Hamar - 01.07.1950, Blaðsíða 2

Hamar - 01.07.1950, Blaðsíða 2
2 HAMAR /-----------------------------------------------------n HAMAR ÚTGEFANDI: Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfirði RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Páll V. Daníelsson. (Símar: 9228 - 9394). AFGREIÐSLA í Sjálfstæðishúsinu, Stranúgötu 29. IIAMAR kemur út annan hvem föstudag. Áskriftav'erð kr. 15.00 á ári. PRENTAÐ í PRENTSMIÐJU HAFNARFJARÐAR H. F. V_____________________________________________________/ Gjaldeyrissparnaður Á fulltrúaráðsfundi Sambands ungra Sjálfstæðismanna, sem haldinn var í Reykjavík 23. og 24. júní voru landsmálin rædd og voru ýmsar ályktanir samþykktar. M. a. voru gjaldeyrismálin tekin til meðferðar og var eftir- farandi ályktun gerð í sambandi við umræður um þau: „Nú þegar verði gerð víðtæk athugun á því, á hvaða sviði megi spara gjaldeyri. Verði í því sam- bandi hraðað svo sem auðið er, öllum þeim fram- kvæmdum, sem draga úr gjaldeyrisþörfinni, svo sem byggingu raforkuvera, hitaveitna, sementsverk- smiðju, áburðarverksmiðju, og annarra fyrirtækja, er spara erlendan gjaldeyri og eru hagkvæm frá þjóðhagslegu sjónarmiði. Gerir fulltrúaráðið sér þó ljóst, að án aðstoðar efnahagssamvinnustjórnarinnar muni reynast erfitt að koma sumum þessara stórfyr- irtækja upp. Jafnframt telur fulltrúaráðið óviðun- andi að flytja þurfi inn vörur, sem auðvelt er að framleiða í landinu sjálfu, t. d. ýmsar landbúnaðar- afurðir." Eins og ályktunin ber með sér, þá er lögð áherzla á það að fram fari athugun á því, á hvaða sviði eða sviðum megi spara erlendan gjaldeyri, enda er nauðsynlegt að slík rannsókn fari hið bráðasta fram, því allt of oft mun vera rennt blint í sjóinn með það, hvort hagkvæmt er að gera eitt eða annað frá því sjónarmiði, að þjóðin bæti aðstöðu sína í viðskiptum við aðr- ar þjóðir. Það vantar mjög mikið á að endarnir nái saman hvað snertir gjaldeyrisþörfina annars vegar og framleiðslumagnið hins vegar. Það er því nauðsynlegt að vera vel á verði í þessum efn- um og leita nýrra möguleika, sem orðið geta til þess að bæta eitthvað úr því ástandi, sem nú ríkir í þessu mmálum. Fulltrúaráðsfundur S. U. S. bendir í ályktun sinni á nauð- syn þess að upp verði komið orkuverum, svo sem rafstöðvum og hitaveitum, sem geti orðið til að spara erlend orkukaup, eins og kol og olíu. Einnig skapast miklu meiri möguleikar til að koma upp og efla ýmiskonar iðnað, eftir að raforkuver hafa verið reist, enda bendir fundurinn á í ályktun sinni, að nauð- synlegt sé að hraða byggingu sements- og áburðarverksmiðju o. fl., til að spara erlendan gjaldeyri sem mest. Þá er á það bent, að óviðunandi sé að flytja inn erlendar vörur, sem framleiðanlegar séu í landinu sjálfu, eins og því miður á sér stað um ýmsar landbúnaðarvörur. Á þessu sviði eru því mörg og stór verkefni, sem bíða úr- lausnar. En til þess að takast megi að leysa þau vel og vitur- lega fyrir þjóðfélagið, þurfa þau að vera hafin yfir alla tog- streitu og hreppapólitík. Staðsetningu stórra verksmiðja verður að velja eftir því, hvar framleiðslukostnaður að viðbættum dreyfingarkostnaði vörunnar til neytenda verður lægstur. Á meðan ekki er hægt að hefjast handa um að byrja byggingu stórra verksmiðja, er nauðsynlegt að nota tímann til að kom- ast að niðurstöðu um það, hvar sé hagkvæmast að reisa þær með tilliti til heildarþjóðarhagsmunanna einna. Hér að framan hefur nokkuð verið rætt um það, hvernig mætti draga úr gjaldeyrisnotkun þjóðarinnar á ýmsum svið- um, með því að framleiða fleiri vörur í landinu sjálfu en nú er gert og munu