Hamar - 24.03.1950, Blaðsíða 4

Hamar - 24.03.1950, Blaðsíða 4
4 H AMAll Mobiloils Bífreiðaeigendur! Smurningsolían heíur mikil áhrií á endingu vélarinnar og því betri sem smurningsolían er, því lengur endist vélin. Kaupið því ávallt beztu smurningsoliurnar. - Kaupið hinar nýju MOBILOLÍUR Ávallt tyrirliggjandi hjá H. Benediklsson & Co. Reykjavík - Sími 1228 5*3*3*303»3«3*3*3*3«3*3*3»3«303t3»3*3*3»3*3*3*3»3»3*9*3*3*3*3*3*3*3»303*3»3r3t3*300*3*3*3«3*3«3*3«303*3*3*3*3*3»3O03*3»3»3r»3*3*3*3*3*3«3*3*3«3» I 1 Utsvör L: |til Bæjarsjóðs Hafnarfjarðar 1950 'v Samkvæmt útsvarslögunum og ákvörðun bæjar- & stjórnar, ber gjaldendum að greiða bæjarsjóð Hafnar- ý fjarðar upp í útsvar 1950, 50 % af útsvörum þeirra 1949, X með gjalddögum 1. marz, 1. apríl, 1. maí og 1. júní þ. á., $ að Vi hluta hverju sinni (sem næst 1214 % af útsvarinu $ 1949). £ Dráttarvexti ber að krefja af útsvarsgreiðslum þess- um, 1 % á mánuði eða hluta úr mánuði, ef greiðsla dregst lengur en 15 daga eftir gjalddaga. Bæjarstjóri Búnaðarfélagið Framhald af bls. 1. Endurskoðendur eru þeir Gísli Gunnarsson og Jón Gestur Vigfússon. Hagur félagsins stendur nú með miklum blóina. Eignir þess eru bókfærðar á kr. 35.272,24, þar af eru sjóðeignir kr. 28313,84 en verkfæri öll og fasteignir, sem á undanförnum árum hafa verið mjög mikið afskrifaðar, eru nú bókfærðar á kr. 6.958,40. T. d. er Farmalvélin bókfærð á kr. 3.400,00 og geymsluh- á kr- 1000,00. Meðlimatala félagsins hefur verið og er alltof lág, flest árin verið um 60 manns en nú á síðustu árum um 80. Því þegar tekið er tillit til þess að félagið hefur alltaf gengist fyrir pönt- unum félagsmanna á útlendum áburði, grasfræi og útsæðiskar- töflum og þeir fengið það með betra verði en aðrir, sem fvrir utan félagið standa, þá eru það ekki litlar upphæðir sein sparast við þau innkup, og ennþá meira, væri félagsskapurinn almennari en nú er. Áburðarpantanir fé- lagsmanna voru t. d. á síðast- liðnu vori um 1600 pokar og á þessu ári eru pantanirnar held- ur ríflegri. -----•---- Atlasölur B.v. Venus seldi nýlega afla sinn í Englandi, 2009 kit fyrir 6463 pund. Aðalfundur Skógræktaríélags Hatnartjarðar verður haldinn mánudaginn 27. þ m. í Góðtemplara- húsinu. — Fundurinn hefst kl. 8,30. FUNDAREFNI: Venjuleg aðalfunadrstörf. Erindi, kvikmyndasýning, einsöngur. STJÓRNIN. Tilkynning Innflutnings- og gjaldeyrisdeild Fjárhagsráðs hefir ákveðið, að óheimilt sé að selja kringlur í stykkjatali á hærra verði en sem samsvarar kr. 4.50 pr. kg. Reykjavík, 22. viarz 1950. V erðlagsst j órinn. Grefðsla útsvara Með því að lögtök ógreiddra útsvara frá fyrra ári eru þegar hafin, eru þeir útsvarsgreiðendur í Hafnar- fjarðarkaupstað, sem enn eiga eftir að greiða útsvör sín fyrir s. 1. ár, áminntir um að gera það nú þegar, svo að þeir komist hjá frekari kostnaði og óþægindum. Bæjarstjóri H. F. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS AÐALFUNDUR Aðalfundur Hlutafélagsins Eimskipafélags íslands, verður haldinn í fundarsalnum í húsi félagsins í Reykjavík, laugardaginn 10. júní 1950 og hefst klukkan 1,30 e. h. DAGSKRÁ: I. Stjórn félagsins skýrir frá hag þess og framkvæmdum á hðnu starfsári, og frá starfstilhöguninni á yfirstand- andi ári, og ástæðuin fyrir henni, og leggur fram til úrslcurðar endurskoðaða rekstursreikninga til 31. des- ember 1949 og efnahagsreikning með athiigasemdum endurskoðenda, svörum stjórnarinnar og tillögum til úr- skurðar frá endurskoðendum. 2. Tekin ákvörðun um tillögur stjórnarinnar um skiftingu ársarðsins. 3. Kosning fjögra manna í stjórn félagsins, í stað þeirra sem úr ganga samkvæmt félagslögum. 4. Kosning eins endurskoðanda í stað þess er frá fer, og eins varaendurskoðanda. 5. Umræður og atkvæðagreiðsla um önnur mál, sem upp kunna að verða borin. Þeir einir geta sótt fundinn, sem hafa aðgöngumiða. Aðgöngumiðar að fundinum verða aflientir hluthöfum og umboðsmönnum hluthafa á skrifstofu félagsins í Reykja- vík, dagana 7. og 8. júní næstk. Menn geta fengið eyðu- blöð fyrir umboð til þess að sækia fundinn á aðalskrifstofu félagsins í Reykjavík. Reykjavík, 27. febrúar 1950. STJÓRNIN.

x

Hamar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hamar
https://timarit.is/publication/800

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.