Hamar - 05.05.1950, Blaðsíða 3

Hamar - 05.05.1950, Blaðsíða 3
H A M A R 3 Fjárhagsáæflun Hafnarfjarðar afgreidd Framhald af hls. 1. svo og útsvarsupphæð, breytist samkv. þessu. Bæjarstjórn samþykkir að heimila 200 þús. kr. lántöku vegna húsnæðismála. Um einstakar tillögur er það helzt að segja að tekjuliðurinn ,fasteignagjöld og vatn til skipa' hækkar um kr. 200 þúsund og er það einkum fólgið í hækkun á vatnsskatti. Var sú hækkun talin nauðsynleg vegna nýju vatnsveitunnar. Þorleifur Jóns- son gat þess við umræður um málið, að hann teldi æskilegt að ekki hefði þurft að hækka vatnsskattinn fyrr en vatnsveit- an væri komin í not. En vegna hinna miklu erfiðleika sem væru með fjáröflun og þar sem nú væri lagt til að taka kr. 200 þús. að láni til þessara framkvæmda og þyrfti að greiða það lán eftir því sem vatnsskatturinn inn- heimtist, væri ekki hægt að kom ast hjá hækkun og gat hann þess að Sjálfstæðisflokkurinn væri því fylgjandi í trausti þess, að hún yrði ekki látin lenda á þeim, sem við vatnsleysi hefði búið um langan tíma. Um breytingartillögur meiri- hluta bæjan'áðs er helzt það, að tekinn er upp á ný fjárveiting til yfirbyggingar sundlaugarinn- ar en nú ekki nema kr. 50 þús. og til byggingar bókasafns (end- urveiting) kr. 40 þús., sú upp- hæð var á fjárhagsáætlun s. 1. ár en var ekki hafin og týndist í eitthvað annað. \hð þessar tillögur báru bæj- arfulltrúar Sjálfstæðisflokksins þá breytingartillögu að heimila viðkomandi nefndum að hefja féð og varðveita það, þar til framkvæmdir hæfust en það var fellt af Alþýðnflokksmeirihlutan um, sem vill að sjálfsögðu hér eftir eins og hingað til ráðstafa því fé að eigin geðþótta, sem af einhverjum ástæðum væri ekki notað til þeirra hluta, sem áætl- að er. Um liðinn til unglingavinnu kr. 30 þús. voru allir á einu máli, enda samþykkt af bæjarstjórn í vetur að hefja framkvæmdir í því að sjá unglingum að ein- hverju leyti fyrir vinnu. ■ Um lántöku til húsnæðismála er það að segja, að það fer ekki hjá því að vera dálítið broslegt að samþykkja að taka lán til þeirra hluta, sem engin tillaga hefur verið gerð um, hvernig yrði háttað. Virðist vera að ó- hætt hefði verið að bíða með þessa lántökuheimild þar til mál um hefði skipast J>annig að séð yrði, hvort á henni þvrfti að halda. Breytingartillögur bæjarfull- trúa Sjálfstæðisflokksins, þær sem ekki voru teknar inn í til- lögur bæjarráðs að einhverju leyti voru felldar. Við einstaka liði er fáu að bæta frá því sem skvrt var frá í síðasta blaði Ham Afli Hafnarfj arðarbáta Hér á eftir fer skýrsla um afla Hafnarfjarðarbáta, eins og hann var 30. apríl s. 1. Vel getur verið, að einhverju skakki í töl- unum um aflamagnið en Jvið mun þó ekki vera stórvægilegt. -Róðrar- Aflamagn lifrarmagn ijöidi í kg. í lítrum Ágústa .... 28 103390 5633 Ásdís .... 56 238090 13839 Bjarnarey 9721 Bíörg .... 55 293195 18682 Björn 8513 Draupnir .... 64 350605 21912 Dröfn .... 67 360250 23457 Eggert Ólafsson .... 40 248695 16242 Fagriklettur 5094 Fiskaklettur .... 18 87180 36036 Sami í net .... 38 330760 Fram .... 8 41940 22810 Sami í net .... 27 246660 Guðbjörg .... 65 358625 22077 Hafbjörg .... 65 397886 23924 Hafdís .... 51 307850 17134 Hafnfirðingur .... 34 134740 7307 Heimir .... 55 272170 14013 Illugi .... 28 165080 50157 Sami í net .... 