Hamar - 19.05.1950, Blaðsíða 4

Hamar - 19.05.1950, Blaðsíða 4
4 H A M A R Frá Kaupfélagi Hafnfirðinga Afhending á útlendum óburði stendur nú yfir í húsa- kynnum Skipasmíðastöðvarinnar Dröfn. Þeir, sem hafa lagt inn .pantanir vitji þeirra í dag, eða í síðasta lagi fyrir mánudagskvöld, annars selt öðrum. Athugið að engin afgreiðsla fer fram á laugardaginn. Kaupfélag Hafnfirðinga Nr. 12/1950. TILKYNNING Innflutnings- ög gjaldeyrisdeild Fjárhagsráðs hefur ákveðið eftirfárandi hámarksverð á brauðum í Reykjavík og Hafnarfirði: Rúgbrauð, óseydd .... 1500 gr. kr. 3,25 Normalbrauð .... 1250 gr. kr. 3,25 Annarsstaðar á landinu má verðið vera kr. 0,20 hærra hvert brauð. Söluskattur er innifalinn í verðinu. Verð þetta gengur ekki í gildi fyri- en tekið er til notk- unar rúgmjöl, sem greitt er eftir 19. marz s. 1., og eldri birgðir þrotnar. Reykjavík, 11. maí 1950, V erðlagsst j órinn. Ráðslagið í Krýsuvík goff dæmi um opinberan reksfur Á bæjarstjórnarfundi s.l. þriðju dag voru eftirfarandi tillögur 'lagðar fram af bæjarráði: „Ræjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að ráða garð yrkjumann að gróðrarstöð- inni, þar sem Einar Þórir, garðyrkjumaður, hefir sagt upp starfi sínu, og hann ósk- ar að losna úr starfi, eins fljótt og orðið getur, og að upplýst er að Óskar Sveinsson sem veikur hefir verið um hálfs árs skeið, er enn ekld fær til fullrar vinnu. í sambandi við ákvörðun þessa, tekur Þorleifur Jóns- son fram, að hann telji nauð- | synlegt, að garðyrkjumaður sá, sem ráðinn verði, geti jafnframt veitt garðyrkjustöð- inni forstöðu. Þá leggja þeir Emil Jónsson og Óskar Jónsson til við bæj- arstjórn, að Jens Hólmgeirs- svni verði falin framkvæmda- stjórn við garðyrkjustöðina í Krýsuvík ásamt framkvæmda stjórn búsins og yfirstjórn að undirbúningi þess. Eins og frá er sagt á öðrum stað hér í blaðinu hefur verið kosin nefnd til að fara með þessi mál og lögðu bæjarfulltrú- ar Sjálfstæðisflokksins það til, að hún fengi einhverju að ráða um ,það fólk, sem til ábyrgðarmeiri starfa væri tekið og vildu þeir 'því að í stað þess „að fela bæj- arstjóra að ráða garðyrkjumann“ þá yrði Krýsuvíkurnéfnd falið að gera það og ráðinn yrði sér- menntaður maður, sem jafn- framt gæti tekið að sér forstöðu garðyrkjustöðvarinnar. Þetta mátti alveg ómögulega. Þrátt fyrir þriggja vikna leit að mönn- um í Krýsuvíkurnefndina af hálfu meirihlutans hefur ekki þótt takast svo vel til að slíkt mál yrði lagt í hendur hennar. Ekki er traustið of mikið á minni spámönnunum. Um hitt atriðið að ráða Jens Hólmgeirsson sem yfirmann garðyrkjustöðvarinnar var talið af meirihlutanum að væri nauð- synlegt til að samræma hlutina, annars vildu verða áreksti-ar á milli þeirra útvöldu og var jafn- vel gefið í skyn, að það hefði stundum viljað ganga nokkuð á tréfótum í þeim efnum að und- anförnu. En hvað sem því líður þá ætti stjórnleysi