Hamar - 19.04.1950, Blaðsíða 1

Hamar - 19.04.1950, Blaðsíða 1
HAMAM IV. ARGANGUR HAFNARFIRÐL 19. APR. 1950 11. TÖLUBLAÐ Breytingarliílögur bæjarfullfrúa Sjálffstæð- isflokksins við fjárhagsáætlunina Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram breytingartillögur við fjárhagsáætlunina, sem lækka áætlaða upphæð útsvara um 600 þúsund krónur. í síðasta blaði Hamars voru birt frumdrög að fjárhagsáætlun bæjarins fyrir árið 1950. Miðað við síðustu fjárhagsáætlun er í uppkastinu gert ráð fyrir því að útsvarsupphæðin hækki um 630 þús. kr. eða 1« Við fyrri umræðu um málið lagði Þorleif- ur Jónsson áherzlu á það, að gjaldgeta bæjarbúa, hvort sem væri einstaklinga eða fyrirtækja, mundi ekki vera svo góð að möguleikar væru á að ætla sér að innheimta hærri útsvör í ár . en s. 1. ár. Það væri því mjög nauðsynlegt að taka þessi frum- drög til rækilegrar meðferðar og athuga hvað væri hægt að spara ög hvað væri hægt að láta bíða án þess þó ð draga úr þeim framkvæmdum, sem helzt kæmu til að veita bæjarbúum vinnu. Bæjarfulltr. Sjálfstæðisflokks- ins hafa nú sent margar og ýtar- legar breytingartillögur til bæj- arstjórnar og verður drepið á þær helztu hér á eftir. Að laun starfsfólks bæjarins séu ekki áætluð hærri en þau reyndust s. I. ár, en það er 10% launauppbót fyrir allt árið, en var greidd þannig 1949 að 20% uppbót var greidd á 6 síðustu mánuði ársins. í þeim drögum, sem fyrirliggja að fjárhagsáætl- un er gert ráð fyrir 20% launa- uppbót allt árið. Þá er í tillögum bæjarfulltrúanna gert ráð fyrir að innheimtumaður bæjarins verði aðeins einn, sem verður að ætla, að sé nægjanlegt þar sem mjög rnildð af innheimtu fer fram hja fyrirtækjum í bænum. Þá er gert ráð fyrir því að laun- að bæjarráð verði lagt niður en við taki ólaunaðar nefndir. Mis- talningsfé gjaldkera kr. 3.000,00 verði fellt niður, má í því sam- bandi geta þess að gjaldkerar banka og sparisjóða hafa ekki mistalningsfé. Heildarlækkun liðsins „stjórn kaupstaðarins" mundi nema samkv. þessum til- lögum um kr. 72.200,00.. Þá er gert ráð fyrir 24.500,00 kr. lækk- un á rekstri barnaskólans og kr. 31.000,00 á rekstri Flensborgar- skólans og er það sumpart vegna launa og sumpart vegna annarra liða, sem eru áætlaðir ríflegar en til þeirra var greitt s. 1. ár og er ekki talin ástæða til þess að áætla þá verulega hærri en þeir reyndust þá. Hallinn á rekstri sundlaugar- innar er áætlaður nú 105. þús. kr. en reyndist s. 1. ár tæpar 80 þús. kr. svo tahð var að óhætt ætti að vera að lækka þann lið um 15 þús. kr. Um liðinn kr. 50 þús. til byggingar íþróttahúss leggja bæjarfuiltrúarnir til, að f járveitingin sé bundin því skil- yrði að íþróttanefnd sé heimilað að hefja féð og varðveita það þar til á því þarf að halda til byggingar hússins. A liðnum „Eldvarnir er gert ráð fyrir nokkurri lækkun og er það eink- um að umsjón slökkvitækja lækki úr kr. 30 þús. í kr. 10 þús. og er það með tílliti til þess að ráðinn hefur verið slökkviliðs- stjóri, sem um leið er fastur um- sjónarmaður með tækjunum og ætlast til að hann hirði þau og haldi þeim við og spara þannig aðkeypt viðhald og hirðingu eft- ir því sem föng eru á. Einnig er af þessum ástæðum lagt til að liðurinn viðh. tækja, vátr., raf- orka lækki úr kr. 40 þús. í kr. 30 þús. Lagt er tíl að nokkur lækkun verði á liðnum „löggæzla og er það einkum vegna launa lög- regluþjóna og reksturs á lög- reglubifreið, sem er áætlaður kr. 15 þús. en reyndist kr. 7.700,00 s. 1. ár. ........... Undir liðnum um Alþýðutíygg ingar er gert ráð fyrir lækkun til Sjúkrasamlagsins úr kr. 190 þús. í 170 þús. kr. Sá liður reyndist kr. 163 þús s. 1. ár. Þá er lagt til að liðurinn „ framlag til bygg- ingarsjóðs verkm." lækki úr kr. 100 þús. í kr'. 85 þús, en sam- kvæmt þeim skuldbindingum, sem Hafnarfjarðarbær hefur tek- ið á sig til sjóðsins þarf hann ekki að greiða hærri upphæð, Ferming í fríkirkj- unni kl. 2 á sumar- daginn fyrsfa Stúlkur: Eydís G. Árnadóttir, Skúlask. 24 Guðlaug Oskarsd., Merkurg. 12. Guðrún M. Vigfúsd. Kirkjuv. 33 Jóna Ólafsdóttir, Öldugötu 18. Katrín Þorláksdóttir, Öldug. 31. Kristín S. Jónsdóttir Hlíðarbr. 10 Ólafía K. Jónsdóttir Álfask. 36, Sigríður Helgadóttir Vitastíg 12 Sigrún Skúladóttir, Brekkug. 25. Vigdís R. Garðarsd., Merkur. 3. Drengir: Bergþór Jónsson, Hverfisg. 