40 457390 Ingvar Guðjónsson .... 7566 ísleifur .... 61 276560 16147 Morgunstjarnan .... 58 280555 17358 Stefnir .... 51 296880 17539 Sævar .... 60 283158 17430 Von .... 60 332165 19655 Vörður .... 66 407865 23907 ars. Ein tillaga virtist þó koma illa við formann íþróttanefndar, Stefán Gunnlaugsson en það var lækknn sú, sem gert var ráð fyrir á rekstri sundlaugarinnar. E. t. v. þekkir hann sjálfan sig og sína stjórnarhæfileika betur en aðrir og telji J>ess vegna að lið- urinn mætti ekki lækka, en breyt ingartillaga bæjarfulltrúa Sjálf- stæðisflokksins byggðist á því að rekstrarhallinn var ekki nema tæpar 80 þús. kr. s. 1. ár og ætti Jwí að nægja að gera ráð fyrir 90 þús. til að mæta J>eim halla í ár. Þetta fannst formanni í- Jnóttanefndar stórfurðulegt, en lét í ljós þá von sína að tekjur sundlaugarinnar ykjust svo að kr. 105 Jxis. dyggðu í reksturs- hallann. Sannur AljDýðuflokks- maður maðurinn sá! Þá ræddi formaður íjoróttanefndar, S. G. um framlega til íþróttahúss og til yfirbyggingar sundlaugarinn- ar og taldi Jrað hvorttveggja mjög nauðsynlegt, Svaraði Þor- leifur Jónsson honum lítillega og sagðist mundi verða með fjár- veitingunni til yfirbyggingar sundlaugarinnar, ef hann, Stef- án Gunnlaugsson, yrði með því að setja J>að að skilyrði að í- Joróttanefndin hefði heimild til að hefja féð, ef ekki yðri- af framkvæmdum á árinu. En J>eg- ar J>að kom til atkvæða var engu líkara en Stefán Gunnlaugsson, formaður íj>róttanefndar tæki að sér að stjórna atkvæðagreiðslu meirihlutans, því að hann varð fyrstur til að rétta upp hendina gegn því, að nefndin fengi slíka lieimild. Þannig voru af meiri- hlutanum felldar heimildir til handa viðkomandi nefndum að hefja og varðveita áætlað fé til byggingar íþróttahúss kr. 50 þús., til bókasafnsbyggingar kr. 40 þús., til yfirbyggingar á sundlauginni kr. 50 J>ús. og til byggingar húsmæðraskóla kr. 50 þús. Liðnum til vega, vatnsveitu, holræsa o. fl. kr. 1200 Jms. fékkst meirihlutinn ekki til að skipta vegna þess að ekki yrði séð hvað mikið lán væri hægt að fá til vatnsveitunnar. Ef hægt væri að fá lán að mestu leyti þá er að sjálfsögðu ætlunin að hafa þetta fé sem mest óbundið og ráðstafa J>ví eftir geðþótta meirihlutans. Um að fella niður liðinn til jarðýtukaupa er J>að að segja, að þannig mun vera að ekkert er farið að greiða í gripnum ennþá. Þorleifur gat þess að nauðsyn- legt væri fyrir bæinn að eign- ast nothæf tæki til framkvæmda sinna, en þar sem til stæði að skila ýtunni aftur vegna galla væri ekki víst að til þess þyrfti að taka á árinu, en færi svo mætti taka það að láni í bili. Um Krýsuvíkurliðinn er það að segja, að við J>að var ekki komandi að fella hann niður J>ví J>ó að hann segði lítið til fram- kvæmda J>ar syðra sýndi hann þó góðan vilja um áframhald, Ósvífin árás Alþýðublaðs Hafnarfjarðar á dóm- greind bæjarbúa í síðasta Alþýðublaði Hafnaríjarðar er skýrt frá útsvarsupphæð þeirri, sem gert er ráð fyrir að leggja á bæjarbúa samkvæmt hinni nýsamþykktu fjárhags- áætlun. Útsvarsupphæðin kr. 4.797.050,00 er borin saman við útsvör ársins 1949 og er sá samanburður þannig gerður að vægast sagt, er um fullkomnar blekkingar að ræða, þar sem allt virðist vera gert til þess að fá fram sem minnsta hækkun í prósentvís miðað við síð- asta ár. Tölur þær, sem greinarhöfundur