ekki að há búskapnum í Krýsuvík. Fyrsti stjórnandi er náttúrlega bæjar- stjórnin, þá bæjarráð, ráðningar- stjóri (bæjarstjórinn), Krýsuvík- urráð og svo framkvæmdastjóri. Þá fer starfsemin að skiptast í tvær aðalgreinar sem sé garð- yrkju- og kúabúskap með sínum garðyrkju- og fjósameisturum eða hvað titlarnir nú verða látn- ir heita. Verður ekki annað sagt en hér sé um að ræða 100% fyrir- komulag opinbers reksturs. Dq § Hí *o • >—I t/2 <D oc: S 50 'cL 3 o Oc: 5 Jt: 50 ■ '—i W ■~-i tri 3 Hafnfirðingar Þegctr þér leggið leiö yðar til Reykjavíkur, þá drekkið síð- degiskatíið í Sjáltstæðishúsinu. Sígild tónlist tlutt daglega í kaíiitímanum. Sjálfstœðishúsið Reykjavík SÍMI: 7100 Auglýsing um unglingavinnu Bæjarstjórn Hafnarfjarðar hefir ákveðið að efna til vinnu fyrir drengi á aldrinum 12 til 14 ára. Unnið verður við garðrækt og fleira. Gera má ráð fyrir, að mánaðartekjur drengjanna verði um fimm hundruð krómu, og vinnan standi um þriggja mánaða skeið. Forstöðumaður vinnu þessarar hefiu verið ráðinn Stefán Júlíusson, yfirkennari og verður hann til viðtals um vinnuna á bæjarskrifstofunni laugardaginn 20. maí kl. 4—6 e. h. Bæjarstjórinn í HafnaríirSi 19. maí 1950 HELGI HANNESSON .f,f,f,f,fififif,f,f,f,f,f,f,f,',f,f,',f,',f,'.'.'.'.'.'.'.'.'.'.'.','.'.'.'.f,f,f,f.f,f,fif,t,t Styrktarkort Hellisgerðis Næstkomandi sunnudag verða styrktarkort Hellisgerðis seld, og fara skátastúlkur með þau um bæinn. Kortin kosta aðeins 10 kr. og gilda sem aðgöngumiði að Hellisgerði í sumar. Allt, sem inn kemur fyrir styrktarkortin fer til þess að rækta og prýða Hellisgerði og er þess að vænta að bæjarbúar bregðist vel við og kaupi styrkt- arkortin. Geta þeir á þann hátt orðið þátttakendur í því að gróðursetja tré og blóm í hin- um friðsæla og fagra listigarði sínum. ----•---- H A M A R fæst í lausasölu á eftirtöldum stöðum: Verzl. Jóns Mathiesen. Stebbabúð Reykjavíkurvegi. Stebbabúð Strandgötu. Verzlun Einars Þorgilssonar. Verzlun Þórðar Þórðarsonar. Verzl. Elísabetar Böðvarsdóttur. Veitingastofunni Verðandi. Hótel Hafnarfirði. Verzl. Þorvaldar Bjarnasonar. Bókaverzlun Böðvars Sigurðss. Valdimar Long. Kjötbúð Vesturbæjar. Kosið í niður- jöfnunarnefnd Á bæjarstjórnarfundi 25 apr. var kosið í niðurjöfnunarnefnd. Kosnu voru Guðjón Magnús- son, Sigurður Kristjánsson, Adólf Björnsson og Þorvaldiu Árnason. Til vara voru kosnir Helgi S. Guðmundsson, Eggert ísaksson, Ólafur Þ. Kristjánsson og Guðjón Gunnarsson. Hátíðahöld 17. júní Samþykkt var á síðasta bæjar- stjórnarfundi að efna til hátíða- halda 17. júní í samvinnu við fulltrúa sömu aðila og áður. Af hálfu bæjarstjórnar var Stefán Gunnlaugsson kosinn til að taka sæti í nefndinni og Sig- urður L. Eiríksson til vara.

x

Hamar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hamar
https://timarit.is/publication/800

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.