61. Birgir Guðmundss. Austurg. 17b Bjarni Magnússon, Selvogsg. 17. Borge Jón I. Jónss., Hlíðarbr. 2. Eðvard Ólafsson, Kirkjuvegi 9. Eiður Sigurðsson, Suðurgötu 39. Grétar B. Hinriksson Lange.v. 7. Guðmundur Magnúss. Lækj.g. 4 Guðmundur Vigfúss. Kirkjuv. 33 Ragnar J. Jónsson, Hverfisg. 61. Sverrir Guðmundss. Hverfisg. 50 Samsöngur Karlakómns Þreslir enda greiddi hann tæplega það s. 1. ár. Lagt er til að liðurinn „til vega, vatnsveitu, holræsa o. fl. skiptist þannig að kr. 700 þús. verði áætlaðar til nýrrar vatns- veitu og kr. 500 þús. til vega, vatnsveitu innanbæjar, hohæsa o. fl. Sorp- og salernahreinsun lækki úr kr. 130 þús. í kr. 120 þús. en til þessa liðs var greitt 1949 kr. 113 þús. , Liðurinn ,Fasteignir bæjarins' lækki úr kr. 100 þús. í kr. 50 þús. með tillití til þess að miklar viðgerðir og lagfæringar fóru fram á húsum bæjarins s. 1. ár. Lagt er til að liðurinn „til kaupa á jarðýtu" kr. 150 þús. verði feldur niður þar sem fjár- greiðsla vegna jarðýtukaupanna tilheyrir árinu 1949, fari svo ólík lega að bæjarsjóður verði að greiða verkfærið, en það hefur, svo sem kunnugt er, -reynst al- gerlega ónothæft til þess, sem það var ætlað. Framh. á bls. 3 ¦';' Karlakórinn „Þrestir" hélt sína árlegu söngskemmtun í Bæjar- bíó s. 1. mánudagskvöld. Kórinn flutti 13 lög og voru þau öll eftir íslenzka höfunda ennfremur lék dr. Victor Urbant schitsch einleik á píanó og flutti hann lög eftir Pál ísólfsson. Lög þau, sem kórinn flu'tti voru þessi: Hún syngur og Skræl ingjagrátur eftir Friðrik Bjarna- son. Glófagrar rósir: Páll Þorleifs son. Ár vas alda: Þórarinn Jóns- son. Töfradalur: Hallgrímur Helgason. Júníkvöld: Arni Björnsson. íslandslag: Björgvin Guðmundssori. Áin niðar: Sig- urður Þórðarson. Sunnudags- kvöld: Áskell Snorrason. Föru- mannaflokkar þeysa: Karl O. Runólfsson. Þér landnemar (Úr Alþ.ht.kantötu): Páll ísólfsson. ísland: Árni Thorsteinsson. Stjórnandi kórsins er Páll Halldórsson. Dr. Victor Urbant- schitsch annaðist undirleik í þremur lögum: Förumannaflokk ar þeysa, Þér landnemar og ís- land. Pálmi Ágústsson söng ein- söng í laginu íslandslag og fórst það vel. Söngur kórsins var yfirleitt góður, þó að bezt færi hann með lögin Ain niðar og Ar vas alda. Það er fullvíst, að samsöng ur „Þrasta" og hljómleikar dr. Victor Urbantschitsch veittu þeim mikla ánægju, sem á hlýddu . Eiga „Þrestír" miklar þakkir skilið bæði nú og fyrr fyrir þennan þátt í menningar lífi bæjarins. Það var ánægjuleg kvöldstund og það var íslenzk kvöldstund, sem „Þrestír" veittu bæjarbúum s. 1. mánudagskvöld enda létu áheyrendur í ljós þakk læti sitt með öflugu lófaklappi. A t h u gi ð : Minningarspjöld kvenfélagsins Hringsins fást í Bókabúð Böðvars Sigurðssonar og í Verzlun Valdimars Long. Afli Haínarfjarðarbáta Hér á eftir fer skýrsla um afla Hafnarfjarðarbáta, eins og hann var 15. apríl s. 1. Vel getur verið, að einhverju skakki í töl- unum um aflamagnið en það mun þó ekki vera stórvægilegt. Róðrar- Aflamagn lifrarmagn Bátanöfn fjoldi í kg. í htrum Ágústa .................. 24 88570 4898 Ásdís .................... 45 189580 11456 Bjarnarey................. 8590 Björg...................... 45 248180 16446 Björn .................... 23 107110 5891 Draupnir ................ 53 299240 19205 Dröfn.................... 55 317490 20084 Eggert Ólafsson .......... 30 248695 16242 Fagriklettur.............. 3245 Fiskaklettur .............. 18 87180 25968 Sami í net.............. 28 223680 Fram .................... 8 41940 15251 Sami í net.............. 20 149260 Guðbjörg ................ 53 308020 19325 Hafbjörg................ 53 326180 20648 Hafdís .................. 38 222450 12992 Hafnfirðingur............ 23 93290 5245 Heimir.................. 46 233530 12309 Illugi.................... 28 165080 Samiínet.............. 26 296540 41386 Ingvar Guðjónsson ........ 6157 ísleifur.................. 50 228896 13919 Morgunstjarnan '......'___ 46' 223415 14453 Stefnir.................. 39 237390 14479 Sævar.................... 48 231508 14668 Von .................... 52 290295 17501 Vörður .................. 54 329115 19937

x

Hamar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hamar
https://timarit.is/publication/800

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.