Hamar - 19.05.1950, Blaðsíða 3

Hamar - 19.05.1950, Blaðsíða 3
H A M A R 3 Eitt Framháld af bls. 2 ar halda áfram að segja sann- leikann, því að hann verður þeim einum beizkur, sem eru í þjónustu hinna verri afla, og þótt Alþ.bl. Hfj. kalli hann „afturgöngu", þá hefur því aldrei tekizt að kveða hann alveg niður, þó að því hafi um stundarsakir tekizt að hylja hann svo í hjúpi blekk- inganna, að fólk hafi misst af honum. „Afturganga“ verð ur sannleikurinn aldrei og hann mun að lokum bera sig- ur af hólmi, hversu sárt, sem Alþvðublað Hafnarfjarðar barmar sér. ---•-- PERSÓNUFRÁDRAGIÐ í 9. tölublaði Hamars var lítillega minnst á, að persónu- frádráttur sá, sem fólki væri leyfður væri lágur en þó var það ekki aðaltilefni greinar- innar heldur hitt að sama frádrag yrði leyft fyrir börn í Hafnarfirði og Reykjavík. Alþýðublað Hafnarfjarðar þóttist hafa fengið vatn á myllu sína, þar sem Alþýðu- flokkurinn hefði borið fram frumvarp, sem gengi í þessa átt daginn áður en Hamar kom út. Alþ.bl. Hfj. veit þó, að frá efni Hamars, sem og Alþ.bl. Hfj. sjálfs, er gengið daginn áður en blöðin koma út, svo að möguleikar voru ekki fyrir hendi um að Ham- ar gæti rætt um frumvarpið, en sleppum því. — Emil Jóns- son getur um það í sama blaði að felld'hafi verið breytingar tillaga frá Alþýðuflokknum um hækkun presónufrádráttar við gengislækkunarfrumvarp- ið og er það rétt. SÍÐBÚIN HUGULSEMI Hamar hefur minnst á þessi mál áður, þó að því hafi ef til vill ekki verið veitt eftir- tekt af hinum vísu mönnum, sem rita Alþ.bl. Hfj. né af mönnum, sem ekki eru „úti á þekju“ en hvað sem því líð- ur, þá fer ekki hjá því að margur efist um heilindi AI- þýðuflokksins og þingmanns bæjarins í þessu máli þar sem hann fær fyrst áhuga fyrir að bera það fram eftir að hann er kominn í stjórnarandstöðu. Það hefði þó ekki verið úr vegi að taka þetta mál til at- hugunar, þegar hætt var að greiða laun með hærri vísi- tölu en 300 stigum, en lítið bar á því. Það virðist ekki einu sinni hafa tekizt að fá lagfært misræmið í þessu efni, sem er á milli Reykja- víkur og Hafnarfjarðar, hafði þó Alþýðuflokkurinn forsæti í ríkisstjórninni og þingmað- ur bæjarins var ráðherra í henni. Þingmaðurinn hefur náttúrlega ekki verið „úti á þekju“, en hvar var hann? og annað LÆKKUN TEKJUSKATTSINS \ Ríkisstjórnin hefur nú bor- ið fram frumvarp, sem geng- ur mjög í sömu átt og hækkað persónufrádrag en það er þriðjungs lækkun á tekju- skatt af lágtekjum. Á það að geta komið fólki til góða nú þegar á þessu ári og er það vel. Má segja að það sé að mestu formsatriði, en kem- ur í sama stað niður, hvort skattstiginn er lækkaður eða aukinn frádráttur leyfður. FAGURT ER INNRÆTIÐ EÐA .... í 9. tbl. Hamars var sagt frá því, að jarðýta sú, sem bærinn fékk í jan. s. 1. hefði reynst ónothæf. Þessi frásögn blaðsins fór dálítið í fínu taugarnar á þeim, sem rita Alþýðublað Hafnarfjarðar því þeir gera þetta að umræðu- efni þar. Hinir vísu og skiln- ingsgóðu skriffinnar Alþ.bl. leggja orð Hamars út á þann veg, að það sé fagnað yfir þeim óhöppum, sem bærinn hafi orðið fyrir. Slíkt er hin mesta fyrra og ætti greinar- höf. Alþ.bl. Hfj. að lesa Ham- ar betur, og láta þá réttan skilning ráða en ekki illkvitn- islega löngun til að naga og narta. GRÍN AÐ TILBURÐUM ALÞÝÐUFLOKKSINS Hamar harmaði það, að ekki skyldi betur hafa tekizt til með ýtukaupin en raun varð á, hinsvegar gerði hann grín að ráðamönnum Alþýðu- flokksins hér í bæ fyrir hinar barnalegu tilraun til að nota ýtukaupin sér til framdráttar í bæjarstjórnarkosningunum, svo og fyrir það, hvað hann er langt á eftir tímanum með að afla nauðsynlegra tækja til að vinna að framkvæmd- um í bænum. „MAÐUR, LÍTTU ÞÉR NÆR" Sé Alþ.bl. Hfj. hinsvegar áhugamál að telja það, að Hamar minntist á ýtukaupin vera að fagna yfir því, sem miður fór, ætti Alþ.bl/ Hfj. að líta í eigin barm. Ef for- síðugrein í 9. tölublaði Al.þ.