flestir vera á einu máli um nauðsyn þess að þjóðin geti verið sjálfri sér nóg á sem flestum sviðum, því það gerir hana sjálfstæðari í lífsbaráttu sinni. Stór átök þarf að gera til að leysa gjaldeyrimsál þjóðarinnar og verður að vinna að því að sem flestir hafi þau störf með höndum, að þeir fái laun sín greidd að miklu leyti í erlendum gjaldeyri, en það getur gerzt á tvennan hátt, með því að draga úr gjaldeyris- eyðslu og með því að skapa verðmæti til útflutnings. Það er mikið búið að tala um nauðsyn þess að spara og það svo mikið, að fólk er orðið þreytt á því. Þó er sparsemin - ÍÞRÓTTAFRÉTTIR - Landslið íslendinga sem keppa á í Landskeppninni Dan- mörk — ísland sem fram fer á íþróttavellinum í Reykjavík dag ana 3. og 4. júlí, hefir nú endan- lega verið valið. — Það sem er eftirtektarvert og jafnframt gleði efni fyrir Hafnfirðinga, við þessa landsliðsfrétt, er það, að meðal íslenzka Landsliðsins, er ungur Hafnfirðingur, — Sigurður Frið- finnsson, F.H., og er hann ann- ar keppandi íslands í hástökki. Æft undir handleiðslu Hall- steins Hinrikssonar Sigurður Friðfinnsson er 19 ára. Hann byrjaði mjög ungur að æfa frjálsíþróttir hjá félagi sínu F.H., og hefir alla tíð æft undir handleiðslu hins frábæra íþróttakennara Hallsteins Hin- rikssonar, sem er með færustu 1 mönnum við kennslu í hástökki, langstökki, stangarstökki og spretthlaupum. Oliver Steinn hafði mjög mikil áhrif á Sigurð, meðan hann var hér búsettur, en hann er sem kunnugt er, sá Hafnfirðingur, sem beztum ár- angri hefir náð í frjálsíþróttum, og var á sínum tíma í fremstu röð íslenzkra frjálsíþróttamanna. Örn Clausen eða Sigurður Því skal ekki leynt hér að nokkur vafi var á því hvern velja átti, sem annan mann íslands í hástökki, og var almennt álitið að hinn glæsilegi íþróttafröm- uður Orn Clausen yrði fyrir val- inu. Hæst hefir Orn stokkið 1,85 m. og er þar að auki þrautreynd- nr keppnismaður, þótt ungur sé. Og má telja líklegt að hann hafi verið öruggur með þá hæð í landskeppninni. En Orn hefir ekki verið heill heilsu framan af sumri, og er því tiltölulega nýbyrjaður að æfa auk þess er hann keppandi í hinu þýðingarmikla og erfiða 110 m. grindahlaupi. Hinir góðu árangrar Sigurðar Friðfinnssonar í sumar og ekki hvað sízt nú síðustu daga hafa vafalaust ráðið miklu um val hans í landsliðið. Á að geta stokkið 180 til 187 m. Ef heppnin er að öllu leyti með, á að vera sterk von til þess að Sigurður geti stokkið allt frá 1,80 m. til 1,87 m. í landskeppninni. Fer það eftir rólyndi hans sjálfs þegar til keppninnar kemur, vandvirkni og öryggi í tilhlaupi og uppstökki. Þýðingarmikil keppni. — Mikil eftirvænting. í landskeppninni hvílir mikil ábyrgð á Sigurði, og miklar von- ir eru tengdar við hann, og eru allir sannir íþróttaunnendur af- ar eftirvæntingarfullir um árang- ur hans. Yfirleitt er gert ráð fyr- ir að íslendingar hljóti 1. og 3. mann í keppninni. Sigur Skúla Guðmundssonar er talinn ör- uggur. En ef Sigurður er í sín- um bezta ham, er hann kemur til keppninnar og ég tala ekki um ef hann stekkur yfir 1,80 m. í fyrsta stökki, þá er annað sæt- ið, — sem Danir telja sér víst — í stórri hættu. Því betri Daninn hefir þó ekki stokkið hærra en 1,85 m. F. H. vann alla flokka Vor- mótsins. Knattspyrnuvormót Hafnar- fjarðar er nú lokið. F. H. sigraði alla flokka mótsins og hlaut því 6 stig (stig 4. fl. ekki talin með). Síðasti kappleikur mótsins var Jeikur 1. fl. F.H. og Hauka. Er leiktíma var lokið stóðu leikar Nr. 23/1950 TILKYNNING Innflutnings- og gjaldeyrisdeild Fjárhagsráðs hefur á- kveðið eftirfarandi hámarksverð á