Hamar - 16.06.1950, Blaðsíða 4

Hamar - 16.06.1950, Blaðsíða 4
4 HAM AR Ný FISKÞVOTTAVEL reynd í Hafnarfirði Haraldur Kristjánsson slöklcvi liðsstjóri í Hafnarfirði hefur einn átt hugmyndina að því að smíða mætti þá saltfiskþvottavél, sem sýnd var að verki í gær hjá Bæjarútgerð Hfj. og hefir tekizt, að allra þeirra kunnugra manna dómi, er séð hafa vélina starfa, að sameina þá kosti er slík vél þarf að hafa, svo að þvottur saltfisksins verði eins góður og á verður kosið. Þó skal þess getið að ennþá vantar þann hluta vélarinnar, sem tekur himnu úr þunnildum og blóð úr hnakka fisksins, en undirbúningur að því er nú haf- inn og gerir Haraldur sér von um að geta tengt þann hluta við véhna áður en langt um líður og er þá ráð fyrir því gert að vélin fullhreinsi og þvoi saltfisk- inn. Þvottavél þessi getur afkastað rúmlega 2000 fiskum á klukku- tima eða á sólarhring nálægt 50.000 fiskum. Sé fiskurinn vænn mun láta nærri að hún geti þannig afkastað að þvo á 24 klst. 450 til 500 skpd. Til samanburð- ar má geta þess að þurfa mundi 20 til 25 stúlkur í minnst 5 daga að afkasta eins sólarhrings af- köstum vélarinnar. Vél þessi er drifin með raforku og er orku- eyðsla hverfandi lítill kostnaður eða 40 til 50 kr. á sólarhring í fullu starfi. Haraldur Kristjánsson er nú slökkviliðsstjóri í Hafnarfirði tók við því starfi á s. 1. ári. Við stofnun Bæjarútgerðar Hafnar- fjarðar gerðist hann starfsmað- ur fyrirtækisins og síðar verk- stjóri og var við það starf í 15 ár. A þessum árum var venja að verka mestan hluta saltfisksins og fór þá Haraldur að brjóta heil ann um, hvort eigi væri hægt að smíða fullkomna saltfisk- þvottavél, sem leyst gæti kven- fólkið frá hinu mjög svo erfiða starfi, sem fiskþvottur alltaf er, sem og jafnframt að skapa betri vinnuskilyrði fyrir verkafólkið á fiskverkunarstöðvunum. Eins og kunnugt er lagðist saltfiskframleiðsla að miklu leyti niður yfir stríðsárin og fyrstu ár- in á eftir, en er nú aftur að auk- ast allverulega. Var þá almennt álitið að erfitt myndi verða að fá þann fjölda af kvenfólki til fiskþvottar, sem mikil saltfisk- framleiðsla krefst. Sú hefur líka orðið raunin á. Þá ákvað Har- aldur að gera tilraun með að láta smíða fullkomna saltfisk- þvottavél, og hófst smíði henn- ar í marz 1950. Á árinu 1949, gerði Haraldur fullkomið model að vélinni og sýndi það nokkrum mönnum, sem hvöttu hann ein- dregið til að smíða fullkomna þvottavél. Leitaði Haraldur stuðnings stjórnar Fiskimálasjóðs um fjár- framlag til að standast kostnað af byggingu vélarinnar. Veitti sjóðurinn loforð fyrir styrk í þessu augnamiði, sem gerði það kleift að kaupa efni og vinnu við smíði vélarinnar. Ennfrem- ur hafa hafnfirzkir útgerðar- menn lagt fram fé í sama skyni. Efni í vélina var allt fengið frá Englandi. Vélsmiðja Hafnar- fjarðar h.f. sá um smíði vélar- innar undir verkstjóm Jóhanns Ól. Jónssonar. Snæbjörn Bjarna- son vélfr. í Hafnarfirði, sá um allar teikningar við smíði vélar- innar. Áður mun aðeins ein vél hafa verið reynd hér á íslandi við fiskþvott og var liún erlend en eigi reyndist hún þannig að hún gæti hreinsað fiskinn undir ugg- um, tekið himnu eða blóð úr hnakka, en þessi vél lireinsar fiskinn allan vel jafnt undir ugg- um, sem annað er þvo þarf. En eins og áður segir verður innan skamms tengdur við vélina sá hluti hennar, er bæði himnu- Heimtaugar g j öld Á bæjarstjórnarfundi 13. þ. m. var samþykkt eftirfar- andi tillaga um framkvæmd 10. gr. reglugerðar Rafveitu Hafnarfjarðar: „Húseigandi skal greiða þann mismun, sem er ó jarðlínu og loftlínuheimtaug, eins og sá mismun- ur er í gjaldskrá, sem í gildi er þegar breytingin er framkvæmd. Rafveitan skal hins vegar kosta breyt- » ingu á stofntaug innanhúss, sem þessu verður sam- fara, en ekki málningu eða rask, sem af þessu kynni að stafa. Sé mikill kostnaður við slíka breytingu, getur stjórn rafveitunnar skyldað húseiganda til að taka þátt í kostnaði stofntaugarinnar." HÁTIDAHÖLDIN 17. JÚNÍ í HAFNARFIRÐI Hátíðahöldin hefjast kl. 1 við Ráðhúsið með leik Lúðrasveitar Hafnarfjarðar Kl. 1,30 verður boðhlaup, sem endar við ráðhúsið, að því loknu hefst skrúð- ganga og verður gengið upp að Hörðuvöllum en þar fer fram aðal dagskrá hátíðahaldanna: 1. Hátíðahöldin sett 2. Ræða: Emil Jónsson, alþingism. 