Hamar - 24.03.1950, Blaðsíða 3

Hamar - 24.03.1950, Blaðsíða 3
H A M A R 3 Eitt og annað-- Framhald af bls. 2 d. vera öðruvísi og af meiri hagsýni luuiið að ýmsum framkvæmdum í bæjarvinn- unni, ef gengið væri út frá því, að áætlaða upphæð mætti nota en meira ekki, í stað þess, sem hugsunarhátt- urinn mun oft ekki ná lengra en það, að bærinn borgi svo öllu sé óhætt. Það er vanda- laust að vera framkvæmdar- stjóri fyrirtækis, ef ekki þarf að gera sér glögga grein fyr- ir, hvernig sé bezt og ódýrast að framkvæma hvert verk. Og það er vandalaust að vera verkstjóri, þegar ekk- ert er hugsað um það hvað verkið kostar, heldur bara að böðla því af. Það er sagt að . síðan Gísli Sigurgeirsson hætti að vera verkstjóri við gatnagerð hér í bænum, hafi litið eða ekkert verið að því gert af þeim, sem verkum stjórna, að fylgjast með kostn aðarhlið hinna vmsu fram- J kvæmda. Verður þó ekki ann- að sagt en það sé hámark sinnuleysis hjá verkstjóra, ef allan áhuga vantar fyrir því, hvort verkið, sem hann fram- kvæmir, kostar mikið eða lít- ið.. Það er ekki von að vel fari undir slíkri stjórn. ---•— SKÓGRÆKT Alltaf stækkar sá hópur, sem skilur nauðsyn þess að rétta nátturunni hjálparhönd . til að koma í veg fyrir að land ið verði örfoka og klæða það gróðri- Einn þátturinn í slíku starfi er skógræktin. í þeim tilgangi var Skógræktarfélag Hafnarfjarðar stofnað og hef- ur það unnið mikið starf nú þegar- Það hefur girt af land í Lækjarbotnum og þar hafa verið settar niður trjáplönt- ur í stórum stíl. Þann hátt hefur félagið tekið upp að hafa skógræktardag og er þá hver hönd velkomin og vel þegin til starfa- Er ánægju- legt að safnast saman í góðu veðri til þátttöku í því að prýða og bæta landið okkar. Eins og auglýst er hér í blaðinu verður aðalfundur Skógræktarfélagsins haldinn í Goodtemplarahúsinu n. k. mánudagskvöld kl. 8,30. Þar verður auk aðalfundarstarfa flutt erindi, kvikmynd sýnd og einsöngur sunginn. Er þess að vænta að bæjarbúar fjölmenni á fundinn, og þeir, sem ekki eru þegar konmir í félagið gangi í það á fundin- um. — •- — PERSÓNUFRÁDRÁTTUR Það heyrist oft um það rætt að persónufrádrag það, sem fólki er leyft að draga frá tekjum sínum áður en skattur er á lagður sé hlægi- lega lágt- Enda mun enginn vera svo neyzluspar, að hann gæti lifað af þeirri upphæð, sem leyft er til frádrags- En hvað sem um persónufía- dráttinn má segja, þá verður ekkert réttlæti talið í því að hafa lægra frádrag fyrir börn í Hafnarfirði en Reykjavík. Undantekningarlítið eru þess- ir tveir bæir á sama verðlags- svæði og verður því engan hátt ódýrara að framfæra börn hér í bæ- Þetta misrétti þarf að fá lagfært og ætti • bæði bæjarstjórn og þingmað ur bæjarins að taka málið upp og ekki láta það viðgang- ast að lengra sé gengið í skattálagningu á fjölskyldu- fólk hér í bæ heldur en í Reykjavík. Aðalfundur Húsmæðraskóla- íélagsins Aðalfundur Húsmæðraskóla- félags Hafnarfjarðar var haldinn mánudaginn 20- marz 1950 í Sjálfstæðishúsinu. Formaður, frú Ingibjörg Ög- mundsdóttir gaf yfirht yfir störf félagsins á árinu, sem því miður urðu minni, en vonir stóðu til- Bvrjað hefur verið á að laga grunnstæði skólans, en vinna þar hefur stöð\’ast í bili, sökum þess að fjárfestingarleyfi hefur enn ekki fengist, þrátt fyrir marg- ítrekaðar umsóknir stjórnarinn- ar, og veldur því eflaust fjár- skortur. Formaður þakkaði kon- um samstarfið á árinu og hvatti þær til að starfa áfram, vongóð- ar um sigur góðs málefnis. Gjaldkeri las upp reikninga síðasta árs og voru eignir félags- ins rúmar 122 þúsund krónur. Merki félagsins voru seld 19. júní, eins og að undanförnu. Formaður