Hamar - 16.06.1950, Blaðsíða 1

Hamar - 16.06.1950, Blaðsíða 1
HAMAM JV. ARGANGUR HAFNARFIRÐI16. JUNI1950 15. TÖLUBLAÐ 17. júní í Hafnarfirði Eins og undanfarin ár verður efnt til hátíðahalda í Hafnar- firði 17. fúní n. k. að tilhlutan bæjarstjórnar Hafnarfjarðar og í samvinnu við ýmis féfagasa^ntök í bænum. Nefnd sú, sem falið hefur verið að undirbúa og sjá um há- tíðahöldin hefur að undanförnu unnið að undirbúningi hátíða- haldanna. En hátíðahöldin að þessu sinni verða með nokkuð svipuðum hætti og s. I. ár, og er þar helzt að nefna: Emil Jónsson, alþingismaður, flytur ræðu, tveir kórar syngja: Karlakór Reykja- víkur og Karfakórinn Þrestir. Kórarnir syngja fyrst sinn í hvoru fagi og svo sameiginlega. Þá eru ýmsar íþróttir svo sem boðhfaup, Itandknattleikur kvenna, og handknattleikur karfa, reipdráttur, fimleikasýning undir stjórn Þorgerðar Gísladóttur, en hún hefur þjálfað flokk stúlkna með sérstöku tilliti til þessara hátíðahalda, pá má nefna einsöng Einars Sturlusonar óperusóngvara og síðast en ekki sízt Lúðrasveit Hafnarffarðar, sem mun leika við hátíða- hóídin. Loks er þess að geta að um kvöldið verður stiginn dans á Strandgötunni ef veður leyfir, og verða dansaðir þar gómlu- og nýju dansarnir, en ef veður verður óhagstætt mun verða dansað í Alþýðuhúsinu og Góðtempfarahúsinu. Það er einlæg von og eindregin áskorun nefndarinnar til Hafnfirðinga að þeir fjölmenni til hátíðahaldanna og þeir á þann hútt geri sitt til þess að gera þau sem ánægjulegust, og rétt er að geta þess að nefndin hefur fengið vilyrði flestra féfagasamtaka í bænum fyrir því að þau mæti með fána sína í skrúðgöngunni, og er þess að vænta að féfagar láti sig ekki vanta undir merki féfaga sinna, til þess að hún geti orðið sem fjóímennust. Hafnfirðingar! Stöndum einhuga að því að gera hátíðahöldin 17. júní sem glæsilegust. 17. júní nefndin í Haínarfirði. Kr. 2000 til karlakóranna Samband íslenzkra karlakóra sendi bæjarstjórn erindi þess efnis að bærinn styrkti söng- mót sambandsins er haldið var 9—11. þ. m. Samþykkti bæjar- stjórn að styrkja kórasambandið með 2000 kr. framlagi. Steinir Tekið er á móti áskrifendum að STEFNI tímoriti S.U.S. í Bókabúð Böðvars, Þorvald- arbúð og á Skrifstofu Sjálf- stæðisflokksins. — Gerizt óskrifendur að STEFNI. Samband ungra Sjálfsfæðismanna minnisl 20 ára afmælis síns á Þingvöllum 24. júní n. k. Samband ungra Sjctlfstaeðis- manna var stofnað á Þingvöll- um 27. júní 1930 og hefur stjórn sambandsins ákveðið að minn- ast þessara merku tímamóta í sögu samtakanna með hcttíða- höldum á Þingvöllum laugar- daginn 24. júní n. k. Þá hefur verið ókveðið að halda fulltrúaráðsfund S.U.S. í Reykjavík föstudaginn 23. júní og á hann að hefjast kl. 10 órdegis og mun hann standa allan daginn að undanteknum stuttum fundarhléum. Verði störfum hans ekki lokið á föstudagskvöld heldur fundur- inn áfram ó laugardagsmorgun og lokið um hádegi þann dag. Ákveðið er að fara til Þing- valla eftir hódegi ó laugardag og halda fund í Valhöll frá kl. 5 til 7. Munu þar verða fluttar kveðjur og ávörp frá sam- bandsfélögum einnig munu ýmsir fyrri forystumenn sam- takanna taka til máls. Um kvöldið verður sam- koma í Valhöll. Þar verða ýms skemmtiatriði og að lokum dans. Þess er fastlega vænst, að ungt Sjálfstæðisfólk fjölmenni ó Þingvöll og taki þannig þátt í að gera þessi hótíðahöld sem glæsilegust. L0KADAGURINN í HAFNARFIRÐI Eins og um mörg undanfarin ár haf ði Kvennadeild Slysavarna félags íslands í Hafnarfirði merkjasölu 11. maí. Veðrið var ekki sem ákjósan- legast fyrrihluta dagsins og vor- um við því ekki eins vongóðar um sölu sem undanfarin ár. En árangurinn varð hinn bezti er við höfum nokkru sinni haft. Færum við börnunum er seldu fyrir okkur merkin okkar inni- legustu þakkir. — Einnig höfðum við kvikmyndasýningu í Bæjar- bíó .Ungar stúlkur „Fjólufans- inn," skemmtu í hléinu með sínum vinsæla söng. Þetta gaf okkur einnig drjúgan skilding, því að við fengum húsið ásamt mynd dagsins, algjörlega endur- gjaldslaust. Við sendum herra bæjarstjór- anum og bæjarráði okkar beztu þakkir fyrir alla þeirra velvild og góðan skilning á slysavarna- málunum, óg óskum þeim