gúmmískóm, framleidd- um innanlands: Heildsöluverð Smásöluverð án söluskatts, með söluskatti án söluskatts Nr. 26-30 .... kr. 17,48 kr. 18,00 kr. 22,00 Nr. 31-34 .... - 18,93 - 19,50 - 23,85 Nr. 35-39 .... - 21,36 - 22,00 - 27,00 Nr. 40-46 .... - 23,79 - 24,50 - 30,15 Hámarksverð þetta, miðað við ópakkaða skó, gildir í Reykjavík og Hafnarfirði, en annars staðar á landinu má bæta við verðið sannanlegum flutningskostnaði. Séu skórnir seldir pakkaðir, skulu framleiðendur leita samþykkis verðlagsstjóra fyrir umbúðaverðinu, er bætist við ofangreint hámarksverð í smásölu án álagningar. Með tilkynningu þessari fellur úr gildi auglýsing verð- lagsstjóra nr. 8/1949. Reykjavík, 23. júní, 1950, Verðlagsstjórinn dyggð, sem hverjum einstakling svo og þjóðinni í heild er holt að temja sér. En það er tilgangslaust fyrir valdhafana að biðja fólkið að spara gjaldeyri eða annað, nema þeir geri það sjálfir. 1:1. En þar sem keppnin er bik- arkeppni, varð að framlengja leiknum. Á síðustu mínútu fram- lengingarinnar skoraði F.H. mark, og unnu þar með leikinn með 2 mörkum gegn 1. — Alls skoruðu flokkar F.H. 13 mörk á mótinu, en Haukar 1 mark. í. B. H. tekur þátt í íslands- móti 1. flokks. Sameinað lið úr F. H. og Haukum er um þessar mundir þátttakandi í íslandsmóti 1. fl. í kanttspyrnu, og keppir und- ir nafni í. B. H. - Síðastliðið fimmtudagskvöld kepptu Hafn- firðingar við Fram. Eftir venju- legan leiktíma stóð leikurinn jafntefli, og varð því að frarri- lengja honum. Hvorugu liðinu tókst þó að skora í framleng- ingunni. Verða því liðin að leika aftur. Fer sá leikur fram á íþróttavellinum í Reykjavík í dag kl. 3 e. h. Starfsmenn fyrirtækja keppa í knattspyrnu og handknattleik Starfsmenn nokkurra fyrir- tækja hafa tekið upp hjá sér að tefla fram liðum til keppni í knattspyrnu og handknattleik. Ekki er þetta formleg keppni, en þó má telja að upp úr þessum „reynsluleikjum" geti myndazt föst keppni milli fyrirtækja í bænum. Knattspyrnu hafa þreytt með sér starfsmenn eftirtalinna fyrirtækja, og úrslit þeirra eru sem hér segir: Raflia: Vélsmiðja Hafnarfjarð ar h.f. 2:0. — Rafha : Haukar 0:3 — Raflia : Skipasmíðast. Dröfn 0:0. — Bílaverkstæði Hafnarfjarð ar : Málningarstofan Lækjargötu 1:2. - Starfsmenn Vélsmiðju Hafnar- fjarðar efndu til Handknattleiks- keppni milli rennismiða og vél- virkja Vélsmiðjunnar er lauk með sigri rennismiðanna 6:5. — Og leikur milli ólofaðra og ; giftra starfsmanna Vélsmiðj- unnar, þeim leik lauk með sigri þeirra ólofuðu 12:1. Knattspymu leikir sem vitað er um að fari fram á næstunni eru milli Vöru- bílstjóra og leigubílstjóra. Rafha hefur í hyggju að keppa við verzlunarmenn, Málningaístof- | una Lækjargötu, Dröfn (úrslita) | og í handknattleik við starfs- j menn Vélsmiðju Hafnarfjarðar. Beztu frjálsíþróttamenn íslands keppa á 20 ára afmælismóti F.H. Eftir keppnina við Dani, er ákveðið að beztu frjálsíþrótta- menn landsins keppi hér á íþróttasvæðinu á Hörðuvöllum, í tilefni af 20 ára afmæli Fim- leikafélags Hafnarfjarðar. Með- al þeirra, sem ákveðið er að keppi eru: Haukur og Orn Clau- sen, Torfi Bryngeirsson, Gunnar Huseby, Ásmundur Bjarnason, Hörður Haraldsson og Jóel Sig- urðsson. — Á mótinu keppa stúlk ur í 100 m. hlaupi og jafnvel langstökki og kringlukasti. Þar á meðal mun Hafdís Ragnars- dóttir verða meðal keppenda. — Enn er ekki ákveðið hvaða dag mótið verður, en athygli vakin á þessari einstæðu keppni utan Reykjavíkur. Á. Á.

x

Hamar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hamar
https://timarit.is/publication/800

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.