merkjasölunefndar hefur verið frú Ingibjörg Jóns- dóttir og er enn. Stjórnin var öll endurkosin, en hana skipa þessar konur: Frú Ingibjörg Ögmundsdóttir for- maður, Frú Sólveig Sveinbjarn- ardóttir gjaldkeri, frú Ingibjörg Árnadóttir ritari. Varastjórn: Frú Guðfinna Sigurðardóttir, frú Helga Jónasdóttir, frú Elísabet Þorgrímsdóttir og frú Ingibjörg Jónsdóttir. Endurskoðendur voru einnig endurkosnir, þær: Frú Svava Mathiesen og frk. María Ólafs- dóttir. Formaður skipaði eftirtaldar konur í 18 kvennanefndina: Önnu Jónsdóttur, Björney Hall grímsdóttur, Helgu Níelsdóttur, Ingileif Sigurðardóttur, Ingveldi Gísladóttur, Jakobínu Mathiesen Jóhönnu Sæberg, Guðrúnu Ei- ríksdóttur, Steinunni Sveinbjarn- ardóttur, Ólafíu Þorláksdóttur, Ragnheiði Magnúsdóttur, Sigríði Eyjólfsdóttur, Solveigu Björns- dóttur, Solveigu Eyjólfsdóttur, Soffíu Sigurðardóttur, Sigurrós Samkeppni um minjagripi Það er löngu orðið ljósara en frá þurfi að segja, að mikill hörg ull er hérlendis á smekklegum og heppilegum listiðnaði,. sem bjóða mætti erlendum ferða- mönnum sem minjagripi um ís- land- Lítill gripur, sem ferða- langur tekur með sér heim til minningar um afskekkt og lítið þekkt land, hlýtur ávallt að móta að nokkru skoðanir fólks á landinu og virðinguna fvrir því. Sérstáklega gildir slíkt um ferðamenn, sem stanza aðeins drykklanga stund á flugvellinum við Keflavík og fá enga aðstæðu til þess að kynnast landi né þjóð nema af því litla, sem þeir geta keypt af minjagripum í verzlun- inni þar- Séu hlutir þessir að öllu leyti smekklegir og fallega unnir, fer ekki hjá því að þeir skapi virðingu og áhuga fyrir þjóðinni og verði okkur góð landkynning. Nú er það vitað, að mikið er unnið af fallegri listiðju í land- inu, og að margt þeirra hluta er sérkennilegt fyrir íslenzka menn ingu og hefð, þótt lítið sé af því á boðstólum. Einnig eigum við fjölmarga hagleiksmenn, jafnt konur sem karla, sem gætu rutt nýjar brautir í listiðnum og þann ig skapað menningu okkar ný verðmæti og landkynningu okk- ar betri möguleika- Ekki sízt eru til mörg listiðnaðarfyrirtæki í landinu, sem gætu, án mikillar röskunar, breytt hluta af fram- leiðslu sinni í J)að horf, að um tilvalda minjagripi væri að ræða. Hér virðist því ekki vera um skort möguleika, heldur einnig um skort framtakssemi að ræða. Þar sem vér undirritaðir aðil- ar teljum mál þetta okkur mjög skylt og úrbót þess brýna nauð- syn, höfum vér ákveðið að efna til samkeppni um allt land um fallega minjagripi. Um tilhögun og framkvæmd þessarar fyrirhuguðu samkeppni er þetta að segja: Engin takmörk eru sett fyrir tegund gripanna. Kemur allt til greina, sem heppilegir minjagrip ir geta talist, svo sem hverskon- ar hannyrðir, brúður og ýmis- konar föndur, svo fátt eitt sé nefnt. Það eina, sem binda verð- Sveinsdóttur, Sigríði Jónsdóttur og Svövu Mathiesen. Ákveðið var að halda á næst- unni bazar og skorað á konur að bregðast vel við. Skemmtifund er ætlunin að halda með haust- inu- Árgjaldið var hækkað úr 3 kr- í 5 kr. Fimm konur gengu í félagið á fundinum. Félagið telur nú 485 félagskonur- Á fundinum flutti Halldóra Eggertsdóttír námsstjóri erindi með skuggamyndum og kvik- mynd, um fyrirkomulag og gerð húsgagna. Á eftir var sameigin- leg kaffidrykkja- ur nokkrum takmörkum, er verð hlutanna, sem sendir eru, J)ótt ekki sé Jiað frágangssök, að ein- staka fagur gripur sé nokkuð dýr. Þeir aðilar, sem að samkeppn- inni standa, liafa valið þriggja manna dómnefnd hinna færustu manna, sem kostur er á. Þegar allir J)eir gripir, sem til sam- keppninnar berast, eru komnir á einn stað, verða þeir afhentir dómnefnd, nafnlausir, og