allra heilla í störfum þeirra. Sú nýbreytni var tekin upp þennan dag, að við seldum Slysa varnafélagskaffi í Verkamanna- skýlinu, gekk það með ágætum vel. Félagskonur gáfu allar kök- ur, brauð, sykur og kaffi. Hús- vörður og frú hans léðu okkur eldhúsið til að hita á katlinum. Húsnefnd Góðtemplararegl- unnar lánaði okkur öll áhöld, sem okkur vantaði, allt frá kaffi- bollum að borðum og stólum. Einnig lánuðu þeir okkur sitt Aðalsafnaðarfundur Hafnarfjarðarkirkju Aðalsafnaðarfundur Hafnar- fjarðarkirkju var haldinn í kirkj- unni 21. maí s. 1. Úr sóknarnefnd áttu að ganga tveir menn og voru kosnir Gest- ur Gamalíelsson endurkosinn og Jón Gestnr Vigfússon. Fyrir voru í sóknarnefnd Ólafur H. Jónsson Jóel Ingvarsson og Magnús Guð- jónsson. Safnaðarfulltrúi er Sig- urgeir Gíslason. Blaðið leitaði upplýsinga hjá Ólafi H. Jónssyni um þær um- bætur, sem framkvæmdar hefðu verið á kirkjunni og lóð hennar s. 1. 2 ár. Ólafur gat þess strax í byrjun að mjög gott samstarf hefði ver- ið milli sóknarprestsins, séra Garðars Þorsteinssonar og sókn- arnefndar um þær framkvæmdir sem hér verður sagt frá á eftir, og hefði hann ávallt reynst til- lögugóður í þeim málum. Á s. 1. tveimur árum hafa ver- ið gerðar miklar umbætur í kringum kirkjuna og fékk hún viðbótarlóð af sýslumannstúninu og var þessi viðbót 10 m. breið rönd meðfram lóð kirkjunnar. Lóðin var grafin upp og sett í hana lokræsi og niðurföll, því vatnsgangur var mikill. Þá var lóðin fyllt upp í kringum kirkj- una og girt með vandaðri girð- eigið samkomuhús fyrir dansleik laugardaginn 7. maí án nokkurs endurgjalds. Öllu þessu fólki sendum við vinarkveðju ásamt beztu þökk- um. Gjafir bárust félaginu þenn- an dag. Frá stýrimanninum á Björg kr. 100,00, frá Árna Þor- steinssyni bíóstjóra og frú kr. 150,00. Einnig barst félaginu kr. 500,00 gjöf frá frú Vilborgu Þorsteinsdóttur er andaðist 17. júní 1949. Hin látna hafði beðið um að upphæð þessi yrði af- hent Slysavarnafélaginu á loka- daginn 1950, og sendum við að- standendum félagskveðju vora. Kæru samborgarar, K.S.V.Í. í Hafnarfirði er ein sterkasta deildin í landinu, og er það og verður Hafnfirðingum ætíð til ánægju og sóma. Nú er sumarið komið og árnum við ykkur alls hins bezta með gæfuna, Ijósið og ylinn í fang ykkar allra. 11. maí nefnd K.S.V.I. Hafnarfirði ingu og komið fyrir í henní bæði trjágróðri og blómum, Þessar umbætur, sem fram- kvæmdar voru á árinu 1948 kostuðu um 60 þús. kr. Á s. 1. ári var endurbótunum haldið áfram. Þá var kirkjan máluð öll utan, einnig var hún máluð að innan eftir því sem með þurfti. Komið var fyrir vatnssalerni í kirkjunni en það hafði ekki verið til áður og ýms- ar fleiri minniháttar endurbæt- ur og lagfæringax gerðar. Þá fór fram mikil viðgerð á orgeli kirkjunnar og er það mál manna að hún hafi tekizt svo vel, að orgelið er nú mjög gott. Kostnaður bæði árin við allar þessar framkvæmdir, sem að framan getur var nálægt 90 þús. krónur. Rafhitun er í kirkjunni og reynist hún mjög vel. Þrátt fyrir allar þessar endur- bætur er kirkjan skuldlaus, en nettótekjur hennar, sem eru nær eingöngu safnaðargjöld, hafa numið þessi síðustu ár um kr. 32 þús. á ári. Innan safnaðarins starfar kven félag, sem lagt hefur kirkjunni mikið lið m. a. með stórum fjár- framlögum til þeirra fram- kvæmda, sem að framan eru nefndar, en þó hefur það eink- um unnið að því að prýða kirkj- una að innan á margan hátt, gef- henni fagra gripi o. m. fl. Stend- ur sóknarnefndin og söfnuður- inn í heild í mikilli þakkarskuld við þær konur, sem lagt hafa fram lið sitt í þessum málum. Húsmæðrakvenna skólafélag Haínarfjarðar 19. júní hefur undanfarin ctr verið merkjasöludagur Hús- mæðraskólafélagsins, en auk merkjanna ætla hafnfirzkar konur nú að hafa kaffisölu í Sjólfstæðishúsinu í Hafnarfirði og verða þar fram bornar góð- ar veitingar. Væntir stjórnin þess að Hafnfirðingar og gest- ir í bænum haldi upp ó daginn, með því að drekka miðdags- og kvöldkaffi í Sjálfstæðishús- inu hjá hafnfirzku húsmæðrun- um.

x

Hamar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hamar
https://timarit.is/publication/800

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.