3. Kórsöngur: „Þrestir" og Karlakór Reykjavíkur 4. Handknattleikur karla (F.H. og Haukar) 5. Fimleikasýning: Flokkur Þorgerðar Gísladóttur 6. Handknattleikur kvenna (F.H. og Haukar) 7. Reiptog (Bæjarstjórnin og Dröfn h.f.) Lúðrasveit Hafnarfjarðar leikur á milli atriða. Um kvöldið kl. 8 leikur Lúðrasveit Hafnarfjarðar á Strandgötunni og Einar Sturluson syngur einsöng. Að lokum verður dans stiginn fram eftir nóttu. 17. júní nefndin í Hafnarfirði. dregur og hreinsar blóð úr hnakka. Vélin er vel færanleg milli stöðva og því eigi staðbundin. Mun hún alls vega nokkuð á 2. tonn. Gólfpláss mun hún þurfa 10 til 12 fermetra fullsmíðuð. Hreint vatn eða sjór dælist inn á vélina við fiskþvottinn, en óhreinindin og affall frá fiskin- um rennur jafnóðum frá henni í gegnum digran barka, sem hægt er að láta vísa í frárennsli. Eins og gefur að skilja mun vél þessi, sem afkastar jafn mikl- um fiskþvotti og að framan greinir, geta þvegið saltfisk á mörgum fiskverkunarstöðvum, þar sem hún er vel færanleg milli stöðvanna. Geta má þess, að Haraldur Kristjásnson ásamt Þorbirni Eyj- ólfssyni, verkstj. fann upp borða þvottavél fyrir togara, fyrir nokkrum árum, sem reynzt hef- ur prýðilega. Þeir, sem sáu vélina vinna undruðust hve vel hún þvoði og hreinsaði hún m. a. alveg und- an uggum. Er hér um merki- lega nýjung að ræða, sem getur gert byltingu í verkun saltfiskj- arins og þannig skapað lands- mönnum meiri möguleika en áður til að verka fiskinn á þenn- an hátt. Gerist áskirfendur að HAMRI Orlofs- og skemmfi- ferðir Ferðaskrif- sfofu ríkisins Ferðaskrifstofa ríkisins hefur gefið út áætlun um orlofs- og skemmtiferðir nú í sumar. Ferð- irnar eru skipulagðar að segja má um land allt og eru frá þriggja til níu daga ferðir. í ávarpi til ferðamanna segir m. a.: „Á þessu nýbyrjaða sumri hyggst Ferðaskrifstofan að skipu leggja fjölmargar ferðir um byggðir landsins, og nú þegar hafa verið ákveðnar og dagsettar 23 mismunandi ferðir, og er þess vænzt, að sem flestir finni ein- hverjar ferðir við sitt hæfi, en að sjálfsögðu er skrifstofan jafn- an reiðubúin að veita hverjum og einum allar þær upplýsingar og fyrirgreiðslu, sem hún getur í té látið varðandi ferðalög ein- staklinga og stærri hópa, gist- ingu, aðbúnað o. fl. Ferðir þær, sem að einhverju leyti verða farnar sjóleiðis, verða dagsettar og auglýstar nánar síðar ,eða jafnskjótt og áætlanir viðkomandi skipa verða birtar Skemmtiferðir og aðrar styttri ferðir, sem samkvæmt reynslu verða eflaust fjölmargar, munu auglýstar jafnóðum og verður leitazt við að hafa fyrirvara á þeim eins mikinn og frekast er unnt. Enn fremur standa vonir til þess, að hægt verði að sldpu- leggja orlofsferðir til útlanda á svipaðan hátt og var á síðast- liðnu sumri, en að svo komnu máli er ekki hægt að segja um það með vissu, og er beðið eftir fullnaðarsamþykki ríkisstjórnar- innar í þeim efnum. Eins og undanfarið mun Ferðaskrifstofan kappkosta að senda í hverja ferð, sem farin verður á hennar vegum, hæfa leiðsögumenn, er munu í hví- vetna reyna að verða þátttakend um til aðstoðar, ef á þarf að halda ,auk þess sem þeir munu reyna að leysa úr fyrirspurnum fólks og lýsa því, sem fyrir aug- un ber í ferðunum.“ Þá er gert ráð fyrir helgar- ferðum, eins til tveggja daga og verða þær jafnan auglýstar með nokkrum fyrirvara. Verður þann ig hægt að komast til flesti-a merkra staða í nágrenninu. Einn ig er gert ráð fyrir kvöldferðum, en aðeins þegar veður er gott. Til berjaferða verður efnt og einnig grasaferða. Þá má geta þess að ætlun Ferðaskrifstofunnar er að efna til ferða frá Hafnarfirði og ætti það að verða til mikils hagræðis fyrir bæjarbúa.

x

Hamar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hamar
https://timarit.is/publication/800

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.