- hlutinn gat ómögulega kom- ið því við að halda fundinn vegna þess, að hann langaði til að leggja fram fjárhagsá- ætlun bæjarins fyrir árið 1950 til fyrri umræðu. Virðist að annríki bæjarstjórnarmeiri- hlutans sé mikið, að ekki skuli hafa tekizt að koma saman fjárhagsáætlun þá næstum tvo mánuði, sem liðnir eru frá kosningum. Og röggsemin er svo ekki meiri en það, að ekki er hægt að halda uppi reglulegum bæj- arstjórnarfundum fyrir fjár- hagsáætluninni, sem átti að vera komin fram fyrir löngu og afgreidd að fullu. SÍGUR Á ÓGÆFUHLIÐ Mörgum þótti fjárhagsá- ætlun s. 1. árs vera afgreidd seint, en nú virðist enn hafa sigið á ógæfuhlið í þeim efnum. Verði hægt að leggja fram einhver drög að fjár- hagsáætlun n. k. þriðjudag er það um hálfum mánuði seinna en hún var lögð fram 1949, en 12. apríl var hún þá tekin til annarrar umræðu og samþykkt. Hvort bæjarstjórnarmeiri- hlutinn hefur einhvern ákveð inn tilgang með þessum seina gangi á hlútunúm eða hvort um venjulegan amlóðahátt er að ræða skal ósagt látið, en almennt er talið, að tilþrif bæjarfulltrúa meirihlutans séu minna áberandi nú, held- ur en á meðan þeir voru að korna sér í bæjarstjórnina. HALDLAUS AFSÖKUN Þegar á það var minnst 1949, hvað fjárhagsáætlun þess árs kom seint fram í dagsljósið var það varið af Alþýðuflokksmeirililutanum með því að ólíkt sæist betur, hvernig skipta þyrfti fénu milli hinna ýmsu liða fjárhags áætlunarinnar, þegar komið væri fram á árið, sem verið væri að áætla fyrir. Þessi rök, eða afsökun fyrir sleifarlagi sínu í þessum efnum reynd- ust algerlega haldlaus, þar sem sumir liðir fjárhagsáætl- unarinnar hafa farið miklu lengra fram úr áætlun en oft áður og var þó ekki ábæt- andi- FJÁRHAGSÁÆTLUNIN EKKI VIRT Annars hefur það viljað ganga svo til, að í fram- kvæmd hefur bæjarstjórnar- meirihlutinn lítið virt þær línur, sem lagðar hafa verið með fjárhagsáætlun hverju sinni, heldur hefur útkoman verið sii, að fé, sem áætlað hefur verið til ákveðinna mála ár eftir ár, hefur ekki verið notað til þeirra heldur í allt annað og það án þess, að undir bæjarstjórn sé bor- ið. Þannig hefur verið komið til bæjarbúa og tekið af þeim fé til að byggja yfir sund- laugina, kaupa Víðistaðina, byggja húsmæðraskóla o- fl. án þess að nokkuð hafi verið aðhafst um framkvæmdir, sem að gagni kæmi, en öllu þessu fé hefur verið eytt- Virðist því að bæjarstjórnar- meirihlutinn noti sér svipaða aðferð til að fá fé út úr bæj- arbúum og menn, sem slá vegfarendur um aura fyrir mat en kaupa síðan áfengi fyrir þá. ALMENNINGUR VILL AÐ BETUR SÉ MEÐ FÉ HANS FARIÐ Hér þarf að verða breyt- ing á. Fjárhagsáætlunina þarf að semja ekki síðar en í árs- byrjun og eftir henni þarf að fara- Með því mundi nást miklu meiri festa í öllum framkvæmdum og meðferð á því fé, sem almenningur læt- ur af mörkum. Það mundi t. Framhald á bls. 3 Emil Jónsson talar um að byrðunum verði óréttlátlega skipt með gengislækkuninni og komi hún sem nefskattur á þjóðina. En hefur ekki einmitt stjórn undir forsæti Alþýðuflokksins og sem Emil Jónsson sjálfur átti sæti í farið inn á slika braut? Hvernig hefur t. d. söluskatturinn verkað? Og hvernig verkaði afnám kjötuppbótarinnar? Voru þetta ekki nefskattar? Jú, og ekkert annað, en sá var munurinn, að Alþýðuflokkurinn átti hlutdeild í að leggja þá á almenning. Það eru e. t. v- til góðir og slæmir nefskattar eins og góð og slæm gengislækkun, sam- anber gengislækkunina, sem Alþýðuflokkurinn tók þátt í að gera í haust, þegar Bretar felldu sinn gjaldmiðil. Alþýðuflokkurinn og kommúnistar standa nú hlið við hlið eins og svo oft áður og bíða tækifæris, að gera ríkisstjórninni sem erfiðast fyrir með að stýra út úr ógöngunum. Vonandi hef- ur þjóðin hamingjuna með sér svo að skemmdaröflin megi sín lítils, og hér verði vaxandi atvinnulíf og batnandi horfur um lífsafkomu alls almennings-

x

Hamar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hamar
https://timarit.is/publication/800

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.