Hamar - 11.08.1950, Qupperneq 1

Hamar - 11.08.1950, Qupperneq 1
JV. ÁRGANGUR HAFNARFIRÐI 11. ÁG. 1950 18. TÖLUBLAÐ Embættismenn st. Morgunstjörnunnar nr. 11 Aftasta röð, talið frá vinstri: Jón Þórarinsson, Jón B. Pétursson, Jón Helgason, Þor- ualdur Þorvaldsson, Sigurjón Arnlaugsson. Miðröð: Guðjón Magnússon, Eina Pálma- dóttir, Jóna Jónsdóttir, Fjóla Guðjónsdóttir, Magnús Jónsson. Frenista röð: Gísli Sig- urgeirsson, Jón Einarsson, Halla Magnúsd., Sigurgeir Gíshis., Ilalldór M. Sigurgeirss. St. Morgunstjarnan nr. 11 65 ára 1885 Sfofnaður sjóður til verðlauna veilinga fyrir sundafrek í Sundlaug Hafnarfjarðar Árið 1885 var Hafnarfjörður fámennt fiskimannaþorp. Ibú- arnir voru flestir fátækir og bjuggu við Ktil efni og í litlum íbúðum. Lífið í „Firðinum“ var þá fábreytt og lítið um tilbreyt- ingu frá hinu hversdagslega. Drykkjuskapur var þá mikill og vín veitt og selt í hverri verzlun. í júlímánuði 1885 var Góð- templarastúka stofnuð í Reykja- vík, stúkan Verðandi nr. 9. Nokkrir Hafnfirðingar hófust þegar handa og vildu kynnast þessari félagshreyfingu, og fóru til Reykjavíkur, þeir Eyjólfur 111- ugason og Magnús Th. S. Blöndal ákveðnir í því að gerast félagar í þessari nýstofnuðu Góðtempl- arastúku og á þann hátt að kynn- ast þessari félagshreyfingu. En með ráði góðra manna í Reykja- vík og í samráði við þessa menn var svo ákveðið að stofna hér deild í Hafnarfirði og fóru þeir heim við svo búið. Þeir létu ekki sitja við orðin tóm, heldur hófust þegar handa að undirbúa stúku- stofnun og var svo stúkan Morg- unstjarnan nr. 11 stofnuð 2. ág. Var stúkan stofnuð í Flensborg og stofnaði hana hr. Ólafur Rósinkranz úr st. Verðandi. — Stofnfélagar voru 13 að tölu, allt saman karlmenn. Eru þeir allir dánir. En stúkan lifir og starfar ennþá. Hópurinn var ekki stór og fyrir þessari félagsstofnun fór ekki mikið. En brátt fóru menn að taka eftir þessum félagsskap og veita honum athygli. Ymsir af Hafnfirðingunum sem höfðu ver- ið drykkjumenn gengu í stúkuna, og líf þeirra og lífsafkoma breytt- ist mjög til hins betra. Fundir voru haldnir vikulega og þessir frumherjar bindindishugsjónar- innar hér í Ilafnarfirði voru á- hugasamir og duglegir. Þegar á fyrsta ári hófust þeir handa með að byggja fundarhús, og á því máli voru engin vetlingatök. Ár- ið eftir, þ. 17. des. var svo nýtt samkomuhús vígt, og er það Góð- templarahúsið sem ennþá stend- ur við Suðurgötu 7 hér í bænum, og var upphaflega húsið, fundar- salurinn eins og hann er nú, en síðar byggt við báða enda. Þetta var fyrsta hús, sem Góð- templarar byggðu hér á landi, og var þetta stórt átak og sýndi stórhug og dugnað þessara fáu 1950 og fátæku manna að byggja svo stórt fundarhús að nálega rúmaði alla íbúa bæjarins þá. Var þetta svo eina samkomuhús Hafnfirð- inga um áratugi. Brátt fór þessi félagsskapur að hafa töluverð áhrif hér í þorpinu. Skemmtanalíf færðist í aukana en það var áður mjög af skornum skammti. Gekkst stúkan fyrir ýmiskonar skemmtanastarfsemi svo sem sjónleikjum, fyrirlestr- um, dansleikjum o. fl. og eiga margir hinna eldri Hafnfirðinga ljúfar minningar frá þessum fyrstu árum Góðtemplararegl- unnar hér í Hafnarfirði. Nú fóru menn og konur að ganga í stúkuna og fyrsta konan, sem braut ísinn í Hafnarfirði og gerðist Góðtemplari var Helga Árnadóttir Hildibrandssonar, en hún var gift Jóni kaupm. Bjarna- syni er varð 1. umboðsmaður í Morgunstjörnunni. Eftir það voru konur