Hamar - 04.04.1950, Blaðsíða 1

Hamar - 04.04.1950, Blaðsíða 1
HAMAM IV. ARGANGUR HAFNARFIRÐl 4 APRIL 1950 10. TOLUBLAÐ Áfvinnumál vörubílsfjóra A bæjarstjórnarfundi þriðjud. 28. marz s. 1. urðu allmiklar um- ræður um atvinnumál vörubíl- stjóra. Forsaga málsins er sú, að vöru bílstjórar leituðu til bæjarstjórn ar á s. 1. sumri um aðstoð við að ráða bót á atvinnuleysi vöru- bílstjóra. Var þessu fyrst ekki sinnt, en við ítrekun fékkst það í gegn m. a. fyrir atbeina þá- verandi samgöngumálaráðherra Emils Jónssonar að nokkrir bílar voru teknir í vegavinnu við Krýsuvíkurveginn um tíma s. 1. haust. Nú í vetur hefur sótt mjög í sama horfið með atvinnu leysi hjá vörubílstjórum og var svo komið að þeir sáu sér ekki annað fært en að skora á bæjar- stjórn að taka upp skiptingu á allri vinnu vörubíla hjá bæ og bæjarfyrirtækjum. Var sú áskor- un samþ. í fél. 19. febr. s. 1. með 20 atkv. gegn 5 og send bæjar- j ráði. Bæjarráð óskaði eftir upp- j lýsingum um tekjur bílstjóra og j voru þær sendar bæjarráði með bréfi dags. 27. febr. s. 1. í sam- bandi við bréfið lagði Þorleifur Jónsson fram eftirfarandi tillögu „Þar sem upplýsingar liggja nú fyrir um það, að tekjur þeirra vörubílstjóra, sem stunda almenna vinnu hér í bænum, eru á s. 1. ári nær- fellt helmingi lægri en tekjur stéttarbræðra þeirra, er unn ið hafa hjá bæjarsjóði og bæjarfyrirtækjum, og hjá sumum þeirra svo lágar, að ekki geta talizt nægilegar til að framfleyta f jölskyldu, þá leggur bæjarráð til, að tekin verði nú þegar upp skipting á milli vörubílaeig- enda í bænum ó þeirri bif- reiðavinnu sem bæjarsjóður og bæjarfyrirtæki hafa með höndum og fari skipting þessi fram í samráði við stjórn Vörbílstjórafélagsins." Afgreiðslu málsins var frestað þá vegna þess að annar aðalmað Frumdrög að fjárhagsáætlun Hfj. 1950 Afli Hafnarfjarðarbáta Hér á eftir fer skýrsla um afla Hafnarfjarðarbáta, eins og hann var 1. apríl s. 1. Vel getur verið, að einhverju skakki í töl- unum um aflamagnið en J)að mun þó ekki vera stórvægilegt. Bátanöfn Róðar- Aflamagn fjöldi í kg. Ágústa .................. 19 71980 Ásdís .................... 34 130470 Bjarnarey ................ Björg .................... 36 205685 Bjorn .................... 15 62360 Draupnir................ 42 244625 Dröfn.................... 44 251020 Eggert Ólafsson .......... 31 191445 Fagriklettur .............. Fiskaklettur .............. 18 87180 Sami í net.............. 19 160100 Fram .................... 8 41940 Sami í net.............. 14 108750 Guðbjörg ................ 42 223940 Hafbjörg ................ 42 240796 Hafdís .................. 27 156350 Hafnfirðingur ............ 17 58150 Heimir .................. 36 167690 Hlugi .................... 28 165080 Sami í net.............. 21 256590 Ingvar Guðjónsson ........ ísleifur .................. 42 189156 Morgunstjarnan .......... 37 165625 Stefnir .................. 29 177320 Sævar.................... 36 154788 Von .................... 43 226495 Vörður .................. 42 247075 lifrarmagn í lítrum 4241 8494 6891 14294 3718 16453 16747 13417 2255 21252 11375 15288 16885 . 9834 3911 9698 37336 , 4209 12297 11936 11823 9846 14449 16388 ur Alþýðufl. var ekki mættur. Síðan lá þetta mál í salti og var ekki tekið fyrir í bæjarráði fyrr en á fundi 27. marz s. 1., að Þorleifur Jónsson hreyfði mál inu og óskaði eftir því, að það væri tekið til afgreiðslu, en meiri hlutinn vildi enn fresta málinu. Þorleifur Jónsson óskaði þá ein dregið eftir því að það væri tek- ið fyrir á næsta bæjarstjórnar- fundi þar sem þörfin fyrir hina atvinnulausu vörubílstjóra væri orðin svo brýn, að ekki væri hægt að draga Iengur að veita þeim úrlausn. Á bæjarstjórnarfundinum hafði Þorleifur framsögu um málið og rakti það í stórum dráttum og deildi fast á meirihlutann fyrir þann drátt, sem hann vildi hafa á málinu þar sem skjót lausn þess væri mjög aðkallandi. Emil Jónsson harmaði það mjög á