Hamar - 01.07.1950, Blaðsíða 3

Hamar - 01.07.1950, Blaðsíða 3
HAMAfí $ HVER A SÖKINA? Framhald af hls. 1. spennistöðvar o. fl., svo að mögu Iegt væri að starfrækja frysti- húsin. Má þar t. d. sérstaklega nefna hraðafrystihúsið á Mölun- um, sem kostað hefur bæjar- félagið mikið fé að koma í vega- vatns- og rafmagnssamband. Allur þessi mikli ytri kostnað- ur hlýtur að leggjast með öllum þunga sínum á athafnalífið í bænum í einni eða annarri mynd og gera því óhægara um vik. Slæm meðferð á opinberu fé leiðir til hækkandi álaga á at- vinnurekstur og einstaklinga, og eftir því sem álögurnar hækka á einstaklingunum þurfa þeir hærri laun, sem atvinnulífið verð ur að standa undir að greiða og þannig færist bruðlið og eyðslu- semin á opinberu fé yfir á herð- ar þess. Þetta litla dæmi sýnir það Ijós lega, að það er ekki lausnin á málefnum iðnaðarins að ásaka einstaklingsframtak og „íhald,“ því víða annarsstaðar er sökin stór og jafnvel stærst. Hitt er svo annað mál, en það virðist greinarhöfundur Alþýðu blaðs Hafnarfjarðar ekki skilja, að allir hlutaðeigendur þessara mála þurfa og eiga að taka hönd um saman um lausn þeirra. Einkaframtak og opinber rekstur Eigi að fara að rökræða um einkaframtak og opinberan rekst ur er sannleikurinn sá að um raunhæfan samanburð er ekki að ræða, nema að litlu leyti hér á landi og það einkanlega vegna þess, að opinberi reksturinn sit ur við annað og betra borð en einkareksturinn. Opinberi rekst- urinn er skattfrjáls en einka- reksturinn verður, auk þess að byggja upp sitt fyrirtæki, að taka á sig þungar álögur til rík- is og bæja og útkoman hefur reynst sú að þeim mun fleira, sem tekið er í opinberan rekstur, því meira aukast álögurnar á einkaframtakinu því það verður að bera uppi ýmsan sameigin- legan kostnað og auk þess að taka á sig að greiða stór töp á ríkis- eða bæjarrekstri. Allt hjal þjóðnýtingarsinna um það, að einkaframtakið sé fyrst og fremst til þess að arðræna þá, sem við það skipta, en opin- beri reksturinn til að tryggja hag almennings er að mestu leyti kennisetning úr lausu lofti grip- in. Það er oft miklu hagkvæm- ara fyrir neytendurna að ein- staklingar annist allskonar þjón ustu innan takmarkana, sem hófleg löggjöf setur, því þá er um tvo jafn réttháa aðila að ræða, sem sé neytendurna ann- arsvegar og þá, sem þjónustuna annast hins vegar.. Geta þá báð- ir borið fram kröfur sínar og óskir og leyst þær í sameiningu eða skotið þeim til valdhafanna, ef ekki næst samkomulag. En sé opinber aðili, sem annast þjón- ustuna, þá vill oft verða svo, að hann dragi það á langinn að taka tillit til neytendanna'. og hafa þeir í slíkum tilfellum oft ekki þriðja aðila að snúa sér að. Leiðir það því til þess að opin- beri aðilinn kemur fram sem ein okunaraðili gagnvart neytend- unum. Mannlegur breyzkleiki Það að einkafyrirtækjum er venjulega betur stjórnað en op- inberum fyrirtækjum stafar af þeim mannlega breyzkleika, sem ekki virðist vera umflúinn, að hver sé sjálfum sér næstur. Þessi bereyzkleiki fylgir góðum þjóðnýtingarmönnum inn í hin opinberu störf og hika þeir ekki við að taka margföld laun fyrir störf sín, ef miðað er við laun almennt við framleiðslu til lands og sjávar. Þannig skapast alveg eins hátekjustétt í kringum það opinbera eins og við einkafram- takið, en munurinn er sá, að einstaklingurinn mun að jafnaði frekar leggja nótt við nýtan dag til að vinna fyrir sitt eigið fyrir- tæki heldur en sá, sem