mjög starfandi í stúk- unni og hafa margar þeirra verið forvígiskonur í ýmsum öðrum félagssamtökum sem síðar voru mynduð hér í bænum. Um svipað leyti og Morgun- Framh. á bls. 4 Eftirfarandi bókun frá bæjar- ráðsfundi 24. júlí s.l. var einróma samþykkt á bæjarstjórnarfundi 1. ágúst s. 1. „Á fundinum mættu þeir Ásgeir G. Stefánsson, forstjóri, Ólafur Tr. Einarsson, forstjóri og Björn Jóhannesson, fyrv. bæjarfulltrúi, en þeir höfðu á sínum tíma verið tilnefndir samkv. erfðaskrá Ólafs Jónssonar, Garða, til heimilis á Suðurgötu 29, til að annast skipti og ráðstafanir á eignum hans, en í arfleiðsluskrá Ólafs sál. Jóns- sonar Garða, dags. 16. marz 1939, segir svo: „Innanstokksmunum og fatn- aði skal ráðstafað af Sigurbent Gíslasyni, Ásgeiri G. Stefánssyni og Ólafi Einarssyni, og allt ann- að sem eftir verður, eftir að búið er að koma mér í gröfina, og reisa minnisvarða yfir okkur hjónin, skal ganga til sjóðstofnunar, sem ber nafn okkar hjóna, og skal sjóðnum ráðstafað til Sundlaug- arbyggingar hér í Hafnarfirði, og verðlauna fyrir sundafrek. Fari svo, að sundlaug sé komin upp, áður en ég fell frá, má nota féð til sólbaðsskýlis og annars í sambandi við sundlaugina.“ Nefndir menn skýra frá því, að skiptum sé nú lokið, og þá sé til ráðstöfunar fé í sparisjóðsbók við Sparisjóð Hafnarfjarðar nr. 6738, kr. 16.218.99 — sextán þús- und, tvö hundruð og átján krón- ur, níutíu og níu aurar —, miðað j við 1. jan. 1950, og leggja þeir til, að af fé þessu sé varið kr. 10.000, — tíu þúsund krónum — til sjóðs- myndunar til verðlaunaveitinga fyrir sundafrek í Sundlaug Hafn- arfjarðar, það fé, sem þá er eftir, renni í framkvæmdasjóð Sund- laugarinnar. Ennfremur leggja þeir til, að íþróttanefnd bæjarins og íþrótta- fulltrúa ríkisins, verði falið að Berjaferð Sjálfstæðisfélögin munu á næstunni efna til berjaferðar og verður hún nánar auglýst síðar. semja drög að skipulagsskrá fyr- ir sjóðinn, sem þeir svo gangi end anlega frá og leggi fyrir bæjar- stjórn. Um leið og bæjarráð þakkar heimsókn þeirra Ásgeirs, Ólafs og Björns, og minnist gefanda, tekur það fram, að það fellst í einu og öllu á tillögur þær, er fram hafa komið um ráðstöfun á fé þessu. Bæjarstjóri veitti móttöku nefndri sparisjóðsbók með upp- hæð þeirri er fyrr greinir." Forseti minntist gefendanna, þeirra hjóna Pálínu Eysteinsdótt ur og Ólafs Jónssonar Garða; og risu bæjarfulltrúar úr sætum til að votta þeim þakklæti sitt og virðingu. -----•------ Leggið vatnsveit- unni lið Frá því er sagt á öðrum stað í blaðinu, að ákveðið hefur verið að bjóða út skuldabréfalán fyrir vatns- veituna. Bæjarbúar eru lengi búnir að bíða eftir auknu vatni og nú er svo komið f jár- hag bæjarins að það hefur orðið eina leiðin til að geta haldið vatnsveitubygging- unni áfram, að leita til'al- mennings um að fá lán til hennar. Það er vitað, að svo hefur harnað að hjá mörgum, að ekki er við því að búast, að þeir geti látið fé af mörk- um í þessu skyni, en þeir, sem aflögufærir eru ættu að leggja þessu nauðsynjamáli lið sitt með því að kaupa skuldabréf, þegar farið verð- ur að selja þau. — Bréfin eru að upphæð krónur 5.000,00, 1.000,00 og 100,00. FRÁ BÓKAHAPPDRÆTINU Frestað hefur verið að draga í bókahappdrætti Heimdallar og S.U.S. til 15. október n. k.

x

Hamar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hamar
https://timarit.is/publication/800

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.