ber saman eru áætluð útsvarsupphæð í ár og álögð útsvör s. 1. ár, þannig fær hann aðeins út 2,33% hækkun ! ! En sennilega hefur greinarhöfundi þótt nokkuð áberandi að láta þar við sitja og fer því að gera nokkra bragar- bót með því að bæta 5% við áætlaða útsvarsupphæð og reiknar síðan út hækkunina og fær þá út 7,45% ! ! Þessar niðurstöður Alþýðublaðs Hafnarfjaðrar eru eins og áður er sagt blekkingar einar, og það af þeirri einföldu ástæðu, að Alþ.bl. Hfj. veit ekki hver hin álagða útsvarsupphæð verður í ár. Niðurjöfnunar- nefnd starfar eftir landslögum og er henni skylt að jafna niður áætlaðri útsvarsupphæð að viðbættum 5% — 10%. S. 1. ár mun þessi viðbót hafa numið milli 8% og 9% og virðist vera óeðlilegt að gera minna fyrir vanhöldum í ár, þar sem almennt er talið að erfiðara muni vera með útsvarsinnheimtu en áður, en úr því fæst ekki skorið fyrr en niðurjöfnunarnefnd hefur tekið málið til meðferðar, hvað sem Alþ.bl. Hfj. þókn- ast að segja. Tilgangur blaðsins með þessum skrifum virðist vera sá einn að blelckja bæjarbúa og láta líta svo' út, að málum bæjarins sé vel stjórnað og spar- lega farið með fé hans. Er nú svo komið, að Alþýðu- flokksmeirihlutinn hefur tekið til fótanna til að flýja skuggann sinn en það tekst honum ekki. Staðreyndirnar eru svo þær, og Emil Jónsson form. bæjarráðs viðurkenndi það undir umræðunum um fjárhagsáætlunina, að útsvörin, sem bæjarbúum er ætlað að greiða nú eru 10,83% hærri en samsvarandi upphæð s. 1. ár. Áætluð útsvör hækka úr kr. 4.328.330,— 1949 í kr. 4.797.050,— 1950. Þetta eru tölurnar, sem tala réttu máli um útsvarshækkunina, tölur, sem fletta blekkingarhjúpnum af Alþ.bl. Hafnarfj. svo að það er augljóst, hverskonar virðing það er, sem blaðið ber fyrir dómgreind bæjarbúa. að J>ví er formaður bæjarráðs sagði. Aftur var annað liljóð í strokknum viðkomandi höfninni þann lið mátti ekki hækka meira að segja taldi formaður bæjar- ráðs það orka tvímælis, hvort bæjarsjóður ætti að veita meira fé til hafnarinnar. Um breytingartillögur Kristj- áns Andréssonar er fátt að segja J>ær voru helztar: að hækkað yrði til íþróttahúss úr kr. 50 þús. í kr. 100 J>ús., að kr. 300 þús. yrðu lagðar í atvinnuleysissjóð, að liðurinn til kaupa á jarðýtu falli niður og Krýsuvík falli nið- ur. í ræðu sinni gat Kristján þess að hann gæti fyrirgefið bæjar- stjórnarmeirihlutanum J>ótt hann í framkvæmd flytti fé á milli liða, J>að er að nota fé til annars en gert er ráð fyrir í á- ætlun. Þá var hann alveg bit á að Sjálfstæðismenn vildu spara á smáum liðum, honum fannst það svo smásmugulegt. Hann ætlar sér víst að lifa samkvæmt J>ví, sem segir í vísunni „Yfir litlu ótrúr varstu, yfir mikið sett- ur skalt.“ Breytingartillögur þær sem fram komu við fjárhagsáætlun- ina svo og afgreiðslu þeirra verða ekki raktar meira að sinni. Fjárhagsáætlunin í heild var samþykkt með 5 atkvæðum gegn 3 atkv. ------•------ Aí 1 a s ö 1 u r S. 1. hálfan mánuð hafa eftir- taldir Hafnarfjarðartogarar selt afla sinn í Englandi: Surprise 4474 kit fyrir 4697 pund, Maí 2090 kit fyrir 477 pund, Bjarni riddari 4099 kit fyrir 5648 pund og Júlí 3981 kit fyrir 5908 pund.

x

Hamar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hamar
https://timarit.is/publication/800

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.