vinnur fyrir það opinbera. Enda er sann leikurinn sá, að það er fyrir miklu lengri vinnutíma þeirra, að þeir geta skapað sér lífvæn- lega afkomumöguleika. A þetta er bent til þess að vekja athygli á því, að tilgangs- laust er að setja fram einhverjar: fræðisetningar, heldur verður að taka mennina eins og þeir eru í daglegu lífi hver við annan og það að koma sem flestum að einhverjum bæja- eða ríkisrekn- um fyrirtækjum hefur ekki sýnt sig að hafa bætandi áhrif á þjóðlífið, nema síður sé. V erzlunarástandið Greinarhöfundi Alþýðublaðs Hafnarfjarðar virðist sérstaklega langa til að ræða um verzlunar- mál og minnist hann á ófremd- arástand í þeim efnum. Það skal tekið undir það að á verzlunar- málunum þarf miklar lagfær- ingar og hefur áður verið rætt um það í Hamri. En hvort heild sölum og kaupmönnum þurfi að fækka eða ekki, skal enginn úr- slitadómur lagður á, en það er fyrst og fremst verzlunarmátinn, sem þarf að lagast. En þrátt fyrir opinber afskipti, svo sem skömmtun, gjaldeyriseftirlit, verðlagseftirlit o. fl., mörg und- anfarin ár, virðist sífellt hafa sigið á ógæfuhlið í þessum mál- um. Skortur hefur verið í landinu á ýmsum nauðsynjum, en fólk þá yfirleitt keypt hlutina eða reynt að ná þeim gegnum alls konar kunningsskap og hrossakaup. í slíkum leik er mjög misjöfn að- staða fólks og verða því margir að verulegu leyti afskiptir. Til að lagfæra þessa hluti er eina færa leiðin talin sú, að reyna að flytja það mikið inn í landið af nauðsynlegustu neyzlu vörum að hægt sé að fullnægja eftirspurninni en það hefur ekki tekizt enn sem komið er vegna skorts á íslenzkum seljanlegum framleiðsluvörum til að kaupa fyrir. Meðan ástandið er þannig er ekki von að vel fari og meðan gjaldeyris- og innflutningsleyfi eru veitt án tillits til hagkvæm- ustu innkaupa geta allir heild- salarnir og kaupmennirnir lifað þolanlegu lífi. Aukinn vöruinnflutningur og minnkandi opinber afskipti er eina færa leiðin út úr þeim ó- göngum, sem verzlunarmálin eru komin í. Meðan gjaldeyris- skorturinn er svo mikill að tak- marka verður mjög innflutning nauðsynja verður ástandið ekki lagfært, ekki einu sinni með landsverzlun. Vöruúthlutun Það þykir mörgum góðra gjalda vert, þegar verzlanir hafa tekið upp þann sið að reyna að miðla viðskiptavinum sínum af þeim vörum, sem eru fremur fá- séðar. Kaupmenn, sem þetta gera fá á sig það orð, að þeir selji allt á bak við og jafnvel á svörtum markaði, en kaupfélög in, sem nota vörujöfnunarmiða til þess að ná slíkum árangri eru talin stunda heilbrigðari verzlunarháttu. En þó er ekki alltaf nóg að vera félagsmaður. Skammturinn af vefnaðarvöru er stundum miðaður við önnur vörukaup hjá félaginu. Virðist því svo sem farið sé að stunda vafasaman verzlunarmáta, þeg- ar á að nota eftirsóttar vörur til þess að neyða kaupendur til að kaupa aðrar vörur hjá viðkom- andi félagi. T. d. með slíku fyrir komulagi mundi sá maður fá stærri vefnaðarvöruskammt, hjá KRON, sem gerði sín bókakaup í bókabúð félagsins, en sá, sem annarsstaðar keypti þá vöru. Hér er um nokkurskonar einokunar valdbeitingu að ræða. Undan slíku oki þarf almenningur að losna, en ekþi að leggja það ennþá þyngra á herðar honum með því að auka opinber afskipti af verzluninni. Svarti markaðurinn Greinarhöf. Alþ.bl. Hfj. minn- ist á svartamarkaðinn og er, sem ekki er nema eðlilegt mjög hneysklaður. En hvers vegna er svartimarkaðurinn til? Það er af þeirri einföldu ástæðu, að nóg- ir eru til, sem gefa vilja miklu meira en rétt verð fyrir hlutina, jafnvel að fólk sé hrifið af að hafa keypt hlut á þeim „svarta.