velur hún allt það úr, sem heppileg- ast og smekklegast getur talist. Hefur þá verið ákveðið, eins og gert er á öllum hinum Norður- löndunum, að merkja ])á gripi, er þannig eru valdir, sérstöku viðurkenningarmerki, og heldur framleiðandi því merki, geri hann fleiri samsvarandi gripi. Gripir þessir sæta síðan forgangs rétti á þeim sölustöðum, t. d. bæði í Keflavík og í lleykjavík, þar sem erlendum ferðamönnum verðm- sérstaklega ráðlagt að verzla, og verður athygli þeirra vakin á viðurkenningarmerkinu- Á meðal þessara gripa verður síð an dæmt um þrjá hina beztu og verðlaun veitt samkvæmt því: 1- verðlaun kr- 1000,00, 2. verð- laun kr- 700,00 og 3. verðlaun kr. 500,00. Frestur til J)ess að skila grip- um til samkeppninnar er ákveð- inn til 30. apríl næstkomandi- Skal senda þá til Ferðaskrifstofu ríkisins, annað hvort á Akureyri eða í lleykjavík í góðum um- búðum, og skulu umbúðirnar merktar „Samkeppni". Nafn og heimilisfang sendanda skal fylgja með hverjum grip í við- lögðu umslagi, og verða dóm- nefnd J)á aflientir gripirnir tölu- settir, en nafnlausir. Einnig er nauðsynlegt að greina frá verði, og skal J)að vera hið sama og sendandi treystir sér til að fram- leiða vöruna fyrir framvegis, að óbreyttum aðstæðum, sé um fleiri samkynja liluti að ræða. Ef hægt er að koma ])ví við á smekklegan hátt, er æskilegt að merkja gripina „Iceland“. Eru öll líkindi fyrir J)ví, að J)eir, sem skilað geta smekklegum gripum í samkeppni þessa við hóflegu verði, geti framvegis átt tryggan markað fyrir ffamleiðslu sína. Ennfremur er ráðgert, ef mák- ið berst góðra muna, að halda á þeim sýningu að samkeppn- inni lokinni og jafnvel að senda úrval þeirra á erlendar minja- gripasýningar. Sérstaklega er J)ví beint til allra öryrkja, vinnuhæla, sjúkra- húsa og annarra, J)ar sem góðar aðstæður eru til tómstundavinnu að taka þátt í samkeppni J)ess- ari, — en ekki síður til allra fyr- irtækja og einstaklinga, sem framleiða listiðnað að einhverju tagi. Það skal og tekið fram, að dómnefnd sú, er valin hefur ver ið, mun starfa áfram að sam- keppninni lokinni og veita grip- um viðtöku, en ])eir sem berast eftir umræddan tíma, 30. apríl, koma að sjálfsögðu ekki til greina við verðlaunaveitingu né sýningu, ef haldin verður. Með átökum manna um allt land er J)að von okkar, að sain- keppni þessi geti orðið spor í þá átt að efla fagran listiðnað í landinu, veita J)ví fólki, sem sendir góða gripi, markað fyrir framleiðslu sína og skapa um leið erlendan gjaldeyri til handa ])jóðinni. En þó fyrst og fremst hitt, að þeir minjagripir, er úr landinu fara, geti orðið þjóðinni til verulegs sóma, hvar sem þeir sjást. Frekari upplýsingar veita und irritaðir aðilar, Heimilisiðiuiðarfélag íslands, Ferðaskrifstofa ríkisins. J,(,',(i'^(,(,(i',',',(i(,'if,ii(if,',',(,(,fififi',(,(,(,',f,fif,(,(,',(if,'±'i $ & Spilakvöld 7< Sjálfstæðisfélögin halda sameiginlegt spilakvöld í $ Sjálfstæðishúsinu kl. 8,30 í kvöld. '' Spiluð verður félagsvist og kaffi drukkið. FJÖLMENNIÐ OG MÆTIÐ STUNDVÍSLEGA. i Sjálfstæðisfélögin 1 % i ','i'i',',',',',',',',',',','i(i'i'i'i'i',',',',','if,',',',',',',',',','i','ii 'if,',',',',',fi',',',',',',f,f,','i yl & | Kaupirðu góðan hlut, þá mundu hvar þú fékkst hann. Ágætar værðarvoðir í ýmsum litum eru nú til í ÁLAFOSS án skömmtunar í Þingholtsstræti 2, Réykjavík Alafoss VERZLIÐ V IÐ J,fifififi'if,f,f,'i',f,',',',f,'if,fif,f,',f,f,fifif,fifififififif,fif,fifi'i',fifififi'i(,f,f,

x

Hamar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hamar
https://timarit.is/publication/800

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.