Hamar - 02.06.1950, Side 1

Hamar - 02.06.1950, Side 1
IV. ÁRGANGUR IIAFNARFIRÐI, 2. JÚNÍ 1950 14. TÖLUBLAÐ HILM AR BIERING : Nýjar 1 eiöir Bjarni Magnússon í lands- liði íslands í skák Á síðastliðnum tvö hundruð árum hefir orðið sú breyting á íslenzkum atvinnuháttum að sjávarútvegur hefir orðið aðal- atvinnugrein okkar í stað land- búnaðarins, sem áður var. Einn- ig hefir iðnaður rutt sér mjög til rúms. í dag er það því nær eingöngu sjávarafurðir, sem eru útflutningsafurðir okkar, því hlutur landbúnaðarins í sköpun útflutningsverðmæta fer æ mink andi, og útflutningur iðnaðar- ins er svo til enginn að fiskiðnað- inum undanskildum. Þegar þettað er athugað vaknar óhjákvæmilega sú spurn- ing, hvort íslenzkir atvinnuhætt- ir séu ekki of einhliða. Því sú hefir orðið raunin á eftir stríðið að fiskmarkaðurinn erlendis hef- ir orðið svo vafasamur að áhætta verður að teljast að byggja alla gjaldeyrisafkomu þjóðarinnar á sjávarafurðunum einum. Ef það er rökrétt staðhæfing, að varhugavert sé að byggja lífs- afkomu þjóðarinnar á sjávarút- vegnum einum, verður fyrir okkur spurningin, hvaða at- vinnuveg eða atvinnuvegi beri að efla til aukins útflutnings. Svarið við þessari spurningu getur ve^ið margþætt, en þó einkum tvíþætt, nefnilega: land- búnaður eða iðnaður. Og skulu í því sambandi athugaðar nokk- uð nánar þessar tvær atvinnu- greinar. Á síðustu árum hefir mikið verið unnið að nýrækt og jarðar- bótum. Búvélaeign bænda hefir verið aukin og margfölduð og miklu til kostað að gera sveitir landsins sem byggilegastar, en þrátt fyrir þetta er vafasamt að afurðir bænda geti margfaldast svo að til greina geti komið að þær geri meira en að fullnægja þörfum landsmanna. Einnig kemur til greina í þessu sam- bandi að framboð á landbúnað- arafurðum er svo mikið erlendis að vafasamt verður að telja að íslenzkar landbúnaðarafurðir yrðu samkeppnisfærar enda þótt neyzla landsmanna leyfði ein- hvern útflutning. Við landbún- aðinn virðist því ekki hægt að tengja neinar vonir um mögu- leika til öflunar nýrra útflutn- ingsafurða. En landbúnaðurinn gæti hins vegar sparað okkur gjaldeyri á þann hátt að full- nægja núverandi þörfum lands- manna og ef til vill má í fram- tíðinni auka svo fjölbreytni af- urðanna að þær geti komið í stað margs þess sem nú er flutt inn og væri þá margt athugandi, t. d. kornrækt, kálrækt og kart- öflurækt. Einnig mætti án efa vinna úr íslenzkum hráefnum vefnaðarvöru sem ekki aðeins væri sambærileg erlendri fram- leiðslu heldur einnig betri. Sem betur fer gefur landbúnaður- inn margar vonir, þótt hann virðist ekki geta orðið því hlut- verki vaxinni að skapa okkur aukin skilyrði til útflutnings. Þá er það iðnaðurinn. Hann er enn ungur í þessu landi. En bæði sú reynzla sem fengin er og framtíðarmöguleikar hans skapa von um að þar 'sé svars- ins að leita. Hugtakið iðnaður táknar sköpun fullunninnar vöru úr hráefnum. En hingað til hafa sjávarafurðirnar verið aðalhrá- efni íslenzks iðnaðar. Ef breyt- ing ætti að verða á þessu sviði, yrði að byrja á því að leita nýrra íslenzkra hráefna og nýta betur þau íslenzk hráefni sem nú eru notuð. Eitt þeirra er t. d. vikurinn. Af honum er gnótt til og má telja það vafalaust að meira mætti úr honum vinna en nú er gert og að minnsta kosti auka framleiðslu úr honum að mun. Þettað er aðeins eitt dæmi af mörgum. Ef til vill væru æskilegustu hráefni iðnaðarins landbúnaðar- og sjávarafurðir, en framhjá þeim verður að ganga eins og nú horfir málum og reyna í þess stað að finna ný, með það fyrir augum að skapa útflutn- ingsverðmæti sem gætu orðið þjóðinni til tekna á erfiðum árum í landbúnaðar og sjávaraf- urðasölumálum. Það sem mælir með því að möguleikar séu fyrir hendi á þessu sviði er þó ef til vill ekki aðallega þau hráefni sem nú eru nýtt eða kunna að finnast, heldur sú staðreynd að ísland hefir uþp á að bjóða óvenjumikla möguleika til virkj- unar afls í sínum mörgu og lítt beizluðu fossum. Þar er sá mögu leiki, sem sérstaklega er at- hyglisverður, þegar þess er gætt að hjá mörgum þjóðum háir afl- Framh. á hls. 3 12 þúsund trjáplöntur gróðursettar á vegum Skógræktariélagsins Skógræktarfélag Hafnarfjarð- ar hefir nú sett niður um 