“ Sagt er að gjaldeyrir gangi kaup um og sölum langt yfir skráðu gengi, þrátt fyrir gengislækkun- ina. Þegar leyst var bannið á innflutningi bifreiða fyrir þá, sem áttu bifreiðar erlendis eða • é'ú ’iiM.é'm ii ■ ■ ■ ■ ■ ■ ’á ■ ■ ’■ ■■■■■ • ■'■ ■ ■■• ■■ • ■V»'»,»»'*.» »■>* »»#.■>»»■> r»> ri> TILKYNNING frá Skatfstofu Hafnarfjarðar Miðvikudaginn 5. júlí verða lagðar fram: 1. Skrá yfir tekju-, eigna-, viðauka- og stríðsgróðaskatt einstaklinga og félaga, fyrir árið 1949,1 Hafnarfjarð- arkaupstað. 2. Skrá um tryggingaiðgjöld, samkv. hinum almennu tryggingarlögum frá 26/4, ’47, bæði persónugjald og iðgjaldagreiðslur atvinnuveitenda, — vikugjöld og áhættugjöld, — samkv. 107., 112. og 113. gr. laganna. 3. Skrá yfir þá íbúa Hafnarfjarðarkaupstaðar, sem rétt- indi hafa til niðurgreiðslu á kjötverði, samkv. lög- um um breytingu á lögum nr. 37, 29/4, ’46, frá 16/5 ’49. Skrárnar liggja frammi í Vinnumiðlunarskrifstofu Hafn- arfjarðar, Vesturgötu 6, dagana 5. júlí til 18. júlí, að báðum dögum meðtöldum, frá 10—12 árdegis og 4—7 síð- degis, nema laugardaga, kl. 10—12 árd., og skal kærum skilað til Skattstofu Hafnarfjarðar fyrir 19. júlí 1950. Skattstjórinn í Hafnarfirði Þorvaldur Arnason Nr. 22/1950 TILKYNNING Innflutnings- og gjaldeyrisdeild Fjárhagsráðs hefur ákveðið, að öll verðlagsákvæði á barnaleikföngum, bæði að því er snertir framleiðslu og verzlun, skuli úr gildi fallin. Retjkjavík, 22. júní, 1950, V erðlagsst j órinn gjaldeyri fyrir bifreið og hægt var að gera grein fyrir því, að hann væri löglega fenginn, t. d. að sjómenn hefðu safnað saman þeim hluta launa sinna, sem þeir hafa fengið greiddan í erlendum gjaldeyri. Þá vill svo einkennilega til, að þegar til framkvæmda kemur virðast það vera frekar þeir, sem ekki hafa sjáanlega aðstöðu til að afla gjaldeyris á löglegan hátt sem fá nýjar bifreiðir. Hvað veldur öllu þessu er spurt? Væri ekki gott að fá spilin á borðið í þessum efnum? Þó þarf það ekki að vera að hér sé um neitt að ræða, sem ekki er réttlætanlegt, en hitt er heldur ekki óeðlilegt þótt allur almenningur, sem finn ur mjög fyrir vöruskortinum vilji fá réttar upplýsingar í þess- um málum. Alþýðuflokkurinn mun fá eitthvað í sinn dilk. Til að lagfæra alla þessa hluti telur greinarhöfundur Alþ.bl. Hfj. nægjanlegt „að stórlækka gengi íhaldsflokksins“. Það má mikið vera, ef það ætti að fara að draga í pólitíska dilka alla þá, sem óleyfileg við- skipti hafa stundað svo og bak- tjaldaverzlun, bílabrask o. s. frv., að dilkur Alþýðuflokksins yrði alveg tómur. En hinsvegar er það líkt Al- þýðuflokksmanni, að reyna að læða því inn hjá fólki, að öll mistök og erfiðleikar undanfar- inna ára séu Sjálfstæðisflokkn- um að kenna. Að slíkri málsvöm mun almenningur brosa ekki síður en því, sem birtist í Al- þýðublaðinu í Reykjavík eftir „fríið“ að Alþýðuflokkurinn væri flokkur fátækra stétta. Um 3000 tonn af karfa hafa borizt til Lýsi og Mjöl h. f. Lýsi og Mjöl h. f. hefur nú tekið á móti nálega 3000 tonn- um af karfa til vinnslu. Fimm togarar leggja afla sinn upp hjá fyrirtækinu, eru fjórir þeirra úr Reykjavík og einn, Surprise, héðan úr bænum. Togararnir hafa aflað vel.

x

Hamar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hamar
https://timarit.is/publication/800

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.