- bl. Hfj. er lesin með sama hugarfari og skriffinnar blaðs- ins hafa lesið áðurnefnda grein í Hamri, má þá ekki segja að í henni sé vonað og fagnað yfir að hrakspár Al- þýðubl. viðvíkjandi þeim að- gerðum, sem núverandi ríkis- stjórn hefur staðið að til lausn ar efnahagsvandamálanna muni rætast að einhverju leyti? Er það þannig ástand sem Alþýðufl. óskar almenn- ingi til handa? Hamar lítur ekki þannig á málið, hvað sem Alþ.bl. Hfj. gerir. Allra vegur Eftirfarandi hefur blaðin bor- ist til birtingar: Heimskan bjóðast hefS og skraut og liúmstillt móða lífsins, allra þjóða ein er braut út á slóðir lífsins. ’AlIar þjóðir, tungumál og kyn- kvíslir hafa gengið þessa götu. Það eru margar götur til í heiminum — og allar heita þær einhverju nafni — en hvað heit- ir þá þessi gata? Víðförttll. Orðsending til Haíníirðinga Hér með eru húseigendur í Hafnarfirði alvarlega áminntir um að hreinsa allt rusl af lóðum sínum og lend- um. Heilbrigðisnefnd Blekkingahjúpur Alþýðuf lokksins Bæjarstjórnarmeirihlutinn bar fram eftirfarandi til- lögu, sem mun vera fram komin til að sýnast og af ótta við þær miklu útsvarsálögur, sem hann stendur að, að leggja á bæjarbúa. Tillagan er svohljóðandi: „Bæjarstjórn samþykkir að beina þeim tilmælum til niðurjöfnunarnefndar, að hún semji álagningarstiga sinn í ár þannig, að útsvör á venjulegar verkamannstekjur, hækki ekki frá því, sem þau voru 1949“. Það má geta þess að tillaga þessi er að mestu leyti endurfædd tillaga, sem fulltrúi sósíalista Kristján Andrés- son bar fram við umræður um fjárhagsáætlun s. 1. árs. Það verður ekki sagt að tillagan beri mikinn vott um, að alvara sé á bak við þar sem ýmsar aðrar aðstæður geta ráðið miklu um gjaldgetu einstaklingsins. Til dæmis gæti staðið þannig á að maður með 26—28 þús. kr. tekjur, er munu teljast hærri en venjulegar verkamannstekjur, þurfi að framfæra 5—6 manna fjölskyldu en maður með venjulegar verkamannstekjur 22—24 þús. kr. hafi. ekki nema fyrir sjálfum sér að sjá. Eftir tillögu Alþýðufl. á sá maður að sleppa við auknar byrðar en fjölskyldumaður- inn á að fá þær á sínar herðar. Tillagan er ekkert annað en hræsnishjúpur, sem meirihlutinn er að gera tilraun til að skýla sér með. Fulltrúi sósíalista bar fram tillögu um sama mál, sem er þó nokkru raunhæfari og er það gott fyrir Alþýðu- flokkinn þar sem tillaga hans í þessu máli við næstu fjárhagsáætlun ætti þá að verða betur úr garði gerð. Til- lagan er svohljóðandi: „Bæjarstjórn samþykkir að beina því til niðurjöfn- unarnefndar, að hún við niðurjöfnun útsvara þessa árs, noti sama útsvarsstiga og 1949. Og að sú upphæð, sem þá ávantar til lágmarks fjárhagsáætlunarupphæðarinnar, verði ekki lögð á útsvör undir kr. 2.000,00. Jafnframt beinir bæjarstjórn því til niðurjöfnunarnefndar, að hún leggi útsvör á arð, sem einstaklingar fá útborgaðan frá hlutafélögum. Tillaga meirihlutans var samþ. með 5:3 atkv. en hin felld með 8 : 1 atkv. BæjarfuIItrúar Sjálfstæðisflokks- ins létu bóka eftirfarandi í þessu sambandi: „í trausti þess, að niðurjöfnunarnefnd í störfum sín- um hafi það eitt sjónarmið, sem henni ber að lögum, sem sé að hún jafni þeirri útsvarsupphæð, sem bæjarstjóm ákveður, niður á skattgreiðendur sem sam- vizkusamlegast og réttast miðað við efni og ástæður gjaldendanna með hliðsjón af tekjum svo og öðrum þeim atriðum s. s. fjölskylduástæðum, sem hafa áhrif á af- komu gjaldendanna, telur minnihluti bæjarstjórnar ekki ástæðu til þess með sérstökum samþykktum bæjarstjórn- ar að setja niðurjöfnunarnefnd aðrar reglur um störf hennar, heldur en hún hefur lögum samkvæmt, og getur ekki fallizt á tillögu meirihluta bæjarráðs eða tillögu fulltrúa Sósíalista hér að lútandi." Mimtingarsjóður Guðrúnar Einarsdottur Minningarkort fást hjá: Gísla Sigurgeirssyni, Strandgötu 19 Guðjóni Magnússyni, Strandgötu 43 Kristni Magnússyni, Urðarstíg 3 Verzlun Sigurðar Guðmundssonar, Hverfisgötu 36 Verzlun Þórðar Þórðarsonar, Suðurgötu 36 Jóni Kristjánssyni, Ölduslóð 6 Sigríði Guðmundsdóttir, Austurgötu 31 Nr. 13/1950. Tilkynning Ríkisstjórnin hefur ákveðið nýtt hámarksverð á skömmt- uðu smjöri sem hér segir: í heildsölu........... kr. 22.50 pr. kg. í smásölu.............. kr. 24.00 pr. kg. Retjkjavík, 15. maí 1950. Verðlagsstjórinn.

x

Hamar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hamar
https://timarit.is/publication/800

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.