fundinum að málið skyldi vera komið fyrir bæjar- stjórn, Jwí bæjarráð þyrfti að athuga það miklu betur, taldi hann og að atvinnuleysi vöru- bílstjóra væri m. a. fyrir ofvöxt í stéttinnni. Varpaði hann m. a. spurningum til Þorleifs um það hvernig þessu væri hagað í Reykjavík. Það mætti e.t.v. læra af því. Þorleifur svaraði því að staðreyndin væri sú að félag vörubílaeigenda hefði beðið bæjarstjórn um að s'kipta vinn- unni og skýrslur hefðu leitt í ljós að þörfin væri svo brýn að hún þyldi enga bið, en hvernig þessum málum væri háttað í Reykjavík sagðist Þorleifur ekki vita, enda breytti það engu um hvað gera þyrfti hér í bæ. Spurði hann Emil að því hvort hann ætlaði að bíða þar til, að þeir, sem snapavinnuna stunduðu heltust svo úr lestinni, að þeir, sem eftir yrðu gætu dregið fram lífið á snöpunum. Þá ræddu þeir málið nokkuð Kristján Andrésson og bæjar- stjórinn og deildu einkum fast um það, hvor þeirri færi með neiri ósannindi og virtist ekki hallast þar á. Tillögunni var síðan enn vís- að til bæjarráðs með 5 atkv. Al- þýðufl. gegn 4 atkv. hinna flokk anna og mega atvinnulausir vöru bílstjórar bíða enn um hríð eftir því að fá einhverja lagfæringu mála sinna. Frumdrög að fjárhagsáætlun Hafnarfjarðar fyri árið 1950 voru lögð fram á bæjastjórnarfundi J>riðjudaginn 28. marz s. 1. Gert er ráð fyrir að útsvörin hækki um nálega 630 þús. kr. eða ca. 143á% frá því í fyrra. Bæjarráð varð ekki sammála um að leggja þessi frumdrög fyrir bæjarstjórn og var bókað eftirfarandi í því sambandi. „Meirihluti bæjarráðs, J>eir Emil Jónsson og Óskar Jónsson sam þykkja að leggja frumdrög þau að fjárhagsáætluninnni, eins og þau nú liggja fyrir, fyrir bæjarstjórn til fyrri umræðu, sem um- ræðugrundvöll, en áskilja sér allan rétt til að flytja við aðra um- ræðu breytingartillögur eða fylgja öðrum breytingartillögum, er fram kunna að koma. Minni hluti bæjarráðs, Þorleifur Jónsson, treystir séi' ekki til að mæla með Jwí, að umgetin frumdrög verði lögð fyrir bæjar- stjórn sem umræðugrundvöllur, þar sem þar eru teknar inn stórar f járhæðir til ýmissa framkvæmda, sem minnihlutinn telur að ekki sé ráðlegt að verja fé til úr bæjarsjóði, að svo stöddu, og sem gjörir það að verkum, að hækka yrði útsvörin verulega, en J)að telur minnihlutinn óvarlegt, eins og nú horfir um gjaldgetu almennings. Mun minnihlutinn bera fram tillögur til breytinga á áæthm- inni undir síðari umræðu um málið." Tekjur: 1. Tekjur af fasteignum................. kr. 50.000,00 . 2. Fasteignagjöld....................... - 130.000,00 3. Fasteignaskattar ..................... - 75.000,00 4. Þátttaka Hafnarsj. & rafv. í stj. kaupst. .. - 40.000,00 5. Ráðhúsið............................ - 50.000,00 6. Ýmsar tekjur og endurgreiðslur......... — 50.000,00 7. Útsvör.............................. - 4.957.300,00 kr. 5.352.300,00 Gjöld: I. Stjórn kaupstaðarins: 1. Laun bæjarstjóra ........ kr. 46.800,00 2. -, skrifstofustjóra ..... - 37.900,00 3. - bæjargjaldkera ..... - 37.900,00 4. — innheimtumanna___ — 50.900,00 5. - skrifstofustúlku .... - 21.600,00 6. - verkfræðings .....,. - 43.200,00 7. - ( mælingamanns ..... - 23.700,00 8. - bæjarráðs .......... - 33.700,00 9. — niðurjöfnunarnefndar .— 23.400,00 10. - endurskoðenda ..... - 16.500,00 II. Mistalningsfé gjaldkera ... - 3.000,00 12. Vinnumiðlunarskr. 20.000,00 -f- e.gr. úr ríkissj. 7.000,00 ----------- - 13.000,00 13. Kostn. af Ráðhúsi 60.000,00 -f- endurgr......25.000,00 ---------------35.000,00 14. v/ skrifst. bæjarverkfr. o. fl. - 15.000,00 15. Ýmis kostnaður.......... - 35.000,00 - 436.600,00 11. Menntamál: A. Barnaskólinn: 1. a) laun f. kennara 45.000,00 b) laun st. kennara 44.000,00 ----------------89.000,00 2. Kol og raforka........... - 35.000,00 Framhald á bls. 2

x

Hamar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hamar
https://timarit.is/publication/800

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.