12 þús. trjáplöntur í nýju Lækjar- botnagirðinguna. Skólabörn úr Barnaskólanum voru ásamt kenn urum sínum og nokkrum áhuga- mönnum í tvær dagstundir og svo hafa félagsmenn séð um hitt. Áhugi hefir verið talsverður, en eins og að undanförnu hefir vinnan mest lent á sama fólk- inu og eru vandræði til þess að vita, því það er ekki nóg að fólk viðurkenni að það hafi áhuga fyrir störfum Skógræktar- félaganna, það verður að sýna það í verkinu, ef einhver árang- ur á að nást. Plægt og herfað, hefir verið ca. 8000 fermetra stykki inni í miðju hrauni, sem verður sáð í grasfræi og standa vonir til að það geti orðið fagur grasvöllur nú strax í sumar. Ekki er vonlaust að félagið fái nokkuð meira magn af plönt- um í vor, þrátt fyrir mikla og ófyrirsjáanlega örðugleika á því sviði og verður þá auglýst nánar um hvenær sú útplöntun getur orðið, þó stjórnin hins vegar helzt hafi kosið að það gæti orð- ið næstkomandi sunnudag, og treystir hún nú á alla að bregð- ast vel við og fjölmenna, bæði sjálfum sér til ánægju og góðu og nytsömu málefni til styrktar. N.N. Skák er ein af þeim íþróttum, sem skipa hásæti íslenzlcra í- þróttaafreka, er miðað er við útlenda árangra og getu. Undanfarin þrjú ár hefir marg ur Hafnfirðingurinn fylgst full- ur stolti og eftirvæntingu, með fréttum frá stórmótum skák- manna hér á landi, og þá eigi sízt vegna þess að meðal fremstu skákmanna landsins hefir þessi ár mátt sjá nafn ungs manns er borinn er og barnfæddur hér í bænum, og hefir geta hans ár frá ári farið batnandi og frægð- arljómi hans aukist. Þessi ungi maður er Bjarni Magnússon, til heimilis á Hverfisgötu 26 hér í bæ. Byrjaði í Flensborg Bjarni Magnússon er fæddur árið 1921 og byrjaði að tefla í Taflfélagi Flensborgarskólans 15 ára gamall. í Taflfélag Hafnar- fjarðar gekk Bjarni á Flensborg- arskólaárum sínum, og komst þar fljótlega í fremstu röð skák- manna bæjarins. A skákpingi íslendinga Árið 1943 byrjaði Bjarni að tefla á skákþingi íslendinga í I. fl., með góðum árangri og um haustið vann hann sig upp í Meistaraflokk, með því að sigra í I. fl. á haustmóti Taflfélags Reykjavíkur og hefir hann telft í meistaraflokki síðan. Sigurvegari í Mfl. prjú ár í röð Sigurárangrar Bjarna stöðv- uðust eigi þótt harðnaði keppnin heldur sýndi hann þá bezt að hann harðnar við hverja raun. Og vakti það óskerta athygli er hann varð sigurvegari á Skák- þingi íslands í Meistaraflokki þrjú ár í röð þ. e. 1947, ’48 og ’49 (Landsliðsmennirnir', taka ekki þátt í þessari keppni). Hyllti tvisvar undir — en sigraði í priðja sinn. Þessir sigrar Bjarna á Skák- þinginu gáfu honum tækifæri, til þess að taka þátt í keppni um landsliðið, sem Bjarni hefir notfært sér, með þeim árangri að vinna 7. sætið í landsliðinu, en þeirri keppni er sem kunnugt er nýlega lokið. Takmarkinu náð með 50% vinningi. Bjarni náði þar með hinu langþráða og eigi auðunna tak- marki — að eiga sæti í Lands- liði íslands — Fékk í hinni hörðu og tvísýnu keppni 0J2 vinning af 11 mögulegum — eða 50% — sem er góður árangur í svo sterkri keppni, og hafnfirzkum taflmönnum til hins mesta sóma. Verður Bjarni páttaknndi í Norðurlandamótinu? Norðurlandamótið í skák mun fara hér fram í sumar, en sá vettvangur er með stærstu við- burðum er íslenzkir skákmenn geta vænst að verða þátttakend- ur í. — Er það því engin furða þótt maður með jafn athyglis- verðan og glæsilegan skákferil að baki sér láti sig dreyma um að verða meðal þátttakenda mótsins. Á. Á. Skólaslit Iðnskólans 21 brautskráðir Iðnskóla Hafnarfjarðar var sagt upp 17. maí s. 1. í skólann innrituðust 80 nemendur, en prófi luku 73 nemendur. Hæstu einkunnir hlutu: I. bekk Ilörður Þórarinsson 7,44. 2. bekk Þórólfur Þorgríms- son 7,56. 3. bekk Garðar Finn- bogason 7,25. Allt eru þetta I. einkunnir. 21 brautskráðir í ár brautskráðust frá skólan- um alls 21. nemandi. — Hæstu einkunn af þeim hlaut Albert Þorsteinsson, prentari, 9,44 ág. Annar varð Jóhann Lárusson múrari 8,65 I. eink., og þriðji varð Gunnlaugur Magnússon rafvirki, er hlaut 8,40 I. eink.

x

Hamar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hamar
https://timarit.is/publication/800

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.